Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUpAGUR-,29,- OKTÓBER 1992
Jasskvöld
í Duus-húsi
JASSKVÖLD verða endurvakin
í Duus-húsi á fimmtudagskvöld-
um í vetur og ríður Duus-gengið
á vaðið annað kvöld. Duus-geng-
ið er skipað Emi Arnarsyni gít-
arleikara, Jóni Maller píanista,
Gunnari Hrafnssyni bassaleik-
ara og Alfreð Alfreðssyni
trommuleikara.
Duus-hús var á árum áður at-
hvarf jassáhugamanna er Heiti
potturinn hafði þar aðsetur. Nú
verða jasskvöldin endurvakin á
veitingahúsinu. Duus-gengið leik-
ur þekkta jassslagara og verður
flutningur laga eftir bandaríska
gítarleikarann og tónsmiðinn Wes
Montgomery áberandi annað
kvöld.
Öm Amarson gítarleikari hefur
ekki komið fram opinberlega í
mörg ár, en hann var einn af þekkt-
ari gítarleikurum landsins á áram
áður, og lék m.a. annars með dans-
hljómsveit Ragnars Bjamasonar.
Aðrir meðlimir Duus-gengisins
hafa verið í eldlínunni undanfarin
ár.
Tölvunámskeið
2. -13. nóvember '92
Windows 3.1 09 Works 2.0
9. -13. nóvember kt16:00-19:00
•••
Macintosh fyrir byrjendur
Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikerfi
2. -16. nóv. kl. 19:30-22:30 tvisvar í viku
eða 9. -13. nóvemberkl. 16:00-19:00
•••
Excel framhaldsnámskeið
2. - 5. nóvember kl. 13:00-16:00
•••
Staðarnet
Undirstaða netkerfa og netvæðingar
U.-13. ágústkl. 8:30-12:30
•••
PageMaker Macintosh og PC
3. -17. nóv. kL 19:30-22:30 tvisvar í viku „
••• 1
Word 5.0 á Macintosh |
2. - 6. nóvember kl. 9:00-12:00
Tölvu- og verkfræóiþjónustan
Grensásvegi 16 • stofnuó 1 mars 1986
Sími 68 80 90
BOSCH
V E R S L U N
Lágmúla 9 sími 3 88 20
RAFGEYMAR
ALLT AÐ 28%
LÆ K K U N
Hoho Startkratt augh bei klirrender kalte
BOSCH
MIKIÐ URVAL
ÓKEYPIS ÍSETNING
fAein dæmi um verðlækkanír
gerð NÚ áður lækkun
12 V/ 44Ah 5.276 S46Í 28,74%
12 V/ 60Ah 5.998 7??g5’ 22,46%
12 V/ 88Ah 9.582 13=552 17,05%
BRÆDURNIR
DJÖRMSSONHF
NEYTENDAMAL
Kannanir á C-vítamíni tengdar lífslíkum
Vísindámenn hafa lengi deilt
um það hversu öflugt C-vítamín
sé sem vörn gegn hjarta- og
æðasjúkdómum. I októberblaði
Food Chemical News er vitnað
í erindi dr. Matthiasar Raths
við Linus Pauling rannsókna-
stofnunina í Kaliforníu sem
hann hélt á árlegu þingi um
næringarfræði. Þar sagði hann
að C-vítamín gegni lykilhlut-
verki í baráttunni við skæðustu
sjúkdóma nútímans, hjarta- og
æðasjúkdóma, og ennfremur
að allt samspil áhættuþátta sem
leiði til hjartaáfalls megi tengja
skorti á C-vítamíni. Matthias
Rath og Linus Pauling, sem
hafa unnið að rannsóknum á
C-vítamíni, hafa sett fram þá
kenningu að í C-vítamíni sé að
finna lausn á hjartasjúkdómum
og það geti komið í veg fyrir
dauðsföll af þeim sökum í fram-
tíðinni.
Rath og Pauling hafa átt erfitt
með að koma kenningum sínum á
framfæri þar til nú en þær hafa
þótt ganga þvert á viðurkenndar
kenningar um kólesteról sem helsta
áhættuþátt hjarta- og æðasjúk-
dóma. Þessar fullyrðingar vísinda-
mannanna hafa ekki fallið í góðan
jarðveg hjá Fæðu- og lyfjaeftiriit
Bandaríkjanna né heldur hjá fram-
leiðendum lyfja sem draga úr kól-
esteróli í blóð. Þeir félagar segja
að því valdi efnahagslegur hagur
og fastmótaðar trúarkreddur.
Nú hefur dr. James E. Enstrom
frá „The School of Public Health"
við Kalifomíuháskóla stigið fram
og ýtt undir kenninguna um áhrifa-
mátt C-vítamíns sem vamarþátt
gegn hjartasjúkdómum. Hann hef-
ur staðið að faraldsfræðilegum
könnunum á tengslum C-vítamín-
neyslu og lífslíkum og hefur stuðst
þar við niðurstöður eldri kannana
opinberra aðila. Fyrsta könnunin
var gerð. 1971-1974 á 11.338 ein-
staklingum, sem valdir höfðu verið
af handahófi, og voru þeir spurðir
um allt sem viðkom mataræði
þeirra og heilsu. Þessari rannsókn
var síðan fylgt eftir 1982—1984
og jafnframt könnuð dauðaorsök
þeirra sem látist höfðu á tímabilinu.
Eftir niðurstöðum þessara kann-
ana flokkaði Enstrom einstakling-
ana í hópa eftir C-vítamínneyslu
þeirra. í lægri hópnum voru þeir
sem fengið höfðu 50 mg á dag eða
minna í fæðunni. í hærri hópnum
vom þeir sem fengið höfðu 50 mg
á dag og bætiefni sem innihélt
C-vítamín til viðbótar. Enstrom
fann 40 prósent færri dauðsföll
almennt hjá körlum sem voru í
hærri neysluhópnum miðað við ein-
staklinga í lægri neysluhópnum.
Dauðsföllum af völdum hjartasjúk-
dóma hafði fækkað um 45 prósent.
Munurinn var skýrari þegar
könnuð voru áhrif aukinnar C-víta-
mínneyslu. Hjá einstaklingum sem
neytt höfðu yfir 150 mg á dag og
C-vítamín bætiefni til viðbótar
fækkaði dauðsföllum um Vi miðað
við þá sem neyttu minna en 20
mg daglega. Svipað hlutfall virtist
vera á dauðsföllum karla af völdum
krabbameins svo og dauðsfalla hjá
konum úr hjarta- og æðasjúkdóma
og öðrum sjúkdómum.
Út frá neyslu þessara hópa
reiknaði Enstrom út áframhaldandi
lífslíkur hópa með hærri og lægri
C-vítamínneyslu og áætlar að 35
ára karlmaður sem neytir hærra
C-vítamínmagnsins geti lifað 6,3
árum lengur en félagi hans úr lægri
neysluhópnum. Hann er varkár
þegar hann segir að frekari rann-
sóknir muni leiða í ljós hvort lífslík-
ur megi rekja til C-vítamínneyslu
beint eða hvort þær séu árangur
heilbrigðari lífshátta yfirleitt. Að-
spurður sagði Engstrom að rann-
sóknarhópur hans hafi ekki séð
mun á áhrifum C-vítamíns í fæð-
unni og C-vítamíns sem bætiefnis
en þeir einstaklingar sem neyttu
hæsta C-vítamínmagnsins þ.e. um
og yfir 300 mg á dag virtust vera
heilbrigðastir.
M. Þorv.
C-vítamín í fæðunni
Fyrstu skipulögðu næringar-
rannsóknir sem sögur fara af
voru gerðar til að kanna orsakir
skyrbjúgs. Þær gerði breskur
skipslæknir, James Lind að
nafni, á 12 sjómönnum sem vora
með skyrbjúg árið 1747. Hann
flokkaði þá tvo og tvo saman í
hóp og gaf hveijum hópi fyrir
sig mismunandi bætiefni eins og
eplasafa, edik, brennisteinssýru,
sjó, appelsínur og sítrónur eða
laxerandi lyf blandað kryddi. í
ljós kom að þeim sem fengu sítr-
ónu batnaði fljótt.
Önnur mikilvæg rannsókn á
skyrbjúg var gerð í Noregi af
Holst og Frohlich árið 1907.
Þeir uppgötvuðu að naggrísir
gátu fengið skyrbjúg. Niðurstað-
an leiddi til frekari rannsókna
og síðan einangranar vítamíns-
ins og staðfestingu árið 1932,
og stóðu að þeim bæði banda-
rískir og ungverskir vísinda-
menn. Svissneskir, breskir og
þýskir efnafræðingar sýndu
fram á uppbyggingu vítamínsins
og þróuðu aðferð til að framleiða
það ódýrt úr þrúgusykri.
Saga C-vítamínsins
Fyrsta vítamínið sem kannað var með tilliti til meiriháttar sjúk-
dómsfaraldra var C-vítamínið. Þó að þetta mikilvæga vítamín
hafi ekki verið einangrað fyrr en á þessari öld þá þekktu frum-
stæðustu þjóðflokkar mikilvægi þess. Þeir vissu að fólk sem ekki
fékk ferskan mat mundi veikjast og deyja að lokum af sjúkdómi
sem hafði einkenni skyrbjúgs.
C-vítamín var fyrst vítamína
einangrað sem hreint efni og kall-
að ascorbic acid vegna þeirra
áhrifa sem það hafði sem vöm
gegn skyrbjúgi. Einu lífverurnar
sem ekki hafa hæfileika til að
mynda þetta vítamín era maður-
inn, naggrís og tvær indverskar
dýrategundir; leðurblökutegund
og ein fuglategund. Önnur dýr
geta auðveldlega myndað víta-
mínið úr sykram.
Þekktir eru úr sögunni sjúk-
dómsfaraldrar sem sóttu á sjó-
menn í löngum ferðum um úthöf-
in og gerðu þá veika og leiddu
oft til dauða. Skyrbjúgsfaraldrar
fylgdu oft í kjölfar langra fyrir-
sáta í hernaði, langra ferða þar
sem kosturinn var aðallega korn-
meti, langra vetrarmánaða, og
langra þurrkatímabila og annarra
aðstæðna sem hindraði aðgang
að ferskum matvöram. Afleiðing-
amar vora þekktar, en víða var
ákveðin þekking til staðar sem
barst frá einni kynslóð til annarr-
ar, má þar nefna neyslu á ákveðn-
um fæðutegundum sem komið
gátu heilsunni í lag á ný. Má þar
nefna seyði af laufi sígrænna
tijáa, hvítkáli, spírum komteg-
unda, lauktegundum, kryddjurt-
um eins og karsi, appelsínum, eða
ákveðnum tegundum af kjöti.
Norður-amerískir indíánar vissu
að ferskir laukhnúðar eða rótar-
endar eða heitt seyði af laufi sí-
grænna tijáa gat varnað sjúk-
dómnum. Kanada-landkönnuður-
inn Cartier skýrði frá þessum
uppgötvunum sínum árið 1535
eftir að hann missti stóran hluta
leiðangursmanna sinna úr skyr-
bjúgi.
Ifyrstu sjúkdómseinkenni C-
vítamínskorts koma fram á æða-
veggjum, það blæðir auðveldlega
úr gómnum og við tennur, háræð-
ar undir skinni springa án sjáan-
legrar ástæðu. Þegar C-vítamínið
hefur minnkað niður í einn fimmta
af því sem Iíkaminn þarf, eftir
u.þ.b. tvo mánuði, kemur skyr-
bjúgur fram. Eðlileg endumýjun
á kollageni t.d. í húð veldur frek-
ari blæðingum í húð. Húðin verð-
ur gróf, brún, hreistruð og þurr.
Sár gróa seint, þar sem örvefur
myndast ekki. Endumýjun verður
ekki í beinum, beinendar verða
mjúkir og aflagaðir og sprangur
geta komið fram. Tennur losna
vegna þess að bindivefur sem fest-
ir þær verður veill. Blóðleysi og
sýkingar era algengar. Einnig
geta komið fram truflanir á
taugakerfínu eins og óeðlileg við-
kvæmni og þunglyndi.
Eftir að skyrbjúgur hefur verið
greindur á að vera hægt að lækna
hann með C-vítamíni.
M. Þorv.
C-vítamín gegnir mikilvægu
hlutverki í starfsemi líkamans.
Mikilvægir C-vítamíngjafar era
m.a. sítrasávextir eins og sítrón-
ur, appelsínur, greipaldin o.fl.,
káltegundir, dökkgrænt græn-
meti, cantalópur (melónutegund)
jarðarber, salatkál, paprika,
tómatar, kartöflur o.fl.
Vítamíninnihald margra þess-
ara matvæla fer eftir árstíma
og meðferð. Sé um að ræða þurr
lauf geta þau haldið vítamíninni-
haldi sínu þó að þau standi við
stofuhita mánuðum saman. En
sé blaðgrænmeti látið standa við
stofuhita og nái það að visna
getur það misst mest af vítamín-
innihaldi sínu á nokkram dögum.
Ef laufblöðin hafa brotnað og
loft náð að leika um þau getur
vítamínið horfíð á nokkram
mínútum. Kartöflur sem soðnar
era eða bakaðar halda vítamín-
innihaldi sínu að mestu, en ef
þær eru pressaðar og þeyttar í
kartöflumús á meðan þær era
heitar, hverfur stór hluti af vít-
amíninu við meðhöndlunina.
Ferskskornir tómatar eða app-
elsínur eða safínn getur staðið
opið í nokkra klukkutíma án
veralegs missi á vítamíninu. Þar
er það sýran sem hindrar eyð-
ingu vítamínsins.
Þegar grænmeti er fryst til
sölu á markaði er algengt að
bregða því fyrst í sjóðandi vatn
eða í heita gufu til að eyða virkni
efnahvata. Síðan er grænmetið
fryst eða sett í geymslu við mjög
lágt hitastig. Þessi meðhöndlun
varðveitir vítamínin. Neytendum
skal bent á til fróðleiks að mat-
vælin sem sett era á markað sem
fersk, frosin eða niðursoðin inni-
halda í flestum tilfellum nægjan-
legt magn vítamínsins svo fram-
arlega að fæðan sé næg og sett
saman á fjölbreyttan hátt.
Þegar næringarinnihald fæðu-
tegunda er metið verður að taka
tillit til fjölmargra þátta, m.a.
næringarástands ræktunar-
svæða. Samspil vítamína og ann-
arra næringarefna er mjög mikil-
vægt, þó að þau hvert um sig
gegni sérhæfðu hlutverki í þessu
undraverki sem mannslíkaminn
er. Lausnin er því að borða fjöl-
breytt fæði.
M. Þorv.