Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 33 70 árfrá göngunni til Rómar Alessandra Mussolini, þingmaður og sonardóttir fyrrum einræðis- herra, Benitos Mussolinis, skrifar heilmikla varnarræðu fyrir afa sinn í dagblaðið L’Indipendente í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá „göngunni til Rómar“, er þúsundir svartstakka kröfðust valda til handa Mussolini. Varð það upghafíð að 21 árs valdatíð fasista á Italíu. „Sem maður gnæfði hann yfír með- almennin, sem settu svip sinn á stjómmálavettvang þessa tíma,“ segir hún. „Sem stjórnmálamanni tókst honum á fáeinum mánuðum að breyta fámennishreyfíngu í afl sem megnaði að sópa burt feyskn- um vömum úrelts kerfís, og sem byltingarmaður átti hann svör við kreppu síns tíma.“ Á myndinni sést vegfarandi í Róm virða fyrir sér veggspjöld með myndum af Mussol- ini sem nýfasistar hafa límt upp. Reuter Finnskt dagblað um tengsl Kekkonens við Kremlveija Finnar gætu þurft að endurskrifa sðgu sína FINNSKA dagblaðið Demari sagði í forystugrein á þriðjudag að Finnar kynnu að þurfa að endurskrifa sögu'sína eftir síðari heims- styrjöldina í kjölfar ásakana um að Urho Kekkonen, fyrrverandi forseti, hefði haft nána samvinnu við sovésk stjórnvöld, sem hefðu átt stóran þátt í því að hann var kjörinn forseti og hélt embættinu í 26 ár. Kekkonen var forseti á ámnum 1956-81 og lést 1985. Hann hefur lengi legið undir gmn um að hafa á stundum átt vafasöm samskipti við ráðamenn í Kreml og var í upphafi þessa árs mikil umræða í gangi í Finnlandi um þau mál í kjölfar ítarlegrar sagnfræðilegrar endurskoðunar á sögu landsins sem þá var gefín út af ungum sagnfræðingi. Öllum ásökunum í þessa vem var hins vegar vísað á bug af Juhani Suomi, ævisögurit- ara Kekkonens, sem einn manna hefur aðgang að persónulegum skjölum forsetans fyrrverandi. Suomi gagnrýndi sagnfræðinginn unga fyrir ónákvæm vinnubrögð. Það eina sem hægt væri að byggja á væru ekta skjöl. Túlkanir og vangaveltur ættu ekkert erindi í sagnfræðileg verk. Suomi veitti samt engum öðmm aðgang að skjölunum. Margir stjórnmála- menn urðu líka til að koma Kek- konen til vamar og sökuðu þá, sem vildu endurskoða söguna, um að vilja ata minningu Kekkonens auri. Umræðan koðnaði því smám saman niður eftir sem leið á árið. Umrótið í Rússlandi gerði það hins vegar að verkum að nýjar heimildir um feril Kekkonens vom leiddar fram í dagsljósið í síðustu viku. Þá hafði nýlega komið út flóirða bindi ævisögu Kekkonens þar sem Suomi taldi sig í eitt skipti fyrir öll hafa hreinsað mannorð forsetans af ásökunum um óeðlileg Sovéttengsl. í sovéskum skjölum, sem vom gerð opinber nýlega, og bók eftir fínnska fræðimanninn Hannu Rautkallio, sem gefin var út fyrir skemmstu, koma hins vegar fram upplýsingar sem benda til að Kekkonen hafí vitað fyrirfram um bréf frá Moskvu sem átti stóran þátt í því að hann var endurkjör- inn forseti árið 1962. Ennfremur hefur fundist bréf frá kosninga- stjóra hans á þessum tíma til stjórnarinnar í Moskvu, þar sem hann fór fram á aukna fjárhags- aðstoð til að fjármagna kosninga- baráttu forsetans og stuðnings- manna hans í þingkosningum. Þá kemur fram í skjölunum að stjórm in í Moskvu hafí árið 1956 fyrir- skipað fulltrúum kommúnista í fínnsku kjörmannasamkundunni að kjósa Kekkonen, en hann náði kjöri með naumum meirihluta at- kvæða, 151 gegn 149. „Barátta er nú háð vegna sögu Finnlands eftir síðari heimsstyrj- öldina," sagði í forystugrein Dem- ari, sem styður stærsta flokk Finnlands, Jafnaðarmannaflokk- inn. „Það er óhjákvæmilegt að rannsaka fortíðina til hlítar þótt það kunni að koma illa við marga stjómmálamenn sem láta enn að sér kveða. Mikilvægt er fyrir þjóð- ina að hún þekki og skilji eigin sögu eins vel og kostur er og komist að sannleikanum um hana. Tengsl Kekkonens forseta við valdamennina í Moskvu virðast hafa verið sláandi náin. Og þetta er sá þáttur sem mun særa þjóðar- sálina þegar mál eins og bréfíð fra Moskvu verða könnuð.“ I bréfinu, sem var frá Níkíta Khrústsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, var krafíst við- ræðna um hernaðarsamvinnu samkvæmt vináttusamningi Sov- étmanna og Finna frá 1948 eftir stríð þeirra 1939-40. Kekkonen fór í skyndi til Novosíbírsk í Síber- íu til fundar við Khrústsjov, sem dró kröfuna til baka, eftir „langar og strangar“ samningaviðræður. Það varð til þess að litið var á Kekkonen sem þjóðfhétju þegar hann sneri heim og hann vann stórsigur í forsetakjörinu 1962. Rautkallio segir í bók sinni að Andrej Gromyko, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi sagt fínnska sendiherranum í Moskvu að Kekkonen hafi vitað af bréfínu áður en það var sent. Júrí Derjabín, sem kom við sögu í þessu máli og er nú sendiherra Rússlands í Finnlandi, staðfesti í viðtali við fínnska sjónvarpið um helgina að Kekkonen hefði vitað um bréfið fyrirfram en neitaði að það hefði verið sent að tilhlutan forsetans fyrrverandi. Byggt á Reuter og Frankfurter Allgemeine Zeitung ILMANDI OSTABRAUÐ ÁlSllfH. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING brauðið í bökunarpokanum í ofninn og stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. ^ AMBRA FYRIR HEIMILIÐ ÖRKIN 1012 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.