Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Afmæli Gísli Sigiirbj ömsson forstjóri - 85 ára Elli- og hjúkrunarheimilið Grund 70 ára Elli- og hjúkrunarheimilið Grund á 70 ára starfsafmæli í dag. Störf þess um árin verða seint metin og hvað þá þökkuð. Yfirleitt hafa ráða- menn í önnur hom að líta en kynna sér það sem fram fer þar. Ég átti tal við eldri borgara og kunnan þjóðfélagsþegn sem sagði að ef við ættum marga í dag, með hugarfari og athafnasemi Gísla Sigurbjörns- sonar, og að það hugarfar fengi að ráða, væri margt farsælla í landinu og í betri skorðum. Þetta má í alla staði til sanns vegar færa. Starf- semi Grundar er ljómandi dæmi um það hvemig á að reka starfsemi í landinu og lærdómur fyrir ráða- menn þjóðarinnar. Þess vegna get ég af heilum hug tekið undir það sem þessi merki maður sagði, af löngum kynnum mínum við þá sem ráða og stjóma Gmnd. Ég vil líka taka það fram að Gísli hefir ekki staðið einn að þessu. Þar hafa fleiri ______-------.......... '* EBAR /.-r ilH' Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 komið að og sérstaklega hans ágæta eiginkona, Helga, og dæt- umar þeirra. Samhugur og sam- starf þar á milli er sá eldstólpi sem lengi lýsir af. Og eins og ég hefi svo oft sagt áður, að það er hugar- farið bak við athafnir sem gefur þeim gildi. Það er enginn vandi að bakka og eyðileggja, láta sig renna niður hlíðamar, heldur hitt að stefna upp og sjá til framtíðarinn- ar. Þetta skyldum við athuga. Ekki nóg með að halda um stjórn- völinn á Grund, heldur allt sem for- ystan hefir unnið þjóðinni á svo ótal mörgum sviðum og leiðbeint, og ekki hefir verið farið hátt með í þjóðfélaginu. Það er rétt sem skáldið segir: Hinn fómandi máttur er hljóður. Líklega alltof hljóður innan um þau læti og vandræði sem nú dynja yfir sem stafa mest af því að góðir siðir eru bomir ofurliði og orð Drottins vors Jesú Krists, em ekki nógu vermandi hjörtu manna í dag. Þeir vom miklir og farsælir brautryðjendur sem komu Gmnd á laggimar, og er það ekki táknrænt, hversu þeir ætluðu Guðshúsinu góð- an og veglegan stað í byggingunni. Menn skyldu athuga það vel. Þar hafa líka margir kropið gegnum árin og fundið Drottinn sinn og herra, og getað talað við hann um sín áhugamál. Og er það líka ekki táknrænt hvemig byggingin var STARFSLOK Upplýsinga- og fræðslufundur fyrir fólk frá 60 ára aldri verður haldinn laugardaginn 31. október frá kl. 13:00 - 17:30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Fjallað verður um breytingar sem fylgja þessu æviskeiði, húsnæðismál, þjónustuíbúðir, tryggingamál, fjármál, heilsuna o.fl. Leiðbeinandi er Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi. Þátttökugjald er 1000 kr., kaffi og gögn innifalin. Skráning á skrifstofu Rauða krossins í síma 91-626722 fyrir kl. 17:00 föstudaginn 30. október. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauöarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-626722 hönnuð, þannig að sem flestir gætu fengið þar hæli, og veit nokkur í dag, hversu margir voru þá í þröng og flykktust um að komast í skjól. Og væri saga hinna þakklátu sem gist hafa þetta heimiii sögð mætti margt af henni læra. Kristin lífsvið- horf og Drottinn sjálfur hafa vakað þar yfir. Allt, sem áunnist hefír, hefir verið notað til að auka við stofnunina og er það einnig mikil saga. Þama er vissulega góður andi yfir vötnunum. Þarna hefir verið vel vakað yfir, og þess skal sérstaklega getið, hversu gott starfsfólk hefír ætíð verið á Grund á öllum stöðum, og það er heimingjan og það hefir for- ystan sannarlega metið og þakkað. Starfsvettvangur Gísla og hans góðu konu og barna hefir verið inn- an þessara hlýju og góðu veggja. Það hefir ekki þurft að skipta um og enginn getur metið, hversu mik- ils virði það er, þegar raunhæft er á litið. Því stendur þjóðin mín í mikilli þakkarskuld við alla sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Gísli og fjölskylda geta nú Iitið yfir farinn veg með gleði í hjarta og þakklæti til Drottins sem hefir svo ríkulega blessað starfið. Ef Guð er ekki með, þá erfiða smiðirnir til einskis, stendur þar og þetta veit þetta góða fólk. Það er gaman að ganga um Grund og finna þetta hlýja þel, sem þar er í hveijum kima. Gísli á líka í dag merkisafmæli, 85 ár. Hann ber hátt merki foreldra sinna, Sigurbjörns Ástvaldar Gísla- sonar og Guðrúnar Lárasdóttur, sem um langt skeið voru í fýlkingar- bijósti hér á landi í boðun fagnaðar- erindisins og fengu miklu áorkað. Frá þeim fékk hann mikinn arf og hefir getað varðveitt hann gegnum árin og þakkað alla ljósgeislana sem þau veittu lífi hans á góðu heimili. Það er gæfa að hafa getað varið starfsemi sinni fyrir aðra, og þá ekki síst þá sem eiga erfíðast á lífs- brautinni. Þetta getur Gísli og fjöl- skylda gert nú á merkum tímamót- um og allir þeir sem hafa lagt hönd á hver á sinn hátt. Merkið rís hærra og hærra. Það er gleðin. Um leið og ég sendi Gísla og fjöl- skyldu hans innilegar kveðjur, þakkir og árnaðaróskir, flyt ég þá bæn fram að það starf, sem unnið hefír verið á Grand í gegnum árin megi vaxa og dafna og veita enn mörgum skjól og líf komandi ár. Drottinn minn. Gefðu öllu starfí sem unnið er í þínum anda meiri vöxt og viðgang landi og þjóð til sannrar blessunar. Árni Helgason. í dag, fimmtudaginn 29. október 1992, er hátíð á grænum „Grand- um“, á Elli- og hjúkranarheimilinu Grand og Litlu-Grund við Hring- braut, þar sem aldraðir þegnar hafa um langt árabil fengið notið kær- kominnar hvíldar og næðis á síð- kveldi, þreyttir og þjáðir eftir mis- jafna ævi á berangri mannlífsins. Nú hefur þessi stofnun starfað í 70 ár og fagnaðarefni mikið þeim, sem eyra hafa að heyra og augu að sjá, hve vel hefur til tekist frá upphafi, ekki hvað síst þeim, sem muna aldarfarið eftir heimsstyijöld- ina fyrri — misjafna aðbúð hinna minnstu bræðra og systra, þeirra aldurhnignu og vanheilu, sem svo mjög skorti á þeim tímum öraggt skjól og athvarf á elliárum. Þess vegna er þessi dagur einnig dagur þakkargjörðar, dagur minningar um þá sem á undan fóra og þekktu sinn vitjunartíma — áttu þann metnað að sinna aðkallandi líknar- málum samtíðar sinnar í anda kær- leika og miskunnar. Þegar EIli- og hjúkranarheimilið Grand varð 12 ára um haustið 1934 tók Gísli Sigurbjörnsson við for- stjórastarfi þar og hefur nú haldið um stjómvöl í 58 ár. Gísli Sigurbjörnsson er í dag 85 ára. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir ötult og athafnasamt lífsstarf. Hann hefur komið víða við, enda mikill eldhugi í hveiju því, sem hann gengur að, hug- myndaríkur með afbrigðum, ráð- snjall og ráðhollur. Hann hefur löngum farið eigin leiðir og ekki látið hræra í sér, enda bráðglöggur og stefnufastur. í starfi hefur hann ávallt verið mjög næmur fyrir um- hverfi sínu og borið heill til far- sælla ályktana og athafna. Árið 1952, þann 26. júlí, var sett á stofn Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði að undirlagi nokkurra mætra Arnesinga. Var þá leitað til Gísla Sigurbjörnssonar, enda vitað að hjá honum mundi vera að finna bæði þekkingu og reynslu. Varð reyndin sú, að forvígismennimir eystra fóru þess á leit við Gísla að hann tæki að sér forstjórastarf og annaðist rekstur heimilisins. í 40 ár hefur Gísli haft þennan starfa með höndum auk forstjóra- starfsins á Grund í Reykjavík og hefur mikil blessun fylgt báðum þessum heimilum alla tíð. Fjölmarg- ir notið þar hvíldar og næðis, bæði sjúkir og heilir og átt þar ævikvöld sitt öraggir og ánægðir með hag sinn. Margir, sem ekkert athvarf áttu, hafa fengið þar þráðan griða- stað, vegalausir sumir, gleymdir og týndir samtíð sinni, vinum og venslafólki. Á þessum sérstöku tímamótum í lífi Gísla forstjóra Sigurbjörnssonar og starfsemi Elli- og hjúkranar- heimilisins Grandar viljum við öld- ungarnir í Félagi fýrrverandi sókn- arpresta þakka Gisla forstjóra fyrir hve vel hann hefur reynst okkur alla tíð. Á Grand héldum við okkar tvöhundraðasta fund 13. júní 1955. Síðan höfum við komið þar saman við guðsþjónustu mánaðarlega í 37 ár og þegið ríkulegar veitingar. Fyrir þetta þökkum við nú og margt annað, sem borið hefur vott um hollustu, hlýju og góðvild í okkar garð. Ennþá hefur Gísli mörg járn í eldi þrátt fyrir háan aldur, enn log- ar skært og brennur á afli hans frá afturelding til sólarlags — og enn sindrar af stáli hugsjónamannsins, forastumannsins Gísla í Ási, sem svo miklu hefur fengið áorkað fyrir land og lýð. Heill þér, Gísli Sigurbjörnsson, og þakkir á heiðursdegi. Verté! Megi Guðs blessun fylgja þér og ástvinum þínum um ófarinn veg. Kveðja frá Félagi fyrrverandi sóknarpresta. Grímur Grímsson. Viturlega var eitt sinn mælt: „Sá sem vill njóta friðar á ellidögum ætti að hugleiða meðan hann er ungur að hann getur orðið gamall." Þvílík hugsun er að jafnaði fjarri æskunni, sem og tíðum þeim, sem ennþá eru í blóma lífs og önnin og yndið gera ríkulegast tilkall til. Kannski er það einmitt þess vegna, sem okkur virðist á stundum ganga nokkuð treglega að búa öldruðum ævikvöld í samræmi við þau kjör og aðbúnað sem við njótum á mann- dóms- og æskuárum. Ekki þar fyr- ir, margt hefur verið vel gert í þess- um efnum hér á landi á undan- gengnum áram, öldrunarstofnanir hafa risið, að ekki sé minnst á íbúð- ir fyrir aldraða, sem byggðar hafa verið með slqótum hætti upp á síð- kastið, þó að ýmsum kunni að þykja að sitthvað hafi farið úrskeiðis á stundum í þeim velgjörðum. En hvað sem því líður er víst að veru- lega hefur skort á að þeir ættu sér víst skjól sem búa við aldursbága og erfiðismuni. svo mikla að geta ekki verið heima, né á venjulegum öldrunarheimilum, hjúkrunarrými hefur skort. Sú var tíðin á íslandi að ekkert skjól var að hafa fýrir aldraða sem ekki áttu í hús að venda hjá sínum og gátu ekki lengur verið sjálfs sín, það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan þannig var málum háttað. Fyrir sjötíu árum áttu nokkrir menn frumkvæði að úrlausn mála, þeir keyptu hús og hófu rekstur elliheimilisins vestur við Kapla- skjólsveg og nefndu Grund. „Þetta gerðist 29. október árið 1922. I Ú T S A L A ! FATASKÁPAR ELDHÚSSKAPAR BAÐSKÁPAR frá kr. W30Ö frá kr. 41^00 frá kr. 3700 Húsgögn — bókahiliur og margt fleira opið: fimmtud. og föstud. kl. 10 -18 og laugard. kl. 10-16 Trésmi&ja Ármannsfells hf. Funahöfða19, sími 672567 I > > i > l \ I » \ i )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.