Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 25

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 25
Æ Doktorsvöm 1 Bandaríkj unum HILMAR Þor Hilmarsson úr Ytri-Njarðvík varði hinn 8. októ- ber sl. doktorsritgerð á sviði hagfræði hins opinbera við „The American University" í Wash- ington D.C. Ritgerðin nefnist „The Effici- ency of the Supply of Non-Market Output; The Surplus-Maximizing Bureaucrat Under No Versus Perfect Price Discrimination." Dómnefnd skipuðu dr. David H. Koehler, dr. Howard E. McCurdy og dr. Thomas A. Husted, allir prófessorar við „The American University“. Aðalleiðbeinandi var dr. Laura I. Langbein. Ritgerðin byggist á rannsóknum Hilmars á kenningum dr. Williams A. Niskanens, sem um tíma var aðalefnahagsráðgjafi Reagans, um útþenslu opinbera geirans í Banda- ríkjunum. Niskanen hélt því fram að það hvatakerfi (e. incentive system) sem notað væri í opinber- um stofnunum í Bandaríkjunum (og víðar) leiddi bæði til óhag- kvæmni og offramboðs á fram- leiðslu hins opinbera miðað við markaðsjafnvægi á fullkomnum markaði (perfectly competitive equilibrium). Kenningar Niskanens hafa haft veruleg áhrif á stefnu- mörkun stjórnvalda gagnvart út- þenslu opinbera geirans víða um heim, en þó sérstaklega í Bretlandi í tíð Thatcher og í Bandaríkjunum í tíð Reagans. Dr. Hilmar sannar í ritgerð sinni að miðað við forsendur Niskanens geti aldrei orðið offramboð á fram- leiðslu hins opinbera. Aðeins í til- viki fullkominnar verðmismununar (e. perfect price discrimination) bæði gagnvart neytendum (skatt- greiðendum) og frambjóðendum framleiðsluþátta (e. factor suppli- ers) getur framboðið magn opin- berrar framleiðslu orðið jafnt því sem frá fræðilegu sjónarmiði myndi nást á fullkomnum mark- aði. Hins vegar eru fjárframlög til opinberrar framleiðslu frá sjónar- miði tæknilegrar hagkvæmni (e. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson technical efficiency) líkleg til þess að fara fram úr þörf í framleiðslu- greinum þar sem staðkvæmdarvör- ur (e. substitutes) eru fáar eða engar. Þetta virðist sérstaklega eiga við um ýmsa starfsemi á veg- um bandaríska hersins og leyni- þjónustunnar, en miklu síður í greinum þar sem samkeppni er til staðar, svo sem í menntamálum, heilbrigðismálum, póst- og síma- málum og samgöngumálum. Hilmar Þór Hilmarsson lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1983, cand. oecon prófi í hagfræði frá Háskóla íslands vorið 1987, MA-prófi í hagfræði frá New York University haustið 1989 og sérfræðiprófi í alþjóða- hagfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla misseri síðar. Hann hlaut ágætiseinkunn, 9,87, á dokt- orsprófí. Hilmar hefur um skeið starfað sem ráðgjafi í höfuðstöðv- um Alþjóðabankans í Washington. Foreldrar hans eru Hólmfríður Snorradóttir og Hilmar Guðjóns- son. .....• m •♦ iö seljum vönduð og flott jólaföt á hressa krakka Meðal annars: Jakka,buxur, kjóla, pils, peysur, skyrtur, vesti og jakkapeysur. Hágæða vörur á viðráðanlegu verði. i a TRÆT • * R^kjavíJ^irvegi 62 Hafnarfirði Sígii: 65 Q6 80 Nýtt tilbob í ríkisbréf mibvikudaginn 9. desember Um er aö ræða 7. fl. 1992 í eftirfarandi verögildum: Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 28. maí 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóöum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Athygli er vakin á því at> þann 11. desember nk. er gjalddagi á 1. fl. ríkisbréfa sem gefinn var út 12. júní 1992. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 9. desember fyrir kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.