Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
NATO íhug-
ar aðgerðir
vegna
Kosovo
BANDARÍKJAMENN og
nokkur önnur aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins (NATO)
eru að íhuga aðgerðir til að
koma í veg fyrir að stríðið í
Bosníu-Herzegovínu breiðist út
til héraðsins Kosovo, að því er
háttsettur embættismaður hjá
NATO sagði í gær. Embættis-
maðurinn, sem vildi ekki láta
nafns síns getið, sagði ekki í
hvetju aðgerðimar gætu falist.
Hann sagði að varnarmálaráð-
herrar bandalagsins myndu
ræða málið síðar í vikunni og
utanríkisráðherrar í næstu
viku.
Kucan á sig-
urbraut
FYRSTU tölur bentu til þess
að Milan Kucan, forseti Slóven-
íu, myndi vinna öruggan sigur
í forsetakosningunum í landinu
á sunnudag. Þegar 78% at-
kvæða höfðu verið talin hafði
Kucan fengið 63,5% atkvæða.
Þegar 70% atkvæða höfðu verið
talin í þingkosningunum var
flokkur Janez Dmovseks for-
sætisráðherra, Fijálslyndi
demókrataflokkurinn, með 23%
atkvæða og Kristilegir demó-
kratar komu næstir með tæp
15%.
Átökí
Sómalíu
Að minnsta kosti 30 manns
höfðu i gær beðið bana í átök-
um sem blossuðu upp í bænum
Baidoa í Sómalíu á sunnudag
milli stríðandi fylkinga Sómala.
Búist er við að fyrstu hermenn-
imir í fjölþjóðahernum, sem
senda á til landsins, komi þang-
að á morgun, miðvikudag.
Helstu stríðsherramir í Sómal-
íu, Mohamed Farah Aideed og
Ali Mahdi Mohamed, hafa lýst
því yfír að þeir séu reiðubúnir
til samvinnu við Q'ölþjóðaher-
inn.
Zuroff gagn-
rýnir Nýsjá-
lendinga
EFRAIM Zuroff, fram-
kvæmdastjóri Simon Wiesent-
hal-miðstöðvarinnar í ísrael,
sakaði í gær stjóm Nýja-Sjá-
lands um að vera að gera land-
ið að griðastað fyrir stríðs-
glæpamenn vegna ákvörðunar
hennar um að sækja ekki 14
meinta stríðsglæpamenn, sem
þar búa, til saka. Yfirvöld á
Nýja-Sjálandi rannsakaði mál
mannanna og byggðu á upplýs-
ingum sem Wiesenthal-mið-
stöðin lagði fram 1990. Lang-
flestir þeirra komu frá Litháen
og Lettlandi.
Kessler neitar
sakargiftum
HEINZ Kessler, fyrrverandi
vamarmálaráðherra Austur-
Þýskalands, neitaði í gær að
hafa gefíð fyrirmæli um að
skotið yrði á Austur-Þjóðveija
sem reyndu að flýja yfír Berlín-
armúrinn fyrir sameiningu
þýsku ríkjanna. Hann sagði að
drápin við múrinn hefðu verið
afleiðing kalda stríðsins milli
austurs og vesturs. Kessler
hefur ásamt Erich Honecker,
fyrrverandi leiðtoga Austur-
Þýskalands, og tveimur öðrum
verið ákærður fyrir að hafa
gefíð landamæravörðum fyrir-
mæli um að skjóta á fólk sem
reyndi að flýja.
EES-samningur felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu íSviss
S víar v ons viknir
með niðurstöðuna
Gæti aukið andstöðu við EB-aðild
Stokkhólmi. Frá Erik Liden,. fréttaritara Morgnnblaðsins.
ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss um Evrópska efnahags-
svæðið, EES, ollu mikliun vonbrigðum í Svíþjóð og virðast flestir á
því, að tilkoma þess frestist um hálft ár. Þá er einnig talið, að niður-
staðan, sem kom þó fáum á óvart, muni verða til að auka andstöð-
una við aðild Svíþjóðar að Evrópubandalaginu, EB.
andvigur inngöngu í EB.
í Svíþjóð er litið á úrslitin í Sviss
sem ábendingu til stjórnmálamanna
um að upplýsa almenning betur um
EES og EB og svo virðist sem ein-
hverjar vöflur séu að komast á
miðflokksmenn. Þeir telja nú marg-
ir, að óvíst sé, að EB-aðild verði
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í september 1994. Carl Bildt
forsætisráðherra segist þó vera jafn
viss og áður um, að aðildin nái fram
að ganga.
Vinstriflokkurinn, áður komm-
únistaflokkurinn, krafðist þess í
gær, að aðildin að EES yrði borin
undir þjóðina en Ulf Dinkelspiel
Evrópumálaráðherra vísaði því á
bug og sagði, að málið væri ekki
svo stórt, að ástæða væri_ til að
kjósa um það sérstaklega. Á þingi
eru allir flokkar nema Vinstriflokk-
urinn hlynntir EES og einnig EB-
aðild og EES var samþykkt með
rúmlega 300 atkvæðum gegn 17. í
skoðanakönnunum kemur hins veg-
ar fram, að meirihluti kjósenda er
Mikil óánægja ríkir meðal frönskumælandi Svisslendinga með niður-
stöðuna í þjóðaratkvæðagreiðsluna á sunnudag. Þeir eru um fimmt-
ungur þjóðarinnar og greiddi yfirgnæfandi meirihluti þeirra at-
kvæði með EES. Skopteiknari dagblaðsins Tagesanzeiger, sem gefið
er út í Zurich, lítur málið þessum augum: Franski minnihlutinn brýst
út úr hinu víggirta Sviss, veifandi EB-fána og spjöldum sem á stend-
ur „minnihluti", „óánægður", „frelsi", á meðan menn í þýskumæl-
andi hlutanum stinga höfðinu ofan í sand og neita að horfast í augu
við veruleikann.
Svissneska þjóðin í sárum
eftir afdrifarika kosningn
Ziirich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunbiaðsins.
SVISSNESKA þjóðin var fullkomlega klofin í afstöðu sinni til aðildar
að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um helgina. Rétt rúmur helmingur, eða 50,3%, greiddi at-
kvæði á móti aðild og tæpur helmingur, 49,7%, var með. Yfirgnæfandi
meirihluti í frönskumælandi kantónunum greiddi atkvæði með aðild
en meirihluti í öllum þýskumælandi kantónunum, nema Basel, og í ítöl-
skumælandi kantónunni Tessín greiddi atkvæði á móti. Þýskumælandi
kantónurnar eru mun fleiri en hinar frönsku og því var fljótt (jóst að
meirihluti kantónanna myndi fella EES. Óvenju mikil þátttaka var í
kosningunum, eða 78,3%. „Niðurstaðan verður neikvæð fyrst þátttakan
er svona mikil,“ sagði svissneskur blaðamaður skömmu eftir hádegið
á sunnudag. „Stór hluti Svisslendinga tekur bara þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslum til að kjósa „Nei““.
Niðurstaða kosninganna var skell-
ur fyrir ráðandi öfl landsins. Ríkis-
stjómin, þjóðþingið, atvinnurekend-
ur, verkalýðssambönd og íjölmiðlar
studdu öll EES. Jean-Pascal Dela-
muraz, viðskiptaráðherra, kallaði
kosningadaginn „svartan sunnudag"
fyrir launafólk og ungdóminn í land-
inu.
Úrslitin komu Christoph Blocher,
leiðtoga andstæðinga EES og sigur-
vegara kosninganna, á óvart. Hann
átti ekki von á að andstæðingamir
gætu haft betur en stjómmála- og
efnahagsöflin í landinu. „Niðurstað-
an er staðfesting á pólitísku sjálf-
stæði okkar,“ sagði hann. „Landið
hefur ákveðið að taka sjálfstæða og
hlutlausa stefnu.“ Hann sagði að það
þýddi að Svisg vildi ekki bindast evr-
ópskum stofnunum en það myndi
ekki þýða að þjóðin vildi einangrast.
Hún vildi vera opin og eiga vináttus-
amskipti við allar þjóðir heims, sér-
staklega við Evrópuþjóðir.
Flestum kemur saman um að ríkis-
stjómin hafí ekki gefíð þjóðinni næg-
an tíma til að átta sig á breyttum
aðstæðum í Evrópu. Sérstaða þjóðar-
innar hefur verið svo lengi efst á
baugi í utanríkismálum og utanríkis-
viðskiptum að meirihluti þjóðarinnar
áttar sig ekki á að samvinna frekar
en sérstaða í Evrópu er henni nú
fyrir bestu. Ótti við óvissu framtíðar-
innar átti þátt í því að meirihlutinn
kaus að halda áfram á sömu braut
frekar en að fara inn á nýja. „Þjóðin
áttaði sig ekki á að gamla brautin
verður ekki söm og áður,“ sagði
Vreni Spörri, þingmaður Frjálslynda-
flokksins (FDP) og stuðningsmaður
aðildar að EES.
Frönskumælandi Svisslendingar
hafa ávallt verið opnari gagnvart
umheiminum en þýskumælandi land-
ar þeirra. Frakkar eru næstu ná-
grannar þeirra og þeir hafa ekki
ógnað Sviss í aldaraðir. Svisslending-
ar stóðu hins vegar vörð gegn Þjóð-
veijum öll stríðsárin og það hefur
skilið eftir djúp sár. Hluti eldra fólks
í'"þýska hlutanum greiddi atkvæði
gegn EES af því að hann telur Þjóð-
veija hafa of mikið að segja í Evrópu-
bandalaginu (EB) og þar með í EES.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss
49,7% 50.3%
Stuðningur við hið evrópska efnahagssvæði var mestur
UUWBALU í frönskumælandi kantónum í vesturhluta landsins
ítalski hlutinn kaus frekar að vera
lítill hluti af Sviss en að renna sam-
an í efnahagssvæði með ítölum þar
sem algjör glundroði ríkir í efna-
hags- og stjórnmálum.
Atvinnuleysi í Sviss hefur aukist
á undanfömum mánuðum og er nú
3,9%. Það er hærra í franska hlutan-
um en þýska. Frönskumælandi Sviss-
lendingar óttast því efnahagserfíð-
leikana sem ákvörðun þjóðarinnar
um helgina mun hafa í för með sér
meira en þýskumælandi landar
þeirra. Þeir eru reiðir og sárir jrflr
niðurstöðu kosninganna og sumir
tala jafnvel um að fara eigin leiðir.
Bilið á milli tungumálahópanna, sem
er iðulega kallað „röschti-graben“
eftir þýsk-svissneskri kartöfluköku,
breikkaði í kosningunum. Svissneska
þjóðin þarf nú að brúa það um leið
og leiðtogar hennar brúa bilið á milli
Sviss og aðildarríkja EES.
.♦
Þýðir 2-3 mánaða töf
segir viðskiptaráðherra Noregs
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly fréttaritara Morgunblaðsins.
LEIÐTOGAR Miðflokksins og Sósíalíska vinstriflokksins (SV) segja
að úrslit þjóðaratkvæðisins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í
Sviss geri að verkum að eðlilegt sé að þjóðaratkvæði færi einnig
fram í Noregi. Einnig krefjast þeir þess að Stórþingið taki samning-
inn aftur til umfjöllunar og gert verði að skilyrði að aukinn meiri-
hluti, eða 3/4 þingmanna, þurfi til að samþykkja hann. Hóta þeir
að skjóta málum til norskra dómstóla verði ekki á þá hlustað.
Bjorn Tore Godal viðskiptaráð- samninginn aftur til umfjöllunar.
herra segist harma úrslitin í Sviss.
Að hans mati leiða þau til þess að
2-3ja mánaða töf verður á því að
EES kemur til framkvæmda.
Godal vísar á bug kröfu Mið-
flokksins og SV um að þingið taki
Stórþingið staðfesti hann með 130
atkvæðum gegn 35 h’inn 16. októ-
ber sl.
Godal segir að einungis þyrfti
að gera „tæknilegar“ breytingar á
EES-samkomulaginu. Engar
breytingar þurfi að gera á efnis-
legu innihaldi þess og því sé ný
þingleg meðferð óþörf.
Þessu eru andstæðingar EES
ósammála og hafa þeir hótað að
óskað verði eftir umsögn hæsta-
réttar verði ekki orðið við kröfum
þeirra um nýja þingmeðferð samn-
ingsins og þjóðaratkvæði. Johan
J. Jakobsen, formaður þingflokks
Miðflokksins, sagðist í gær hafa
fengið vísbendingar um að nýjar
samningaviðræður um EES milli
EFTA og EB væru óhjákvæmileg-
ar og ekki væri nein smáatriði sem
semja þyrfti um að nýju.
Liechtenstein
Leiðtogar
vilja enn
aðild
Zilrích. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarít-
ara Morgunblaðsing.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
verður haldjn í Liechtenstein á
sunnudag. íbúar landsins eiga
margt sameiginlegt með nágrönn-
um sínum i þýska hluta Sviss og
því talið liklegt að tillagan um
aðild verði felld þar eins og í
Sviss nú um helgina.
Leiðtogar smáríkisins ákváðu að
bíða með þjóðaratkvæðagreiðsluna
þangað til eftir atkvæðagreiðsluna
í Sviss. Þeir vildu koma í veg fyrir
að Liechtenstein yrði hugsanlega
eina EFTA-ríkið sem felldi samning-
inn um EES og sögðu að ríkinu
væri fyrir bestu að fara sömu leið
og Sviss. Nú hafa Svisslendingar
kosið að standa utan við EES og
ríkisstjóm Liechténstein telur ekki
lengur rétt að fara sömu leið og
þeir. Hún hvetur þjóðina eftir sem
áður til að samþykkja aðild að EES.
Hans-Adam II. fursti er einnig á því
að Liechtenstein verði betur borgið
á Evrópska efnahagssvæðinu en ut-
an við það með Sviss.