Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 18

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 ■ JOLATILBOÐ SSTæknival * 100 HVUMDAI TÖLVUR, 386SL-20MHz a&elns^- W * 4MB vinnsluminni, Super VGA14" litaskjár, Fj 85 MB harður diskur, _ Dos 5.o, Windows 3.1 og mús. Skeifan 17, sími 68 16 65 ITæknival Stóra hestabókin Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Elwyn Hartley Edw- ards. Ljósmyndir: Bob Langrish. Þýðing: _ Oskar _ Ingimarsson. Prentun: Á Ítalíu. Útgefandi: Ið- unn. Hér er í engu til sparað við gerð glæsibókar um hesta. Hrein furða, hve miklum fróðleik er hægt að þjappa saman á aðeins 240 síður. En svona tekst til, ef áhuginn býður öllum erfiðleikum byrginn, og höf- undur kann þá list að kalla sér fróð- ari til samstarfs. Sex taldi ég aðstoð- armennina nafngreinda og ljósmynd- arinn var sendur um lönd og álfur, til þess að ná myndum af þeim glæsi- dýrum er kynstofnum lýsa bezt. Hér er uppruna hestsins lýst; hvernig menn gerðu þetta undradýr að vinum; sköpulagi draumahests ræktunarmannsins; gangi gæðings, lit og geði. Er ég las þennan kafla, þá fór margt um hug mér. Það fyrst, hve heimahlað mitt er þröngt, þrátt fyrir að ég hafí verið með ólæknandi hestadellu allt frá bernsku. Aldrei hafði ég þó vitað, að Kathiawari- hesturinn er með bogsveigð eyru. Vaninhyrndan sauð hafði ég séð, en að eyru hests líktist slíku, það var af og frá. Þó er ég það gamall, að ég trúi skaparanum svo sem til hvers sem er. Nú í annan stað kom, að það sem ég hafði taiið til gleðigangs var af sérfræðingum til fárra físka met- Sigrún og Selma Hljómdiskar Oddur Björnsson Ljúflingslög Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fíðlu. Selma Guðmundsdóttir leikur á píanó. Steinar hf. Hér er um að ræða gömul og vin- sæl lög í nýjum búningi Atla Heimis Sveinssonar. Þau hljóma enn gömul og góð, enda eru útsetningar Atla Heimis unnar af smekkvísi, sum lög- in nánast óbreytt en önnur meira unnin. Um leik þeirra Sigrúnar Eð- valdsdóttur og Selmu Guðmunds- dóttur þarf ekki að íjölyrða, Sigrún heimsfræg á íslandi og víðar fyrir frábæran og náttúrumikinn fiðluleik og Selma án efa meðal okkar bestu píanóleikara í dag (sbr. nýútkominn disk hennar). Á maður að fara að ræða um þessi gömlu og góðu lög? Ég held varla - það er eins og að díspútera ið, jafnvej fléttutöltið talið. hreyfing- argalli. Ég starði á þessi orð, og ákvað að senda höfundi myndband, þegar ég hefi efni á, af glæsihestin- um Hrímni. Lesturinn varð og til þess, að loks, eftir mörg ár, urðu mér skiljanleg viðbrögð og orð skozks hefðarmanns er léði mér „gæðing“ sinn. Dýrið var fagurlimað og stolt, en undir hnakki minnti hann mig á gamlan traktor. Ég stytti spor, knúði bikkjuna í tölt. Það gat hún, en varð svo mikið um, að hún tryllt- ist, lét ekki af látum fyrr en ég stóð klofvega yfír örmagna frekjuhundi. Eigandinn hrópaði: Þú hefur eyðilagt gæðinginn minn. Nú skil ég að ís- lenzk reið hæfði ekki eðalborinni skepnu. Ég skil líka eftir lestur bók- arinnar, að drýladraslið sem njörvað er við fætur íslenzkra hesta nú í skrautreiðum, er aðeins tilraun til þess að ríða uppá útlensku, hvort sem hæfír sköpulagi skepnunnar eða ekki. í bókinni eru hestakyn veraldar leidd fram, sögu og einkennum lýst; kostir og gallar raktir, ekki aðeins útlits, heldur líka geðs, og það á svo meitlaðan hátt, að lesandinn verður miklu fróðari eftir. Hér er fólki kennd umhirða, meiri og betri, en við al- mennt kunnum, ekki aðeins hesta, heldur líka hveija virðing menn skuli sýna búnaði dýrs og manns. Lög og reglur hestaræktenda kynntar, já, það er eins og höfundur hafi engu getað gleymt er hestinn snertir. Meira að segja gleymir hann ekki Óskar Ingimarsson ráðleggingum til þeirra er velja sér hest til kaups. Svo viðamiklu verki fylgja orðskýringar og atriðisorð eins og vera ber. Því er þetta auðnotuð fróðleiksnáma, gersemi, hveijum þeim er hesti ann og vill auka við þekkingu sína. Mér þykir vænna um hestinn minn eftir lesturinn, vona að ég skilji hann betur, virði hann meir. Þýðing Óskars Ingimarssonar er dæmigerð fagmennskan, hefir verið vandaverk, en glæsilega leyst. Bendi honum þó á, að við dellukarlar gerum greinarmun á svipu og píski, hringa- mélum og stöngum. Enn og aftur: Glæsiverk, sem eng- inn er hestum ann ætti að neita sér um. Hafi útgáfan sérstakar þakkir fyrir. Sigrún Eðvaldsdóttir við garðinn sinn. Ég get þó alveg viðurkennt að mér þykja sum betri en önnur, og orðið „hugljúfur“ á ekkert sérstaklega upp á pallborðið hjá mér í sambandi við músik. Ég hef t.d. aldrei kunnað að meta „Nú andar suðrið . ..“, kannski vegna þess að lagið hæfír ekki texta Jónas- ar (of vellulegt eða öllu heldur banalt, að mínum dómi), afturámóti Selma Guðmundsdóttir eru lög einsog „í fjarlægð" og „Hvert örstutt spor“ að mínu skapi. Svipað má segja um „Sofðu, sofðu góði“ (ákaflega fallega útsett), „Svanasöng á heiði“ og „Sofnar lóa“, falleg lög og hugtæk. Fimm síðustu lögin eru öll gersemi, hvert með sín- um hætti, í frábærri útsetningu. M.ö.o. ljúflingsdiskur. ÍSLENSK MYNDBÖND / iJÓLAPAKKANN Jobgjöfm sem gleðar golfleikarann! ■- mív KENNStUMYND!: CíNB KOLH Leiðbeinandi erAmarMár Ólafsson golfkennarí við Keili í Hafnarfirði GOLF FYRIR BYRJENDUR OOLFSVEIFLAN GOLF-STÖTTA SPILIB Gollkennsla meD IPGA "Einfalt, skýit og skemmtilegt. Stenst allar kröfur sem við golfleikarar gerum til góðra kennslumyndbanda." ÚLFAR JÓNSSON Marglaldur Islandsmelstari og Nordurlandameistaml golfi 1992. UTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT! SÉRSTAKT JÓLATILBOÐSVERÐ: kr. 2.980.- stk Besta jólagjiifbrídgespilarans!- *IHEIMS+ IMEISTARA +IBRIDGE+ • FRABÆRTISLENSKT MYNDBAND LANDSLEIKUR ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA • HEIMSMEISTARAKEPPNIN • YOKOHAMA • JAPAN • 1991 „ Vel heppnað myndband um bridge. “ Guðmundur 8u. Hermamtsson Gagnrýnandi á Morgunblaðlnu UTSÖLUSTAÐIR UMLANDALLT! SÉRSTAKT JÓLATILBOÐSyERÐ: kr. 2.980.- stk. KVIKMYNDAFÉLAG NÝJA BÍÓ HF. • SÍMI677577 • Við erum við símann núna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.