Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
FRJALSAR / 17. GAMLARSHLAUP IR
Enn sigrar Toby Tanser
Toby Tanser, KR, kom lang-
fyrstur í mark í Gamlárshlaupi
Mm
FOLK
■ MICHAEL Jordan var á nýárs-
dag útnefndur íþróttamður ársins
1992 hjá franska blaðinu L’Equ-
ipe. Jordan hlaut 186 stig, 18 stig-
um meira en Carl Lewis sem varð
í öðru sæti. Þriðji varð kappaksturs-
hetjan Nigel Mansell og hjólreiða-
kappinn Miguel Indurain varð
fjórði. Fremstir Frakka varð Will-
iams-liðið í kappakstirinum en það
_ ekur á Renault.
■ ÞAÐ fór illa fyrir Lynn Jenn-
ings, sem varð þriðja í 10.000 metr-
unum á Ólympíuleikunum í sumar,
á gamlárskvöld. Hún hafði flogið
til Engalnds til að taka þátt í víða-
vangshlaupi en á gamlársdag fékk
hún botlangakast og var flutt á
sjúkrahús og skorinn upp.
I AC Milan sækir Roma heim í
dag, sunnudag, og sigri gestirnir
verður það sjöundi útisigur þeirra
í röð, sem yrði met í itölsku deild-
inni í knattspyrnu.
■ JUVENTUS sigraði í sex úti-
leikjum í röð, en heimsótti síðan
Roma íjanúar 1977 og tapaði.
■ AC Milan tapaði ekki leik á
' síðasta ári og er eina ítalska liðið,
sem hefur afrekað það, en Milan
hefur nú leikið 48 leiki í röð án taps.
I BRIAN Laudrup tók út bann
í síðasta leik, en verður með Fior-
entina gegn Atalanta.
■ PAUL Gascoigne er meiddur
í nára og verður ekki með Lazio
Segn Ancona.
I ROBERTO Baggio kemur inní
lið Juventus á ný, en David Platt
hefur ekki náð sér eftir uppskurð
á hné.
— M CARECA og Paolo Ziliani
verða í banni, þegar Napólí fær
neðsta liðið, Pescara, í heimsókn.
H HRISTO Stoichkov tekur út
leikbann, þegar Barcelona fær
Celta í heimsókn í spænsku deild-
inni. Celta sigraði síðast í Barcel-
ona fyrir hálfri öld.
IR á fimmtudag og Martha
Emstdóttir, ÍR, varð fyrst kvenna.
Er þetta þriðja árið í röð sem Toby
vinnur hlaupið og hafa yfirburðir
hans ætíð verið miklir. 119 kepp-
endur luku hlaupinu.
Þæfíngsfærð var á hlaupaleið-
inni sem lá um Vesturbæinn og
Seltjarnarnes, en hlaupið fór fram
milli élja. Það lét Toby lítt aftra
sér, tók fljótt forystu eins og hans
er vani og jók forystuna jafnt og
þétt. Ólíkt öðrum keppendum hljóp
hann berleggjaður og á hlýrabol
KORFUBOLTI
Skallagrímur
í þriðja sæti
Skallagrímur varð í þriðja
sæti á alþjóðlegu körfu-
knattleiksmóti, World Friends-
hip Tournament, sem fór fram
í Skotlandi á milli jóla og nýárs.
Borgnesingar léku fímm leiki
og sigruðu í tveimur fýrstu við-
ureignunum. Alexander Ermo-
lynskij lék ekki með, fékk ekki
vegabréfsáritun fyrr en mótið
var hafið og fór því hvergi.
Leikirnir voru 17 mín. langir
og byijaði Skallagrímur á því
að vinna Edinborough Kings
59:48 og síðan Crystal Palace
76:73. Síðan mættu Borgnes-
ingar liði bandaríska flughers-
ins, sem varð í 2. sæti, og töp-
uðu 75:69, en þetta var besti
leikur liðsins. SKA Kiev hafði
mikla yfirburði í mótinu og vann
UMSB 99:46, en Marion frá ír-
landi vann Skallagrím 57:52 í
síðasta leiknum.
en aðrir keppendur voru kapp-
klæddir.
Martha Ernstdóttir kom í mark
í 7. sæti en konur og karlar eru
ræstir samtímis og hlaupa sömu
leið, 9,5 kílómetra. Var hún í
keppni við hóp karlmanna lengst
af, sem gefur styrk hennar til
kynna. „Ég er í góðri æfingu og
er að vonast til þess að komast í
alþjóðlegt víðavangshlaup í Belfast
í næstu viku,“ sagði Martha eftir
hlaupið, en hún er meðal 10 efstu
í stigakeppni víðavangshlaupa Al-
þjóðafijálsíþróttasambandsins.
Gamlárshlaup ÍR fór fyrst fram
1976 og var því haldið 17. árið í
röð að þessu sinni. Aðeins einu
sinni hafa keppendur verið fleiri
en það var í fyrra er þeir voru
123. Hefur hlaupið vaxið jafnt og
þétt frá í fyrsta hlaupi er keppend-
ur voru 10.
Toby Tanser er fyrsti hlauparinn
sem sigrar þijú ár í röð í hlaupinu.
Einn hlaupari hefur þó unnið fleiri
sigra samtals en það er Sigurður
Pétur Sigmundsson, FH. í kvenna-
flokki hefur Martha sigrað fimm
ár í röð, sem er met, því Lilja
Guðmundsdóttir, ÍR, varð fyrst
kvenna fjögur fyrstu ár hlaupsins.
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Sverrir
Þrjár landsliðskonur voru sérstaklega verðlaunaðar. Guðný Gunnsteinsdótt-
ir var kjörinn besti vamarmaðurinn, Fanney Rúnarsdóttir besti markvörðurinn
og Una Steinsdóttir besti sóknarmaðurinn.
Landsliðið hélt bikarnum
Landsliðið sigraði í jólamóti kvenna í handknattleik annað árið í röð,
en síðustu leikirnir fóru fram s.l. miðvikudagskvöld. Þá vann Víking-
ur Selfoss 23:15 og tryggði sér þar með þriðja sætið, en KR vann Stjörn-
una 22:19 og varð í 2. sæti. Dómarar mættu ekki í seinni leikinn og var
farið í raðir áhorfenda til að bjarga málum. Fyrr í mótinu urðu landsliðs-
konur að dæma einn leik vegna fjarveru dómara.
Að keppni lokinni voru veittar viðurkenningar og þijár bestu konumar
útnefndar og léku þær allar með landsliðinu. Guðný Gunnsteinsdóttir var
kjörinn besti varnarmaðurinn, Fanney Rúnarsdóttir besti markvörðurinn
og Una Steinsdóttir besti sóknarmaðurinn.
ÚRSLIT
Gamlárshlaup ÍR
Toby Tanser, KR.................30:15
Sigmar Gunnarsson, UMSB.........31:26
Jóhann Ingibergsson, FH.........31:50
Gunnlaugur Skúlason, UMSB.......32:29
Sigurður P. Sigmundsson, FH ....32:45
Már Hermannsson, HSK............32:48
Ragnar Guðmundsson..............32:56
Finnbogi Gylfason, FH...........32:58
Sveinn Emstsson, ÍR.............33:05
Jón Stefánsson, FH..............33:25
Bragi Þór Sigurðsson, Árm.......33:29
Martha Ernstdóttir, lR..........33:36
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Detroit - Washington..........118:110
Indiana- New York............. 90:94
Miami - Chicago...............100:105
Orlando - LA Lakers........... 93:96
Minnesota - New Jersey........ 92:118
Denver - San Antonio.......... 94:114
Utah - Philadelphia...........119:110
Phoenix - Houston.............133:110
LA Clippers - Boston..........105:99
Portland - Dallas.............111:92
Hraðmót í Keflavík
ÍBK-UMFG...................... 92:86
Úrval Torfa - NATO............126:73
ÍBK-NATO......................120:94
Úrval Torfa - UMFG............ 89:87
UMFG-NATO.....................119:89
ÍBK-ÚrvalTofa.................115:107
IÍBK sigraði Úrvalslið Torfa Magnússon-
ar, landsliðsþjálfara, i úrslitaleik. í liði Torfa
voru þá m.a. John Rhodes úr Haukum,
Rondey Robinson úr Njarðvík og Larry
Houzer, fyrrum KR-ingur.
Íshokkí
NHL-deildin
Leikur á miðvikudag:
Philadelphia - San Jose............6:2
Leikir á fimmtudag:
Winnipeg Jets - Edmonton...........3:2
Pittsburgh Penguins - Toronto......3:3
■ Eftir framlengingu.
Buffalo - New York Rangers........11:6
Detroit Red Wings - Ottawa.........5:4
I Eftir framlengingu.
Quebec - Hartford..................6:2
Calgary Flames - Montreal..........5:3
Minnesota - Bpston Bruins..........5:3
Chicago - Tampa Bay................5:0
St Louis - New York Islanders.....5:1
Vancouver - Los Angeles Kings.....4:0
Leikið á nýársnótt:
Washington - New Jersey............9:2
Ruðningur
Bandarísku háskólamótin, úrslitaleikir
Alabama - Miami.................34:13
Michigan - Washington...........38:31
Florida State - Nebraska........27:14
Notre Dame - Texas A&M..........28: 3
Georgia - Ohio State............21:14
Stanford - Penn State...........24: 3
Tennessee - Boston College......38:23
Syracuse - Colorado.............26:22
RADA UGL YSINGAR
París - „au pair11
Óska eftir meðleigjanda í 2ja herbergja íbúð
með „au pair“ stúlku. Húsgögn og þvottavél
fylgja.
Upplýsingar í síma 90331-4977-5575
(Helga).
Tilboð
Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka
mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af
bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn-
um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land.
Upplýsingar í símsvara 91-671285.
Ijónasliqðunðrslin
# # Drajihalsi 14-16, í 10 Reykjavik, simi 6 71120, telrfax 672620
"W TJÓNASKODUNARSTÖÐ
Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur
Sími 683400 - Telefax 670477
Tilboð
óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til
sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn
4. janúar 1993, kl. 8-17.
Tilboðum sé skilað samdægurs.
Vátryggingafélag íslands hf.
- Tjónaskoðunarstöð -
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf
Ármúli 4, 108 Reykjavik
Slmi: (91) 695000 Símabróf: (91) 695010
Útboð
Predikunarstóll
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. fyrir
hönd sóknanefndar Hallgrímskirkju, óskar
eftir tilboði í smíði og uppsetningu predikun-
arstóls í Hallgrímskirkju.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðju-
deginum 5. janúar nk. á Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, 108 Reykja-
vík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf. fyrir kl. 11.00 föstudaginn
15. janúar 1992, en þá verða þau opnuð að
viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess
óska.
Hafnargata 90, Keflavík
Tilboð óskast í innréttingu á hæfingarstöð
fyrir fatlaða, Hafnargötu 90, Keflavík.
Stærð húsnæðisins er 280 m2.
Verktími er til 1. maí 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með mánu-
deginum 4. janúar til og með fimmtudeginum
14. janúar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupa-
stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, þriðjudaginn
19. janúar 1993 kl. 11.00.
INIMKAUPASTOFNUN RÍKISIIMS
_______BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK_
UTIVIST
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma f kvöld
kl. 20.00.
Ungt fólk
ffölj meðhlutverk
CroSI YWAM - Island
Samkoma í Breiðholtskirkju. í
kvöld kl. 20.30.
Lofgjörð og fyrirbænir, Halldóra
Ólafsdóttir predikar.
Mundu að Jesús Kristur lifirl
Hallvcigarstig 1 • simi 614330
Dagsferðir í janúar:
Sunnudaginn 3. janúar
Kl.10.30 Nýárs- og kirkjuferð í
Skálholt. 1. áfangi skólagöngu.
Föstudaginn 8. janúar
Kl. 20.00 Tunglskinsganga.
Sunnudaginn 10. janúar
Kl. 10.30 Stóri-Bolli, gamalleld-
gígur í Grindaskörðum.
Sunnudaginn 17. janúar
Kl. 10.30 Skólagangan 2. áfangi.
Sunnudaginn 24. janúar
Kl. 10.30 Innstidalur.
Sunnudaginn 31. janúar
Kl. 10.30 Skólagangan 3. áfangi.
Helgarferð íjanúar:
22.-24. janúar: Þorrablót í
Heimalandi.
Sjáumst öll f ferð með Útivist
á nýju ári.
Útivist.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustrati 2
Mánud. kl. 20.00: Jólafagnaður
Heimilasambands og Hjálpar-
flokks. Hugvekja: Frú kaftein
Anne Merete Jakobsen.
Velkomin(n)!
fómhjáip
Almenn samkoma í Þríbúðum í
dag kl. 16.00. Mikill söngur.
Samhjálparkórinn tekur lagið.
Vitnisburðir. Barnagæsla.
Ræðumaður Óli Ágústsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.