Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 32

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 T Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sviss er eitt, Island annað Cl amningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var felldur pegar hann var borinn upp til at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss um helgina. Talið er að í engri þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu á þessari öld hafí hinar stríðandi fylk- ingar tekist jafn hart á og nú og var kosningaþátttaka óvenjulega mikil, eða rúm 79%. Niðurstaðan varð sú að alls greiddu 50,3% Svisslendinga at- kvæði á móti samningnum en 49,7% með. Þá var hann felldur í 16 kant- ónum af 23. Samningurinn náði ein- ungis fram að ganga í frönsku kant- ónunum sex og þýsku kantónunni Basel. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að samningnum var hafnað af Sviss- lendingum. í Sviss er rík hefð fyrir því að standa utan við alþjóðlegt samstarf og hafa Svisslendingar til að mynda kosið að standa utan Sameinuðu þjóðanna. Skoðana- kannanir höfðu líka undanfarið bent til þess að EES myndi ekki verða samþykkt í meirihluta kantónanna, líkt og stjórnskipan Sviss áskilur. Við því var aftur á móti ekki búist að meirihluti íbúa greiddi atkvæði gegn samningnum, eins og raunin varð. Þegar áhrif niðurstöðunnar eru metin verða menn fyrst að gera sér grein fyrir því hvers vegna samning- urinn var felldur. Málflutningur svissneskra EES-andstæðinga ein- kenndist mjög af hinni gamalgrónu svissnesku tortryggni í garð alþjóð- legra tengsla. Þá var alið á ótta við innflutt vinnuafl, en atvinnuleysi í Sviss er nú 3,9%. Loks var það ein meginröksemdin að Evrópustefna stjómarinnar, sem einnig hafði sótt um aðild að EB, ógnaði sérstöðu og hefðbundnu hlutleysi Sviss. Þess- ar röksemdir fengu góðan hljóm- grunn í hinum þýskumælandi kant- ónum landsins, sem ávallt hafa ver- ið mjög einangrunarsinnaðar og íhaldssamar, en um 72% Svisslend- inga eru þýskumælandi. Sú ákvörðun Svisslendinga að standa utan við Evrópska efnahags- svæðið, sem verður stærsta mark- aðssvæði í heimi, hefur engin úr- slitaáhrif á myndun þess. Aformin um sameiginlegan markað EB og EFTA standa áfram óhögguð þó að það kunni að frestast um nokkra mánuði að EES verði til. í samn- ingnum er gert ráð fyrir þeim mögu- leika að hann verði ekki staðfestur í öllum þeim ríkjum sem hann undir- rituðu, og ber þá að boða til ráð- stefnu stjórnarerindreka um fram- haldið. Líklegasta niðurstaðan er að samningnum verði brejrtt þannig að hann eigi við einu ríki færra og að EFTA-ríkin taki á sig einhvern hluta þess kostnaðar, t.d. við stofn- anir EES, sem Svisslendingum bar að greiða. Höfnunin hefur því fyrst og fremst áhrif fyrir Svisslendinga sjálfa og svissnesk fyrirtæki, en mörg þeirra hafa lýst því yfír að þau verði að draga úr fjárfestingum í Sviss verði landið ekki aðili að EES. Það eina sem svissneskir EES- andstæðingar lögðu til að kæmi í stað EES var að teknar yrðu upp tvíhliða samningaviðræður við EB. Slíkum hugmyndum hefur nú þegar verið hafnað af bandalaginu með þeim rökum að þjóð sem hefur kos- ið einangrun geti ekki búist við að fá það í tvíhliða samningum sem hún hefur þegar hafnað í fjölþjóða- samningi. Þá sagði Frans Andries- sen, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm EB, þegar í síð- ustu viku að Svisslendingar ættu ekki að búast við því, ef þeir vildu aðild að EES eftir nokkur ár, að þeir myndu þá sjálfkrafa fá aftur þau sérskilyrði sem þeir sömdu um í EES-viðræðunum. Úrslitin í Sviss breyta engu um afgreiðslu málsins á Islandi. Brýnt er að Alþingi staðfesti samninginn nú í desember, en ísland og Liecht- enstein em einu EFTA-ríkin sem ekki hafa enn afgreitt EES-samn- inginn. í kjölfar úrslilanna í Sviss er nauðsynlegt að afstaða íslend- inga liggi ljós fyrir og að málið hafi verið afgreitt hér þegar fulltrú- ar EFTA-ríkjanna og EB-ríkjanna setjast á rökstóla í samræmi við ákvæði samningsins. Úrslitin í Sviss eru enginn rökstuðningur fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hér. Svisslendingar búa við allt aðra hefð en við í þeim efnum. Hér hefur ekki verið efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu um þá veigamiklu alþjóða- samninga sem við höfum gert frá lýðveldisstofnun og ekki frekar ástæða til að efna til slíkrar at- kvæðagreiðslu um EES-samning- inn, sem er fyrst og síðast víðtækur viðskiptasamningur, en ekki aðild- arsamningur að EB. Morgunblaðið hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni að þátttaka okkar í EES sé lokaáfangi á þess- ari leið. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur tekið í sama streng. Hér er ekki verið að tala um aðild að Evrópubandalaginu. Því fer víðs fjarri. Ef um það væri að ræða væri þjóðaratkvæðagreiðsla i alla staði eðlileg enda væri þá um að tefla gmndvallarbreytingu á stjóm- arháttum okkar. Svo er ekki með samningnum um þátttöku okkar í EES. Það hefur engin áhrif á gildi samningsins fyrir íslendinga að honum hefur verið hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu í Sviss. Með EES- samningnum höfum við fengið far- sæla' Iausn á framtíðartengslum okkar við EB, stærsta viðskiptaaðila íslendinga, sem tryggir tollfijálsan aðgang útflutningsafurða okkar á Evrópumarkaði. Um þetta snýst málið en ekki hvernig formsatriði vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss verða leyst. Þeir sem mæla gegn samningnum hafa enga aðra kosti kynnt en tví- hliða viðræður við EB um hags- munamál okkar. Viðbrögð EB við atkvæðagreiðslunni í Sviss sýna hins vegar greinilega að það er kost- ur sem ekki stendur til boða. Við erum lítil þjóð sem eigum allt okkar undir utanríkisviðskiptum. Við höf- um ekki efni á þeirri einangrun sem höfnun á EES hefði í för með sér, svo mikilvægur sem markaðurinn er. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 EES-samningur felldur í þjóðaratkvædagreiðslu í Sviss Ekkert er að vanbúnaði að samþykkja EES-samninga - segir utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að niðurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslu Svisslendinga í fyrradag, þar sem þeir höfnuðu EES- samningnum, sé fyrst og fremst svissneskt vandamál, sem þeir verði sjálf- ir að leysa. „Þeir eru ekki búnir að sjá fyrir endann á þeim vanda sem þessi niðurstaða færir þeim. Fréttaskeyti herma að nokkur fjölþjóðleg fyrirtæki sem hafa aðalbækistövar í Sviss, hafi þegar lýst því yfir að þau séu farin úr þessu landi. Þau hafi þar ekki framtíðarstarfsvettvang, ef þau hafi ekki hindrunarlausan aðgang að innri markaði evrópska efna- hagssvæðisins,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðstefna stjórnarerindreka kölluð saman Utanríkisráðherra var spurður um hver áhrif þessarar niðurstöðu yrðu á afgreiðslu málsins hér á íslandi: „Þetta hefur eitt út af fyrir sig engin áhrif á afstöðu íslensku ríkisstjómar- innar eða stjómarflokkanna til máls- ins. Meginatriðið ej þetta: Það var ráð fyrir því gert í samningnum sjálfum, að svo kynm að fara að eitthvert land felldi aðild. I 129. grein samningsins er flallað um þetta og þar er gert ráð fyrir tveimur tilvikum. Annars vegar, að staðfestingu seinki svo mjög í ein- hveiju landi, að gildistakan geti ekki átt sér stað um áramót 1992-1993. Þá er kveðið á um hvemig skuli haga framhaldinu og síðustu forvöð gefín um mitt ár 1993. Þetta á,ekki við um Sviss, heldur hitt tilvikið, þegar eitt- hvert land beinlínis fellir staðfestingu samningsins. Ákvæði samþykktarinn- ar sem túlka 129. grein samningsins eru mjög skýr: „Ef einhver samnings- aðilanna fullgildir ekki samninginn skulu hinir samningsaðilamir boða til ráðstefnu stjómarerindreka til að meta áhrif fráviks frá fullgildingu samningsins og skoða möguleika á að samþykkt verði bókun um breyt- ingar, sem verði með fyrirvara um nauðsynlega meðferð innanlands. Slík ráðstefna skal haldin jafnskjótt og Ijóst er að einhver samningsaðili mun ekki fullgilda samninginn, eða í síð- asta lagi, ef dagsetning gildistöku samningsins er ekki virt.“ Jón Baldvin sagði að um það hefði verið deilt hvort þörf væri á túlkun á því hvað fælist í „hinir samningsaðil- arnir“. Spurt væri hvort það væm þeir sem þegar hefðu fullgilt samning- inn, eins og Noregur, Svíþjóð, Finn- land og Austurríki, eða hvort þar væm einnig meðtaldir samningsaðilar sem a.m.k. hefðu ekki hafnað^ samn- ingnum, eins og ætti við um ísland. „Þetta er túlkunaratriði sem lýtur að því hveijir eiga erindi á slíka ríkjar- áðstefnu. Vafalaust eiga þeir erindi sem staðfest hafa aðild sína að samn- ingnum, en aðrir sem ekki hafa gert það, eiga það þá undir góðvild hinna samningsaðilanna hvort þeir em boðn- ir á þá ráðstefnu. Ég hef því sagt að til þess að taka af öll tvímæli um umboð íslensku ríkisstjórnarinnar, til þátttöku í framhaldi málsins, þá þarf Alþingi að hafa veitt ríkisstjórninni þá heimild, en það er það sem felst í samþykkt fmmvarpsins," sagði Jón Baldvin. Ekkert að vanbúnaði að samþykkja frumvarpið Utanríkisráðherra sagði menn hafa haft uppi stórar fullyrðingar í þá vem að fmmvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi væri úrelt, eftir að Svisslend- ingar hafa fellt samninginn. „Stað- reyndir málsins em þessar: Með því að samþykkja þessar fímm fmmvarps- greinar staðfestingarfmmvarpsins, þá er það bara fyrsta greinin um heimild til þess að fullgilda samningana fyrir íslands hönd, sem fær þegar í stað lagagildi. Hún mun ekkert breytast síðar meir, en samkvæmt fimmtu grein, þá öðlast önnur ákvæði laganna ekki lagagildi, fyrr en að fullgildingar- skjöl hafa verið afhent af allra hálfu. Það er þess vegna rangt, að fmm- varpstextann þurfí að endurskoða síð- ar; það er rangt að hann sé úreltur. Hið rétta er, að okkur er ekkert að vanbúnaði, við að samþykkja fmm- varpið eins og það nú liggur fyrir, rétt eins og þjóðþingin annars staðar á Norðurlöndum hafa þegar gert,“ sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að með því að samþykkja fmmvarpið, færi ekkert á milli mála að íslensk stjómvöld væm með fullt umboð til þátttöku í ríkjaráð-, stefnunni í framhaldinu, til þess að semja þar um þær lágmarkstæknilegu breytingar sem gera yrði á textum, sem aftur yrði svo lagt fyrir Alþingi, væntanlega í formi viðauka eða bók- unar. Kanna þarf þróunarsjóðinn sérstaklega Utanríkisráðherra sagði að þær breytingar sem semja þyrfti um væm þær að eftirlitsstofnun ÉFTA og dóm- stóll EFTA yrðu skilgreind upp á nýtt, þannig að ekki yrði lengur um stofn- anir EFTA að ræða, heldur stofnanir viðkomandi ríkja. „Auk þess þyrfti að kanna þróunarsjóðinn sérstaklega. Það er ekkert sjálfgefíð að EFTA-rík- in fari að borga aðgöngumiða fyrir Sviss, sem hefur hafnað aðgöngu og það er ekkert sjálfgefíð að EB muni setja þá kröfu fram. Raunar hefur Andriessen þegar sagt að hann geri ráð fyrir því að sjóðsupphæðin verði lækkuð sem svarar því sem ráðgert var sem framlag Sviss. Frumvarpið sem fyrir liggur er því í fullu gildi. Eitt er að Alþingi sam- þykki fmmvarpið og veiti ríkisstjóm- inni heimild til fullgildingar og hitt er annað, hvenær sú fullgilding fer fram. Hún fer ekki fram fyrr en ríkja- ráðstefnan hefur verið haldin og sam- komulag er um lágmarksbreytingar. Þetta á bæði við um EES-samninginn sjálfán og tvíhliða sjávarútvegssamn- ingana. Þeir verða ekki fullgiltir fyrr en EES er orðið að vemleika," sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra var spurður hvenær hann teldi að til ofangreindrar ríkjaráðstefnu yrði boðað: „Það liggur fyrir, að þetta er sami skilningur og lýst hefur verið yfír af hálfu hinna ÉFTA-ríkjanna, þ.e.a.s. Noregs, Finn- lands, Svíþjóðar og Austurríkis. Það er engin ástæða til þess að efast um pólitískan vilja þessara aðila, til að lúka verkinu. Af hálfu framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins, þ.e.a.s. Andriessens, hefur það enn verið áréttað. Það hefur enginn svar við því á reiðum höndum enn, hversu löng töfín verður, en ég heyri frá Bjöm Tore Godal, formanni ráðherraráðs EFTA, sem hefur haft samráð við framkvæmdastjóm EB, að ekki er talið unnt að koma ráðstefnunni á, fyrr en í fyrsta lagi í lok janúarmánað- ar.“ Jón Baldvin sagði að aðeins ein leið væri fær til að taka af tvímæli um að ríkisstjórn íslands hefði umboð til þessarar framhaldsþátttöku og lúka málinu, en það væri að Alþingi sam- þykkti það fmmvarp sem fyrir lægi. Þinghald milli hátíða ef þurfa þykir Utanríkisráðherra var spurður hvort ríkisstjórnin héldi enn fast við áform sín um að ljúka afgreiðslu málsins fyrir jól: „Á sínum tíma gerð- um við heiðursmannasamkomulag við stjórnarandstöðuna um þingmeðferð EES-málsins - það kvað á um það að meðferð þess skyldi lokið fyrir lok nóvembermánaðar, við það samkomu- lag hefur ekki verið staðið. Síðan var gert samkomulag um að fresta ann- arri umræðu um málið fram til 12.-15. desember. Beiðni um það kom frá þingflokki Framsóknarflokksins, í ljósi þess að formaður Framsóknarflokks- ins væri staddur við jarðarför á Sri Lanka og varaformaðurinn væri er- lendis líka einhveija daga um miðjan desember. Stjórnarflokkamir tóku þessu kurteislega og féllust á að seinka málinu, en auðvitað í trausti þess að samkomulag var gert um að ljúka annarri umræðu. Henni átti að ljúka að kvöldi 15. desember með út- varpsumræðu og atkvæðagreiðslu. Það var ekki samkomulag um fleira, en þó var um það rætt að þriðja um- ræða hæfíst 16. desember. Það eru engin málefnaleg rök fyrir því að falla frá þessu samkomulagi, vegna þess að það er ekkert sem hef- ur gerst við það að Svisslendingar hafa fellt samninginn, sem veldur því að Alþingi geti látið málið liggja. Þvert á móti er það svo, að við þurfum að eyða efasemdum um að ísland sé ekki nýtt Sviss. Ég get ekkert fullyrt um það hvað tekst og hvað tekst ekki í þessari stofnun. Það má alveg eins spyija um önnur stórmál, frá fjárlagafrumvarpi til efnahagsaðgerða. Tekst að ljúka þeim? Það vill svo til, að óbilgjöm stjómarandstaða, sem vill fyrst og fremst skáka í skjóli þingskapaleysis hér, getur auðvitað talað íjandann ráðalausan, um allt og ekkert daginn út og daginn inn, í því skyni að tefja mál. Það er ekkert nýtt - það hefur verið daglegt brauð í þessari sam- kundu. Það hefur komið fyrir í tví- gang á undanförnum ámm, að halda hefur þurft fram þingi milli hátíða, eða strax eftir áramót. Ef ekki er unnt að lúka málum, sem þjóðamauð- syn ber til fyrir jól, þá er enginn ann- ar kostur, en halda bara þingstörfum áfram, milli hátíða, eða strax eftir árarnót," sagði Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra. Biörn Bjamason formaður utanríkismálanefndar Sem mest samstaða náist um málsmeðferð „VIÐ okkur blasir að tryggja okkar hagsmuni í þeim viðræðum sem nú eru að hefjast á milli EFTA-ríkjanna og EB um framvindu mála á grund- velli samningsins. Ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt sem fram hefur komið að utanríkisráðherra hefur umboð til að ganga til þessara viðræðna,“ segir Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar. „A Alþingi þurfum við að huga að framvindunni varðandi EES-samning- inn og taka afstöðu með hliðsjón af því sem gerst hefur. Það er brýnt að reyna að ná sem víðtækastri samstöðu um málsmeðferð en því má ekki gleyma að stjórnarandstaðan hefur að nokkrum hluta skipað sér í and- stöðu við aðild okkar og það er ljóst að þessir andstæðingar munu beita öllum ráðum nú eins og áður til að tefja fyrir eða spilla því að við getum lokið afgreiðslu málsins," segir Bjöm. „Úrslitin í Sviss breyta engu um nauðsyn þess fyrir okkur íslendinga að gerast aðilar að EES. Við höfum ekki framselt neitt vald til Svisslend- inga í því efni. Andstaða Svisslendinga við aðild að Sameinuðu þjóðunum hefur til dæmis ekki haft nein áhrif á þátttöku okkar í þeim alþjóðasam- tökum. Við tökum afstöðu til EES- aðildar á okkar forsendum og sam- kvæmt okkar stjórnskipan.“ Aðspurður hvort hann væri sam- mála því að brýnt sé fyrir íslendinga að ljúka afgreiðslu samningsins sem fyrst sagði Bjöm að það væri mikil- vægt að þeir sem tækju þátt í fram- haldsviðræðum EFTA-ríkjanna og EB efuðust ekki um að það væri fullur vilji til þess á Alþingi að staðfesta EÉS-samninginn. Nú liggi fyrir meiri- hlutaálit frá utanríkismálanefnd og að öraggur meirihluti sé fyrir samn- ingnum á þingi. „Ef þarf að árétta það með einhveijum hætti, til að taka af skarið í þeim viðræðum sem nú standa fyrir dyram, á ekki að stefna málinu í neina tvísýnu með því að gera það ekki,“ svaraði hann. Taismenn stjórnarandstöðunnar segja EES-málið gjörbreytt Astæðulaust að eyða tíma í þinglega meðferð málsins - segir Páll Pétursson TALSMENN stjórnarandstöðuflokkanna segja að staðan varðandi samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið sé gjörbreytt eftir að Svisslending- ar felldu samninginn. Ekki sé hægt að afgreiða staðfestingarfrumvarpið eða fylgifrumvörp þess vegna þess að þar sé gert ráð fyrir því að EFTA sé aðili að málinu sem ljóst sé nú að ekki verði vegna niðurstöðu Sviss- lendinga. Segir stjórnarandstaðan að málið sé nú komið í biðstöðu á Alþingi og formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir raunar að ástæðulaust sé að eyða tíma þingsins í þetta mál og það geti snúið sér að öðrum verkefnum. „Þessi atkvæðagreiðsla í Sviss gjör- breytir auðvitað stöðu málsins," sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins þegar álits hans var leitað á stöðu málsins. „Ég skal ekkert segja um framhald málsins en í öllu falli sýnist mér að það sé ástæðu- laust að eyða tíma í þinglega meðferð málsins hér að svo komu máli. Við föram auðvitað ekki að lögtaka samn- ing sem fyrirfram er útséð með að verði ekki að veruleika. Þingið getur þess vegna snúið sér að öðram verk- efnum,“ sagði Páll. Páll kvaðst ekkert vilja fyllyrða um það að Evrópska efnahagssvæðið væri úr sögunni, sagðist reikna með að áhugamenn um málið reyni að beija saman einhveija niðurstöðu. „En niðurstaðan liggur ekki fyrir og mun ekki liggja fyrir á næstu dögum,“ sagði Páll. Samningurinn ekki lengur í samræmi við raunveruleikann Kristín Einarsdóttir þingkona Sam- taka um kvennalista sagði nú ljóst að EES-samningurinn tæki ekki gildi 1. janúar eins og ríkisstjórnin hefði stefnt að og að EFTA væri ekki leng- ur aðili að honum. „Samningurinn er því ekki lengur í samræmi við raun- veraleikann og Alþingi stendur frammi fyrir því að vera að fjaila um frumvarp sem er ekki í samræmi við raunverulega stöðu mála. Ég held að það sé einboðið að ekki er hægt að samþykkja frumvarpið eins og það liggur fyrir, sagði Kristín. „Mér finnst eðlilegast að utanríkis- málanefnd taki samninginn aftur til umfjöllunar, fylgist með gangi mála og taki þátt í þessum viðræðum áfram, ef það er vilji meirihlutans. Ég þarf varla að taka það fram að ég vildi gjaman hætta þessu. í því efni tek ég undir með meirihluta svissnesku þjóðarinnar og að ég held einnig meiri- hluta íslensku þjóðarinnar," sagði Kristín. Hún vakti athygli á því að sam- kvæmt 129. grein EES-samningsins væri ekki hundrað í hættunni fyrir þá sem endilega vildu koma þessum samningi í gegn þó framvarpið hlyti ekki afgreiðslu fyrir jól. Þar væri tal- að um að lokafrestur til staðfestingar samningsins væri til 30. júní 1993. Eftir þann dag ættu samningsaðilar að boða til ráðstefnu stjórnarerindreka til að meta stöðu mála. Sagði hún að í skýringum við greinina kæmi ekki fram að ríki yrðu útilokuð og það væri fráleit túlkun hjá utanríkisráð- herra að halda því fram að Islending- ar yrðu útilokaðir frá þessari ráð- stefnu þó þeir staðfestu samninginn ekki nú þegar. Taka verður allt málið upp að nýju Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins,- sagði að niður- staðan í Sviss fæli í sér grundvallar- breytingu á öllu EES-kerfínu, bæði samningnum sjálfum og fylgisamn- ingnum um EFTA-dómstólinn og Eft- irlitsstofnun EFTA sem gerðu ráð fyrir því að EFTA væri önnur megin- stoðin í EES-kerfinu ásamt Evrópu- bandalaginu. „Ákvörðunin í Sviss ger- ir það að verkum að EFTA er ekki lengur aðili að EES. Það er misskiln- ingur að hægt sé að strika EFTA út úr samningnum. Hins vegar stendur eftir spurningin um það hvort fimm ríki sem líka era saman í EFTA ætla að verða aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu þó EFTA verði það ekki,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að ekki væri hægt að samþykkja staðfestingarframvarpið í núverandi gerð og yrði að taka allt málið upp að nýju. Énginn gæti sagt til um hvað það tæki langan tíma. Ólafur Ragnar sagði að það hefði komið rækilega fram í Alþingi í gær að það væri rangt sem utanríkisráð- herra hefði haldið fram að staðfesting- arframvarp EES-samningsins yrði að hljóta afgreiðslu í Alþingi fyrir jól svo að ísland fengi aðgang að umfjöllun- arráðstefnunni sem boðað verður til í kjölfar þess að Svisslendingar felldu samninginn. „Mér finnst niðurstaðan í Sviss sýna hvað það er mikilvægt að þjóðir fái að segja álit sitt á veigamiklum samn- ingum af þessu tagi. Hér hefur það verið krafa þriggja stjómmálaflokka, yfir 70% þjóðarinnar samkvæmt skoð- anakönnunum, almannasamtaka með yfir 100 þúsund félagsmenn og 35 þúsund íslendinga með undirskriftum að hér fari fram þjóðaratkvæða- greiðsla um EES-samninginn. Ég skil ekki þá menn sem ætla að halda áfram að standa gegn þessari kröfu,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að málið færi nú í bið- stöðu. „Ég held að það sé skynsam- legt að menn taki þessu rólega næstu daga, málið verði rætt milli flokkanna og síðan gefí utanríkisráðherra skýrslu um það hvað fram kemur hjá utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna á fímmtudag og föstudag,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Þingflokkur Framsóknarmanna tvískiptur í afstöðu til EES Afstaða til samkeppn- islaga skýrir línumar ENN frekari staðfesting fékkst á klofningnum í Framsóknar- flokknum um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði á fimmtu- daginn í síðustu viku, er greidd voru atkvæði á Alþingi eftir 2. umræðu um frumvarp til samkeppnislaga. Við atkvæða- greiðslu um 11. kafla frumvarpsins, sem kveður á um hlutverk EFTA-dómstólsins og eftirlitsstofnunar EFTA varðandi fram- kvæmd samkeppnislaga, sátu sjö þingmenn Framsóknarflokksins hjá. Aðrir þingmenn flokksins, sem viðstaddir voru, greiddu atkvæði gegn þessum ákvæðum. Um EFTA-dómstólinn og eftir- litsstofnunina hefur staðið mestur styr í deilunum um það hvort EES-samningurinn standist stjórnarskrá eða ekki, en Framsókn- armennimir sjö em ekki tilbúnir að kveða upp úr um að hlut- verk þessara stofnana bijóti í bága við íslenzku stjórnarskrána. Atkvæðagreiðslan gefur því nokkra vísbendingu um það hvera- ig línur liggja í þingflokki Framsóknarmanna varðandi EES. Stefnumótun Framsóknar- manna hvað Evrópska efna- hagssvæðið varðar hefur verið óskýr frá upphafi og flokkurinn slegið úr og í varðandi stuðning við EES. Flokkurinn leiddi ríkis- stjóm, sem hóf samningaviðræð- umar um EES, en hefur alltaf gert veigamikla fyrirvara við markmið samninganna. Á mið- stjómarfundi Framsóknarmanna síðastliðið vor var mörkuð sú stefna að setja fimm skilyrði fyrir stuðningi við samninginn. Þau eru að samningurinn standist ákvæði stjómarskrár, að „girðingar" verði settar í lög, t.d. til að tryggja ís- lenzkt eignarhald á jarðeignum, að tvíhliða samningur við EB um veiðiheimildir sé^ viðunandi, að tryggt verði að Islendingar megi leggja jöfnungargjöld á innfluttar landbúnaðarafurðir og að tryggt sé að hægt verði að breyta ÉES- samningnum í tvíhliða samning íslands og EB, gangi hin EFTA- ríkin í Evrópubandalagið. Þessi afstaða, að styðja samninginn með skilyrðum, markaðist einkum af því að með honum mætti „bægja frá þessum furðulegu hugmyndum um að ísland sæki um aðild að EB,“ eins og Steingrímur Her- mannsson orðaði það á þessum tíma. Ágreiningur á flokksþingi Djúpstæður ágreiningur var um EES-málin á flokksþingi Fram- sóknarflokksins, sem haldið var fyrir rúmri viku og virtust flokks- menn ekki sammála um það hvort skilyrðunum fímm hefði verið full- nægt eða ekki. Mesta athygli vakti mismunandi afstaða helztu for- ingja flokksins, Steingríms Her- mannssonar og Halldórs Ásgríms- sonar varaformanns. Steingrímur sagði EES-samninginn bijóta í bága við stjórnarskrána og að því væri ekki hægt að samþykkja hann. Halldór taldi hins vegar fjöl- mörg tækifæri felast í samningn- um og að hann væri eina leiðin til að fá bættan markaðsaðgang í Evrópu fyrir útflutningsafurðir íslendinga. Drög Steingríms Her- mannssonar að stjórnmálaályktun, þar sem EES-samningnum var hafnað á þeim forsendum að hann bryti í bága við stjórnarskrá, voru ekki samþykkt. Niðurstaða flokks- þingsins var fremur loðið orðalag í stjórnmálaályktun, þar sem segir að allan vafa um stjórnarskrárgildi samningsins beri að túlka stjórnar- skránni í hag. Niðurstöðu ekki að vænta í þingflokknum Flokksþing Framsóknarflokks- ins tók því ekki efnislega afstöðu til EES, en vísaði ágreiningnum opinberlega að hann ætli ekki að leggjast gegn EES-samningnum er hann kemur til lokaafgreiðslu á þingi. Aðrir úr þessum hópi vildu ekki gefa upp i samtölum við blaðamann hver endanleg afstaða þeirra yrði, og vildu ekki endilega tengja atkvæðagreiðsluna um samkeppnislögin beint við EES. Á þeim er þó mjög greinilega að heyra að þeir eru jákvæðari en aðrir þingmenn flokksins, þar á meðal flokksformaðurinn, í garð Evrópska efnahagssvæðisins. Einn þingmaður sagði að stór hluti þingflokksins vildi ekki taka jafn- djúpt í árinni varðandi vafa um stjórnarskrárhæfí EES-samnings- ins og þeir þingmenn, sem vilja hafna samningnum. Sumir þing- mennirnir leggja einnig áherzlu á að EES-samningurinn hafí marga Halldór og Steingrímur Klofningur Framsóknarflokksins um afstöðuna til EES hefur komið skýrt fram í mismunandi málflutningi tveggja helztu foringja flokksins. til þingflokksins. Af samtölum við þingmenn og aðra þá, sem til þekkja í Framsóknarflokknum, má ráða að hann verði heldur ekki leystur þar. Atkvæðagreiðslan um samkeppnislögin þykir staðfesta það, sem rætt heftir verið manna á milli um nokkum tíma, að meiri- hluti þingflokksins, sjö þingmenn, sé tiltölulega jákvæður í garð EES-samningsins og treysti sér ekki til að leggjast gegn honum, en hinir sex muni sennilega greiða atkvæði gegn samningnum. Þeir þingmenn Framsóknar- flokksins, sem sátu hjá við af- greiðslu 11. kafla samkeppni- slagafrumvarpsins voru Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson af Austurlandi, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdótt- ir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson af Norðurlandi eystra, Ingibjörg Pálmadóttir af Vesturlandi og Finnur Ingólfsson úr Reykjavík. Þeir, sem greiddu atkvæði á móti voru Páll Pétursson, Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson og Guðni Ágústsson. Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason voru fjarverandi. Halldór Ásgrímsson er sá eini úr hópi sjömenninganna, sem hef- ur viljað kveða upp úr með það kosti og að erfítt sé að hafna hon- um, þótt vafí þyki leika á einhveij- um atriðum í tengslum við stjórn- arskrána. Opið í báða enda Samþykkt flokksþingsins þykir gefa þeim, sem vilja, svigrúm til að sitja hjá við afgreiðslu samn- ingsins. Ekki getur talizt líklegt að þingflokkurinn allur sitji hjá, til þess hafa til dæmis þmgmenn- irnir Páll Pétursson og Ólafur Þ. Þórðarson gefið of eindregnar yfir- lýsingar um andstöðu við EES. Líklegt er hins vegar að sjömenn- ingarnir, sem áður eru nefndir, leggist ekki gegn samningnum vegna kosta hans fyrir íslenzkt atvinnulif, en vilji heldur ekki taka á sig pólitíska ábyrgð á málinu og sitji því hjá. Viðmælendur Morgunblaðsins telja líklegast að svo fari að engin efnisleg afstaða verði tekin til EES af hálfu Fram- sóknarflokksins, heldur verði þing- mönnum gefnar fijálsar hendur um hjásetu eða andstöðu. Allt stefnir því í að niðurstaða Fram- sóknarflokksins í þessu mikilvæga hagsmunamáli íslendinga verði sú sama og Kvennalistans; menn verði sammála um að vera ósam- mála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.