Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 22
'h-
scm íraaMfí^aa ,8 aunAttuwiM ataAJ3MuaaoM
■ ; MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
Að gefnu tilefni: Um þorsk-
stofna í Norður-Atlantshafi
eftir Jóhann
Sigmjónsson
Mikilvægur þáttur í störfum
þeirra, sem rannsóknir stunda er að
niðurstöður þeirra séu aðgengilegar
öðrum er stunda svipaðar rannsókn-
ir. Aðeins þannig hljóta þær verð-
skuldaða umræðu og viðurkenningu
á vísindalegum vettvangi og verða
liður í þróun vísindanna. Þá er ekki
síður mikilvægt að niðurstöðurnar
berist með aðgengilegum hætti not-
endum þekkingarinnar og almenningi
á hveijum tíma og leiði þar með til
nokkurra framfara. Þessi hlið málsins
er oft erfið viðfangs því stundum
virðast staðreyndir skolast til á leið
til almennings um hendur íjölmiðla.
Tilefni þessara skrifa eru þau að
undanfarið hefur í blöðum og ritum
hér á landi og erlendis verið vitnað
til nýlegra athugana íslenskra sér-
fæðinga, þeirra Einars Ámasonar,
Snæbjöms Pálssonar og Aðalgeirs
Arasonar, á samsetningu og breyti-
leika hvatbera-DNA (þ.e. erfðaefnis
t hvatberam umfrymis) í þorski við
ísland og annars staðar í Norður-Atl-
antshafí með tilliti til þess hvort um
einn eða fleiri þorskstofna sé að rasða.
Því miður virðist sem nokkurs mis-
skilnings gæti um niðurstöðuri rann-
sóknanna. Hafa fjölmiðlar hér (sjá
t.d. DV þ. 10.11.1992) og erlendis
nú undanfarið látið að því liggja, að
rannsóknimar sýni að einungis einn
þorskstofn sé í gervöllu Norður-Atl-
antshafí. Það er hins vegar alkunna,
að lengst af hefur verið litið svo á að
á þessu stóra hafsvæði séu á þriðja
tug stofna eða stofneininga, og að
samgangur milli þeirra sé lítill eða
enginn. Bæði hér og erlendis hefur
því jafnan verið gengið út frá þessu
við stjómun veiða.
Fyrir nokkram árum kom upp
svipuð umræða vegna sambærilegra
athugana á hrefnu í Norður-Atlants-
hafi, sem undirritaður þekkir nokkuð
til og vert er að rifja upp í þessu
sambandi. Við rannsóknir danskra
og norskra vísindamanna á breyti-
leika hvatbera-DNA í hrefnu við
vesturströnd Grænlands, við ísland
og við strendur Norður-Noregs kom
ekki fram marktækur munur. Þó svo
að þær raddir hafi heyrst að þetta
Skíðasamfestingar
Stærðir: 2ja til 10 ára. Verð kr. 5.990,-
Póstsendum. 5% staðgreiðsluafsláttur.
»hummel^
SPORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655.
benti til þess að aðeins einn hrefnu-
stofn væri í Norður-Atlantshafí, var
það samdóma álit vísindanefndar
Alþjóða hvalveiðiráðsins, að aðferð
þessi hentaði ekki til þess að skera
úr um greiningu tegundarinnar í
stofna. Fyrir lágu athuganir á útlit-
seinkennum hrefnu frá þessum sömu
svæðum, sem sýndu allnokkum
mun. Eins lágu fyrir niðurstöður
merkinga og aðrar vísbendingar þess
að ekki væri mikill samgangur á
milli þessara svæða.
Það sem vóg hins vegar þyngst í
umræðunni voru niðurstöður ís-
lenskra vísindamanna á tíðni eggja-
hvítuefna og erfðaefnis í framukjama
í hrefnu frá þessum þremur svæðum.
Mörg þeirra erfðakerfa, sem könnuð
vora sýndu engan mun á milli svæða.
Hins vegar vora nokkur kerfí, sem
sýndu marktækan mun og var það
grandvöllur ályktana um að í Norður-
Atlantshafí séu a.m.k. þrír stofnar
eða stofneiningar hrefnu.
Það sem einkum kann að villa
mönnum sýn við túlkun erfðaefnis-
athugana með tilliti til greiningar
tegunda í stofna er sjálft stofnhug-
takið. í hefðbundinni erfðafræði
skoðast stofn sem aðgreindur hópur
dýra, sem ekki blandast öðram stofn-
um við tímgun. í hagnýtri fískifræði
er stofnhugtakið hins vegar ekki eins
þröngt skilgreint. Þar getur átt sér
stað blöndun milli hópa frá mismun-
andi hafsvæðum, en samt verið rétt-
lætanlegt að tala um aðskilda stofna
eða stofneiningar. Ef blöndunin hefur
t.d. átt sér stað fyrir mörgum áratug-
um (hvað þá árþúsundum eða meir),
skiptir það engu varðandi mat á af-
rakstri í stofninum á tilteknu svæði
í dag. Og jafnvel þó að blöndun í dag
sé smávægileg, er talað um aðskilda
stofna, svo fremi sem hún sé óvera-
leg miðað við heildarviðkomuna á
svæðinu.
Annað sem mikilvægt er að hafa
í huga við athuganir af þessu tagi
er það, að sýni rannsókn engan mun
á milli hópa, útilokar það ekki að
um fleiri en einn hóp eða stofn sé
að ræða. Komi hins vegar fram
munur á milli hópa eða svæða, bend-
ir það til aðgreindra stofna. Niður-
stöður erfðaefnisrarinsókna eru
einnig mjög háðar því hvaða erfða-
efniskerfi era rannsökuð, þ.e. hvort
einkennin séu „íhaldssöm" eða eigi
rætur að rekja til ættmeiðs langt
aftur í aldir. Eftir því sem erfðakerf-
in sem til rannsóknar era endur-
spegla breytingar nær nútímanum,
era þau gagnlegri við athuganir á
stofnum og við veiðiráðgjöf.
Það er engin tilviljun að hingað
til hefur verið talið að margir mis-
munandi þorskstofnar séu í Norður-
Atlantshafi. í fyrsta lagi hafa tug-
þúsundir þorska verið merktar.
Benda endurheimtur greinilega til
tryggðar þorsks við sína heimahaga,
þó svo einstaka endurheimtur sýni
frávik frá þessu. Þá hafa athuganir
Jóhann Sigurjónsson
„Því er engin ástæða til
bjartsýni hjá Færeying-
um eða íslendingum um
betri tíð þó þorskstofn-
inn í Barentshafi sé um
þessar mundir að rétta
úr kútnum.“
á útlitsmun á þorski og aðrar athug-
anir á liðnum áratugum frá mismun-
andi svæðum í Norður-Atlantshafi
(t.d. rannsóknir Danans Sick á tíðni
eggjahvítuefna í þorskblóði) gefið
sterklega til kynna, að um aðskilda
stofna sé að ræða.
Það að einhver blöndun á milli
stofna hafi átt sér stað í fimdinni
og að stofnar á mismunandi svæðum
kunni að eiga sér einhveija sameig-
inlega forfeður eins og ofannefndar
hvatbera-DNA rannsóknir benda til,
er fyrst og fremst athyglisvert í ljósi
langtíma þróunarsögu tegundarinn-
ar. Sú niðurstaða ein sér er án efa
verðugt framlag til þekkingaröflun-
ar um líffræði þorskins. Aðferðin
hentar hins vegar alls ekki til að
greina á milli veiðistofna þorsks í
Norður Atlantshafi frekar en hún
gerði í tilfelli hrefnunnar. Því er
engin ástæða til bjartsýni hjá Færey-
ingum eða íslendingum um betri tíð
þó þorskstofninn í Barentshafi sé
um þessar mundir að rétta úr kútn-
um. Umræddar rannsóknir á hvat-
bera-DNA í þorski breyta í engu
þeirri sýn, að framtíð þorskveiðanna
við ísland er fyrst og fremst háð
ástandi stofnsins og veiðum hér við
land, þó göngur frá Grænlandi kunni
að hjálpa til einstaka ár.
Nokkrar hcimildir: Alfreð Ámason og
Remi Spilliaert. 1991. A study of variability
in minke whales (Balaenoptera acutorostr-
ata) in the North Atlantic using a human
hypervariable region probe, alpha-globin
3’HVR. Rep.int. Whal. Commn 41: 439-44.
Anna K. Dantelsdóttir, Sverrir D. Halldórs-
son og Alfreð Ámason. 1992. Genetic var-
iation at enzyme loci in North Atlantic
minke whales (Balaenoptera acutorostrata).
Visindanefnd Álþjóðahvalveiðiráðsins, skjal
SC/44/NABA15, 18 bls. Anna K. Daníels-
dóttir, Eamonn J. Duke og Alfreð Ámason.
1992. Genetic variation at enzyme loci in
North Atlantic minke whales, Balaenoptera
acutorostrata. Biochemical Genetics,
30(3-4): 189-202. EinarÁmason, Snæbjöm
Pálsson og Aðalgeir Arason. 1992. Gene
flow and lack of population differentiation
in Atlantic cod, Gadus morhua L., from
Iceland, and comparison of cod from
Norway and Newfoundland. Joumal of Fish
Biology, 40: 751-770. Jón Jónsson. 1954.
Göngur fslenska þorskins. Ægir 1954(1-2),
10 bls. Palsböll, Per. 1989. Restriction frag-
ment pattem analysis of mitochondrial DNA
in minke whales, Balaenoptera acutorostr-
ata, from Davis Strait and the Northeast
Atlantic. Kafli úr prófritgerð, Kaupmanna-
hafnarháskóli, Kbh., 19 bls. Sick, Knud.
1965. Haemoglobin polymorphism of cod
in the North Sea and the North Atlantic
Ocean. Hereditas 54(3), 49-73. Sigfús A.
Schopka. 1989. Þorskstofnarnir í Norðaust-
ur-Atlantshafi. Sjávarfréttir 18(1), 47-51.
Höfundur er sjávarlíffræðingur
og sérfræðingur á
Hafrannsóknastofnuninni.
Eimskip
Nýr gæðastaðall í
eftirliti með gámum
NÝR gæðastaðall í meðferð gáma hefur veríð tekinn upp hjá Eimskipa-
félagi íslands. Staðlinum er ætlað að tryggja að þeir níu þúsund gám-
ar sem eru í notkun hjá félaginu séu ávallt í góðu ástandi, og verða
gámarnir framvegis innsiglaðir með plastinnsigli í stað límmiða sem
notaðir voru áður. Þá hefur félagið beitt sér fyrir því að gámaviðgerð-
ir eru í auknum mæli stundaðar innanlands, enda telur það slíkt oft
hagkvæmara en að framkvæma verkið erlendis.
Að því er fram kemur í frétta-
bréfi Eimskips er verða nýju innsigl-
in í fimm mismunandi litum, allt
eftir því hvaðan gámurinn kemur
og hvaða meðhöndlun hann hefur
fengið. Eitt eða fleiri innsigli eiga
að tryggja notendum gæði gámsins.
Auk gæðaátaksins hefur Eimskip
stefnt að því að þær sex þúsund
gámaviðgerðir sem gerðar era ár-
lega verði í auknum mæli stundaðar
á íslandi. í fréttabréfinu kemur
fram, að hlutfall gámaviðgerða, sem
framkvæmdar era hér á landi, hefur
vaxið úr 20% árið 1990 í 34% árið
1991. Það sé ánægjuleg staðreynd,
að í mörgum tilfellum er hagkvæm-
ara að framkvæma viðgerðimar hér
heima en erlendis.
RJ
«o
0j
"i
■AC
«/»
C
a»
VönducTgjöf til vina og ættingja
heima og erléndis.
*/ Fjórar tegundir.
ISLENSKU ALMANÖKIN 1993
JÓLASVEINADAGATAUÐ
*/ Þjóðlega jólasveinadagatalið með
Grýlu og Leppalúða.
Teikningar: Selma Jónsdóttir.
/ Kvæði Hákon Aðalsteinsson.
v' Fæst nú einnig á ensku.
/ Samvinnuaðili Þjóðminjasafn Islands.
Snerruútgáfan sf.
Oj.
Pósthólf 12210 - 132 Reykjavík - lceland
.j