Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 10

Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 10
10 B____________MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 LÆKNISFRÆÐI//11V er reynslan eftir aldarþribjung? BRJÓSTAM YNDIR f glænýju hefti af vikuriti sænsku læknafélaganna er skýrt frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á gagnsemi rönt- genmynda í leit að krabbameini í konubrjósti. Röntgenmynd af brjósti. Hvíta skellan á miðri mynd er stórt krabba- mein. Brjóstamyndir eru teknar í tvenn- um tilgangi; í fyrsta lagi til að afla um það vitneskju hvers eðlis hnútar, þykkildi eða aðrar áþreif- anlegar misfellur í brjóstinu kunni að vera, í öðru lagi til þess að leita að ' vanköntum sem stundum leynast í bijóst- vefnum þótt ekk- ert finnist at- hugavert þegar konan sjálf eða læknir hennar þreifa á bijóstinu. Þótt allmikil reynsla sé fengin af þessari rann- sóknaraðferð á þeim röskum þrem áratugum sem henni hefur verið beitt að marki eru menn engan veginn á einu máli um kostina og einkum hafa skoðanir verið skiptar um það hvenær á ævi konunnar séu mest líkindi til að myndataka komi að notum. Er þess skemmst að minnast að á undanfömum tveimur árum hafa æ ofan í æ heyrst raddir trúverðugra manna sem hafa safnað reynslu og ala sterkan grun um að undir fimm- tugu sé óráð að stunda krabba- meinsleit með bijóstamyndum því að þá sé lítið á þeim að græða og meira en það - þær gefi stundum falskt öryggi og geri því meira tjón en gagn. Um það leyti sem konan hættir að hafa á klæðum breytist vefjagerð bijóstanna svo að jafnvel smáir æxlishnútar verða auðsærri á röntgenmyndum. Nú í vetrarbyijun birtist skýrsla um bijóstamyndir sem teknar hafa verið á almenna spítalanum í Bos- ton og stofnunum tengdum bæði honum og læknadeild Harvardhá- skóla. Á árunum 1978-91 fundust þar 117 konur undir fimmtugu með bijóstakrabbamein og þá ein- göngu stuðst við röntgenmyndir. Á sama tímabili greindu þessir læknar 928 tilfelli af bijósta- krabba í sama aldursflokki með skoðun (þreifíngu) og án mynda- töku. Við skurðaðgerð fannst að önnur hver kona í röntgenhópnum var enn með æxlið í bijóstkirtlin- um einvörðungu, en í þreifihópn- um höfðu æxlin náð að dreifa sér út fyrir bijóstið og í holhandar eitla sjö kvenna af hveijum tíu. Eftir því sem næst verður komist lifðu 95 af hundraði í röntgen- hópnum góðu lífi fimm árum eftir aðgerð en úr þreifihópnum ekki nema 74. Þetta fínnst þeim Bos- ton-mönnum ekki benda til þess að með öllu sé vitlaust að bijósta- mynda konur yngri en fimmtugar og eiga þá bæði þeir og flestir aðrir við konur á fímmtugsaldrin- um en ekki yngri. Og þá er að virða fyrir sér stór- virki Svíanna sem getið var um í upphafí og mun ekki eiga sinn líka. Rannsóknir þeirra hafa staðið yfír í allmörg ár og farið fram víðs vegar um landið en umsjón með úrvinnslunni hafði nefnd sérfræð- inga í ýmsum greinum læknis- fræða svo sem krabbameinslækn- ingum, meinafræði, röntgengrein- ingu, skurðlækningum o.fl. Þátt tóku hvorki meira né minna en 290.000 konur á aldrinum 40-74 ára. Af öllum þessum fjölda voru 160 þúsund eða rúmur helmingur bijóstamyndaður en á hin 130 þúsundin hefur verið litið sem samanburðarhóp. Útkoman úr dæminu öllu sýnir að lækkun dán- artölu af völdum bijóstakrabba nemur 24 prósentum í þeim hópi sem var röntgenskoðaður. Ef nán- ar er farið í saumana kemur í ljós að hjá aldurshópnum 50-69 ára er útkoman enn hagstæðari eða 29 prósenta dánartölulækkun. Hóparnir bæði fyrir neðan fímm- tugt og ofan sjötugt koma ekki eins vel út, sá eldri (70-74 ára) er með 6 en sá yngri (40-49 ára) 13 prósenta lækkun. Lítið er betra en ekki neitt segir máltækið, og ástæða er til að fagna hveijum sigri þótt ekki séu þeir allir stórir. Það sem skiptir máli, segir for- maður sérfræðinganefndarinnar, er að við reynum að finna krabba- mein í bijósti nógu snemma til þess að konan hljóti fullan bata. Og þótt sú lækkun dánartalna sem bijóstamyndir fá áorkað sé ekki nema brot af heildartölum þarf enginn að velkjast í vafa um það að röntgenleit að bijóstakrabba bjargar niargri konunni frá þján- ingum og ótímabærum aldurtila. eftir Þórarin Guónoson Þessi bók hefur að geyma 270 fallegar litmyndir af íslenskum fossum. Gerð er góð grein fyrir hverjum fossi í fróðlegum texta, m.a. nefndar gönguleiðir að fossinum og sagt frá þjóðsögum og sögnum er tengjast honum. Bókinni er skipt niður eftir sýslum með kortum er sýna staðsetningu fossanna. Eftirmála ritar dr. Jón Jónsson jarðfræðingur. íslenskir fossar er 352 bls. með texta bæði á íslensku og ensku. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF. ICELANDIC WATERFALLS sem beðið hefu UlVIHVERFISlVIÁL //i r mikið er nóg? Neyslan ALDREIHAFA upplýsingar borist með eins skjótum hætti heims- hluta á milli og nú á dögum. Svo er bættum samgöngum og nútíma- fjarskiptatækni fyrir að þakka. Hinar fjarlægustu þjóðir eru orðnar okkur sem nágrannar og því snerta hagir þeirra okkur sem slíkir. Þessi nánd hlýtur að efla samkennd þjóða og gerir vonandi þeim sem vilja fara með ófriði erfiðara um vik. Meðal hinna auðugu iðnríkja eru eðlilega uppi stöðugar vangavelt- ur um hvernig eigi að koma hinum bágstöddu þjóðum til bjargar þegar illa árar — hvernig eigi að aflétta hungursneyð og hvernig eigi að koma nauðsynlegri fræðslu til skila. I stuttu*máli: hvemig eigi að gera þessa jörð að ömggum dvalarstað fyrir komandi kynslóð- ir. Það er líka brýnna nú en nokkm sinni fyrr að menn skilji sam- hengi og takmarkanir lífríkisins í heild, eðli þess og skilyrði. J orðið lengri en hann var fyrir iðn-1 byltinguna. Sá stuttu frítími sem f þessum hluta mannkyns gefst að loknum ströngum vinnudegi, fer að langmestu leyti í sjónvarpsgláp, en það gefur litla lífsfýllingu. Spurn- ingin vaknar því hvort hörðustu fylgismönnum neyslumenningar- innar hafi ekki fipast í hugmynda- fræðinni. Þörfin hjá þessum þjóðfé- lagshópi sé í raun meiri á sviði fé- lagslegs öryggis og andlegra verð- mæta. Það eru auðvitað heldur ekki ný sannindi! Hins vegar er svo annar fimmt- ungur mannkyns, samkvæmt nýjum tölfræðilegum könnunum — 1 millj- arður manna — langflestir meðal hinna vanþróuðu þjóða sem hefur- varla í sig eða á. I þeim hópi eru afkomumöguleikar alveg í lágmarki og náttúruauðlindir í löndum þeirra af svo skomum skammti að þær nægja engan veginn fyrir sárustu lífsnauðsynjum — og þar er fólks- fjölgunin mest. Vegna örbirgðarinn'- ar neyðist fólkið til að gemýta þær fátæklegu auðlindir sem eftir era. Mannfólk á jörðinni telst nú um 5 milljarðar. Að frátöldum milljarð- inum sem efst stendur í velferðar- stiganum og þeim milljarði sem er neðst era þá 3 milljarðar manna. Þannig er heildarmyndin en allar líkur benda til að fólksfjöldinn muni aukast að mun fram til ársins 2025. Nú hafa rannsóknir og tölfræði- leg vísindi leitt í ljós að um það bil '/5 hluti mannkyns eða 1 milljarður býr við allsnægtir og það sem kalla mætti ofneyslu. Sá hluti hefur í raun allt til alls að því er efna- hagsleg verðmæti varðar. í umræð- um um umhverfis- vernd er sjaldan minnst á hvers konar umhverfis- spjöll fylgja Iífstíl þessa hóps. Fjöld- inn allur úr þeim hópi lætur sér fátt um finnast um ofnýtingu nátt- úruauðlinda og mengun umhverfis- ins. Þá er það athyglisvert hversu úrgangur, sorp og raslahaugar hlaðast upp á þeirra heimaslóðum. Þótt undarlegt sé er eins og hin veraldlegu gæði sem til er aflað í ofneysluþjóðfélaginu með ofurvinnu séu harla lítils metin í raun. Þau lenda ótrúlega fljótt í skami rusla- hauganna. Nú hefur það komið í ljós í könn- unum meðal þróuðustu iðnríkjanna og þeirra auðugustu að Iífshamingj- an vex ekki í réttu hlutfalli við neysluna, þótt neyslan virðist oft meginmarkmiðið. Það eru í sjálfu sér engin ný sannindi. En það kem- ur og í ljós við kannanir að vinnu- tími þessa hóps hefur að jafnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.