Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
HLAUPIÐ A HELSTU JOLAMYNDUM SIÐUSTU ARATUGA
DUNARI
TRJALUNDI
Stjömustríð
2,1981.
eftir Arnald Indriðason
JÓL AMYNDIR kvikmyndahúsanna eiga sér langa sögu og ófá stór-
virki kvikmyndanna hafa verið fmmsýnd hér á landi um jólin. En
það hefur margt breyst á undanfömum áratugum hvað varðar jóla-
myndimar og þær breytingar sýna ágætlega þróunina sem orðið
hefur almennt á kvikmyndamarkaðinum í gegnum árin. Það þykir
kannski einhverjum ótrúlegt en einu sinni vom þær þýskar söngva-
og dansamyndir og danskar húmorf ilmur með Dirch Passer.
Og þær voru mun eldri
en bíógestir láta
bjóða sér í dag.
„Midnight Cowboy"
er ágætt dæmi um
jólamyndir gamla
tímans. Hún var sýnd
i Tónabíói um jólin 1972 en var
gerð árið 1969. Hún var þriggja ára
gömul. Það er eins og ef Aleinn
heima 2, sem er jólamynd vestra í
ár og kemur hingað nokkurra vikna
gömul sem jólamynd Sambíóanna,
yrði sýnd hér í fyrsta lagi um ára-
mótin 1995. Það fór ekki að bera á
því fyrr en á áttunda áratugnum að
bíóin sýndu jólamyndir sem frum-
sýndar höfðu verið sama árið í
Bandaríkjunum.
Svo lengi sem elstu menn muna
hafa bíóin sett eitthvað sérstakt upp
fyrir jólahátíðina. Það er eina hefðin
í kvikmyndahaldi hér á landi. Strax
árið 1930 voru Gamla Bíó og Nýja
Bíó farin að auglýsa jólamyndir sér-
staklega. Sum bíóin héldu í hefðir í
vali á jólamyndum. Gamla Bíó sýndi
iðulega Disneymyndir síðustu þijá
áratugina og Hafnarbíó sýndi Rock
Hudson myndir í kringum 1960 og
seinna myndir Jacques Tatis og
Charlies Chaplins. Bæjarbíó og
Hafnarfjarðarbíó sýndu gjaman
danskar gamanmyndir á sjöunda
áratugnum, Austurbæjarbíó sýndi
þýskar söngva- og gamanmyndir
með dönskum texta og stórmyndir
eins og Kleópatra með Elizabeth
Taylor, Saga úr Vesturbænum
(„West Side Story“) og Arabíu-Lár-
ens eftir David Lean voru geymdar
til jóia. Allar voru stórmyndimar
tveggja og þriggja ára gamlar þegar
þær náðu hingað.
Því fór fjarri að stærstu myndim-
ar kæmu alltaf um jólin í bíóin. Þá
eins og nú lögðu bíóin áherslu á að
sýna frægar myndir eins fljótt og
mögulegt var þótt þær væru orðnar
nokkurra ára gamlar og því er þetta
yfirlit um jólamyndir gamla tímans
hvergi nærri mælikvarði á þekktustu
myndir hvers árs.
Á sjötta áratugnum vora stjömur
jólamyndanna Errol Flynn, Tyrone
Power og Marlon Brando. Árið 1954
sýndi Austurbæjarbíó myndina Á
gimdarleiðum um jólin eða „A Stre-
etcar Named Desire“ (betur þekkt
sem Sporvagninn Girnd) með
Brando og Vivian Leigh. Hún var
þriggja ára gömul. Tjarnarbíó sýndi
þá „Roman Holiday" með Cary
Grant, sem var aðeins eins árs. Aðr-
ar jólamyndir áratugarins vora Hvít
jól með Bing Crosby, ítalska skylm-
ingamyndin Rauði riddar-
inn,„Marty“ eftir Delbert Mann,
Brúin yfír Kwai-fljót eftir Lean,
Kóngur í New York eftir Chaplin
og Undur lífsins eftir Ingmar Berg-
man, sem sýnd var 1958.
Danskar bæði og þýskar
Þróunin í jólamyndaurvalinu hefur
ekki aðeins einkennst af því að nú
koma myndimar fyrr til landsins.
Onnur helsta breytingin frá því sem
var fyrir rúmum 30 árum er sú að
úrvalið var ekki eins einhæft og nú
er; myndir komu jafnmikið frá Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Árið 1960
voru t.d. fjórar þýskar jólamyndir á
boðstólunum. Ein hét því skáldlega
nafni Dunar í tijálundi eða „Wo die
alten Walder rauschen" og var sýnd
í Tjarnarbíói. í Austurbæjarbíói var
þýska myndin Trappfjölskyldan í
Ameríku, Bæjarbíó sýndi þýska
söngva- og músíkmynd „í eðlilegum
litum“ og Kópavogsbíó sýndi Þrjár
stúlkur frá Rín, „létta og skemmti-
lega þýska litmynd". Laugarásbíó
sýndi þá stórmyndina Boðorðin tíu
með Charlton Heston, Trípólíbíó
sýndi gömlu Hróa hattar myndina
með Errol Flynn og Hafnarfjarðar-
bíó sýndi dönsku gamanmyndina
Frænku Charleys með Direh Passer.
Sá eðalfíni danski gamanleikari var
tíður gestur á jólunum allan sjöunda
áratuginn.
Auglýsingamar gátu verið ansi
mikilfenglegar og skákuðu nútíma-
frösunum um toppgrínspennuhas-
armyndir ársins. Árið 1961 sýndi
Trípólíbíó Síðustu daga Pompeii en
það var amerísk-ítölsk mynd í hvorki
meira né minna en „Súpertotalscope
um örlög borgarinnar sem lifði í
syndum og fórst í eldslogum".
Þetta ár byijaði Hafnarbíó á Rock
Hudson myndunum sínum og sýndi
Koddahjal („Pillow Talk“). Hudson
var um þetta leyti vinsælasti leikari
Bandaríkjanna. í Austurbæjarbíói
var þýsk gamanmynd um æfíntýri
Munchausens í Afríku með dönskum
texta og Bæjarbíó sýndi Prestinn og
lömuðu stúlkuna, þýska mynd gerða
uppúr samnefndri sögu sem birtist
í Vikunni en ófáar „Vikumyndir"
voru sýndar á þessum tíma. Danny
Kaye var í Háskólabíói og Deborah
Kerr og David Niven í „Bonjour
Tristesse" í Stjörnubíói en stórmynd-
in 1961 var Gamli maðurinn og haf-
ið með Spencer Tracy uppúr frægri
sögu Ernest Hemingways.
Danska leikkkonan Ghita Nörby,
sem skemmti okkur síðar í sjón-
varpsþáttunum Matador, var næst-
um eins vinsæl kvikmyndastjama
og Dirch Passer og voru sýndar
myndir með henni á jólunum lengst
af á sjöunda áratugnum. Tvær vin-
sælar myndir hennar voru sýndar
1962, Héraðslæknirinn í Bæjarbíói
og Pétur verður pabbi í Hafnarfjarð-
arbíói. Þá sýndi Tónabíó stórvestr-
ann Víðáttuna miklu eða „The Big
Country", Gamla Bíó var með Di-
sneymynd og Hafnarbíó Hudson-
mynd, Austurbæjarbíó þýska
söngva- og gamanmynd með dönsk-
um texta og Laugarásbíó frumsýndi
fyrstu bíómynd leikkonu sem átti
eftir að gera garðinn frægan. Það
var „Tall Story“ með Jane Fonda.
Tvær stórmyndir settu svip sinn
á jólin 1963. Önnur var Kraftaverk-
„Midnight Cowboy", 1972.
ið eða „The Miracle Worker" eftir
Arthur Penn með Anne Bancroft og
Patty Duke, sem fjallaði um Helenu
Keller og kennslukonu hennar.
Myndin var aðeins árs gömul þegar
hún kom hingað. Hin stóra myndin
var dans- og söngvamyndina Saga
úr Vesturbænum með tónlist Leon-
ards Bemsteins, tveggja ára gömul.
Austurbæjarbíó flaggaði m.a. nýrri
Roy Rogers mynd með Trigger
„gáfaðasta hesti kvikmyndanna".
Árið eftir voru stórmyndajól því þá
„Lawrence of Arabia“, 1964.
frumsýndi Háskólabíó hina sögulegu
mynd David Leans, Arabíu-Lárens
og Tónabíó framsýndi fyrstu James
Bond myndina, „Dr. No“. Báðar
voru þær tveggja ára gamlar og
sagan um Bond hafði birst í Vik-
unni. Austurbæjarbíó hélt áfram
með þýskar myndir og frumsýndi
Skautadrottninguna sem á frammál-
inu hét „Kauf Dir einen bunten Luft-
ballon“.
Árið 1965 var Hudson enn í Hafn-
arbíói og Austurbæjarbíó sýndi
frönsku stórmyndina Angélique I
undirheimum Parísar - sagan var
úr Vikunni - en aðalmyndin var í
Nýja Bíói, Kleópatra með Taylor.
Það er langdýrasti og langháværasti
skellur kvikmyndasögunnar og að
margra áliti ein versta mynd sem
gerð hefur verið. Bæjarbíó sýndi
nýja ítalska mynd eftir Vittorio De
Sica, í gær, í dag og á morgun með
Sophiu Loren og Marcello Mastro-
ianni. Þremur árum seinna var
fransk-ítalska myndin Gyðja dagsins