Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Leíkmannsþankar um efnahag þjóðarinnar eftir Atla Heimi Sveinsson Það er illa komið fyrir efnahag okkar. Sá möguleiki er ekki fjarlæg- ur að við verðum tekin upp í skuld áður en við getum haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins. Við sjáum hvemig komið er fyrir Færeyingum. Við glottum og tölum um Færeyingahagfræði. En sjálf erum við ekkert betri, og við skyldum spara köpuryrði í garð frænda okkar í Færeyjum þótt þeir séu fámennari en við. Við eigum að aðstoða þá eft- ir megni. Það getur komið að því, fyrr en við ætlum, að við þurfum á hjálp annarra þjóða að halda. Alla þessa erfiðleika mátti sjá fyr- ir, en menn vildu það ekki. Við trúð- um því að þetta „mundi reddast ein- hvem veginn eins og vanalega". Við höfum hagað okkur eins og flón og gerum það enn. Hér ríkir nefnilega þjóðarsátt - að því er virðist óijúfan- leg - um hin verstu mál. Það er þjóð- arsátt um ofveiði og þjóðarsátt um skuldasöfnun. Og við forðumst að horfast í augu við þessar staðreyndir. Þjóðarleiðtogamir tala um afla- brest, en aflinn hefur ekkert bmgð- ist. Við höfum einfaldlega stundað ofveiði ámm saman, og viljum helst gera það enn í trássi við ráð bestu manna. Þrátt fyrir einhvem „sam- drátt" verða sennilega færri fiskar í sjónum að ári en nú. Einhver kjáni talaði í Sjónvarpinu um „árið sem sfldin hvarf“. Síldin hvarf ekki neitt nema að því einu leyti að hún var veidd upp, seld og andvirðinu eytt - sennilega í vit- leysu. Það ríkir ennþá þjóðarsátt um skuldasöfnun. Vandamál hafa yfir- leitt verið leyst með því að senda lántökuséní - bankastjóra, efna- hagsráðgjafa eða stjómmálamann - til útlanda til að slá lán. Þá vom allir ánægðir - nógir peningar í bili „En er ekki kominn tími til að hefja lýðræðis- lega umræðu um vit- ræna efnahagsstefnu, sem kemur okkur út úr skuldafeninu, og finna leiðir til að framkvæma hana.“ - að minnsta kosti fór lítið fyrir mótmælum. Það kæmi mér ekki á óvart að einhveijum dytti í hug að fær leið út úr vandanum væri að efla starfsmenntun lántökutækna. Og þó við möndlum eitthvað með gengið, eða fímm vöxtum upp eða niður mun ekkert breytast. Fer þá ekki bara fjárfestingar- og eyðslu- æðið af stað að nýju. Fyrirtækin blóð- mjólkuð sem fyrr. Mikið er tönnlast á því að „skjóta stoðum undir“ hitt og þetta. Hingað til enduðu þau skot í fiskeldis- og loðdýradellunni. Við íslendingar emm yfírleitt ekki góðir búmenn. Við emm hörkudug- legir að afla tekna, en okkur helst illa á þeim. Þetta á bæði við um ein- staklinga og stofnanir. Því miður. Erlendar skuldir okkar em ennþá að aukast, og þær munu verða meiri að ári en þær em í dag. Fjármálaráð- herrann segist standa á bremsunni, og eflaust er það rétt. Við fömm kannski hægar niður á við en oft áður. En stefnunni hefur ekki verið breytt, a.m.k. ekki að ráði. Núna skuldum við u.þ.b. 800 þúsund á hvert mannsbarn og 30% af tekjun- um fer í vexti og afborganir. Þessar vondu þjóðarsáttir þarf að tjúfa, einnig þjóðarsáttina miklu um skattsvik. (Skattar em vondir; ergo: skattsvik era góð. Þetta er djöfullega vondur mórall, en rammíslenskur hugsunarháttur.) Og svo er hægt að byija að vinna sig út úr vandanum. Og það mun taka tíma og er ekki auðvelt. Það þarf að borga niður þjóðarskuldina. Atli Heimir Sveinsson Þvi fyrr, því betra. Og hvers vegna? Af hveiju má þetta ekki danka eins og það hefur gert hingað til? Við því em mörg svör. Skuldugur maður er ekki sjálf- stæður eða fijáls. Efnahagslegt sjálf- stæði og pólitískt verður ekki sundur skilið. Börnin okkar eiga ekki að þurfa að greiða fyrir flónsku okkar. Og efnahagslegt sjálfstæði og bjarg- álnir er forsenda velferðarkerfís og samhjálpar. Og svona mætti lengi telja. Ég legg til að gerð verði þjóðar- sátt um að vinda ofan af þjóðarskuld- inni. Það væri gott að greiða fyrstu afborgunina á 50 ára afmæli lýðveld- isins, þann 17. júní 1994. Það væri góð afmælisgjöf. Síðan að gera sex ára áætlun um að vera búin að ljúka greiðslum fyrir aldamót og helst að eiga dálítið í handraðanum 1. janúar árið 2000. Gerðu ekki Svíar fímm ára áætlun um að kippa sínum hlut- um í lag? Þetta hefur enginn flokkur þorað að boða. Menn þora hæsta lagi að tala um hallalausan ríkisbúskap eftir svo og svo mörg ár. Og þegar það ekki tekst em allir í rauninni glaðir. Skýringin á erfíðleikunum er alltaf augljós: „áfallið“ eða „okurvextimir" eða „aflabresturinn" eða ... eða bara eitthvað annað. Og svo er hægt að halda áfram að eyða um efni fram, og safna skuldum. Þá þarf ekki að breyta stefnunni. Þær fréttir berast hingað af og til að ísland hafi gott lánstraust, og þá una menn glaðir við sitt. En er ekki kominn tími til að hefja lýðræðislega umræðu um vitræna efnahagsstefnu, sem kemur okkur út úr skuldafeninu, og fínna leiðir til að framkvæma hana. Höfundur er tónskáld. Er þetta hægt, Ólafur Ragnar? eftirEið Guðnason Eftir nýlegar hrakfarir í skoðana- könnunum hefur formaður Alþýðu- bandalagsins að undanförnu freistað þess að fara með himinskautum til að ná athygli fólks og fjölmiðla. Nokkuð hefur honum orðið ágengt í þeim efnum og óraunhæf yfírboð verða fyrirsagnaefni fréttálítilla daga. Undran vekur hins vegar hve gagnrýnilaust fjölmiðlar á stundum fjalla um málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar. Fréttastofa Ríkisútvarpsins skýrði þjóðinni til dæmis frá því að morgni dags 28. október, að fleiri hefðu sótt fund formannsins í Keflavík en búist hefði verið við. Þá hljóta hlustendur að spyija: Fleiri en hver bjóst við? Ólafur Ragnar eða fréttastofan? Við hvað er miðað og hvers vegna er brýnt að taka þetta fram. Eitt af því sem fjölmiðlar hafa fjallað um að undanfömu er svokall- aður umræðúgmndvöllur frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Um þetta hefur verið fjallað eins og það væri stefna Alþýðubandalagsins og raunar lætur formaðurinn gjarnan líta út sem svo sé. Svo er hins vegar ekki. Þetta er Tilkynning um útboð á skuldabréfum eignarleigufélagsins Féfangs hf. Útgáfudagur Heildaríjárhæð: Gjalddagar: Sölutímabil: Grunnvísitala: Einingarbréfa: Verðtrygging og ávöxtun: Arsávöxtun umfram verðtryggingu: Söluaðilar: Umsjónaraðili útboðs: 1. flokkur 1992. 29. október 1992. 180.000.000,- 16.11. 16.08. 16.05. 16.02. 16.11. 16.08. 1997, 1998, 1999, 1992 - 29.01 1998, 1998, 1999, 1993. 16.05. 16.02. 16.11. 1998, 1999, 1999. 29.10. 3235. Lágmark kr. 200.000,- Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu og bera 7% fasta vexti að auki, sem leggjast við höfuðstól á 12 mánaða fresti. 8,80% á fyrsta söludegi. Kaupþing hf., Kringlunni 5., Kaupþing Norðurlands hf., afgreiðslustaðir Búnaðarbanka og sparisjóða. Kaupþing hf. Hofnarstræti 7, s. (91) 614500, 101 Rvík. KAUPÞING HF Kringlan 5, 103 Reykjavík Sími 91-689080, telefax 91-812824 einkaplagg Ólafs Ragnars og hefur engan bakhjarl í flokknum. Þing- flokkur sem þurfti fímm fundi til þess eins að kjósa sér formann í sumar þarf áreiðanlega langan tíma til að sameinast um svona plagg. Tilefni þessa greinarstúfs er tví- þætt. Annars vegar áðurgreint plagg Ólafs Ragnars og hins vegar viðtal á forsíðu Alþýðublaðsins 27. þessa mánaðar um nýtt málgagn Alþýðu- bandalagsins. Stóra orðin eru ekki spömð í umræðugrundvelli Ólafs Ragnars Grímssonar. Þar er komið víða við og meðal annars fjallað um viðskipt- asiðferði. Um það efni segir orðrétt: „Viðskiptasiðferði er einnig nauðsyn- legur þáttur í endurreisn atvinnulífs- ins og nýrri sókn. Gamla kerfíð þar sem skuldir og ábyrgðir era skildar eftir í gjaldþrotinu og sömu menn birtast svo undir nýju firmanafni verður að líða undir lok. Það er fá- heyrt í siðuðum löndum að slíkir glæ- framenn í viðskiptalífí geti haldið áfram eins og ekkert hafí í skorist hvað þá heldur einnig gegnt opinber- um trúnaðarstörfum. Víðtæk siðvæð- ing er mikilvægt verkefni í íslensku viðskiptalífi." Hvernig væri nú að formaðurinn byijaði siðvæðingu viðskiptalífsins í sínum eigin flokki — á heimavelli. í Alþýðublaðinu 27. október er viðtal við Ólaf Þórðarson sem nú stjómar undirbúningi að útgáfu vikublaðs sem á að vera málgagn Alþýðu- bandalagsins. Og hvað segir fulltrúi siðvæðingarformannsins? „Skuldir Þjóðviljans koma okkur ekki við og ég hef ekki hugmynd um þær, þetta er allt annað fyrirtæki sem stendur að Vikublaðinu. Þetta er alveg nýr gmnnur.“ Það er alveg sama hve oft þeir Alþýðubandalagsmenn skipta um nafn á flokknum, útgáfufélaginu eða málgagninu, það breytir ekki því að forráðamenn flokksins beri siðferði- lega ábyrgð á skuldum fjóðviljans. Ekki verður annað séð en hér séu „sömu menn nú að birtast undir nýju fírmanafni" svo notuð séu orð G/obus? -heimur gceba! LÁGMÚLft s|- REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681555 Eiður Guðnason „Það er alveg sama hve oft þeir Alþýðubanda- lagsmenn skipta um nafn á flokknum, út- gáfufélaginu eða mál- gagninu, það breytir ekki því að forráða- menn flokksins beri sið- ferðilega ábyrgð á skuldum Þjóðviljans.“ formanns Alþýðubandalagsins. Og það er líka hárrétt hjá honum að það er fáheyrt „í siðuðum löndum að slík- ir glæframenn i viðskiptalífi geti haldið áfram eins og ekkert hafí í skorist, hvað þá heldur einnig gegnt opinbemm trúnaðarstörfum“. Það þarf mikla bíræfni og raunar ótrúlega ósvífni til að bjóða íslensk- um almenningi málflutning af þessu tagi ekki síst þeim sem nú ganga atvinnulausir eða þurfa að þola að gengið sé að eignum þeirra vegna vangoldinna skulda. Því er nú spurt: Ætlar forystulið Alþýðubanda- lagsins að koma sér undan því með útúrsnúningum að greiða útgáfu- skuldir gamla Þjóðviljans? Varla geta þeir þá haldið áfram að gegna trún- aðarstörfum í opinberu lífi eins og ekkert hafí í skorist, eða hvað? Sé það ætlunin hlýtur það að kalla á nýjan umræðugmndvöll og nýjan blaðamannafund formanns Alþýðu- bandalagsins. Þá verður forvitnilegt að leggja við hlustir. Höfundur cr umhvcrfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.