Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 7
(SIENSKA AUGLTSINCASTOFAN HF.
31 dags gleðiauki með ánægjuuppsveiflu.
David Frost ræðir við
Anthony Hopkins
Jólatónleikar Barnaheilla
Kristján Jóhannsson,
Sinfóníuhljómsveit íslands,
Módettukór Hallgrímskirkju og Höröur
Áskelsson organisti á glæsilegum
tónleikum til styrktar Barnaheill.
Á dagskrá 25. desember.
David Frost er án efa meistari
viötalsþáttanna, hæfilega ýtinn, hæfilega
nærgöngull og lumar alltaf á óvæntum
spurningum. Frábær þáttur með
Óskarsverðlaunahafanum Anthony Hopkins.
Kryddsíld
Á gamlitsdag fær Elín
Hirst fréttamaður fjölda
góðra gesta í heimsókn
og saman gera þau upp
árið sem er að líða.
Imbakassinn
Vandaður
heimildarþáttur í
fánalitunum að kvöldi
gamlársdags þar sem
atburðir ársins eru
sýndir f laufgrænu Ijósi
og ekkert svikið undan
skemmtanaskatti.
Melrose Place
Splunkunýr
framhaldsþáttur þar
sem stjörnurnar úr
Beverley Hills 90210
eru í gestahlutverkum.
Það it
Mögnuð spennumynd ítveimur
hlutum eftir sjálfan guðföður óttans,
Stephen King. Mynd sem fær hjartað
til að slá örar ... ef þú þorir!
Jól í Vín
José Carreras, Diana Ross
og Placido Domingo syngja
jólaperlur á borð við Silent
Night, White Christmas og
Jingle Bells.
Ungfró heimur 1992
Laugardagskvöldið 12. desember
rennur upp stóra stundin,
„Ungfrú heimur 1992 er... ".
Stöð 2 óskar Maríu Rún
Hafliðadóttur góðs gengis.
Bernskubrek The Wonder Years
Kevin Arnold er kominn á táningaaldurinn og
ekki einfaldast lífið við það. Ljúf blanda af
ást, heimalærdómi og kyndugum
hugrenningum Arnolds.
Jólamatseðill matreiðslumeistarans
Sigurður L. Hall leiðbeinir áhorfendum hvernig matreiða
á jólamatinn. Spennandi forréttir, glæsilegir aðalréttir
og skemmtilegir eftirréttir. Alltaf á mánudagskvöldum.
Jólatilboð á fjölrása myndlyklum á meðan birgðir endast.
14.750 kr. stgr.
Fást hjá Heimilistækjum hf. og umboðsmönnum um land allt.