Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
B 5
hóffjaðrir og borga með þeim. Þeir
drekka líka bjórinn úr nautshyrn-
ingsbikurum, sem eru vel renndir
allt í kring. Þar þykir ekki skömm
að borða og drekka, án þess að eiga
peninga til að borga með, því að það
er siður þar í landi.“
Arngrímur Jónsson lærði ritaði
bæklinginn Brevis commentaríus de
Islandia til að hrekja ýmislegt sem
ferðabókahöfundar sögðu um Island
og Islendinga. I bókarlok ræðst hann
á Peerse með miklum fúkyrðum svo
að ætla má að honum hafi ekki
geðjast lýsingar hans.
Islandia eftir Blefken
Arið 1607 kom út í Leyden á
Hollandi bók um Ísland eftir Dit-
hmar Blefken. Hann kveðst hafa
komið til landsins árið 1563 og er
sennilegast að hann hafi rekist hing-
að með þýskum kaupmönnum. Blef-
ken er frægastur allra erlendra
manna sem um ísland hafa ritað,
enda ekki ofmælt að segja bók hans
illræmdasta rit sem samið hefur
verið um ísland. Arngrímur Jónsson
hrakti ýmsar staðhæfingar hans lið
fyrir lið, en bók Blefkens varð engin
dægurfluga. í meira en 150 ár sóttu
erlendir menn þekkingu sína um ís-
land í þessa bók. Hún kom út í fjölda
útgáfa og var þýdd á mörg tungu-
mál. Blefken ræðir um drykkjuskap
íslendinga og fetar sömu slóðir og
Peerse.
„Ekki geyma íslendingar vínföng
þau eða bjór, sem þeir kaupa af lönd-
um okkar, heldur fara þeir bæ af
bæ og heimsækja hverjir aðra og
drekka allt upp og án þess að nokk-
uð sé fyrir það goldið. Sem þeir
drekka, syngja þeir um hetjudáðir
forfeðra sinna. Ekki syngja þeir eft-
ir neinni vissri reglu eða lagi, heldur
hver með sínu nefi. Ekki telst sæm-
andi, að neinn standi upp frá
drykkjuborðum til þess að kasta af
sér vatni. Verður þá heimasætan eða
einhver önnur kona að gæta borðsins
og taka eftir ef einhver gefur henni
bendingu. Hún réttir þá að hinum
sama kopp undir borðið. Meðan þetta
fer fram, rýta hinir eins og svín, svo
að ekki heyrist hvað fram fer. Er
hún hefur hellt úr koppnum, þvær
hún hann og býður þeim, sem næst
keunir sín, og er sá talinn afglapi
sem andvígur er þessu framferði."
Þvaglát manna undir borðum
verða báðum þessum höfundum
umtalsefni og greinilega kunna þeir
illa að meta söng, hetjukvæði og
rímur íslendinga. Sumt í bók Blefk-
ens er fjarstæða, enda hefur rit hans
verið illræmt á íslandi um aldir.
Skólakennarar hafa keppst við að
segja nemendum sínum frá voðaleg-
um rógburði Blefkens um land og
þjóð og hetjulegri vörn Arngríms
lærða. Margt í frásögnum Blefkens
gæti þó verið sannleikanum sam-
kvæmt og heift og hneykslan Arn-
gríms og annarra stafað af skömm
og vanmáttugri reiði vegna þeirrar
eymdar og vesaldóms sem í landinu
var og Blefken lýsir. Hvorki Peerse
né Blefken hafa kunnað að meta
sönglist og samræður drukkinna ís-
lendinga og líkja þeim við furðuleg
dýrahljóð.
Námskeið í skyndi-
hjálp á vegum RKI
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst
fyrir námskeiði í skyndihjálp
sem hefst mánudaginn 14. des-
ember kl. 20 og stendur fjögur
kvöld.
Kennt verður frá kl. 20-23.
Kennsludagar verða 14., 15., 16.
og 17. desember. Námskeiðið telst
vera 16 kennslustundir. Þátttaka
er heimil öllum 15 ára og eldri.
Námskeiðið verður í Fákafeni 11,
annarri hæð.
Námskeiðsgjald er 4.000 krón-
ur, skuldlausir félagar í RKÍ fá
50% afslátt. Einnig fá nemendur
í framhaldsskólum 50% afslátt
gegn framvísun á gildu skólaskír-
teini.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðinu er blástursmeðferðin,
endurlífgun með hjartahnoði, hjálp
við bruna, blæðingum úr sárum
og mörgu öðru. Einnig verður fjall-
að um það hvernig má koma í veg
fyrir slys.
Að námskeiðinu loknu fá nem-
endur skírteini sem hægt er að fá
metið í ýmsum framhaldsskólum.
Tekið skal fram að Reykjavíkur-
deild RKI útvegar leiðbeinendur til
að halda námskeið í fyrirtækjum'
og hjá öðrum sem þess óska.
(Fréttatilkynning)
VERTU FLOTT UTH JÓLIN...
Glæsilegir
herra
spariskór
Teg.3014
Þykkur leðursóli.
Litir: Svartur og vínrauður. Verð kr. 5.700,-
Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs. ^ÓBÚ^
SKÆÐI mílano
KRINGLUNNI8-12, S. 689345 LAUGAVEGI 61-63, SlMI 10655
uiiarpGysijr
kr.2.490,-
Litir: Brúnt, Ijósgrænt, apricos, grænt.
Stærðir: M, L.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
OPIÐ SUNNUDAG
SONJA
Laugavegi81, Kringlunni,
s. 91-21444. s. 91-686244.
(ollei, óvcnjuleg
tg ódýr jólagjöf
Ársmappa Pósts og síma með
ínmerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr
og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til
þess fallin aðvekja áhuga á
frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni.
Stingdu ársmöppunni í
jólapakkann. Hún kostar aðeins
960 kiónur og fæst á póst- og
símstöðvum um allt land.
FRIMERKJASALAN
Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51
PÓSTUR OG SÍMI
Qott fólWSÍA 5500 - 414 fcvil 392