Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 51

Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 51 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Nýtt heimilisár! Sönn stjómviska er fólgin í því að breyta þjóð úr því sem hún er í það sem hún á að vera. Þessi spekiorð W.R. Algers þykja svo viturleg að þau lifa í bókum, meira að segja þýdd á íslensku. Um áramót er til siðs að líta um öxl og meta hvemig til hefur tekist. Hvemig ætli hafí nú í þessu ljósi tekist til hjá okkur? Þá vandast málið. Ætli nokkur hafí velt því fyrir sér á hvaða róli þessi þjóð skuli vera? Við getum að minnsta kosti litið á hvert hefur stefnt með hana á und- anfömum áratuj eða svo. I skuldafenið? Það hefur tekist takk bærilega. Þar sitjum við nú um þessi áramót. Greið- um orðið í af- borganir og vexti af erlend- um lánum nán- ast þriðjung af út- flutningstekjum okkar og emm enn að bæta á klifjam- ar, þegar samdráttur er í helstu greiðslumyntinni, útflutning- svörunum fiski, málmblendi og áli. Nú getum við hneykslast rækilega, sagt bannsettir skúrkamir, stjómmálamennim- ir, stórgróðamennirnir og allir hinir, sem hafa sett allt í skuld- ir og eiga svo ekki fyrir þeim! Kemur þá ekki í ljós að það em skuldir heimilanna, sem hraðast hafa vaxið. Hafa tvöfaldast undanfarin átta ár, meðan skuldir fyrirtækjanna hafa nán- ast staðið í stað, samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Það emm við sjálf sem höfum verið að auka skuldimar. Skuld- ir heimilanna hafa hækkað úr 26% af því sem framleitt var í landinu 1984 upp í 61% af landsframleiðslunni. Þrír fjórðu hlutar af allri skuldaaukning- unni hafa orðið á heimilunum í landinu. Ríkið hefur meira að segja ekki haft roð við heimilun- um á þessu sviði, skuldir þess aðeins hækkað úr 14% í 26% af þessari sömu landsfram- leiðslu á sama árabili. Ja héma! Eiga þá ekki flest heimilin miklar eignir og/eða sparifé, sem bjargar er í harðbakkann slær? Aðallega höfum við víst verið að síauka neyslu umfram tekjur. Aukning þjóðartekna hefur mest verið drifín áfram af einkaneyslu, segir í útreikn- ingum Seðlabankans. Nú á þessu ári fömm við með hærra hlutfall af landsframleiðslunni til neyslu en nokkm sinni. í áratug höfum við verið að auka neysluna þar til komið er upp í 83% af landsframleiðslu og hærra en þekkist hjá öðrum iðnaðarþjóðum. Það sem við höfum þá orðið umfram það sem við „étum jafnóðum upp“, er ekki nema 17%, sem duga á til alls annars. I samdrættinum hefur fólk minna milli hand- anna, þetta hlýtur að vera breytt, segja margir. En þá kemur í ljós að samdrátturinn í innflutningi á fyrstu 10 mán- uðum þessa árs er nær allur í vömm til atvinnuveganna, í fjárfestingar- og rekstrarvörum og olíu. Innflutningur neyslu- varnings, þ.e. matvæla, fatnað- ar, heimilistækja, lyfja og tób- aks o.s.frv. er nánast sá sami og var á árinu 1991, en þá hafði hann einmitt aukist langt umfram það sem nokkur maður hafði ímyndað sér frá árinu á undan. Aðeins vom færri einka- bílar fluttir inn nú en árið á undan, en þá höfðu líka bíla- kaupin rokið upp. Hvemig ætli fólk fari að því að kaupa svona mikið til daglegrar neyslu og fjárfesta svona glatt? Þó mann blóðlangi til. Ætli það nurli og eigi eitthvað í handraðanum? Nei, spamaður umfram skuldir fer hraðminnkandi, enda er svo ljótt að eiga aura sem kunnugt er, það getur enginn látið um sig spyijast. Fær líka vísast bágt fyrir. Hvernig fer fólk þá að þessu? Nú, lán hafa staðið til boða, lánsfé verið aukið og ekki leng- ur skammtað. Allt orðið svo miklu frjálslegra. Því skyldi fólk þá ekki taka lán þegar þau bjóð- ast? Auk þess hefur einmitt á þessu tímabili stóraukist fyrir- greiðsla ríkisins á húsnæðislán- um og alla langar auðvitað til að byggja - stórt og myndar- lega. I Reykjavík einni hefur úthlutun lóða aukist gífurlega frá þvi í ágúst sl. með rýmri greiðsluskilmálum á gatnagerð- argjöldum, sem þá má fresta borgun á ef maður á engan eyri. Allt ber þetta vott um vel- gengni heimilanna á liðnu ári, hvað sem atvinnu og fram- leiðslu líður. Fyrir það ber að þakka gamla árinu sem er að kveðja, eða hvað? Nú er nýtt ár að ganga í garð, 1993. Bamið að taka við af öldungnum. Og það tekur auðvitað við öllurrr skuldunum, eins og börn og afkomendur hvers heimilis eiga eftir að gera á komandi árum. Á nýja árið falla afborganir og vextir. Af skuldunum og af óheftri greiða- semi og velvild. Haft er fyrir satt að gildi samfélagsins bygg- ist er fram í sækir á gildi þeirra einstaklinga sem mynda það. Einu sinni voru börnin þjálfuð í að taka ekki allar gómsætu kökurnar af diskinum þótt þeim væri boðið í ókunnum húsum. En það er löngu liðin púkaleg uppeldistíska. Sjálfsagt að taka allt sem á boðstólum er, því mann langar svo, mann langar svo ... Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega, og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. orti Kristján Jónsson fjalla- skáld, sá hinn sami sem líka sagði fjarska dapur þegar allt var honum horfíð og hann átti hvergi heima: Yfír kaldan eyði- sand,/ einn um nótt ég sveima. ÞEIR SEM ÆTLA AÐ AVAXTA UM 30 MILLJARÐA TAKA AMÐVITAÐ ENGAAHÆTTU KIÖRBÚK LANDSBANKANS GAF 3,0-5r0% RAUNÁVÖXTUN ARIÐ1992 Innstæöa á tæplega 100 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals um 30 milljarðar. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaöarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun á árinu 1992 var 4,6-6,6% Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,0%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,4% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,0%. Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1993. Landsbanki íslands Banki ailra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.