Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 26

Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Vanfær kona slasaðist í árekstri Tvennt, þar á meðal vanfær kona, var flutt á slysadeild til athugunar eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar síðdegis í gær. Meiðsli fólksins voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu: Morgunblaðið/Ingvar Veður hamlar síld- og loðnuveiðum VEÐUR hefur hamlað síld- og loðnuveiðum að undanförnu. Ágæt síldveiði hefur þó verið í Berufjarðarál þegar lægir og smásQd hef- ur fengist út af Stokksnesi. Loðnubátar komu aftur á miðin austur af Kolbeinsey í fyrrinótt eftir brælu frá því á fimmtudag. Hún var hins vegar eitthvað að ganga niður eftirmiðdaginn í gær. Fjórtán bátar voru á síld og tuttugu og sex á loðnu í gærmorgun. Þórshamar GK var í Berufjarðar- ál þegar rætt var við Grétar Símon- arsson, 2. stýrimann, rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Hann sagði bráðlega yrði gert klárt fyrir kvöld- ið en síldin stæði enn of djúpt, á 70-80 föðmum. Grétar sagði að * Arsskýrsla Fangelsismálastofnunar Dagsleyfi fanga hafa gefizt vel REKSTUR Fangelsismálastofnunar ríkisins var, eins og verið hef- ur frá stofnun hennar, innan fjárheimilda á síðastliðnu ári, að því er fram kemur I ársskýrslu stofnunarinnar 1991. Fjárheimildir voru 26.127.000 kr. en greiðslur 26.110.000 kr. í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að dagsleyfi til fanga i langtímaafplán- un hafi gefizt vel. Fangelsismálastofnun rekur sex fangelsi og alls voru 343 fangar í refsivist á síðasta ári. í stærsta fangelsinu, á Litla-Hrauni, voru þrír minnstu fangaklefarnir teknir úr notkun. Á B-gangi fangelsisins dvelja nú eingöngu fangar sem hafa sýnt sérstakan áhuga á að nýta sér refsitímann sem bezt og halda sig frá lyfjum og fíkniefnum. Þar hafa dvalið allir þeir fangar, sem stundað hafa nám eða vinnu utan fangelsisins. Á A-gangi hafa í vaxandi mæli verið fangar, sem vilja forðast hið almenna fanga- samfélag. „Sú reynsla sem fengizt hefur af þessum tveimur litlu ein- ingum sannar svo ekki verður um villzt að mikil þörf er fyrir bætta aðstöðu til frekari aðgreiningar fanga,“ segir í ársskýrslu stofnun- arinnar. Föngum á Litla-Hrauni hefur gefizt kostur á að stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sei- fossi og lauk einn fangi stúdents- prófi í fyrra. Mun það vera í annað skipti sem fangi Iýkur stúdents- prófi í fangavist. í ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar kemur fram að 37 föng- um hafi verið veitt samtals 77 leyfí á síðasta ári. Þar segir að í fram- kvæmd hafi leyfisveitingar verið með þeim hætti að fangar þurfí að hafa afpíánað a.m.k. eitt ár, að undanskildu gæzluvarðhaldi, áður en þeir geti sótt um leyfí. Aðeins þeir, sem afplána lengri dóma og hafa hagað sér óaðfinnan- lega í refsivistinni, fá leyfí. Sé leyfí veitt er það frá kl. 8 að morgni til kl. 23 að kvöldi. Yfírleitt sækja aðstandendur fanganna þá og koma með þá aftur að kvöldi. Af þeim 37 föngum, sem fengu leyfi, komu þrír of seint í fangelsið, þar af einn undir áhrifum áfengis. Einn kom á réttum tíma, en drukkinn. „Stíft eftirlit er haft með því af hálfu fangelsanna að fangar fari eftir skilyrðum fangelsismála- stofnunar um leyfí,“ segir í skýrsl- unni. „Vel þykir hafa til tekizt með leyfísveitingar þessar og þótt leyf- in séu stutt og langur tími á milli þeirra þá hjálpa þau langtímaföng- um að halda lágmarkstengslum við samfélagið utan fangelsisins." Að sögn Haraldar Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar, tekur um næstu áramót gildi ný reglugerð um leyfísveitingar handa föngum. ágæt veiði hefði verið aðfaranótt sunnudags og hefðu fengist 300 tonn um nóttina. Köstin væru oft um 100 tonn en eitt 150 tonna kast hefði fengist í aðfaranótt sunnudags. Landað var á Nes- kaupsstað í fyrrinótt. Atmennt sagði Grétar að veiðin væri svona upp og ofan því tíðin hefði sett strik í reikningin og hefði norðanátt verið á miðunum síðast- liðna þijá sólarhringa. Aðspurður sagði hann að um 10 bátar væru á miðunum en eitthvað af smásíld hefði líka fengist út af Stokksnesi. Hann sagði að sú síld sem fengist í Berufjarðarál væri ágæt. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Kap VE, sagði að lítið væri að fínna og veðrið vont þegar rætt var við hann í gær. Hann var þá staddur á loðnumiðunum austur úr Kol- beinsey. Aðspurður sagði hann að loðnubátarnir væru að koma aftur á miðin eftir brælu síðan á fimmtu- dag. Hundageymsla einangr- uð vegna hundafárs Tveir hundar hafa drepist TVEIR hundar hafa drepist af völdum veiru sem veldur hundafári og er þetta í fyrsta sinn sem þessi veira finnst hér á landi. Hundarn- ir veiktust eftir að hafa verið saman í hundageymslu og hefur geymslan verið einangruð. Að sögn Brypjólfs Sandholt yfirdýralækn- is er fylgst vel með hundunum sem eru í geymslunni en óvíst er hversu lengi þeir verða hafðir þar. Hundasjúkdómurinn sem hér um 1978 tii 1980. Veiran ræðst á hunda ræðir gekk sem farsótt á Norður- löndum og Bretlandi á árunum Austurbæjarskóli Vakin athygli á búsetu fyrr- um afbrotamanns við skólann STJÓRN foreldrafélags Austur- bæjarskóla hefur sent félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar bréf þar sem vakin er athygli á búsetu manns, sem réðst á 15 ára gamla stúlku í Þverholti árið 1981, í nágrenni við skólann. Alfreð Ey- Reyndi að millifæra af reikningi annars manns MAÐUR var handtekinn i Búnað- arbankanum við Hlemm á föstu- dag þar sem hann var að reyna að millifæra af ávísanareikningi annars manns inn á bankabók sem hann hafði stofnað í nafni hans. Maðurinn hafði í starfi sínu á veitingahúsi í bænum komist yfir ávísun frá manni og hafði notað. hana til að stofna bankabók í nafni útgefanda ávísunarinnar. Honum hafði einnig tekist að afla sér upplýs- inga um innistæður á reikningi mannsins og fór í bankann til að láta millifæra 40 þúsund af ávísana- hefti mannsins yfir á bankabókina. Gjaldkera í bankanum fannst er- indi mannsins tortryggilegt og hringdi á lögreglu sem handtók manninn. jólfsson, skólastjóri, átti fund með heilbrigðisráðherra í framhaldi af bréfinu. Hann dregur í efa að maðurinn fái viðeigandi umönn- un. Alfreð sagðist ekki hafa sjálfur orðið var við umræddur maður væri að hræða krakka. Hins vegar hefði hann heyrt þvi haldið fram að hann gerði hróp af börnum og fullorðnum. Urðu þessar frásagnir til þess að stjórn foreldrafélagsins skrifaði fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar bréf til að vekja athygli á búsetu mannsins nærri skólanum. „Er þar áréttað að maðurinn fái aðstoð og umönnun sem hann þarf að fá. Um leið og hann fengi þá umönnun, sem við drögum í efa að sé, þá er það fyrirbyggjandi að því leyti að hann fari að gera eitthvað voðlegt aftur,“ sagði Alfreð í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagðist í beinu framhaldi af bréfinu hafa farið á fund heil- brigðisráherra og rætt málið við hann. „Við ræddum um hvemig að hans málum væri staðið og hvað heilbrigðisráðuneytið gæti gert til að fylgja þessu máli eftir og fylgjast með þvi hvar það væri í heilsugeiran- um,“ sagði Álfreð og bætti við að hann teldi að skólayfirvöld væru búin að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að vekja yfirvöld til ábyrgð- ar í málinu. Alfreð lagði áherslu á að umræða af þessu tagi mætti ekki verða til þess að fólk missti stjóm á sér. „Þvi við verðum að ætlast til þess að yfír- völd geri viðeigandi ráðstafanir eftir að búið að er að vekja athygli á þessu,“ sagði hann. og er all smitandi. Talið er að hún hafí borist hingað til lands með inn- fluttum hundum, sem hafa verið bóusettir gegn henni en þeir era einkennalausir og geta verið smit- berar þó svo þeir hafí verið í þriggja mánaða einangrun við komuna. Þá er hugsanlegt að smit hafí borist með fólki sem til dæmis hefur kom- ist í snertingu við hundasaur erlend- is. „Þetta er ákaflega harðgerð veira sem getur lifað lengi utan hýsilsins, það er þ.e. hundsins," sagði Brynjólfur. Einkenni sjúkdómsins era slapp- leiki, hár hiti, uppköst og niður- gangur. Talið er að um 10% af full- orðnum hundum drepist af völdum veirunnar. Brynjólfur sagði að mikilvægast væri að fólk héldi hundunum í bandi og fari ekki á þá staði þar sem hundar hafa kom- ið. Búið er að panta bóluefni til landsins og er von á því í vikunni og verður þá fljótlega farið að bólu- setja hundana. Bóluefnið er veikt og tekur um þijár vikur fyrir hund- inn að byggja upp mótefni. Það verður því að halda þeim einangrað- um í nokkum tíma eftir bólusetn- ingu. Hundarnir tveir, sem drápust, höfðu dvalið í sömu hundageymslu með viku millibili og því var strax hægt að einangra sjúkdóminn. Það- an hefur enginn hundur farið síðan. Sennilega verður tekið blóðsýni úr hundunum og aftur síðar til að fylgjast með hvernig smitið er innan geymslunnar áður en ákvörðun er tekin um að sleppa þeim. Hundar geta gengið með smit án þess að veikjast í um viku tíma en verið smitberar mun lengur. Þá getur veiran lifað mánuðum og jafnvel áram saman utan hundsins. Járnblendislausnir I sjónmáli Ráðuneytismenn bíða til- lagna Járnblendismanna ENN bíða menn átekta áður en teknar eru ákvarðanir um fram- tíð Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Nú bíða iðnaðar- ráðuneytismenn eftir Járnblendismönnum, sem falið var að stilla upp mismunandi möguleikum til að reka verksmiðjuna. Ekki er gert ráð fyrir að til tíðinda dragi fyrr en seinni hlutann í þess- ari viku. í iðnaðarráðuneyti áttu menn von á greinargerðum frá stjórn- endum Járnblendiverksmiðjunnar s.I. föstudag en fengu að vita síð- degis að ekkert gerðist fyrr en í þessari viku. Þá fer Jón Sigurðs- son framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar á fund með fulltrúm Elkem í Noregi, sem á 30% hlut í henni. Hann segir þetta venjulegan fund og ekki haldinn sérstaklega vegna aðstæðna á Grundartanga. En eftir að Jón kemur aftur til landsins er líklegt að ráðuneytis- menn fái pappíra um nokkrar leið- ir til að halda rekstri áfram á Grandartanga, meðal annars með mismikilli framleiðslu. Þá geta fulltrúar ríkisins, sem á nú 55% bréfa í Járnblendinu, sest niður með stjórnendum Landsvirkjunar og verksmiðjunnar til viðræðna um hagstæð orkukjör. Fari þær sæmilega geta menn haldið von- góðir til viðræðna við norska og japanska eigendur verksmiðjunn- ar. Morgunblaðinu er kunnugt um að Jámblendismenn hafí leitað fyrir sér um nýja hluthafa í fyrir- tækinu. Þar liggur þó ekkert fyrir og það eina sem nokkurn veginn er ljóst í málinu er vilji aðila, ekki síst stjómvalda, til að flýta því. Ef hvorki gengur né rekur þarf ríkissjóður væntanlega að reiða fram 50 milljónir innan skamms í þriðja sinn í vetur til að bjarga afborgunarmálum Jámblendisins. ÞÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.