Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFNIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
B*é5
Pétur Sig-
urðsson 3.
stýrimað-
ur og
Friðsteinn
Friðriks-
son, en sá
síðar-
nefndi
hafði ver-
ið á Sel-
fossi í
fjölda ára
ogtekið
tryggð við
skipið, að
þvi er seg-
ir í grein
Morgun-
blaðsins.
Þeir voru orðnir fáséðir vélsím-
arnir af þessari gerð árið 1956,
en þessi var smíðaður hjá Olsen
og Borge í Kristjaníu.
Skipsbókin var traust heimUd um
merkilega sögu í íslenska kaup-
skipaflotanum.
SÍMTALIÐ. _ .
ER VIÐAUÐISTELLUÞÓRÐARDÓTTUR KENNARA
OG KISA BROSTI
6122S7
Halló.
- Góðan dag, þetta er á
Morgunblaðinu, Kristín Maija
Baldursdóttir, gasti ég fengið að
tala við Auði Stellu Þórðardóttur.
Þetta er hún.
- Komdu sæl, ég var að heyra
að kötturinn þinn, rammíslensk
læða hefði unnið til verðlauna?
Það er rétt. Þannig var að í
nóvember var haldin kattasýning
á vegum Kynjakatta og voru þar
ótal kettir af hinum ýmsu tegund-
um, bæði útlendir og íslenskir.
Kettimir fengu verðlaun hver í sín-
um flokki og fékk læðan mín fyrstu
verðlaun sem íslenskur heimilis-
köttur. Hún er mjög óvenjuleg á
litinn, eða eins og ávaxtagrautur.
Sumir segja líka að hún sé rósótt
og enn aðrir segja að hún sé eins
og haustið. Hún er svört, hvít og
rauðbrún. Ég veit ekki hvaðan
þessi tegund katta er upprunnin,
en kona tjáði mér að þetta íslenska
kattakyn væri að finna í Boston í
Bandaríkjunum.
- Og hvað um feldinn?
Jú, einnig hann er sérstakur,
því rauði og svarti liturinn ná al-
veg inn að skinni. Feldurinn sjálfur
er mjög fallegur og spurði dóm-
arinn hvað ég gæfi kettinum >gð
éta. Mér var ráðlagt af dýralækni
og kattafólki að
gefa henni þurr-
mat, kattafóð-
ur úr búðunum,
en ég gef henni
það aðeins í litl-
um mæli. Hún
fær flsk, lýsi,
vítamín, hrátt
lq'öt og hrá inn-
yfli endmm og
eins. Svo fær
hún hafragraut
og mjólk á
morgnana og
einnig finnst
henni gott að
fá skyr, jógúrt
og osta.
- Hvar fékkstu þessa upp-
skrift?
Bara heilbrigð skynsemi. Við
borðum sjálf gott fæði og það hlýt-
ur að gilda um köttinn líka.
- Nú hef ég heyrt að kona
nokkur hafi keypt kött á 60 þús-
und. Á hvað keyptir þú þinn?
Ég keypti hann ekki. Eitt kvöld-
ið kom til mín ung stúlka með
þennan kött og spurði hvort ég
vildi eiga hann. Og þessi köttur
minn er mikil aflakló get ég sagt
þér. Veiðir hvað sem er. Ef fólk
vantar ánamaðka, fugla, mýs eða
dúfur í jólamatinn, má það hafa
samband við mig. Ég sel ódýrt.
- Er einhver munur á íslensk-
um köttum og erlendum, til dæmis
hvað varðar skapgerð?
Ég hef heyrt að síamskettir séu
gáfaðari, tengdari húsbændum
sínum líkt og hundamir. En þeir
útlendu eru meiri innikettir og
veiða þar af leiðandi ekki neitt.
Ég held að skapferli dýra fari mik-
ið eftir eigandanum. Ef maður
sinnir kettinum sínum vel, laðar
maður fram þá blíðu sem hann býr
yfír. Dúlla mín er mjög blíð og vel
uppalin, enda fékk hún hrós fyrir
það. Dómarinn sagði að hún væri
í miklu jafnvægi. Hún var eini
kötturinn sem brosti bara meðan
þeir voru að klípa hana og skoða.
Samvinnuþýð.
- Og hvernig
líður nú eig-
andanum?
Ég er ákaf-
lega stolt.
- Eins og
móðir feg-
urðardrottn-
ingar?
Ég þekki það
ekki.
- Jæja, en
ég þakka fyrir
spjallið og bið
að heilsa Dúllu.
Morgunblaðið/Kristinn
Auður og Dúlla.
FRÉTTA-
LJÓSÚR
FORTÍD
Fyrirmyndar
eiginmaður
árið 1913
Ung stúlka lítur í lófa fyrirmyndareigmmannsms.
Þann áttunda nóvember árið
1913, fljótlega eftir að Morgun-
blaðið hóf göngu sína, spurði
blaðið í dagbók sinni: „Hvemig
á eiginmaðurinn að vera?“ og
hét þeim sem best gæti svarað
þessari spurningu tíu krónum.
Allir gátu tekið þátt í þessari
samkeppni, sem stóð til 15. des-
ember þetta ár. Fjöldi fólks
sendi ritsljóranum svör við þess-
ari spurningu og þau vom birt
jafnóðum í blaðinu. En hvemig
skyldi draumaeiginmaðurinn
hafa verið árið 1913?
Elkki alls fyrir löngu var ég hrif-
in af ungum pilti hér í bænum
sem er í blóma æskunnar eins og
sú er þetta skrifar. Ég sagði hrif-
in, nei, ég er blátt áfram ekki með
réttu ráði. Ég naut hvorki svefns
né matar. Ef á á að lýsa honum
nákvæmlega þá hefir hann alla
kosti sem einn mann (prýða). Hann
er eitthvað 22 ára gamall, hefir
hvítt hár og er hvítur í andliti, en
þó hraustlegur, greiðir hárið slétt,
en skiptir því í miðjunni, hann er
heldur hár, mátulega gildur, hefir
reglulega fallegt göngulag og er
sem sagt voðalega „fix“. Hann er
vel mentaður og það sem betra er,
vel hagmæltur. Munnurinn er
mátulega stór og varimar mátu-
lega þykkar en þó mjúkar. Augu
hans eru stór, grá og djúp, einlægt
dreymandi. í þeim virðist búa ein-
hver hulinn leyndardómur. Ég
spurði hann einu sinni hvort hann
vildi segja mér þann mikla leyndar-
dóm, sem augu hans gáfu til kynna
að byggi í djúpi sálar hans, en þá
sagði hann mér, að ég skytdi fá
að heyra hann þegar ég væri orðin
konan hans. Þetta verður eigin-
maður minn, því honum gaf ég
áreiðanlega hjarta mitt, og svona
hefi ég hugsað mér hann.“
Aðrar konur voru ekki eins
kröfuharðar um útlitið eins og
„hamingjusöm stúlka" sem skrif-
aði svo undir fyrrgreint bréf. Ekki
t.d. „Piparmey", sem segir: Mér
er alveg sama hvemig maðurinn
minn lítur út. Jafnvel þó hann sé
sá ófríðasti maður sem guð hefir
skapað, jafnvel þó að hann sé lík-
amlegur aumingi: ef hann aðeins
elskar mig. Elskar mig með hjart-
anu en ekki vörunum. Lætur sem
hann sé biindur fyrir brestum mín-
um og ber ótakmarkaða virðingu
fyrir mér. Já, þá er mér alveg sama
hvemig hann lítur út.“
Næst skulum við gripa niður í
svar „Piparsveins", sem telur að
staðhættir og skapgerð konunnar
skipti máli í þessu sambandi en
vill samt reyna að draga það fram
í fari karlmanna sem hann telur
að flestum konum geðjist að.
„Hann á að vera hár og vel vax-
inn, herðabreiður, bijóstvíður og
sterkur. Laginn og viss í hreyfing-
um. Röskur í gangi, fótviss og
beinn. Dökkhærður, með dökkar
brúnir og dökk augu. Hann á að
hafa hátt slétt enni, beint nef, eða
lítið eitt bogið. Ljósan hömndslit,
þó fremur rjóður en gulleitur, og
nokkuð breiðleitur. Ekki mjög blíð-
legur á svip, nema þegar hann
brosir. Raka sig helst á hveijum
degi. Hann á að vera seinn til til
að reiðast — einbeittur, viljasterk-
ur og djarfur. Hann á að taka ró-
lega hveiju sem fyrir kemur, góðu
og illu. Hann á að hafa glöggt
auga og eyra fyrir öllu sem við ber
í kringum hann.“
Hamingjusamur eiginmaður
svarar þessu svo: „Góður eigin-
maður er heimilisrækinn og er því
ekki á ótai fundum fram á nætur
meðan konan hans situr þreytt
yfír bömunum heima. Hann er
jafnkurteis við konuna sína og
áður við heitmeyjuna og ber svo
mikla virðingu fyrir henni, að hon-
um kemur ekki í hug að taka hana
í faðm sinn utan hún sé jafnfús
til að leggja hendur um háls hans.
Ofbeldi í hjónabandinu er honum
því jafn-andstyggilegt og utan
þess.“
Loks er svo hér eitt svar í ljóðum:
Aðlaðandi, ástríkur
ðlastandi, siðprúður.
Bíósækinn, bamgóður,
bindindis- og dansmaður.
Fimur, sterkur, fjörugur,
fríður, skemtinn, hagorður,
góður, vitur, göfugur,
glíminn, lærður, snaniður.
Sístarfandi, sannorður,
svefnléttur og árvakur,
heimaspakur, hugprúður,
höfðingslyndur, dygðugur.
Viljasterkur, vinfastur,
viðkvæmur og hjálpsamur,
„selskapsmaður", söngmaður,
sjálfstæðis- og tiúmaður.
1_