Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Morgunblaðið/Ami Sæberg Gylfí Gunnarsson og Guðbrandur Einarsson leika fyrir dansinum. VEITINGAHUS Vetrardagskrá Naustsins hafin laugardagskvöldum. Um hljómlist- ina sjá til skiptis Gylfí Gunnarsson og Guðbrandur Einarsson annars vegar og Stefán Jökulsson og Ama Þorsteinsdóttir hins vegar. Gylfí lék um árabil í Súlnasal Hótels Sögu og Stefán og Ama hafa skemmt á Mímisbar. Þeir Hafsteinn Egilsson og Hörður Siguijónsson hafa rekið þetta þekkta veitingahús sl. tvö ár og hefur aðsókn farið sívax- andi. Sérréttir af matseðli era á boðstólum alla daga og matreiðslu- meistarar Naustsins setja saman sérstakan matseðil um helgar. í desember verður að venju boð- ið upp á jólahlaðborð og að sögn Hafsteins og Harðar era pantanir stax byijaðar að streyma inn. Og eftir áramótin verður að venju boð- ið upp á þorramat. SKOLAFERÐALAG Haldið á vit haust- blíðunnar Sýnd verður íslensk hönnun frá FIS-Ltrj^' sýna M4(I5IKJAL1ARINN Kálfafellsstað, Suðursveit. Nemendur Hrollaugsstaðaskóla í Suðursveit bragðu fyrir sig betri fætinum föstudaginn 16. október sl., skruddunum var skellt niður í tösku og haldið á vit haust- blíðunnar. Fyrst var haldið á slóðir Kára Sólmundarsonar og Breiðárlón skoðað og tröllslegt umhverfi þess. Síðan var haldið í kjarri vaxinn Eystri-Hvamm á Kvískeijum í Öræfum þar sem Hálfdán Bjöms- son kom með nokkur sýnishorn úr skordýrasafni sínu sem er það stærsta í einstaklingseigu á ís- landi. Hálfdán er landsþekktur fyrir skordýrasöfnun sína og hefur m.a. fangað margan flækingsgrip- inn frá útlöndum, flokkað og fest á sýningarkassa. Krakkamir höfðu haft skordýr sem þemaverk- efni sl. haust og þótti mikill feng- ur að því að fá að líta þama æsi- leg skrautfíðrildi og allt niður í smæstu vespur, vart sýnilegar berum augum. - Einar Eins og endranær má merkja árstíðaskiptin í starfsemi Naustsins. Erlendum ferðamönn- um fækkar í gestahópnum en ís- lendingum Qolgar að sama skapi. Eins og undanfarin ár er boðið upp á danstónlist á föstudags- og Tískusýning í kvöld kl. 21.30 vórutn ■ V^TÍZKAN LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI 10770 fólk í fréllum Dansinn dunar á fjölum Naustsins. Morgunblaðið/Einar Jónsson Hálfdán Björnsson sýnir nemendum Hrollaugsstaðaskóla hluta af skordýrasafni sínu. DAGVISTUN Springsteen yngri hafnað Rokkarahjónin Brace Springsteen og Patti Scialfa fengu að finna fyrir því að þeir eru til sem þykja rokktónlistarmenn lítt áreiðanlegir og gildir þá einu hvort viðkomandi er heimsfrægur eður ei. Þetta sann- aðist áþreifanlega er þau sóttu um skólavist í óskaplega fínum einka- skóla fyrir son sinn Evan James, sem er aðeins tveggja áa gamall. Um- ræddur skóli er í Los Angeles og er bæði dagheimili fyrir böm á for- skólaaldri og bamaskóli fyrir eldri böm. Frægt fólk á borð við Jack Nicholson og Pia Zadora eru með börn sín í skólanum og láta vel af, enda eins gott, því skólagjöldin eru í hærri kantinum svo ekki sé meira sagt. En Bruce og Patti fengu ekki inni með Evan litla og var viðkvæðið að æskilegt væri að að minnsta kosti annað foreldrið væri ævinlega til taks eða á staðnum fyrir yngstu börnin. Ekki væri hægt að treysta því þegar um Springsteen og frú væri að ræða, þau væru rokktónlist- armenn sem væra sífellt á ferð og flugi og augljóst að viðvera þeirra væri alls konar tilviljunum háð. Nið- urstaðan var töluvert áfall fyrir Springsteen sem er því ekki vanur að hurðir lokist á sig, þvert á móti. Hermt er að viðbrögð þeirra hjóna hafi verið á þá lund að eini aðilinn sem tapaði á þessu máli væri skólinn sjálfur, því Evan litli væri svo greind- ur og skemmtilegur! Herra og frú Springsteen voru ekki nógu heimakær til að sonurinn fengi inni í einkaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.