Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 48

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Minning seei H5 Jón Ólafsson frá Núpsdalstungu Elskulegur frændi minn, Jón Ólafsson, kvaddi þennan heim snögglega og óvænt, hann varð bráðkvaddur. Það er stöðugt verið að minna okkur á hve stutt bilið milli lífs og liðins er. Mér finnst ekki svo langt síðan við sátum saman og glöddumst yfir samveru okkar föðurfólks. Jón eins og hans var vandi, fallegur og vel til hafðifr með sitt glettna bros. Jón stoltur faðir og afi mættur á vísi að ættarmóti. En ég sný klukkunni til baka. Jón frændi, minn ungur og upprennandi bóndi í Núpsdalstungu í Miðfirði, og orð spámannsins Gibran áttu vel við hann, er hann sagði: „Daglegt líf þitt er trú þín og musteri þitt. Gakk þú inn í það musteri heill og óskipt- ur.“ Jón frændi minn var heill og heillaður af sveitinni sinni. Hann hafði ákveðið að feta í fótspor föður síns og föðurafa og yrkja jörðina í Núpsdalstungu. í fæðingararf hafði hann hlotið dýrmæta gjöf, nefnilega yndislega foreldra, þau Ragnhildi og Ólaf í Tungu, sem umvöfðu hann og elskuðu. í fyllingu tímans eign- aðist hann góða konu og með henni fimm börn, alit þetta var honum dýrmætur fjársjóður. Er ég hugsa til daganna í Tungu á þessum löngu liðnu sumrum voru þeir bjartir, sól skein í heiði og gleði ríkti hvem einasta dag, Jón frændi átti þar stóran hlut með sinni léttu lund og sínum mikla krafti. Hann tók þátt I lífinu af alhug hvort sem um daglegan starfa eða skemmtun var að ræða. Núpsdalstungan fylltist árvisst af frændfólki, öllum var tekið með kostum og kynjum, húsrúm nóg hversu mörg sem við mættum. Sam- heldni systkinanna frá Tungu var sérstök, feður okkar Jóns, bræðumir Ólafur og Bjöm, kunnu að halda hópinn, ekkert sumar var sumar án þess að heimsækja MiðQörðinn og njóta samvista þessa góða systkina- hóps. En lífið ætlaði Jóni annað hlut- skipti, bóndi átti hann ekki að verða. Biturð vegna þess háði honum ekki, hann var unnandi lífsins, það fann ég glöggt er við hittumst. Hann vildi lifa lífinu lifandi og njóta þess góða sem lífið hafði upp á að bjóða. Spámaðurinn Gibran sagði: „Stundir mannsins eru vængir sem fljúga um sál hans og líkama." Ein- hvem veginn held ég að vængimir sem Jón frændi minn ávann sér héma megin eigi eftir að lyfta hon- um langt hinum megin. Hafi hann hjartans þakkir frá mér, litlu frænku sinni, fyrir dásam- leg og góð kynni og óska ég honum hinnar bestu ferðar á nýjum leiðum. Helga Mattína Björnsdóttir. „Vegir skiljast...“ Oftar en ekki eru menn óviðbúnir og svo varð mér er ég frétti lát vinar míns, Jóns Ól- afssonar frá Núpsdalstungu í Mið- firði, V-Hún. Hann var 5 ára þegar ég kom fyrst á heimili foreldra hans og dvaldi þar sumarlangt. Með okk- ur tókst strax hin mesta vinátta, þótt aldursmunur væri mikill. Jón var nyög skemmtilegt bam og hug- myndaríkt. Hann gerðist fljótlega fastur fylgdarsveinn minn og kynnti fyrir mér hvem blett á þessum mér óþekkta stað, ömefni, o.þ.h. og var mjög greinargóður. A bænum var föðurbróðir hans, Guðmundur, sem seinna varð maðurinn minn, sem hann var mjög hændur að og vildi áreiðanlega hans hlut sem bestan. Þegar við fórúm „að draga okkur sarnan" þá fylgdist hann vel með og sagði mér margar frægðarsögur af þessum frænda sínum, ef verða mætti honum til frama í mínum augum. Sagði hann mér t.d. að frændi sinn væri mjög fiskinn, hann hafði veitt hundrað laxa í Miðfjarð- ará á einum degi, og allt eftir þvf. Jón var mjög hugkvæmur af bami að vera, til marks er um það, að þegar skíra átti lítinn frænda hans vildi hann láta hann heita Pálmund í höfuðið á okkur báðum, ef það mætti verða til að sameina okkur tvö betur. Hygg ég að það nafn sé ekki til á íslandi, en ekki síðra en mörg nöfn önnur. Sveinninn var aft- ur á móti látinn heita Svavar. Síðar þegar við Guðmundur fórum að búa á Akranesi var Jón ungur maður oft um lengri og skemmri tíma hjá okkur hjónum og minnist ég þeirra stunda með ánægju. Hann var sérlega góður við böm- in okkar, smíðaði handa þeim leik- föng og ýmsa hluti er að gagni máttu koma, því hann var snemma mjög handlaginn. Einu sinni var hann hjá okkur á aðfangadagskvöld, þá var ungur sonur okkar hjóna veikur og lyfti vart höfði frá kodda og var nyög leiður. Þá gaf Jón hon- um munnhörpu, sem í augum þessa sonar míns var dýrgripur hinn mesti, því hann var músíkalskur og fór strax að spila á munnhörpuna og hresstist allur við. Síðar, er Jón var kvæntur maður, bjó hann um tíma hér á Akranesi, því slitnuðu aldrei okkar kynni. Jón bjó í Reykjavík mikinn hluta ævi sinnar. Þegar ég svo flutti þangað eftir lát manns míns fyrir rúmu ári var hann einn af þeim fyrstu sem bauð mig velkomna til borgarinnar og nú er hann allur fyrir aldur fram, þessi góði, glaði og tryggi vinur minn. Eg sakna hans mikið og vildi hafa haft lengri tíma til að end- umýja góð kynni. Þessi orð áttu ekki að vera ævi- minning, aðeins nokkur þakkar- og kveðjuorð til góðs vinar. Guð blessi hann. Ég votta öllum aðstandendum Jóns innilega samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okk- ar. Pálína Þorsteinsdóttir. JOflOM - - - Vinur-minn og frændi. Jón OIafs- - son, er látinn. Hann varð bráðkvadd- ur við vinnu sína mánudaginn 30. nóvember og var útför hans gerð sl. mánudag frá Neskirkju. Jón var fæddur 20. september 1927 í Núpsdalstungu í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur hjón- anna Ólafs Bjömssonar, bónda, og Ragnhildar Jónsdóttur, húsfreyju. Þar ólst Jón upp með eldra bróður sínum Kjartani og yngri systur El- ísabetu. Við Jón vorum bræðrasynir og frá fyrsta aldursári mínu og til ellefu ára aldurs dvaldi ég á sumrin í Tungu, fyrst með foreldrum mínum, en síðar í fóstri hjá afa og ömmu og loks hjá Ólafi og Ragnhildi for- eldrum Jóns. í endurminningum mínum frá ár- unum í Tungu stendur sérstakur ljómi af Jóni frænda. Hann var sjö árum eldri en ég. Mér hefur verið sagt, að allt frá því ég kom fyrst reyfabam í Tungu hafi Jón verið sérlega góður við mig. Eitt er víst, að frá því ég man fyrst eftir mér var hann það. Jón var einstaklega þolinmóður og leyfði mér að sniglast í kringum sig við hin ýmsu störf og leiki, sem unglingar í sveit sinna. Ég leit takmarkalaust upp til frænda míns, enda hafði hann til að bera þá kosti, sem ungur sveinn kunni að meta. Hann var fríður maður og karlmannlegur, herðabreiður og miðmjór, sterkur og fimur og hand- laginn svo af bar. Löngum stundum fékk ég að horfa á hann smíða og annað úti í eldsmiðju eða skemmu. Einu sinni smíðaði hann handa mér hringi úr smámynt, í annað skipti veiðistöng úr hrífuskafti. Dýrgripi mína frá æskuárunum varðveiti ég í tveimur kistlum. Er annar lítill úr þunnum harðviði með leynihólfi og hin mesta völundarsmíð, en hinn stærri og með hengilás. Báða þessa kistla smíðaði Jón á unglingsárum og gaf mér. Jón var ekki aðeins góður smiður heldur einnig útsjónarsamur og harðduglegur. Til marks um það má nefna, að á þessum árum þegar hann hefir verið fimmtán eða sextán ára var honum falið við annan mann reisa gangnmannaskála fram á Am- arvatnsheiði. Höfðu þeir þann hátt á, að þeir fluttu um veturinn allt efni til skálans á beltadráttarvélum fram á heiði og reistu hann svo um Hilmar Þórarins- i * TILBOÐ Cosmos (nýtt) Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við 40.000,- kr. verðlækkun. Áður kr. 164.700,- stgr. Nú kr. 124.916,- m/náttb. og springdýnum. Dæmi um lánakjör: Útb. kr. 33.400,- eftirst. á 30 mán. kr. 4.130,- á mán. eða Visa og Euro rað- greiðslur. Dæmi án útborgunar: skipt á 12 greiðslur, ca kr. 12.107,- á mán. Opið laugardag 10-16 og sunnudag 13-16. Grensásvegi 3 0 sími 681144 son - Kveðjuorð Fæddur 8. desember 1931 Dáinn 14. júní 1992 Þetta er nokkuð síðbúin kveðja til Hilmars heitins Þórarinssonar, en það hef ég til afsökunar að þessi ágæti mágur minn og vinur kenndi mér að varast orð uns allt væri yfirstaðið. Hann var ólatur við að bjóða strákpatta á kvikmyndasýn- ' ingar þegar tækifæri gáfust og í eitt fyrsta skiptið á slíkri uppá- komu, er stráksi gaf upp heldur háfleygar yfirlýsingar í hléi, áminnti hann mig pent um að bíða með þær uns myndinni væri lokið. En í rauninni er sýningunni ekki lokið. Menn eins og Hilmar hverfa ekki úr minningunni. Og ljósin eru hægt og sígandi að kvikna aftur í salnum eftir rökkrið og tregann. Minningamar hrannast upp og gott er að oma sér við þær þegar birt er upp. Maður var að slíta bamsskónum þegar Valgerður systir birtist með manninn sinn einn ágætan sumar- dag og gustaði af þeim þá sem endranær. Hilmar kom mér þó ekki ókunnuglega fyrir sjónir því sumar- ið á undan hafði ég misstigið mig í fjörunni neðan við bæinn þar sem ég hafði komið mér upp sem aukabúgrein leiðsögn túrista og var gjaman umbunað með sætindum. En var ekki kominn í kaf er mér var kippt uppúr sveljandanum og hér var bjargvætturinn mættur. Það kom fljótlega í ljós að mágur var stærri í sniðum en einmanaleg til- veran vestra. Hann hafði sínar hug- myndir um útnesjamennsku, skar ekki utanaf hlutunum ef svo bar undir og var ekkert of vel þokkaður af þeim sem töldu sig af einhverjum ástæðum í andstöðu við þennan húmanista. Þær mátti flestar reka til gagnrýni hans á almennt rolu- kast og þá fóm umsvif hans á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann rak af velgengni gott fyrirtæki allan sinn starfsaldur, fyrir brjóstið á sumum. Því það höfðu ekki allir sömu hugmyndir um kommúnism- ann og karl faðir minn sem orti: Minkurinn er af marðarslekt mikið er dýrið hættulegt atvinnuvegum okkar lands eins og kommamir frændur hans. Stundum voru þeir sammála í pólitíkinni, en þá var kannski ekki eins gaman. Hilmar gat verið stríðinn, lítt fyrir hversdagsnagg, hafði harð- ákveðin viðhorf til flestra hluta og óþvingaður lífsstfll gerði hann um- deildan en ekki síður virtan af þeim sem kynntust honum og hvarvetna var hann aufúsugestur, ekki síst á annesi við ysta haf. Klukkan tifar, snáðinn vex úr grasi. Ég verð mági mínum alla tíð þakklátur fyrir að koma fyrstur fram við mig eins og fullorðinn mann. Valla systir kom árlega líkt og farfuglamir og maður sá hvern- ig óslægjan breyttist í angandi töðu í húsi, ekki síst fyrir hjálp þessarar hamhleypu. Og yndisleg halarófa sumariðr - Var tit þess^ -tekið - hvað þessi framkvæmd öll tókst vel. Um tíma mun Jón hafa hugsað sér að snúa sér að búskap og víst er að hæfileikar hans hefðu nýst vel við fjölbreytt og krefjastndi störf bóndans. Með það fyrir augum afl- aði hann sér ýmissar menntunar, fór í Héraðsskólann að Laugarvatni vet- urinn 1947-48, tók meirabílpróf og lauk þungavinnuvélanámskeiði á Hvanneyri. í framhaldi af því nám- skeiði vann Jón tvö sumur 1951 og 52 við skurðgröft, hið fyrra í Eyja- firði en það siðara á Vatnsnesi. Það sumar varð örlagaríkt í lífi Jóns, því þá kynntist hann stúlku sem jafnan var kölluð Didda, en heitir fullu nafni Sesselja Katrín og er Karlsdóttir. Þau Jón og Didda giftu sig í sept-' ember 1952, en slitu samvistir árið 1978. Þau hjón settu bú sitt fyrst á Akranesi þar sem Jón hóf nám í Iðnskólanum og störf hjá Þorgeiri og Ellert hf. Þar dvöldust þau næstu fimm árin og lauk Jón prófi í vél- virkjun. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur og vann Jón fyrst hjá frændum sín- um í véladeild Heklu hf., en síðan í Rúgbrauðsgerðinni uns hann stofn- aði sitt eigið vélaverkstæði. Það starfrækti hann fyrst í Reykjavík, en síðan í Kópavogi. Á verkstæði Jóns var framleiddur ýmis jámbún- aður fyrir byggingar, bæði raðsmíð- aðir og sérsmíðaðir hlutir. Öll þessi smíði lék í höndum Jóns, en vélar til framleiðslunnar smíðaði hann flestar sjálfur. Þau Jón og Didda eignuðust sex böm, sem öll em á lífi. Þau em. Sigurbjörg, gift Jónasi Guðmunds- syni rafvirkjameistara í Búðardal, Olafur, sem kvæntur var Halldóm Melsted, en hún lést 1990. Hann starfar hjá Karli Ómari bróður sín- um. Karl Ómar, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Margréti Gísla- dóttur, Bjöm, búsettur í Reykjavík, Ragnhildur sem býr í Búðardal og Laufey, gift Terry Douglas, múrara- meistara. Bamabömin em nú sautj- án. Á seinni ámm hittumst við Jón alltaf öðm hvom, en þó allt of sjald- an. Einu sinni ráðgerðum við að fara saman í veiðiferð á Amarvatns- heiði. Sú ferð verður nú aldrei farin. Með trega minnist ég frænda míns. Ástvinum hans votta ég innilega samúð mína. Ormar Þór Guðmundsson. bamanna þeirra Hilmars lengdist og dafnaði með hveiju árinu. Einn af hápunktum sumarsins var vita- skuld er mágur sjálfur birtist á hlað- inu nær töðugjöldum. Áður en langt um leið breyttist bærinn í höll og kraumaði undir kjötkötlunum. Sem fyrir töfra lyftist allt á æðra plan og útnesið samsamaðist umheimin- um. Framandi kaupstaðarilmur barst að vitum og allir vom kátir og jglaðir. ’ Arin liðu, böndin vom tíáust og sterk þó að fólk væri ekki sífellt inná gafli hvert hjá öðm. Hjá Hilm- ari og Völlu hélt ég áfram að kynn- ast gagnlpgum og góðum hlutum, allt frá frímerkjasöfnun til Fallandi gengis. Það var jafnan spennandi og líflegt í návist hans og stefnan oft tekin í ólíklegustu áttir. í yfir- bragðinu lá glaðværð og greind, Hilmar var fyrst og fremst natinn íjölskyldufaðir, dugandi athafna- maður og pólitíkus með brennandi áhuga á málefnum sinnar heima- byggðar og sat um árabil í bæjar- stjóm Njarðvíkur. Jafnframt táp- mikill lífsnautnamaður í eðli sínu; maður sem unni bókmenntum, kvik- myndum, ferðalögum, veiðiskap og heimsins lystisemdum. Er útí alvör- una kom reyndist mágur mér betri kennari en flestir aðrir góðir menn - og þeir eru margir sem hafa sömu reynslu í þeim efnum. Og þegar brutu á manni þyngri öldur en í fjörunni á Hellnum var handtak hans ekki síður þétt og traust. Vin- átta hans og minnar elskulegu syst- ur hafa alla tíð verið mér mikils virði. Og ég og fjölskylda mín kveðj- um kæran vin með einlægri þökk fyrir samfylgdina og biðjum Guð að blessa góðan dreng og styrkja systir mína og hennar fjölskyldu aJla. Sæbjörn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.