Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
BÍLALE/GA
Úrval 4x4 fólksbila og statlon bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
Setningar féllu niður
Þau mistök áttu sér stað við
vinnslu greinar Harðar H. Helga-
sonar, „Frjáls aðild að Stúdenta-
ráði“,,sem birtist hér í blaðinu sl.
laugardag, að nokkrar setningar
féllu niður. Verða málsgreinarnar
því birtar aftur um leið og höfundur
er beðinn velvirðingar:
Rökræða
Helstu rök gegn frjálsri aðild eru
þau, að hér sé um samfélag stúd-
enta að ræða sem ekki sé hægt að
segja sig úr nema með því að hætta
námi. Háskólasamfélagið sé ríki í
ríkinu sem menn geti ekki gerst
aðiiar að í áföngum.
Gegn ofannefndum rökum verða
þau mótrök færð, að eðlilegra sé
að bera SHÍ og samfélag stúdenta
saman við önnur hagsmunasamtök
og þá hópa sem að þeim standa,
heldur en að líkja ráðinu við ríkis-
vald í þjóðfélagi. Bæði sé, að ríkis-
valdið sé ill nauðsyn og að skylduað-
ild að þjóðfélaginu sé lífsnauðsynleg
til að þegnarnir lúti einni lögsögu.
Þyngra vega þó rökin um rétt
manna til náms. Sá réttur telst með
veigamestu réttindum þegna ís-
lenska ríkisins. Á meðan svo er
verður að skýra allar kvaðir á þeim
rétti þröngt og geta þær aðeins
komið til af brýnni nauðsyn. Aðild
að skólafélagi er ekki slík brýn
nauðsyn. Því er það gróft brot á
rétti fólks til náms að banna því
að setjast á skólabekk nema það
gangi í tiltekið félag og greiði til
þess félagsgjöld.
Mannréttindi
Á undanfömum áratugum hefur
íslenskt þjóðfélag tekið miklum
framförum. T.d. hefur tekist að losa
um höft og helsi á mörgum sviðum
og eru íslendingar orðnir meðvitað-
ir um grundvallarmannréttindi og
nauðsyn þess að hlúa að þeim. Sem
dæmi um breytingar í þessa átt
má nefna aðskilnað dómsvalds og
umboðsvald í héraði. Fyrir þær
breytingar urðu sakborningar að
sæta því að sami aðili rannsakaði
máli þeirra, ákærði þá og dæmdi
loks í málum þeirra.
Af mikilvægum mannréttindum
má nefna félagafrelsi. 73. gr. stjórn-
arskrár íslands var sett til verndar
þessum réttindum. Skv. túlkun
Hæstaréttar tekur hún þó aðeins til
hluta þessara mannréttinda, þ.e. til
réttarins til að stofna og starfrækja
félög og gerast meðlimir í þeim (, j ák-
vætt félagafrelsi"). Hinn hluti fé-
' T
Þeir eru allir ífremstu röð.
Þeir hafa allir kynnst atvinnumennsku með erlendum stóifélögum.
Þeir hafa allir fengið sinn skammt afmeðbyr og mótlœti lífsins.
í samtölum sínum við Heimi Karlsson segja þeir Atli Eðvaldsson,
Pétur Guðmundsson og Sigurður Sveinsson frá lífi sínu innan vallar og
utan, allt frá barnæsku til dagsins í dag. Þeir greina frá mörgu sem aldrei
fyrr hefur komið fram í dagsljósið og eru ófeimnir við að segja skoðanir
sínar á málefnum sem varða bæði íþróttahreyfinguna og þjóðfélags-
umræðuna.
íþróttastjömur
er óskabók íþróttaunnandans um þessi jól!
d
ALMENNA B O K.AF E LAG IÐ H F
b
lagafrelsisins er rétturinn til þess
að standa utan félaga („neikvætt
félagafrelsi"). Þessi réttur er ekki
síður mikilvægur en sá fyrmefndi,
enda hafa íslensk stjómvöld skuld-
bindið sig til þess að standa vörð
um þessi réttindi.
Hér að ofan var minnst á að
heimildir til að neyða stúdenta til
greiðslu umræddra gjalda væm
ekki til. Gildandi réttarreglur ganga
þó lengra. íslenska ríkið hefur gerst
aðili að tveimur samningum til
vemdar mannréttindum, þ.e. mann-
réttindasáttmálum Evrópu og Sam-
einuðu þjóðanna, auk annarra
samninga og stofnana á sviði mann-
réttinda, t.d. félagsmálasáttmála
Evrópu. Þar er réttur manna til
þess að standa utan félaga staðfest-
ur, sbr. álit sérfræðinganefndar
Evrópuráðsins. Með aðild sinni að
þeim hefur íslenska ríkið lýst því
yfir að það muni vemda þennan
rétt, enda hefur sérfræðinganefndin
sent íslenskum stjórnvöldum
áminningu um að þau standi ekki
nægilega traustan vörð um nefnd
mannréttindi, eins og þau hafa þó
skuldbundið sig til þess að gera.
Jólakort Samtaka um byggingu
Tónlistarhúss.
Samtök um
byggingu Tón-
listarhúss
gefa út jólakort
SÁMTÖK um byggingu Tónlistar-
húss hafa nýlega gefið út jólakort
til styrktar markmiði sínu. Prent-
un og vinnsla kortsins, sem fram
fór í Leturprenti og hjá Offset-
þjónustunni, var samtökunum að
kostnaðarlausu.
Á kortinu er mynd Guðmundar
Jónssonar arkitekts af húsinu við
Ingólfsgarð en samtökin hafa farið
fram á viðræður við Reykjavíkurborg
um að húsið rísi á þeirri lóð í stað
lóðar austast í Laugardalnum.
Kortin fást í hljómplötuverslunum
og bókaverslunum en einnig munu
ýmsir aðilar bjóða kortin til sölu. Auk
þess er hægt að fá þau á skrifstofu
Samtakanna í Aðalstræti 2. Þar eru
einnig nýir félagar skráðir og vilja
Samtökin hvetja allt áhugafólk um
tónlist að láta ekki sitt eftir liggja.
3M
Spraylím