Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 35

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Gysbræður kitluðu hláturtaugar með klukkustundarlangri sýn- ingu sem samanstóð af mörgum, stuttum og bráðfyndnum atrið- um. Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson í söngatriði. HELGARSKEMMTUN Sögiistund Góð Skemmtanir Ómar Friðriksson rátt fyrir atvinnuþrengingar og lífskjarakreppu bregða hinir stóru skemmtistaðir borgar- innar ekki út af vananum í vetur og bjóða upp á viðamiklar kvöld- sýningar með þríréttuðum máls- verði, gysi og gamanatriðum helstu grínleikara landsmanna, söngvaspéi eða upplífgun vinsælla poppsveita og dægurlaga frá fyrri tíð. Skemmtikvöld þessi virðast fyrst og fremst laða að sér hóp- ferðir frá vinnustöðum, félaga- samtök eða klúbba og andrúms- loftið vill stundum verða nokkuð sérkennileg blanda tilrauna þjón- ustufólks til að veita persónulega þjónustu og huggulegheit og árs- hátíðargleðistundar með tilheyr- andi fjöldaframleiðslu á málsverði undir hópsöng gesta í kringum borðhaldið. Ætli menn sér að njóta veitinga og sýnihgaratriða í ró og næði mega þeir hinir sömu allt eins eiga von á að við næsta borð sitji góð- glaðir samkvæmisgestir sem líta málið öðrum augum og láta sig bragðgæði matar eða annað þess háttar smáræði minna skipta en hvort drykkkjarföng eru borin stundvíslega til borðs. Fyrir þá sem hafa áhuga og efni á að bregða sér á sýningu af þessu tagi er kvöldstund á Hótel Sögu tilvalinn kostur. Þrennt er þar með ágætum: Góður matur, afbragðs grínatriði Gys- bræðra og danshljómsveit sem skipuð er afbragðs tónlistarmönn- um úr djass og dægurlagabransa borgarinnar. Helgarskemmtun Hótels Sögu í vetur er í einfaldara lagi og skipt- ist í köldverð, klukkustundarlanga sýningu Gysbræðra og dansleik sem hefst í kringum miðnættið. Húsið er opnað klukkan 19 og kvöldverður er borinn fram klukkustundu síðar. Þegar undir- ritaður brá sér á á Hótel Sögu á laugardagskvöldi fyrir skömmu var talsverður slæðingur gesta í mat þótt húsið væri tæpast þétt- skipað þetta kvöld. Lítil bið var á að matur væri fram borin og gátu gestir valið um rétti á matseðli. í forrétt stóð valið á milli humars og lárperu með sóllauksvinaigrette eða laxa- súpu með ijómatoppi sem ég kaus mér og gef bestu meðmæli. I aðal- rétt var boðið upp á lambahryggs- vöðva sem framreiddur var með nýjum garðávöxtum, portvíns- og rifsbeijasósum eða grillsteiktar nautahryggsneiðar með ijómapip- arsósu. Nautasneiðin var áf besta gæðaflokki og afar ljúffeng. í eft- irrétt stóð valið á milli þess að fá epli í Grand mariner með kanilís og gamaldags ostaböku með ferskum jarðarbeijum. Allt bragð- aðist þetta vel og var smekklega framreitt án minnstu tafa. Miðaverð á málsverð, sýningu og dansleik að henni lokinn kostar 4.800 krónur fyrir manninn. Tæp- lega er hægt að reikna með að heildarkostnaður hjóna af slíku kvöldi verði undir 15 þúsund krón- um ef borðvín og aðrir drykkir eru teknir með í reikninginn en al- gengt verð borðvína er frá 2.500- 3.500 krónur. Gysbræður sem skemmta gest- um Hótels Sögu í. vetur eru þeir Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Siguijónsson og Öm Árnason. Birtust þeir ekki á sviðinu fyrr en klukkan var farin að nálgast ellefu en þeim fyrirgafst jafnskjótt biðin og þeir hófu sýninguna sem sam- anstóð af mörgum og stuttum en hnitmiðuðum og bráðfyndnum at- riðum. Hvergi að finna dauðan punkt í klukkustundarlöngum grínþætti Gysbræðra og kunnu viðstaddir greinilega vel að meta framlagið. Komu margir góðkunn- ingjar við sögu Gysbræðra í bland við áður ókunnar en síður en svo ófyndnari persónur. Nægir þar að nefna þá Ragnar Reykás, Kristján - heiti ég - Ólafsson og Saxa lækni. Hljómsveit Björvins Halldórs- sonar hóf leik um miðnættið og laut auðheyrilega stjórnanda sín- um í lagavali í einu og öllu. Rokks- mellir sjötta áratugarins, dægur- ballöður úr nótnabókum Tom Jo- nes og Engilberts Humperdinks og inn á milli rammíslenskir sveitaballaslagarar. Auðvitað fremur metnaðarlítil dansmúsík og lítt við hæfi snjallra hljóðfæra- leikara á borð við Þóri Baldursson, Þórð Árnason, Einar Scheving, Kristin Svavarsson og Harald Þor- steinsson en reynslan hefur kennt Bjögga að það er nákvæmlega svona músík sem fellur að smekk gesta á svona kvöldi og dansgólfið iðaði fram eftir nóttu. Sigurður Sigurjóns- son, einn Gysbræðra, í hlutverki saxófón- leikara. AUÐÆVI Leggur í bankann rátt fyrir ungan aldur er leikar- inn Macaulay Culkin dijúgur við að safna í sparibaukinn. Meðal mynda sem hann hefur leikið í má nefna Home Alone, My Girl og Only the Lonely. í næsta mánuði verður frumsýnd myndin Home Al- one 2 og er hennar beðið með mik- illi eftirvæntingu. Fyrir leikinn í þeirri mynd fær Culkin greiddar litl- ar 5 milljónir dala, eða um 275 milljónir króna. Verður fúlgan lögð inn á sparireikning drengsins og bætist við álitlegar fjárhæðir sem fyrir eru. Macaulay Culkin er nemandi í 7. bekk einkaskóla á Manhattan í New York, hann fær tæplega 300 krónur í vasapeninga á viku og þykir gaman að leika keiluspil. For- eldrar hans heita Pat og Kit Culkin og á Maeaulay fímm systkini, þeirra á meðal Kieran sem er með honum á meðfylgjandi mynd. Líf Macaula- ys er ekki gjörsneytt lystisemdum, í herberginu hans er stór sjónvarps- og hljómtækjasamstæða og tæp- lega tveggja metra langur bíll, hvort tveggja gjafír frá Michael Jackson. Heimilislíf Culkin-fjölskyldunnar hefur oft orðið fyrir þungri ásókn fjölmiðla. Til að vemda einkalífíð' hafa þau aftur og aftur orðið að breyta um símanúmer. Svo rammt kvað að númerabreytingum um tíma að Macaulay varð einu sinni Leikarinn Macaulay Culkin er orðinn vellauðugur aðeins 12 ára gamall. Hann á fimm systkini og sést hér með bróður sínum Kier- an, sem er til hægri á myndinni. að hringja í vin sinn og biðja hann að fletta upp símanúmerinu, því hann var búinn að gleyma númerinu heima hjá sjálfum sér! TVÆR FRUMSÝNINGAR Á LITLA SVIÐINU Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Ögmundur Jóhannesson Tónlist: Egill Ólafsson Þýðing á Platanov: Árni Bergmann Leikgerð af Platanov: Pétur Einarsson Þýðing á Vanja frænda: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikarar: Ari Matthíasson, Egill Ólafsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún S. Gísladóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson. Platanov; Frumsýning lau. 24. okt. kl. 17.00. Uppselt Vanja frændi: Frumsýning lau. 24. okt. kl. 20.30. Uppselt LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ SÍMI 680680

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.