Morgunblaðið - 13.12.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 ------B 25
KAUPIViAWNilHiirWARBRÉr
Bókamarkaðshugleiðingar
Þó fyrirbærið ,jólabók“ sé óþekkt hér
um slóðir og bækur komi jafnt og þétt
út allt árið um kring er samt mest gefið
út á haustin. Bækur eru auglýstar um
þessar mundir, en fremur á lágu nótun-
um, ekki af yfirgengilegum krafti. Fag-
urbókmenntir eru aðeins hluti af aug-
lýstum bókum. Fyrir þann sem tilheyrir
þjóð, er slær öll möguleg bókmenntaá-
hugamet, veldur dönsk frumsmíði ekki
endilega hjartslætti. Það eru fagbækur
og þýðingar, bæði á fag- og fagurbók-
menntum, sem minna á að þó Danir séu
i eigin augum fáir og smáir þá hafa
þeir þó altént bolmagn til að láta þýða
töluvert af annarra þjóða bókmenntum
og eins til að gefa út fagbækur fyrir
áhugasaman almúgann um aðskiljanleg-
ustu efni. Um þessar mundir er til dæm-
is að koma út hér úrval ljóða Nóbelsverð-
launahafans í ár, Derek Walcotts, sem
annars var lítt þekktur utan þröngs
hrings bókmenntamanna.
Undanfarin ár hafa bækur um eðlisfræði
og stærðfræði verið metsölubækur um allan
heim. Ekki sjálfar fræðibækumar, sem að-
eins eru aðgengilegar fáum innvígðum,
heldur einfaldaðar útskýringar á flóknum
kenningum um tilurð alheimsins, um
minnstu einingar efnisins og fleira í þeim
dúr. Tvö stór, dönsk forlög, Gyldendal og
Munksgaard, gefa meðal annars út bóka-
flokka, þar.sem er að finna bæði þýddar
og frumsamdar bækur um þessi og önnur
fræðileg efni. Ýmsir heimspekingar halda
því fram að eðlisfræðin hafi að hluta leyst
heimspeki af hólmi. Hér er þá átt við fræði-
lega eðlisfræði, þar sem hinstu rök tilver-
unnar eru uppistaðan. Hugmyndir manns
eins og Alberts Einsteins um afstæði tíma
og rúms og seinni tíma rannsóknir í þeim
efnum eru sannarlega oft á tíðum nær heim-
speki en eðlisfræði.
Móttökur bóka um fræðileg efni, bæði
hér og annars staðar, sýna að almenningur
hefur að sjálfsögðu áhuga á að fylgjast
með. Það getur verið hvorki meira né minna
en opinberun að lesa um þessar hugmynd-
ir. Flestir hljóta að fá fiðring í magann af
tilhugsuninni um að hægt sé að hugsa sér
tíu víddir, að ljósið sé í raun eindir og sömu-
leiðis aðdráttarkrafturinn. Og það er öld-
ungis frábært að böm og unglingar eigi
kost á að lesa um þessi efni á eigin máli,
rétt eins og þau eiga þess kost að lesa Tinna
og HC Andersen.
Danir hafa áhuga á stjómmálamönnum
sínum, ef marka má bækur um þá. Nýlega
kom út bók um Poul Schluter forsætisráð-
herra og tvær um Uffe Ellemann Jensen
utanríkisráðherra. Sá fyrmefndi var afar
óhress með bókina um sig og sagði vinnu-
brögðin við bókina vera fyrir neðan allar
hellur, en hún er skrifuð af tveimur blaða-
mönnum. Bók tvímenningana var tilnefnd
til blaðamannaverðlauna hér. En það eru
einnig stunduð annars konar bókaskrif um
dönsk stjómmál. Þegar einn af lífeyrissjóð-
unum dönsku varð 50 ára 1967 var ákveð-
ið að halda upp á afmælið með því að gefa
út sögu danskra ríkisstjóma frá 1848-
1953. Nú heldur sjóðurinn upp á 75 ára
afmæli í ár með nýrri bók, „De danske
ministerier 1953-1972“. Tage Kaarsted
prófessor í samtímasögu í Óðinsvéum hefur
um árabil fylgst náið með stjómmálum og
stjórnmálamönnum, meðal annars með því
að tala við og skrifast á við þá og var feng-
inn til að skrifa bókina. Bókin er því bæði
byggð á skriflegum og murinlegum heimild-
um.
Árin frá 1953-1972 eru forvitnilegt
tímabil í danskri sögu. Á þessum tíma var
hugmyndunum frá fyrri hluta aldarinnar
um velferðarkerfið hmndið í framkvæmd
og tímabilinu lýkur með inngöngu Dana í
EB og afsögn Jens Otto Krags, eins helsta
stjórnmálaleiðtoga Dana á þessari öld. Með
öðrum orðum var á þessu tímabili lagður
gmndvöllur að Danmörku eins og hún lítur
út nú. Á þessum tíma var einnig samið um
skiptingu Norðursjávar og frásögn bókar-
innar af því hefur vakið upp umræður
bæði hér og í Noregi. Allt frá 1938 hafði
árangurslaust verið reynt að fínna olíu í
Norðursjónum. Um tíma leit út fyrir að
Þjóðveijar vildu krækja í vinnsluréttinn, en
til þess að koma í veg fyrir að svo færi,
hóaði skipaútgerðar- og fjármálamaðurinn
AP Möller saman nokkmm fyrirtælqum,
sem fengu réttindin 1962 og halda þeim
enn. Um svipað leyti var samið um skipt-
ingu Norðursjávar. Ekofisk-svæðið kom í
hlut Norðmanna. Í bókinni segir að Per
Hækkemp utanríkisráðherra hafi verið „illa
fyrir kallaður" og því hafði svæðið lent hjá
Norðmönnum, sem síðan hafa haft ómælda
gleði af þessu olíuríka svæði. Ummælin um
ráðherrann vísa til þess, sem allir vissu á
þeim tíma að meðan aðrir byijuðu daginn
á kaffíbolla, byijaði hann iðulega daginn
með viskíflösku.
Ef rétt er, misstu Danir því svæðið vegna
drykkju ráðherrans. Þessari skoðun var
mótmælt af norskum sagnfræðingi, sem
hefur hugað að olíuviðræðunum heima fyr-
ir. Hann álítur eðlilegt að svæðið hafi fárið
til Norðmanna, annað hafí ekki komið til
greina og Danir, eða öllu heldur Hækker-
up, því ekki glutrað því niður. Þama stend-
ur staðhæfíng gegn staðhæfmgu, en óneit-
anlega hafa margir Danir stunið af tilhugs-
uninni um að ágóðinn af Ekofísk hefði
kannski getað mnnið í danskar fjárhirslur.
Á tímabilinu var einnig lagt fram fmm-
varp um skiptingu íslensku handritanna í
dönskum söfnum og frá því segir í bók-
inni. Meðal annars er rifjuð upp fleyg saga
frá heimsókn Jörgens Jörgensens kennslu-
málaráðherra í Ámasafn í Kaupmannahöfn.
Ráðherrann'var afar hlynntur íslensku ósk-
unum, en þótti ekki býsna vel að sér um
sjálft deiluefnið, nefnilega handritin. Þegar
hann kom inn í handritageymsluna og sá
öll handritin, spurði hann: „Skrifaði Arni
Magnússon í alvörunni öll þessi handrit
sjálfur?" Þó reynt væri að þagga söguna
niður, kom allt fyrir ekki og danskir and-
stæðingar handritaskila flögguðu henni
óspart.
Óneitanlega er öllu veigameira'að hafa
bók eins og þessa að glugga í heldur en
misvel skrifaðar blaðamannabækur eða
endurminningabækur einstakra stjómmála-
manna, sem líklega hættir frekar til að
gleyma öðmm en sjálfum sér. En hirðu-
leysi íslenskra stjórnmálamanna um skjöl
og skriftir hefur löngum gert sagnfræðing-
um torvelt fyrir að komast til botns í hvað
gerðist í raun og vem.
Líkt og minningargreinar em séríslensk
bókmenntagrein, þá virðast endurminn-
ingabækur á góðri leið með að verða það
líka. Ekki svo að skilja að þær þekkist ekki
annars staðar, en það hlýtur að styttast í
heimsmet í hve há prósenta þjóðarinnar
hefur iátið minningar sínar á þrykk út
ganga... og hve há prósenta þjóðarinnar
er tilbúin til að lesa það sem hinir minn-
ast. Þessi 240 þúsund manna markaður
virðist storka öllum lögmálum hagfræðinn-
ar um framboð, eftirspum og mettun, þeg-
ar minningabækur og merktar gallabuxur
eru annars vegar.
Sigrún
Davíðsdóttir