Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 43 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ - ÚRVALSDEILD TENNIS / DAVIS CUP Bandaríkin mæta Ástralíu Dregið var í fyrstu umferð Davis-bikarsins í tennis í gær. Núver- andi keppni lýkur reyndar ekki fyrr en í desember þegar Banda- ríkin mæta Sviss í úrslitum. Bandaríkjamenn mæta Ástralíu, sem hefur sigrað 26 sinnum í mótinu en Bandaríkjamenn 29 sinnum. Þjóðveijar leika gegn Rússum á útivelli. Svíar mæta Kúbu og Frakkar fara til Austurríkis. Fyrsti sigur Snæfells - sigraði Grindavíkeftirframlengdan leik skrifar frá Grindavík GRÍÐARLEG stemmning var f íþróttahúsinu í Grindavík er Snæfellingar sóttu UMFG heim í gærkvöldi í úrvalsdeild- inni i körfuknattleik. Leikur lið- anna var mjög spennandi allt fram í framlengingu, þá hafði Snæfell betur - var sterkari á endasprettinum og vann verð- skuldað, 121:110. Þetta var fyrsti sigur Snæfells í vetur. Leikurinn var hraður allt frá byrjun og svæðisvöm Snæfells gerði það að verkum að heima- menn reyndu mikið af langskotum. Þegar þau geiguðu Frímann brunuðu Snæfellin- Ólafsson ar í hraðaupphlaup og skomðu mörg stig þannig. Munur- inn var þó aldrei mikill á liðunum og jafnt var í hálfleik,*49:49. Leikmenn Snæfells áttu mjög góðan kafla í upphafi seinni hálf- leiks og hittu vel. Bárður Eyþórs- son var hreint óstöðvandi auk þess sem hann hélt spilinu vel gang- andi. Grindvíkingar gáfust ekki upp og þegar 5 mín. vom til leiks- loka var munurinn 11 stig, 87:98. Þeir Guðmundur Bragason og Sveinbjöm Sigurðsson minnkuðu muninn niður í eitt stig, 98:99. Bárður gerði fjögur stig úr víta- skotum á siðustu mínútunni en Guðmundur minnkaði muninn í 3 stig og þegar 8 sek. vom eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Dan Krebs með þriggja stiga körfu og ,, því þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Og eins og áður segir vom gestimir sterkari í henni og unnu verðskuldað. Sveinbjöm Sigurðsson átti vafa- laust sinn besta leik með Grinda- vík í vetur, hélt Tim Harvey vel niðri í vöminni og skoraði grimmt. Guðmundur Bragson stóð fyrir sínu og Dan Krebs átti góða kafla. í liði gestanna var Bárður í sér- flokki. Einnig áttu þeir ívar Ás- grímsson, Rúnar Guðjónsson og Kristinn Einarsson góðan leik. Harvey skoraði ekki mikið en var sterkur í vöm, tók 18 vamarfrá- köst. Barátta á Sau&árkróki Tndastólsmerin vom sterkari á lokasprettinum þegar þeir lögðu Breiðablik að velli, 93:86. Leikurinn var mikill bráttuleikur og spennandi. Þegar aðeins ein mín. var til leiksloka var Tindastólsmenn yfir, 87:86, en þá vom dæmdar tvær ásetningsvillur á Blikana og skomðu heimamenn út öllum vítaskotum sínum, skor- uðu síðan körfu - og gerðu út um leikinn. Blikamir byijuðu leikinn vel og ' eftir aðeins fjórar mín. varð Páll Kolbeinsson hjá UMFT að fara af velli meiddur. Þrátt fyrir þetta áfall náðu heimamenn að jafna metin um miðjan fyrri hálfleik og mund- aði þar mestu um stórleik Vals Ingimundar, sem fór á kostum. Blikamir vom yfir, 45:50, í leik- hléi, en í seinni hálfleik var leikur- inn jafn, en mest náðu Blikar þó sjö stiga forustu. Tindastólsmenn með Val sem aðalmann náðu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigur undir lokin. Valur lék mjög vel og var besti maður vallarins. Hann skoraði 46 stig og þá var Chris Moore vel. Egill Viðarsson og Lloyd Sergent vom bestu menn UBK. Pétur Guð- mundsson, sem var í góðri gæslu, lék vel fyrir Blikana í fyrri hálf- leik, en í seinni hálfleik var hann orðinn þreyttur. Bjöm Bjömsson skrífar Magnús Katrín Lovísa Guðmundur Fjórir í framboði nús Oddsson, formaður þróttabandalags Akra- ness, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi hann væri ákveðinn í að gefa kost á sér til framboðs í embætti varaforseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Það verða því fjórir frambjóðendur sem bítast um þetta embætti á þinginu, hinir em Katr- ín Gunnarsdóttir, Lovísa Einars- dóttir og Guðmundur Kr. Jónsson. Það stefnir í spennandi kosningu á ársþinginu, sem haldið verður í Ráðhúsinu í Reykjavík um næstu helgi, því sjaldgæft er að svo marg- ir gefi kost á sér í sama embætti innan stjómar ÍSÍ. Enginn hefur gengt embætti varaforseta ÍSÍ síð- an Ellert B. Schram tók við emb- ætti forseta ÍSÍ af Sveini Bjöms- syni sem lést fyrir rúmlega ári síð- an. Gert er ráð fyrir að Ellert gefi kost á sér áfram í embætti forseta ÍSÍ. ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFG-Snæfell 110:121 íþróttahúsið Grindavík, fslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild karla, þriðju- daginn 20. október 1992. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 12:12, 19:24, 27:24, 30:38, 42:44, 49:49, 56:61, 60:69, 69:79, 78:88, 87:98, 96:98, 103:103, 103:110, 110:110, 110:121. Stig UMFG: Dan Krebs 33, Sveinbjöm Sigurðsson 25, Guðmundur Bragason 24, Pálmar Sigurðsson 12, Marel Guðlaugsson 10, Bergur Hinriksson 6. Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 43, ívar Ásgrímsson 23, Rúnar Guðjónsson 23, Kristinn Einarsson 19, Tim Harvey 7, Hreinn Þorkelsson 4, Sæþór Þorbergsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu erfíðan leik mjög vel. Áhorfendur: Um 250. UMFT-UBK 93:86 íþróttarhúsið á Sauðárkróki, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjud. 20. október 1992. Gangur leiksins: 2:9, 16:10, 21:22, 27:28, 33:42, 39:47, 45:50. 53:54, 61:62, 68:68, 69:76, 78:78, 83:82, 87:86, 93:86. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 46, Chris Moore 19, Haraldur Leifsson 6, Páll Kolbeinsson 5, Björgvin Reynisson, Ingvar Ormarsson 5, Karl Jónsson 4, Ingi Þ. Rún- arsson 2, Pétur V. Sigurðsson 1. Stíg UBK: Egill Viðarsson 21, Lloyd Serg- ent 21, Hjörtur Amarson 15, Pétur Guð- mundsson 14, Bjöm Sigtryggsson 12, Eirík- ur Guðmundsson 3. Áhorfendur: 650. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garð- arson. Helgi var ágætur, en Leifur mistæk- ur. 1. deild karla: ÍA-ÍR.....................96:82 Handknattleikur Ármann - Valur 22:20 Laugardalshöll, íslandsmótið - 1. deild kvenna, mánudaginn 19. október 1992. Mörk Armanns: Vesna Tomsje 9, Margrét Hafsteinsdóttir 4, Ásta Stefánsdóttir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Auður 2, Marfa Ingimundardóttir 1 og Ellen 1. Mörk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 6, Irina Storobegatyrh 5, Gerður Jóhansdóttir 3, Guðrún Kristjánsdóttir 2, Kristfn Am- þórsdóttir 2, Eyvor Jóhannesdóttir 1 og Sigurbjörg Kristjánsdóttir 1. Knattspyrna UEFA-keppnin: Kaiserslautem, Þýskalandi: Kaiserslautern - NotL For..........8:1 Wolfgang Funkel (6. - vítasp.), Marcus Marin (55.), Mareel Witeczek (57.) - David Hirst (5.). 20.802. MHirst var rekinn af leikvelli fyrir brot tveimur mín. fyrir leikshlé, þannig að leik- menn Sheff. Wed. léku aðeins tfu í seinni hálfleik. Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Celtíc..................1K) Stephane Chapuisat (71.). 35.000. UDortmund sótti nær stanslaust allan leik- inn, en leikmenn liðsins nýttu ekki nema eitt tækifæri. Aþena, Gríkklandi: Panathinaikos - Juventus...........0:1 David Platt (68.). 75.000. Golf keppnis- greiní Aflanta? jr Olympíunefnd Atlanta í Banda- ríkjunum ætlar að fara fram á það við alþjóða ólympíunefndina að keppt verði í golfi á leikunum í Atlanta 1996. Þeir vilja að golfið verði fullgild keppnisgrein og ef af verður munu kylfíngarnir leika á hinum fræga Augusta velli. Keppt yrði bæði í karla- og kvennaflokki og líklegt er talið að keppendur yrðu frá 20 þjóðum. Ekki hefur verið keppt í golfi á Ólympiuleikum síðan árið 1904 þegar leikarnir fóru fram í St. Lou- is í Bandaríkjunum. Bárður Eyþórsson átti stórleik með liði Snæfells gegn Grindavík og gerði 43 stig. ISHOKKI Ágreiningur um stofn- un íshokkísambands ÍSHOKKÍMENN beita sér nú fyrir stofnun ishokkísambands innan iSÍ og hafa sótt um það formlega. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðisins hofur þessi málaleitan ekki mælst vel fyrlr innan stjórnar ÍSÍ, sem vill þess í stað stofna skautasam- band sem hafi aliar skautagreinarnar innan sinna vébanda, þ.e. listhlaup skautahlaup og íshokki, heldur en að þessar greinar meðfámennan iðkendafjölda stofni þrjú sérsam- bönd. Þetta taka íshokkímenn hins vegar ekki í mál. Skautanefnd ÍSÍ og nú íshokkí- nefnd ÍSÍ hefur hingað til farið með málefni skautaíþróttar- innar í landinu. Íshokkímenn vilja nú að stofnað verði sérstakt ís- hokkísamband sem hefur það á stefnuskrá sinni að efla íþróttina. Samkvæmt lögum ÍSI þarf með- mæli frá minnst sex héraðssam- bönd eða iþróttabandalögum til aðstofna nýtt sérsambands innan ISÍ. Þeim skilyrðum hefur nú þeg- ar verið fullnægt og fmnst is- hokkfmönnum það hart að ekki skuli vera hægt að afgreiða þetta mál. „Við erum á því að það eigi ekki saman flokkaíþróttir og ein- staklingsiþróttir í sama sambandi og þvf viljum við stofna íshokki- samband. Ishokkí er flokkaíþrótt en listhlaup og hraðhlaup á skaut- um eru dæmigerðar einstaklings- íþróttir. Þetta á alls ekki heima í sama sérsambandi. Það væri eins og að setja handbolta og kúluvarp í sama sérsamband. í lögum Al- þjóða íshokkísambandsins er ákvæði um að það samband sem fer með málefni íshokkí í hveiju landi skuli eingöngu hafa með íshokkí að gera, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, sem við teljum ekki vera hér,“ sagði Egg- ert Steinsen, formaður Skautafé- lags Reykjavíkur. Talið er að um 200 manns stundi íshokkí hér á iandi. Á síð- asta ári var fyrsta íslandsmótið í fshokkí og þótti það takast vel, en nú eru vélfryst skautasvell bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þijú iið tóku þátt í mótinu i fyrra, Skautafélag Reykjavíkur, Skauta- félag Akureyrar og Björninn úr Reykjavík. Sérsamböndin innan ÍSÍ eru nú 21 talsins og var Keiiusambandið síðasta samband sem var tekið inn, í maí á þessu ári. OL-LEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.