Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
ÞRIÐJÚDAGUR 8. DESBMBER 1992
39
Gæðamál
Gæðakerfi ífimm þrepum
eftir Magnús Pálsson
Margar ástæður eru fyrir því
að fyrirtæki og stofnanir leggja
áherslu á skipulagða gæðastjóm-
un í rekstri sínum. Beinlínis getur
verið um að ræða kröfur þess efn-
is frá viðskiptaaðilum eða að fyrir-
tækin vilja almennt ná betri tökum
á rekstrinum. Sókn inn á alþjóð-
lega markaði getur einnig verið
ástæðan fyrir því að fyrirtæki til-
einki sér aðferðir gæðastjómunar
eða að fyrirtækin vilji einfaldlega
efla ímynd sína.
Þjónustufyrirtæki I sókn
Síðasti áratugur markaði á
ýmsan hátt tímamót hér á landi
hvað skipulagða stjórnun varðar.
Upp úr 1980 fóm ýmis fyrirtæki
og stofnanir að tileinka sér áætla-
nagerð sem aðallega tók til íj'ár-
mála. Smám saman urðu áhersl-
urnar fleiri og náðu til flestra
þátta í rekstri fyrirtækja. Síðustu
ár hafa mörg íslensk fyrirtæki
síðan tileinkað sér aðferðir gæða-
stjómunar og mörg em að stíga
fyrstu skrefín. Mikill áhugi er nú
meðal íslenskra fyrirtækja á
gæðamálum og mörg þeirra eru
að byggja upp gæðakerfí sín
þannig að óháður aðili geti lagt
nafn sitt við þau og vottað að þau
séu í lagi samkvæmt ÍST-ISO
9000 stöðlunum. Hvað þjónustu-
fyrirtæki í Evrópu varðar em þau
í auknum mæli að koma sér upp
vottunarhæfum gæðakerfum. Töl-
ur frá Danmörku sýna t.d. að 18%
af þeim fyrirtækjum sem sótt
hafa um vottun em þjónustufyrir-
tæki.
Skipta má þeim kröfum sem
fyrirtæki og stofnanir þurfa að
uppfylla í 5 skref þannig að gæða-
kerfí þeirra séu vottunarhæf sam-
kvæmt stöðlunum.
Gæðakerfi í 5 skrefum
Stjómun. Að fram komi hvemig
stjómendur beiti sér í gæðamál-
um, setji sér markmið og meti
síðan árangurinn.
Skipulag starfseminnar. Að til séu
lýsingar á allri starfseminni t.d. á
eftirtöldum sviðum: við innkaup,
hönnun, framleiðslu, þjálfun, sölu
o.s.frv.
Eftirlit. Að gengið sé úr skugga
um að varan eða þjónustan stand-
ist kröfur á hinum ýmsu stigum
í framleiðslu- eða þjónustuferlinu.
Sannanir.Að til séu gögn innan
fyrirtækja sem hægt sé að nota
til að sýna fram á að rétt hafí
verið staðið að verki á tilteknum
sviðum — eða hvað hafí farið úr-
skeiðis í rekstrinum, t.d. kvartanir
sem hafa borist eða gallar sem
komið hafa í ljós.
Úrbætur. Að bætt sé úr því sem
miður kann að hafa farið og það
fyrirbyggt sem gæti farið úrskeið-
is.
Þar sem ekki er gerð krafa um
hvemig staðið sé að útfærslu þess-
ara atriða í stöðlunum hafa fyrir-
tæki og stofnanir notfært sér
reynslu og hugmyndafræði ýmissa
fræðimanna á sviði gæðastjómun-
ar. Við endurútgáfu ISO staðlanna
verður tekið mið af þessari þróun
en stefnt er að endurbótum þeirra
árið 1996.
Staðlar og aðferðir altækrar
gæðastjórnunar notaðar
saman
Segja má að Félag iðnrekenda
hefði tekið ISO 9004-2 staðalinn
ef svo má segja á orðinu og út-
búið gæðahandbók í samræmi við
þær leiðbeiningar sem gefnar eru
í staðlinum. Félagið leggur mikla
áherslu á gæðastjórnun í starfsemi
sinni og hefur komið á fót gæða-
kerfi sem byggir á hugmynda-
fræði altækrar gæðastjórnunar og
það er skoðun stjómenda félagsins
að með slíku stjómtæki reynist
auðveldara að uppfylla þær þarfír
og væntingar sem viðskiptavinir
hafa til þjónustu þess. Hér er því
um athyglisverða útfærslu að
ræða þar sem bæði staðallinn og
hugmyndafræði Altækrar gæða-
stjómunar (TQM) er notuð við
uppbyggingu gæðakerfísins. Á
Fjármagnsmarkaður
Bindihlutfallið hefur nú verið
lækkað í 5% í ljósi árstíðabundins
samdráttar lausafjárstöðu.
í frétt frá Seðlabanka segir að
reikna megi með því að bindi-
fundi sem þjónustuhópur Gæða-
stjómunarfélags íslands stóð fyrir
á Hótel Sögu í síðustu viku greindu
þeir Kjartan Kárason fram-
kvæmdastjóri Vottunar hf. og
Davíð Lúðvíksson hjá Félagi iðn-
rekenda frá þessum aðferðum til
uppbyggingar gæðakerfa. Bentu
þeir á að hér væri í rauninni um
tvær aðferðir að ræða sem leiddu
til sömu niðurstöðu. Til glöggvun-
ar skulum við skoða einstaka þætti
í tölusettri röð, annars vegar varð-
andi útfærslu staðlaleiðar og hins
vegar altækrar gæðastjórnunar. í
báðum tilfellum er byijað á stefnu-
mótunarvinnu.
ISO-9000
Altæk gæðastjómun
1. Stöðumat.
1. Þjálfun
2. Áætlun.
2. Skipulag
3. Skipulag.
3. Hópar
4. Vinnuhópar.
4. Umbótaverkefni
5. Gæðahandbók.
5. Festa í sessi
6. Úrbætur.
6. Hraði umbóta
7. Forúttekt.
7. Gæðakerfi
8. Kerfí innfært.
8. Gæðahandbók
9. Vottun.
9. Kerfí innfært
Uppbygging gæðakerfa er lang-
tímaverkefni. Mikilvægt er að taka
eitt skref í einu, meta eigin stöðu,
kynnast reynslu annarra og skoða
mismunandi útfærslur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
átaksins Þjóðarsókn I gæðamál-
um.
skylda verði notuð á sveigjanlegan
hátt i framtíðinni með hliðsjón af
framvindu á peninga- og gjaldeyr-
ismörkuðum.
Sveigjanlegri bmdiskylda
BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur fengið heimild viðskiptaráð-
herra til að beita bindiskyldu með sveigjanlegri hætti en verið
hefur. Bankinn getur lækkað hlutfall bindingar niður í 4% af ráð-
stöfunarfé eða hækkað það í 8% á þess að sérstakrar heimildar
sé leitað hveiju sinni.
JOLATILBOÐ
15% afsláttur
af sturtuklefum, hreinlætistækjum,
stálvöskum og blöndunartækjum
Verðdæmi:
Salerni, hvítt með setu, frá kr. 13.165
Sturtubotn, hvítur, 80x80, frá kr. 6.244
Baðker, 170x73, hvítt, frá kr. 12.423
Blöndunartæki f. handlaug frá kr. 2.543
Eldhústæki frá kr. 2.858
Heilir sturtuklefar, 80x80, frá kr. 37.315
Einnig stálvaskar o.fl. á frábæru verði
VATNS VIRKINN HF.
Ármúla 21, simar 68 64 55 - 68 59 66
SKYRTUR
- SKYRTUR
GóÖ
jólagjöf
Full verslun af
DOUBLE TWO
enskum úrvals
skyrtum
NÝJUSTU VETRARLITIRNIR
EINLITAR -
RÖNDÓTTAR -
KÖFLÓTTAR-
SMOKING -
Stærðir frá 38-46 cm.
Yfirstæröir 47-50 cm.
Verö fré
kr. 1900,- til 3509.-
Komið og skoðið
okkarfjölbreytta
vöruúrval og kynnist
okkar lága verði.
Póstsendum.
Versiunin GREIMIR
Skólavörðustíg 42, R. sími 621171.
Hvar ætlar þú
að geyma jólafötin?
HÉRogMÚ l
■ 9 til ajhendingar ** 1
S T R A X
Fataskápar, 100 cm með 2 hurðum,
5 hillum, fataslá og sökkli:
Plasthúðaðir verð frá kr.
I 5.900
Við eigum einnig ýmsar aðrar gerðir
klæðaskápa á góðu verði,
til afhendingar strax.
Gásar
Borgartúni 29, sími 62 76 66
jr
RAÐGRtlÐSLUR
Ekkert út og afborganir
til allt að 18 mánaða