Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 2
MORÓUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 —;; ;;:
Framleiðsla^á snjó hafin hér á landi á ný eftir tveggja áratuga hlé
Skíðafær-
ið er óháð
ofankomu
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Blásið í brekkuna
Sigurður H. Jónsson, landsliðsþjálfari á skíðum og innflytjandi snjóframleiðslutækisins, og Þorsteinn Hjalta-
son, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, til hægri, fylgjast með tilraunaframleiðslunni.
ASÍ og VSÍ úr Húsnæðismálastjórn skv. frumvarpi
Liðkar ekki fyrir fjíti’-
mögnun lífeyrissjóða
- segir Benedikt Davíðsson forseti ASÍ
FULLTRÚUM í Húsnæðismálastjórn verður fækkað úr tíu £ fimm og
horfíð verður frá þeirri skipan að Alþýðusamband íslands og Vinnu-
veitendasambands Islands eigi sérstaka fulltrúa í stjórninni verði frum-
varp félagsmáiaráðherra, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, að lög-
um. Forystumenn ASÍ hafa mótmælt þessari breytingu við félagsmála-
ráðherra og segir Benedikt Davíðsson forseti ASÍ að ef eigi að úthýsa
ASI- fulltrúunum úr stjóminni verði það ekki til að liðka fyrir fjármögn-
un húsnæðislánakerfisins í gegnum lifeyrissjóði stéttarfélaganna.
Núna á ASÍ tvo fulltrúa og VSÍ
einn í húsnæðismálastjóm en sjö em
Að sögn Þórarins V. Þórarinsson-
ar, framkvæmdastjóra VSÍ, hefur
breytingin ekki verið rædd innan
þeirra raða.
8 til 10 stundir
tekur að fylla
brekkuna af snjó
TILRAUNAFRAMLEIÐSLA á
snjó með þar til gerðu tæki fór
fram rétt við skíðalyftuna í
Breiðholti um helgina, en fram-
leiðsla á srjó hefur ekki verið
reynd hér á landi í 22 ár.
Sigurður Jónsson, landsliðsþjálf-
ari á skíðum og umiwðsmaður Alp-
in Service, sem sérhæfír sig í snjó-
tækjum, kynnti fulltrúum Reykja-
víkurborgar tækið og sýndi hvem-
ig það vinnur. Það er eins og þotu-
hreyfíll í laginu en á hjólum og
því auðvelt í flutningi, 900 kg að
þyngd og tekur inná sig 700 lítra
af vatni á mínútu, sem það breytir
í snjó — 115 rúmmetra á klukku-
stund. Vatnið þarf helst að vera
um þriggja stiga heitt og frostið
verður að vera tvær gráður eða
meira, en tækið, sem kostar um
tvær milljónir kr., gengur fyrir
rafmagni.
Ekki er beint um gervisnjó að
ræða heldur tilbúinn snjó með fínni
snjókristöllum; snjó, sem treðst
betur, auðveldara er að þjappa og
helst lengur fyrir vikið. Sigurður
sagði að vélin væri mjög fullkomin
og um 8-10 klukkustundir tæki
að framleiða snjó sem fyllti skíða-
brekkuna í Breiðholti. Hann sagði
ennfremur að reynsla víða erlendis
hefði sýnt að svona tæki ætti mikla
framtíð fyrir sér, en hann hefði
áhuga á að reyna það víðar.
Kristinn Benediktsson, fyrrver-
andi skíðakappi, hóf snjófram-
leiðslu rétt við Reykjavík 1970 en
átakið stóð ekki lengi yfír og hefur
ekki verið reynt aftur fyrr en nú.
kosnir á Alþingi. í frumvarpinu er
lagt til að á þessu verði gerð sú breyt-
ing að Alþingi kjósi alla stjómar-
mennina, fimm talsins, ráðherra skipi
formann og varaformann úr þeirra
hópi og fylgi skipun þeirra embættis-
tíma ráðherra. Þá er kveðið afdrátt-
arlaus á um það að félagsmálaráð-
herra fari með yfirstjóm húsnæðis-
mála og skipi framkvæmdastjóra en
æviráðning verði afnumin.
Áformum um að ASÍ fái ekki að
halda fulltrúum í húsnæðismála-
stjóm var mótmælt á þingi samtak-
anna á Akureyri á dögunum og að
sögn Benedikts Davíðssonar hafa
forystumenn ASÍ einnig gengið á
Iþróttir
► íslenska landsliðið í hand-
botta hafnaði i 3. sæti á mótí
í Danmörku. Körfuboltalið
Snæfells skiptir um útíending.
SigurgangaIBK heldur áfram.
fund félagsmálaráðherra og mót-
mælt breytingunni munnlega. Þá
verður fíallað um þetta mál á fundi
miðstjómar ASÍ á morgun.
„Nú er þetta komið fram í frum-
varpsformi og því hlýtur miðstjómin
að leggja fram enn harðari ályktun.
Við teljum að þetta sé ákaflega
slæmt fyrir húsnæðislánakerfíð sem
slíkt, vegna þess að ASÍ hefur vérið
einn aðal hvataaðilinn að því að líf-
eyrissjóðimir Qármögnuðu kerfíð.
Ef á að úthýsa Alþýðusambandsfull-
trúunum úr því, held ég að það yrði
ekki til að liðka fyrir fjármögnuninni
með þeim hætti sem verið hefur. Við
höfum bent félagsmálaráðherra á að
okkur sýnist þetta vera mjög van-
hugsað," sagði Benedikt.
Frumvörpum
jámbrautír og
skipgengar
vatnaleiðir
FRUMVÖRP tíl laga um járn-
brautír og skipgengar vatnaleiðir
eru i smíðum í samgönguráðu-
neytinu, þó að hvorugur ferða-
eða flutningamátinn tíðkist hér.
Um er að ræða samræmingu
reglna um samgöngur á Evrópska
efnahagssvæðinu. Óll aðildarríkin
þurfa að hafa sömu reglur um ýmis
svið atvinnu- og efnahagsmála. Að
sögn Davíðs Stefánssonar, deildar-
stjóra í ráðuneytinu, er stefnt að því
að setja lög, sem heimila setningu
reglugerða um þessi mál. Stuðzt er
við reglur EB í þessu efni.
Bandarískt fyrirtæki býður helmingi
ódýrari miUilandasímtöl en Póstur og sími
Islenskum fyrir-
tækjum boðið að
hringja ókeypis
Bandaríska simafyrirtækið Internatíonal Discount Telecomm-
unicatíons Corp. (IDT) gerir nú söluátak hér á landi og býður
fyrirtækjum, sem undirrita samning um að nýta sér þjónustu
IDT, millilandasímtöl í einn mánuð sér að kostnaðarlausu, sé hringt
fyrir allt að 630.000 krónur. IDT kemur íslenzkum símnotendum
í beint samband við bandariska símakerfíð, þar. sem gjöld fyrir
millilandasimtöl eru lægri en hér á landi.
„Um árabil hefur íslenzka ríkis-
símafyrirtækið í krafti einokunar
heimt alltof há gjöld fyrir milli-
landasímtöl af viðskiptavinum sín-
um,“ segir í bréfi IDT, sem Morg-
unblaðinu hefur borizt. „Við höf-
um hnekkt þessari ríkiseinokun
með því að gera símnotendum á
ísiandi kleift að hringja til Banda-
ríkjanna og annarra erlendra ríkja
fyrir meira en helmingi lægra
gjaid."
Fyrirtæki, sem gera samning
við IDT, fá sérstakt númer í
Bandaríkjunum, sem hægt er að
hringja í og fá són úr bandaríska
símakerfinu. Á þann hátt er hægt
að hringja í gegnum bandaríska
kerfið út um allan heim. „Þar sem
símtölin eiga í raun uppruna sinn
í Bandarílq'unum, borga notendur
aðeins hið lága bandaríska sam-
keppnisverð í stað einokunargjald-
anna, sem í gildi eru á íslandi,"
segir í bréfínu. „Lækkandi gengi
Bándaríkjadals þýðir jafnvel enn
lægri símgjöld fyrir íslenzka við-
skiptavini."
IDT býður þjónustu sína í mörg-
um ríkjum og telur góðan markað
fyrir þjónustu sína hér á landi
vegna hárra símgjalda Pósts og
síma. Fyrirtækjum, sem gera
samning við IDT, er nú boðið upp
á kynnihgarafslátt, sem feist í því
að menn geta hringt til útlanda í
gegnum kerfi fyrirtækisins í heil-
an mánuð sér að kostnaðarlausu,
svo lengi sem símkostnaðurinn fer
ekki yfir 10.000 Bandaríkjadali,
eða um 630.000 krónur. Að sögn
Holbergs Mássonar, fulltrúa IDT
hér á landi, felst skuldbinding til
eins árs í samningi við fyrirtækið.
Fyrirtæki greiða 250 dali (15.700
ISK) á mánuði fyrir þjónustuna,
auk gjalds fyrir hvert símtal.
Holberg segir að nú þegar nýti
nokkur íslenzk fyrirtæki sér þessa
þjónustu. IDT ætli að bjóða ein-
staklingum afnot af þjónustu sinni
þegar fram líða stundir.
Bílþjóf-
ar vart af
barnsaldri
TVEIR piltar, fjórtán og
fímmtán ára, voru handteknir
á Blönduósi um hádegisbil i
gær. Þeir voru á bifreið, sem
þeir höfðu stolið í Borgarnesi
þegar önnur sem þeir tóku í
Reykjavík varð bensinlaus.
Piltamir byijuðu að athuga
bíla í Reykjavík í fyrrinótt, brut-
ust inn og höfðu með sér sitt-
hvað lauslegt í bílferð á stolnum
farkosti. Þeir óku til Akraness
og stálu þar hljómflutningstækj-
um og ávísanahefti úr bifreið-
um, en héldu svo áfram til Borg-
amess.
Þar fóm þeir inn í fleiri bíla
og ákváðu að skilja bílinn úr
Reykjavík eftir og stela öðmm
með meira bensín til að halda
förinni áfram. Þeir voru svo loks
stöðvaðir af Blönduóslögregl-
unni sem fann fyrmefnt góss í
fómm þeirra auk myndavélar
og radarvara. Piltarhir vom
sendir suður yfír heiðar aftur,
eftir yfírheyrslur. Þeir hafa
margoft komið við sögu lögregl-
unnar.
FIAT-
umboð-
inu lokað
Viðræður í gangi
um sölu umboðsins
ÍTALSKA verslunarfélaginu hf.,
sem hefur haft umboð fyrir FIAT-
bíla, var Iokað í síðustu viku vegna
erfíðrar fjárhagsstöðu. Sævar
Pétursson, sljórnarformaður fé-
lagsins, sagði að samningaviðræð-
ur væru í gangi við nokkra aðila
um sölu á umboðinu. Greiðslu-
stöðvun sem félagið hefur haft til
eins mánaðar rennur út í vikulok-
in.
Hvorki forstjóri né framkvæmda-
stjóri er lengur starfandi við fyrir-
tækið. „Það er verið að vinna að
þessum málum og ekki ljóst hvað
verður," sagði Sævar.
Hann kvaðst ekki geta svarað því
hvort fyrirtækið héldi áfram starf-
semi, það kæmi ekki í ijós fyrr en í
vikulok. Hann sagði að verið væri
að athuga með sölu á umboðinu.
Aðspurður um rætur vanda fyrirtæk-
isins sagði hann: „Þeir sem áttu að
stjóma fyrirtækinu fóm svona að
ráðum sínum. Það er ekkert annað
sem hefur gerst. Það er enginn við
störf hér lengur, en vom áður tveir.
FIAT-eigendur verða annaðhvort að
snúa sér til mín eða til FLAT-verk-
stæða."
Sævar vildi ekki upplýsa við hvaða
aðila fyrirtækið ætti i viðræðum en
bjóst við því að viðræðumar yrðu til
lykta leiddar í vikulokin.
fttgrgmnftlfeftift
í dag
Fangar i fríi_________________
Dagsleyfi fanga í langtfmaafplán-
un hafa gefist vel 26
Hmkkar BHMR?__________________
Óvíst er hvort BHMR félagar eiga
rétt á launahækkunum annarra 28
Debetkort
Stefnt er að útgáfu debetkorta í
mars á næsta ári 38
Leiöari_______________________
Sviss er eitt, ísland annað 32