Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
29
Fíkniefnamálið við Kringluna
Víkingasveitarmenn
sáu um handtökuna
Við húsleitir fundust fíkniefni og áhöld, svo og vöðvaaukandi sterar
RANNSÓKN fíkniefnamálsins sem hófst með handtöku tveggja
manna við Kringluna á föstudag, annar hverra reyndist ekki við
málið riðinn, er lokið. Vikingasveitarmenn handtóku mennina þar
sem lögreglunni höfðu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins,
borist upplýsingar um að sá sem tekinn var með 20 grömm af amfet-
amíni í fórum sínum hefði yfir byssu að ráða. Það skotvopn fannst
hlaðið við húsleit á heimili hans, auk 59 skota til viðbótar, en alls
voru' framkvæmdar þrjár húsleitir vegna rannsóknarinnar. Auk fíkni-
efna fannst við eina þeirra lítilræði af anabólískum sterum, vöðvaauk-
andi lyfjum.
Við húsleitimar voru handteknir
fjórir menn á aldrinum 17-20 ára
og 24 ára gomul kona. Allt hefur
fólkið, að þeim frátöldum sem hand-
tekinn var við Kringluna og reynd-
ist ekki vera við málið riðinn, kom-
ið áður við sögu fíkniefnamála.
Við húsleitimar þrjár fundust,
auk skammbyssunnar, um það bil
7 grömm af hassi, lítilræði af of-
skynjunarsveppum og kannabis-
fræjum, loftbyssa og ein ampúla
af anabólískum steram, vöðvaauk-
Sveitarfélög
Skerðingn
jöfnunarsjóðs
mótmælt
EINHLIÐA ávörðun ríkisstjórn-
arinnar um 110 milljón króna
skerðingu á framlagi til jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga var harð-
lega mótmælt á fundi Sambands
íslenskra sveitarfélaga í gær.
Væri það afdrifarík breyting á
fjármálalegum samskiptum ríkis
og sveitarfélaga, að því er segir
i ályktun fundarins.
Skerðingin felur í sér að framlag
jöfnunarsjóðsins til lánasjóðs sveit:
arfélaga fellur niður á næsta ári. í
ályktunninni er einnig bent á, að í
nýgerðum samningum við ríkið sé
gert ráð fyrir um 500 milljón króna
greiðslu í Atvinnuleysistrygginga-
sjóð á næsta ári. Auk þess hafí
sveitarfélögin átt þátt í að móta
reglur um hvernig mæta skuli nið-
urfellingu aðstöðugjalds, og í þeim
umræðum hafi komið fram að á
næsta íjárlagaári væri ekki gert ráð
fyrir öðram breytingum á fjárhags-
legum samskiptum ríkis og sveitar-
félaga.
Aðventu-
samkoma á
Reykhólum
Miðhúsum.
SAMKÓR Reykhólahrepps
hélt laugardaginn 5. desem-
ber aðventusamkomu á
Reykhólum. Kórinn byijaði á
því að syngja fyrir heimilis-
fólk í Dvalarheimilinu
Barmahlíð.
Kórinn söng létt jólalög og
barnakór söng einnig nokkur
lög undir stjóm Ragnars Jóns-
sonar, skólastjóra Tónlistar-
skólans og organista. Einnig
las Ragnar nokkur ritningar-
orð. Avarp flutti formaður
skólanefndar, Vilborg Guðna-
dóttir. Sóknarpresturinn, séra
Bragi Benediktsson, þakkaði
kór og gestum .fyrir komuna.
Þrátt fyrir leiðinlegt veður
var kirkjan þétt setin og era
aðventusamkomur yfirleitt vel
sóttar en þær virðast ætla að
verða fastur liður í undirbún-
ingi jólanna.
- Sveinn.
andi lyfjum sem íþróttamenn hafa
verið staðnir að ólöglegri notkun
á. Þá fundust áhöld til fíkniefna-
neyslu, loftbyssa og ætlað þýfí, svo
og falsaður tékki upp á 40 þúsund
krónur.
Engir gæsluvaðrhaldsúrskurðir
vora kveðnir upp yfir fólkinu 'vegna
rannsóknarinnar og er það allt laust
úr haldi. Aðspurður sagði Björn
Halldórsson lögreglufulltrúi að ekk-
ert sérstakt benti til þess að maður
sá sem var með amfetamínið í fór-
um sínum hefði ætlað að dreifa því
í Kringlunni. Fylgst hefði verið með
Skammbyssan sein lagt var hald á við rannsókn málsins og hulstur
sem henni tilheyrir. Hún er af hlaupvídd .22 og var hún hlaðin fjór-
um skotum í skotgeymi, en einnig var i húsinu kassi með 59 skotum.
ferðum mannsins áður en hann var
handtekinn og stóð um það bil tug-
ur lögreglumanna að handtökunni
á bílaplaninu við Kringluna.
MAZDA 626
Staðfesting a
yfírburðum!
Þaðlinnirekkiverðlaununum,semMAZDA626færútíhinumstóraheimi.
Nú nýlega sigraði hann í samkeppni um „GULLNA STÝRIÐ", sem fer
árlega fram á vegum þýska blaðsins „BILD AM SONNTAG", stærsta
dagblaði sinnar tegundar í Evrópu. MAZDA 626 hlaut þessa eftirsóttu
viðurkenningu í flokki stærri fólksbíla og er þetta enn ein staðfestingin
á yfirburðum MAZDA!
Fjögur efstu sætin skipuðu:
1. MAZDA 626
2. Renault Safrane
3. Alfa Romeo 155
4. Toyota Carina E
Við bjóðum MAZDA 626 í 3 gerðum, sem allar eru með 4ra þrepa
tölvustýrðri sjálfskiptingu, vökvastýri, álfelgum og öllum luxusbúnaði. Því
ekki að kynnast MAZDA 626 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma,
skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl, ásamt öðrum gerðum af
MAZDA.
Við eigum ennþá nokkra bíla á verði síðan fyrir gengisfellingu, eða frá
kr. 1.640 þús: (Með ryóvörn og skráningu.)
Opið laugardaga frá kl. 10 -14.
—.-WMmnnMinnHnjj
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50