Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 4
MORGUWBtíÁMÐ! SUNNUDÁGUR-Ufc' DMffÉMj&ÉÍT&g#
TIMINN
OGTÁRIÐ
Áfengi hefur öldum saman verið
óaðskiljanlegur þáttur í lífi Is-
lendinga, í gleði og sorg. Þjóðin
hefur bæði drukkið sér til sælu
og sútar og í bóksinni „Tíminn
og tárið“ rekur Óttar Guðmunds-
son læknir sögu áfengisins með
sérstakri áherslu á íslenskan
veruleika. Það er Forlagið sem
gefur bókina út og Morgunblaðið
birtir hér kafla úr bókinni með
leyfi útgefenda.
Hvernig drukku víkingarn-
ir, kotungarnir og
skáldin? Áttu goðin við
áfengisvandamál að
stríða? Hvað varð Jón-
asi Hallgrímssyni að aldurtila?
Hvemig drekka unglingar og ellilíf-
eyrisþegar? Er einhver munur á
drykkjuháttum karla og kvenna?
Hvetjir eru alkohólistar? Er eitthvert
vit í öllum þessum meðferðum og
hvað gerist bak við dularhjúpa með-
ferðarstofnana? Þetta og margt
fleira eru viðfangsefni höfundar í
þessari bók og við grípum niður í
umfjöllun um íslenska þjóðfélags-
skipan fyrr á öldum.
íslensk þjóðfélagsskipan
Þegar Jónas Hallgrímsson lét
hugann reika til gullinnar fortíðar í
frægu kvæði, sá hann fyrir sér
„skrautbúin skip fyrir landi“ og hetj-
ur sem riðu um hémð. En á Islandi
bjuggu ekki einungis höfðingjar og
stóreignamenn; landnámsmenn
fluttu með sér þræla sem smám
saman fengu þó fullt frelsi. Bændur
áttu eða leigðu jarðir sínar en bú-
lausu fólki var skylt að ráða sig í
árvistir hjá bændum og kaupgjald
var lögbundið. Þessi lög bundu
eignalaust fólk hjá bændum, renndu
stoðum undir veldi stóreignabænda
og var ætlað að koma í veg fyrir
að upp risi sjálfstæð stétt fiski-
manna. Alls konar lausafólk flakk-
aði um landið og varð margt að
þola. Þessi þjóðfélagsskipan fmm-
stæðs bændasamfélags hélst raunar
fram á 20. öld. Á 13. öld gengu
íslendingar Noregskonungum á
hönd eftir áralangar innbyrðis deilur
höfðingja Sturlungaaldar. Konungur
stjórnaði eftir það siglingum til
landsins, enda
áttu íslendingar
sjálfir engin skip.
Siglt var á
nokkrar hafnir á
landinu, en
hvergi reis kaup-
staður, vöm- ý 7 7.
skemmur eða lSlenCÍinga Og
verslunarhús. r r • r r i r\r\ r
Þegar skip komu áj€ngl l 1100 ŒV
af hafi var sett
kaupstefna og
kveðið á um
vömkaup eða jafnvirði á vörum Ís-
lendinga og kaupmanna. Bruggun
öls í landinu minnkar smám saman
og hverfur síðan með því að kor-
nyrkja leggst að mestu leyti af.
Landsmenn drekka það áfengi sem
kaupmenn flytja til landsins. Mikil
drykkja tengist skipakomum og
helst sá siður í næstu aldir. Erlendir
kaupmenn kvarta undan jiessu og
tekið er fram í tilskipun að Islending-
ar skuli láta kaupmenn í friði frá
miðaftni til miðmorguns og hafa
ekki uppi næturdrykkjur eða ósæmi-
legt slangur. Þá segir að íslendingar
kveði hetjuljóð og drekki þindarlaust
í eina sjö daga þegar þeir komi í
kaupstað. Árið 1389 sigldu ellefu
kaupskip til landsins og „meira vín
kom til landsins en menn mundu
fyrr“. Eftir það skorti ekki vín á
landinu og var það tekið í kaupsetn-
Át- og drykkjuveisla norrænna
manna. Myndin mun ofin af Matt-
hildi nokkurri drottningu á 11.
öld og er geymd á frönsku safni.
í veislum undir borðum. Þekktast
þeirra varð „íslands minni“, ísland
ögrum skorið, sem menn hafa sungið
síðan á þessu landi við öll hugsanleg
tækifæri.
íslandslýsing Peerses
Margir útlendingar urðu til þess
að skrifa bækur um ísland á liðnum
öldum. Flestar þeirra eru varasamar
heimildir um land og þjóð og
vafasamt hvort sumir höfundanna
Timbraður Reykvíkingur vaknar af óværum nætursvefni.
Brot úr bók Óttars
Guðmundssonar
lœknis um
ingu með öðrum nauðsynjun á 15.
öld. Þá var tunna víns verðlögð á
100 fiska.
Lárentíus Kálfsson
Fátt er þó vitað um drykkjuskap
íslendinga á þessum tíma. Heimildir
eru heldur fáskrúðugar, en áfram
hefur verið drukkið í veislum og á
mannamótum. Almenningur hefur
lítið drukkið hvunndags en neytt öls
í ríkum mæli á stórhátíðum og við
skipakomur. Haustið 1316, tveimur
nóttum eftir krossmessu, brunnu
bæði klaustur og kirkja á Möðruvöll-
um til kaldra kola. Orsök brunans
var talin vera sú að kvöldið áður
höfðu bræður í klaustrinu komið
drukknir utan af Gáseyri en þar var
verslunarstaður. Eldur kviknaði í
nokkrum tjöldum og breiddist þaðan
hratt bæði í kirkjuna og klaustrið
og brunnu allar skreytingar. Mann-
björg varð og enginn meiddist.
Reglubræður heimtuðu að klaustrið
yrði reist að nýju og urðu af því
miklar deilur milli biskups, Láren-
tíusar Kálfssonar á Hólum, og
munkanna. Sjálfur var Lárentíus
siðavandur maður. Hann bannaði
allt drykkjuslark bæði heima fyrir
og í öllu sínu biskupsumdæmi. En
illa gekk að fá landslýð til að hlýða
og biskup átti í erfiðleikum með að
halda aga á sumum sóknarbarna
sinna. Einkason-
ur biskups, Árni
Lárentíusson, er
sagður hafa
drukkið mikið og
varð það biskupi
til mikillar skap-
raunar.
Breyttir
verslunarhagir
Á 15. öld
lögðu Englend-
ingar undir sig
íslandsverslunina. í handbók enskra
kaupmanna frá um 1500 segir að á
Íslandi sé góður markaður fyrir
enskt litklæði, malt, bjór og vín og
ýmsan annan varning. Landsmenn
sögðust neyðast til að versla við
þessa útlendu menn þar sem umsam-
in sex skip árlega hafi ekki alltaf
komið frá Noregi. Þegar leið á öldina
tóku Þjóðverjar að sigla á ísland í
æ ríkari mæli. Þeir höfðu vetursetu
á nokkrum höfnum enda kvörtuðu
bændur undan vinnufólkseklu og ít-
rekuðu með konungsbréfi staðfest-
ingu á banni við vetursetu útlend-
inga. Bændur óttuðust mjög allar
þjóðfélagslegar breytingar sem
gætu ógnað veldi þeirra og áhrifum.
A næstu áratugum elduðu Þjóðverjar
og Englendingar grátt silfur vegna
verslunarréttinda og fiskveiða við
ísland. I þessum átökum stórveld-
anna voru íslendingar fremur áhorf-
endur en þátttakendur. Engin breyt-
ing varð á hefðbundnu bændaþjóðfé-
lagi og landsmenn sjálfrr lærðu ekki
að nýta sér gjöful fiskimið sín. Litl-
um sögum fer af áfengisneyslu á
þessu tímaskeiði, en telja má líklegt
að hún hafi aukist þegar verslun við
landið stóð í sem mestum blóma.
Af Torfa í Klofa
Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa
í Landi, andaðist árið 1504. Torfi
var mikilfenglegastur sunnlenskra
höfðingja um sína daga enda oft
nefndur í ritum Torfi ríki. Um hann
hafa skapast íjölmargar þjóðsögur.
Hann þótti afarmenni að burðum og
flestum mönnum óvægnari, mikill
risnumaður og hafði oft ölteiti stór
með söng og hljóðfæraslætti langt
fram á nætur. Til hans var heim-
færður þessi vísustúfur:
Hefirðu komið að Klofa,
þar harpan bannar bömunum að sofa.
Torfí tók inn á heimili sitt alls
konar óreglu- og ólánsmenn sem
hvergi annars staðar gátu fengið
hæli. Torfí var mikill fyrirferðar,
harðger og sást ekki fyrir. Þjóðsagan
segir að einn umboðsmaður hirð-
stjóra eða fógeti á Bessastöðum
skömmu eftir aldanmótin 1500 hafi
verið þýskur ribbaldi og drykkju-
svoli sem Lénharður hét. Torfi fór
að honum árið 1502 þegar hann var
staddur að Hrauni í Ölfusi og réði
niðurlögum hans. Torfi skriftaði fyr-
ir biskupi eftir vígið og bætti mann-
inn með fégjöldum. Öll ævisaga
Torfa er saga um drykkjuskap og
stjórnleysi. Hann lést við diykkju í
þingferð niðri í Landeyjum og var
þá um fímmtugt. Helga kona hans
varð að kaupa honum leg í Skál-
holti. Stefán biskup sagði Torfa
hvorki húshæfan né kirkjugræfan
og litlu betri en þá „er farga sjálfum
sér“. Hún varð að gjalda iegstaðinn
dýru verði bæði með skartgripum
og jarðeignum. Frásagnimar af
Torfa sýna vel stjórnmálaástand
þessara tíma. Bæði veraldlegt og
kirkjulegt vaid var veikt og tfmar
stjórnleysis ríktu í landinu.
Brúðkaupsveislur
Lengi fram eftir öldum skyldi
brúðkaup vera drukkið. Til
hjúskapar var stofnað með festum,
en brúðkaupsdrykkja með helgum
minnum og ákveðnum siðum gerði
hann löglegan og gildan að
fullnustu. „Drekka skyldi brúðkaup"
við stofnun hjónabands og var það
jafn stranglega boðið í „landslögum"
og „guðslögum". I kristnirétti Jóns
erkibiskups er gerð sú linkind á um
brúðkaupsdrykkju að drekka megi
heilög minni í blöndu, en varla hefur
það þótt sæmandi nema í algjörri
Hinir hófsömu dreypa á víni en þeir sem ekki kunna sér hóf liggja
afvelta í fiugnageri.
neyð. Svo rík var heiðin helgi á
víndrykkju að það var almennur
siður í löndum Norður-Evrópu að
brúðhjón höfðu með sér brauð og
vín í kirkju og drukku „hjónaskál"
eftir brúðarmessuna
(púsaðarmessuna). Prestur blessaði
bæði brauð og vín.
Rollant þessi var kunnur úr
Karlamagnússögu, en Grobbían var
skipveiji á Fíflaskipinu; þeir voru
yrkisefni rímnaskálda. Virðast
veislugestir hafa sungið það sem
þeim datt fyrst í hug þegar menn
voru orðnir hreifir af víni. Oft mun
hafa verið drukkið í fastara lagi í
þessum veislum og öll siðsemd farið
út um þúfur. Menn urðu saupsáttir
og ryskingar og áflog gátu orðið
milli manna.
Þegar brúðkaupssiðir þessir eru
skoðaðir kemur vel í ljós að menn
töldu vín vera helgan dóm. Bakkusi
voru færðar vínfórnir á öllum öldum
og því var fylgt eftir í kristni, enda
var ávallt talið að vínið færði
manninn nær Guði. Það þótti hin
besta íþrótt að vera drykkjumaður
og segir í formála að Krists minni:
„Sá er Kristi kærastur sem mest
drekkur og sér gerir best af.“ Guði
og heilögum mönnum var helgað vín
með bæn og ákalli, og síðan var það
drukkið þeim til dýrðar og til að
afla sér náðar og blessunar. Eftir
siðaskipti dofnuðu þessar hugmyndir
og helgi víndrykkjunnar minnkaði
en þó eimir enn eftir af þeim víða.
Eggert Ólafsson skráði á 18. öld
Brúðkaupssiðabók og reyndi að
endurvekja í vitund almennings
marga þá brúðkaupssiði sem lagðir
höfðu verið verið. Hann orti sjálfur
nokkur ný minni sem syngja skyldi
hafi nokkru sinni komið til Íslands.
Þó má finna í sumum þessara bóka,
innan um alls konar óhróður og
vitleysu, lýsingar á þjóðlífi og
daglegum háttum fólks. A 7. áratug
16. aldar kom út í Hamborg ein slík
íslandsbók eftir mann sem kallaði
sig Göries Peerse. Hann sagðist vera
íslendingur en ekkert gefur þó til
kynna að það hafi verið satt. Ymsar
lýsingar bentu þó til þess að hann
hafí komið hingað. Honum verður
tíðrætt um drykkjusiði landsmanna.
„Og ef bjór flyst þangað með
skipum, þá drekka menn af kappi,
meðan hann endist. Þeir láta það
þó ekki standa yfir lengur en átta
daga, því að þeir óttast, að þá kynni
sætt að snúast upp í súrt. Hver, sem
þangað kemur, verður strax að
drekka með þeim og má alls ekki
kippa sér upp við það, en þess vegna
bregða líka bændurnir sér þangað,
sem þeir fínna, að þeir geta sest upp
borgunarlaust. Og þar gengur
enginn undan borðum sem þarf að
kasta af sér vatni, trúið mér vel um
það. Húsfreyjan verður að rétta
manninum næturgagnið, og víkur
hún sér ekki frá, en verður að taka
við því aftur, þegar hann er búinn
að ljúka sér af. Ekki blygðast hann
sín fyrir þetta. Hún verður síðan í
hljóði að skvetta úr koppnum, það
er háttur og siður þar í landi. Þeir
sitja og urra eins og bimir og
hundar, og þegar bjórinn er þrotinn,
þurrka þeir sér um munninn. Síðan
ganga gestimir heim til sinna húsa,
en húsbóndinn verður að vera eftir
hjá lúsunum sínum. Þeir drekka að
jafnaði úr skálum, en sjaldan úr
flöskum, og þeir bera aldrei peninga
í vösum sínum. Þeir hafa að vísu