Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 54

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Jólaglabningur þessa viku: 15% AFSLATTUR auk þess snyrtivörugjöf frá LUMENE! ULLAR- OG KASMÍRKÁPUR. SILKI- OG ULLARDRAGTIR. BÓMULLAR- OG SILKIBLÚSSUR. Verib velkomnar! Opib lau. 11-18. Pósthússtræti 13 - sími 23050 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0029 3011 Afgreiðsliifólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umterö og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. mzzmVISA ÍSLAND Höföabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 VÁKORTALISTI Dags.8.12.1992.NR. 112 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 3052 9100 5421 72" 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka berúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 V^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! ffts>T0tjmí>l&&í$> félk i fréttum EYÐNI Tíu ára barn með eyðni af óþekktum orsökum * IBandaríkjunum er talið að um 2.000 böm séu með eyðni á loka- stigi og enginn veit með vissu hversu mörg böm eru smituð af HIV veir- unni. Smitleiðir veirunnar em kunnar en þess em þó dæmi, að ekki sé hægt að staðfesta með hvaða hætti fáeinir sjúklingar smituðust. Whitney Williams, 10 ára bandarísk stúlka, er með eyðni á lokastigi, en það er hulin ráðgáta hvemig smit hennar bar að. Whitney er eitt 85 barna í Bandaríkjunum sem fylla þennan hóp. Sjúkdómurinn var greindur í mars og kom öllum í opna slq'öldu. Foreldr- ar stúlkunnar Bruce og Anita eru ekki smitaðir og Whitney hefur aldreifengið blóðgjöf. Hún hefur aldrei verið sprautuð með lyfjum og læknisskoðun bendir ekki til að hún hafi verið misnotuð kynferðislega. En hvað þá? spyrja menn sig. Whitney fékk lungnabólgu í nóv- ember 1990 sem hefði ekki talist í frásögur færandi nema vegna þess hver staða hennar er í dag. í maí á sama ári fékk bamið skurð á fótlegg- inn og þurfti að sauma í hana nokk- ur spor. Þegar ígerð hljóp í sárið þurfti stúlkan aftur á spítala, en þar var hún leyst út með þriggja daga fúkkalyíjakúr. Foreldrar hennar velta nú fyrir sér hvort að bamið hafi orðið fyrir smiti með opið sárið inni á spítalanum, en slíkt verður aldrei sannað og þykir verulega ólík- legt að mati sérfræðinga þegar litið er á hvaða meðferð hún fékk. Hver Whitney Williams er með eyðni á lokastigi. svo sem sannleikurinn er, þá urðu alls konar kvillar tíðir hjá baminu upp úr þessu. Hún varð síþreytt, oft með hitavelgju, fékk svima- og svita- köst, sjóntmflanir og slæman hósta. Stundum gat hún ekki sofíð heilu nætumar. Anita Williams segir lækna hafa í fyrstu talið að ónæmis- kerfið væri einfaldlega að jafna sig eftir hina slæmu ígerð. Sjálf hafi hún farið að velta því fyrir sér hvort bam- ið gæti verið haldið eyðni. Að minnsta kosti komu öll einkenni heim og saman við alla sjónvarpsþættina sem hún hafði horft á um sjúkdóm- inn. En þessu varpaði hún þó ævin- Anita Williams hlúir að dóttur sinni. lega frá sér, enda voru engar for- sendur fyrir hendi. „Ég sakaði bam- ið meira að segja um ímyndunarveiki og að gera of mikið úr hlutunum," segir Anita. Skömmu eftir síðustu jól vaknaði barnið hins vegar um hánótt með svo slæmt munnangur að það gat ekki svo mikið sem komið niður vökva. Læknar greindu þá þegar kvilla sem oft er vísbending eyðni, enda kom sjúkdómurinn í ljós við blóðrannsókn í mars. Og ekki var nóg með að barnið væri smitað af HIV, heldur var sjúkdómurinn þegar kominn á fullan skrið. Það er eftir því tekið hvað Whitn- ey litla hefur bragðist við af miklum þroska. Daglega tekur hún inn ótal tegundir af lyfjum og segir að þó þau bragðist viðbjóðslega ætli hún að taka þau samviskulega, því afi sinn hafi kennt sér að láta hveijum degi nægja sína þjáningu og mestu máli skipti á þessu stigi að einblína ekki á framtíðina, heldur njóta sem best hverrar stundar sem hún fái að lifa. „Ef ég tek alltaf lyfin mín, fæ ég kannski að lifa í nokkur ár,“ seg- ir barnið. Hún sætir aðkasti í skóla og foreldrar vina hennar banna þeim að koma nálægt henni, en hún lætur það ekkert á sig fá og segir íjöl- skyldu sína duga sér, en hún á fjög- ur systkin. Það er mikið á sumar fjölskyldur lagt. Elsti bróðir Whitney, Brett, er haldinn ólæknandi hrömunarsjúk- dómi og tekjur heimilisföðurins hafa hríðlækkað í samdrættinum, en hann er tryggingarsali sem fær prósentur. Móðir þeirra er hjúkmnarkona, en vegna veikinda barnanna getur hún lítið unnið úti. „Fyrir tveimur ámm var allt í stakasta lagi hjá okkur og ameríski draumurinn að rætast. Nú emm við að missa tvö bama okkar, húsið og horfumst í augu við gjald- þrot,“ segir Brace Williams. Anita segir að það gerist nú orðið iðulega að Whitney vakni upp að nóttu svo kvalin að hún gráti og spyiji sig í sífellu hvort dauðastundin sé runnin upp og hvort það sé svona sárt að deyja. „Ég reyni að segja henni að þegar stundin renni upp muni hún ekki finna til. Meira get ég ekki gert fyrir bamið,“ segir hún. Morgunblaðið/Agúst Biöndal Keppendurnir sem tóku þátt í karaoke-keppninni. KARAOKE Norðfirðingiir sigraði í Austurlandsmóti Austurlandsmót í karaoke-söng var haldið á Egilsbúð fyrir skömmu. Keppendur vom 15 og komu víðs vegar af Austurlandi. Aður höfðu farið fram undankeppn- ir á ýmsum stöðum og voru kepp- endur þar valdir á Austurlandsmót- ið. Sigurvegari í keppninni varð 19 ára stúlka frá Neskaupstað, Sveina María Másdóttir. í öðru sæti lenti Ragnheiður Sigjónsdóttir frá Höfn í Homafirði og þriðja sætið kom í hlut Ingibjargar Þórðardóttur, Nes- kaupstað. Sigurvegarinn mun síðan taka þátt í íslandsmótinu í karaoke sem fram fer í Reykjavík nú í des- ember. Mikill fjöldi áheyrenda sótti keppnina og stemmning var mikil enda tókst keppendum vel upp og ekki varð betur séð en að mikið af bráðefnilegum söngvumm á lands- vísu sé að finna hér á Austurlandi. - Ágúst. COSPER T n i Sií’*. \tm :osper - Má teysta því að járnrimlarnir séu sterkir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.