Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 53

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 53
 mmmm mnmi ’fir-'T'r aði þessu öllu með sínu glaða og góða geði og oft stillti hann vin- unni upp sem leik og þá náði hann út úr hverjum og einum því besta sem hægt var að ætlast til. Eitt sumarið lét hann krakkana raða steinum af svipaðri stærð sem sótt- ir voru í fjöruna allt í kring um stéttina milli íbúðarhússins og úti- húsa og sonurinn skrautmálaði hlöðuvegginn sem sneri heim að húsinu. Þetta sumar fékk Tjaldanes verðlaun fyrir snyrtilega umgengni við bæinn. Mikið tilhlökkunarefni var hjá okkur krökkunum á vorin að kom- ast vestur í sveitina hjá Kidda frænda eða í Gamlanes hjá ömmu og afa. Það var mikill munaður að fá að kynnast lífinu í sveitinni und- ir handleiðslu jafn góðs leiðbein- anda og hann var. Því þó hann þyrfti stundum að skakka leikinn þá var sanngimin alltaf í fyrir- rúmi. Ósjaldan kom fyrir ef við fór- um nokkur saman að sækja kýmar á kvöldin að tíminn varð lengi en ætlast var til því það var svo margt að skoða og dvelja við í fjörunni eða í beijamó á hlíðinni eða bara í leik í hólunum í Stekkjardalnum. Hann umbar ærsl okkar og skildi svo vel þar sem hann var sjálfur uppalinn í stórum systkinahópi. Hann var næstelstur af 7 systkin- um og afi og amma ólu þar að auki upp 2 drengi. Við systkina- börnin fengum oft að heyra frá ýmsum uppátækjum og hálfgerðum prakkarastrikum sem þau systkinin stofnuðu til eða espuðu hvert annað upp í. Á samfundum þeirra við ýmis tækifæri var sífellt hægt að rifja upp einhver gamanmál frá bemskudögunum. Þau skemmtu sér innilega og við, þau yngri, ekki síð- ur. Við eigum ábyggilega öll eftir að sakna þess við næstu samfundi að heyra ekki hans góðlátlega grín og hjartanlegan hlátur. Síðustu 6 árin gekk Kiddi ekki heill til skógar. Hann veiktist af illkynja sjúkdómi sem varð honum mjög kvalafullur síðustu mánuðina. Hann tók því eins og sönn hetja og lét aldrei bugast. Hildur lést fyrir nokkmm ámm en seinni kona hans, Una Jóhannsdóttir, annaðist hann af stakri umhyggjusemi og fómfysi og veitti þann styrk sem var honum mikilvægur til hinstu stundar. Ég þakka frænda mínum allt sem hann gerði fyrir mig og geymi um hann hugljúfar minningar. Friður Guðs veri með honum. Steinunn Kristín Árnadóttir. Mig langar í örfáum orðum að kveðja tengdaföður minn Kristin Steingrímsson. Hann lést á heimili sínu að morgni 28. nóvember eftir löng og erfið veikindi. Kidda kynntist ég fyrir 19 árum er ég kom ung að Tjaldanesi með syni hans. Strax frá fyrstu stundu var mér tekið sem dóttur. Kiddi var þeim eiginleika gæddur að vera létt- ur í skapi og leit hann alltaf björtum augum á lífið og tilveruna. Hann var einstakur hagleiksmaður og snyrtimenni mikið, kom það engum á óvart þegar Tjaldanes var valið snyrtilegasta býli í Dalasýslu eitt árið. Þegar verið var að ræða sam- an hafði hann alltaf sína skoðun á málunum og oftar en ekki spunnust skemmtilegar og heitar umræður um einhver mál, en síðan var strax tekið upp léttara hjal. Barnabörnin áttu hvert og eitt sitt sérstaka pláss hjá honum, voru þau öll mjög hænd að honum og sakna nú afa síns sárt. Seinni kona Kidda, Una, var eins og klettur við hlið hans alla tíð og var það alveg aðdáunarvert að sjá ástina og samheldnina á milli þeirra. Elsku Una og allir þeir sem stóðu hjarta hans næst, sökn- uður okkar er mikill, en minningin um hann lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systa. MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ! 53 Guðbjörg H. Guðbjarts- dóttir - Kveðjuorð Fædd 30. september 1925 Dáin 8. nóvember 1992 Dóttir Guðbjargar hringdi til mín sunnudagskvöldið 8. nóvember. Ég hélt að hún ætlaði að segja mér að Guðbjörg væri komin heim af spítal- anum og var því mjög ánægð að heyra í henni en hún sagði mér að Guðbjörg væri dáin. Það var erfítt að trúa því en lífíð er svona, við deyjum öll einhvern tímann. Guðbjörg var eins og amma mín, hún var alltaf svo góð og ég gat talað um allt við hana. Það sem huggar mig er það að hugsa að nú er hún komin til Högna, mannsins míns, sem hún ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 talaði svo oft um en ég kynntist honum aldrei en mér fannst ég þekkja hann af sögunum sem Guð- björg sagði mér um þau. Það var alltaf gaman að tala við Guðbjörgu, hún var svo góð sál. Það verður erfítt að geta ekki hitt hana í hverri viku en maður verðr að vera sterk- ur og hugsa fallega. Ég á margar góðar minningar um hana Guðbjörgu og mun geyma þær. í hjarta mínu alla ævi. Ég vil þakka Guðbjörgu samfylgdina og votta fjölskyldu hennar mína inni- legustu samúð. Guð geymi ykkur öll. Rósa B. Hauksdóttir. tílöm bkreytingar Ojatavara Kransar Krossar Kistuskréytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 t Útför föður okkar, STEFÁNS SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR málarameistara, sem lést í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. þessa mánaðar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 15.00. Börn hins látna. t Móðursystir okkar, ANNA JÓNASDÓTTIR VELEK lést 2. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudag- inn 9. desember kl. 10.30. Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR GEORG BJÖRNSSON, Reykjavikurvegi 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. desember kl. 13.30. E*I_Á.«3íE«VT^I,1_II»/VRIT GABBRÓ. MARMARI «S R A M í T .HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 t Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skipasundi 86, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 13.30. Haukur Ingimarsson, Asa Hjálmarsdóttir, Þorkell Ingimarsson, Grethe Ingimarsson, Martha Ingimarsdóttir, Alexander Goodall, barnabörn og langömmubörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, Skipasundi 17, andaðist 4. desember á Hvíta bandinu. Gunnsteinn E. Kjartansson, Marfa Erna Sigurðardóttir, Sigurður Kjartan Gunnsteinsson, Guðriður Gunnsteinsdóttir. t Þölskum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Ólafsvík. Jónas Guðmundsson, Ragnar Ágústsson, Lára Jóna Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Hulda Erla Ólafsdóttir, Hilmar Ólafsson, Sólveig Jóhannesdóttir, ívar Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Margrét Þorvaldsdóttir, Þorvaldur S. Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir, Guðbjörn Hallgrímsson, Hreinn Sumarliðason, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÁSDÍSAR SVEINSDÓTTUR THORODDSEN gullsmiðs. Jón Sigurður Thoroddsen, Halldóra, Eggert Þorleifsson, Guðbjörg, Þorlákur Kristinsson, Ásdfs, Martin Schluter, Bergsteinn, Sigurður, Ásdfs, Gunnur og Kristfn. Auður og Fríða Sveinsdætur. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, og langömmu okkar, ÞÓRU HELGU (DÍDIAR) MAGNÚSDÓTTUR, Nóatúni 30, Reykjavík, U Ingvar Björnsson Agnes Ingvarsdóttir, f Eiríkur Már Pétursson, Björn Ingvarsson, 1 Erla Margrét Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu, dóttur og systur okkar, LAUFEYJAR SAMSONARDÓTTUR, Efstasundi 14, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landa- kotsspítala. Ómar Árnason, Ingibjörg Óskarsdóttir, Laufar S. Ómarsson, Fanney Omarsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir og systkini. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS HJÁLMTÝSSONAR, Suðurhólum 28. Sérstakt þakklæti til starfsfólks hjarta- deildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun og alúð. Herdfs Hauksdóttir, Stefán Jóhannsson, Katrfn Árnadóttir, Þórunn Rafnar, Hallgrímur Jónsson, Hildur Rafnar, James Padgett og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.