Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Nýársávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur
Fullveldishugsj ónin
er fjöreg-g- okkar
Góðir íslendingar, góðan dag og
gleðilegt nýtt ár.
Nú sem fyrr við áramót leiðum
við hugann að þeim sem okkur voru
kærir og horfið hafa sjónum á liðnu
ári. Þessir vinir lifa áfram í minning-
um okkar, eru hluti af lífinu og því
tímanna safni sem mótar hvern ein-
stakling. En um leið og við minn-
umst með þökk genginna manna og
horfinna kynslóða fögnum við og
bjóðum velkomna alla þá sem í okk-
ar hóp hafa bæst, ekki síst börnin
sem fæðst hafa og við viljum alls
til kosta svo þau eigi sér glæsta
framtíð í landinu. Þar eru fólgnar
vonir okkar allra.
A þessum tímamótum er mér
sjálfri ofarlega í huga, að á nýliðnu
ári var mér í fjórða sinn trúað fyrir
því að fara með embætti forseta
Islands. Ég vil af heilum huga þakka
það traust sem mér var þá sýnt og
alla þá vinsemd sem þjóðin hefur
veitt mér í starfi mínu, hlýjar óskir,
góðar ábendingar, holl ráð sem koma
úr ýmsum áttum og við líkleg sem
ólíkleg tækifæri.
Á undanförnum mánuðum hefur
okkur íslendingum orðið tíðrætt um
erfiðleika sem að okkur steðja. í
annað skipti í sögu lýðveldisins
stöndum við frammi fyrir alvarlegu
atvinnuleysi. Og atvinnuleysi veldur
margþættu böli: Það leiðir ekki ein-
ungis fátækt yfir þann sem fyrir því
verður og hans skyldulið, það dæm-
ir menn úr leik frá virkri þátttöku
í samfélaginu og rýrir þar með sjálfs-
traust þeirra og þá sjálfsvirðingu
sem hveijum manni er nauðsynleg
til gæfu - auk þess sem atvinnuleysi
er líklegt til að grafa undan þeirri
samstöðu sem okkur er nauðsynleg
til að takast á við verkefni okkar
og þjóðarskyldur.
Þegar svona stendur á er nauð-
synlegra en oft ella að við gerum
okkur grein fyrir að erfiðleikar eru
tvenns konar. Annars vegar eigum
við einatt við skammtímavanda að
etja. Hins vegar geta svo við blasað
erfíðleikar sem aðeins verða
leystir á löngum tíma. Um
það er samstaða meðal allra
landsmanna að atvinnuleysið
sé vandi sem okkur ber skylda
til að leysa og við getum leyst
og þannig er greinilegt að við
lítum á það sem skammtíma-
erfiðleika og munum ráða
fram úr þeim sem slíkum.
Það hefur engum dulist
síðustu árin að veröld okkar
er breytingunum háð.
Kannski fínnst okkur einmitt
vera að fást í kringum okkur
endanleg sönnun þess að
hann hafi haft rétt fyrir sér,
gríski heimspekingurinn sem
hélt því fram að allt streymdi,
nú eða þá Jónas Hallgrímsson
sem staðhæfði að „mönn-
unum munar, annað hvort
aftur á bak ellegar nokkuð á
leið.“ Fyrir þeim hugsuðum
var engin kyrrstaða möguleg.
Við horfum á landamæri
bre'ytast, múra hrynja, nýjar
þjóðir rísa upþ, og allt má
það verða okkur til áminning-
ar um að Iokastöðu verður
aldrei náð, að allt er ferli. Það
getur meira að segja orðið
þjóðinni hættulegt, trúi hún
því nokkurn tíma að hún sé komin
á lckareit í baráttu sinni fyrir betra
og fegurra mannlífí.
Eitt af því sem má jafnan minna
okkur á hverfulleikann og breyting-
amar er það sem Kristján Eldjárn
nefndi „lífbeltin tvö“, sem umlykja
okkur í hafínú og á landi. Ég hefí
áður drepið á það um áramót, hve
mikilvæg umhyggja okkar er fyrir
lífbeltunum tveim, arfi kynslóðanna.
Við gjöldum þess nú að hafa farið
illa með auðlindir hafsins. Þar erum
við á báti með fjölda þjóða sem mikl-
ar áhyggjur hafa af lífinu í sjónum.
Og við þurfum eins og margir aðrir
að leggja okkar af mörkum við skyn-
samlega, verndun og ræktun á því
lífi sem þar verður til.
Við höfum líka leikið landið grátt
á liðnum öldum. En á síðastliðnum
áratugum hefur okkur tekist að
sanna það fyrir sjálfum okkur, að
við getum stundað landvinninga inni
á okkar eigin landi, rétt eins og við
færðum landhelgina lengra út á
hafið. Hver fermetri lands sem okk-
ur tekst að græða upp á íslandi er
sigur fyrir alla þá sem standa
frammi fyrir þeirri vá, að allt að
einni smálest af jarðvegi tapast á
ári á hvert mannsbarn í heiminum.
Ef okkur, hér rétt sunnan við heim-
skautsbaug, tekst að vinna til liðs
við okkur örfoka land, þá er það
sannarlega saga til næsta bæjar, til
annarra landa sem eiga einnig við
jarðvegseyðingu að stríða. Hvar sem
menn koma saman til að fjalla um
ástand jarðar telst það mikil frétt,
að íslendingum hafí tekist að ná
þeim áfanga að gróðursetja sextán
tré á ári á hvert mannsbarn - og
bregða menn þá gjarna á skáldlegan
talnaleik um það sem gerast mundi
ef fleiri þjóðir gerðu slíkt hið sama.
Á nýliðnu ári urðu trén okkar reynd-
ar tuttugu talsins á hvert manns-
barn. - Við höfum einnig náð umtals-
verðum árangri í landgræðslu þótt
ekki hafí enn tekist að snúa þar
vörn í sókn.
Viðleitni okkar til þess að verja
og vernda lífbeltin tvö stendur og
fellur með því að okkur lærist til
fullnustu að bera virðingu fyrir ytra
umhverfi okkar. En alveg á sama
hátt er okkur nauðsynlegt að tileinka
okkur virðingu fyrir mörgu öðru.
Þar verður meðal annars nauðsyn-
legt að spyija hvort vera kunni ein-
hveijar þær þverstæður í skapgerð
okkar íslendinga sem ráða því að
okkur sé áfátt í sjálfsvirðingu okkar
og sanngirni í garð annarra?
Okkur er annt hveiju um annað
þegar á bjátar og vissulega er í því
fólgin umhyggja, virðing og tillits-
semi. En hvert okkar og eitt óskar
þess að eiga virðingu annarra öllum
stundum. Samt er það svo að mörg-
um reynist erfitt að virða stefnumál
og skoðanir samferðamanna sinna
og sýna fyllstu tillitssemi gagnvart
mönnum og málefnum. Réttur hvers
og eins til að segja hug sinn allan,
vera á öðru máli en maðurinn í
næsta húsi eða konan á hæðinni
fyrir ofan er í raun hornsteinn lýð-
ræðisins.
Virðing fyrir öðru fólki, virðing
fyrir skoðunum annarra, er óijúfan-
lega háð því að við eigum þann
sjálfsaga sem sprettur af
virðingu hvers einstaklings
fyrir sjálfum sér. í öllu upp-
eldi, hvort heldur er á heimil-
um eða í skólum, er það rækt-
un þess þáttar sem ég vildi
helst óska að lögð væri stund
á. Því án sjálfsvirðingar ein-
staklinganna er okkur ógn-
vekjandi hætta búin.
Vitanlega er aðgátar þörf
á þessu sviði eins og öðrum
og hér er ekki verið að talá
um þá freku sjálfsréttlætingu
og tillitsleysi sem við vitum
öll að oft stendur gagn-
kvæmri virðingu fyrir þrifum
og um leið sameiginlegu afli
okkar til átaka.
Ég minntist áðan á kyrr-
stöðu og hreyfingu. Oft kom-
umst við svo að orði um börn-
in okkar og unga fólkið að
nú séu þau að verða búin að
læra. Og líklega erum við of
sjaldan á það minnt að ein-
mitt í menntun er ekki til
neinn lokaáfangi, ekkert sem
heitir að vera búinn að læra.
Því menntun einstaklinga og
menntun þjóða, sem allir eru
sammála um að sé undirstaða
velferðar um alla framtíð, á
sér engin verkalok. Þar má aldrei
láta staðar numið heldur verðum við
ævinlega að vera reiðubúin að endur-
skoða þekkingú okkar og kunnáttu,
bæta við og breyta, skilja og skil-
greina upp á nýtt.
Á liðnum vikum og mánuðum
hefur hart verið glímt á vettvangi
stjómmála um þær ráðstafanir sem
vænlegastar em taldar til að vinna
bug á efnahagslegum þrengingum
þjóðarinnar nú um stundir. Rætt
hefur verið um aðferð alla, hvemig
tekjum skal varið og byrðum skipt.
Þau viðfangsefni stjórnmálamanna
eru hin sömu, hvort sem vel árar
eða illa.
Hitt er nýrra að Alþingi hafi til
umfjöllunar aðild íslands að sam-
ktarfí evrópskra ríkja um efnahags-
mál, alþjóðlegan samning sem haft
getur í för með sér miklar breyting-
ar á íslensku þjóðfélagi. Tekist er á
um mat á áhrifum samningsins.
Annars vegar kemur fram það við-
horf að samningurinn muni hafa þau
áhrif að mikilvægar ákvarðanir verði
ekki í okkar eigin höndum með sama
hætti og verið hefur. Hins vegar er
mælt fyrir því sjónarmiði að samn-
ingur um evrópskt efnahagssvæði
sé einungis eðlilegt framhald af
skuldbindingum sem einstök ríki
hljóta að taka á sig í auknu alþjóð-
legu samstarfi.
Sá margþætti ágreiningur er
tengist umræðum um evrópskt efna-
hagssvæði dylst engum sem fylgst
hefur með þjóðmálaumræðu á því
ári sem nú er liðið. Hann hefur klof-
ið samtök og flokka og jafnvel hug
einstaklinga í rökræðum þeirra við
sjálfa sig um kosti og galla slíks
samstarfs. Von tekst á við ótta svo
að vogaskálar samþykkis og synjun-
ar nsa og hníga til skiptis.
Á því ári sem nú er gengið í garð
verða liðnir þrír aldarfjórðungar frá
hinum stærsta sigri sem við Islend-
ingar unnum í sjálfstæðisbaráttu
okkar - frá gildistöku laga er gerðu
ísland að fullvalda ríki, lögðu grund-
völl að sambandsslitum við Dani og
ruddu okkur þannig braut að fullu
sjálfstæði þjóðarinnar og endurreisn
lýðveldis á íslandi. Fullveldi þjóðar-
innar á því að vera okkur ofar í
huga á nýju ári en endranær. En
um leið verðum við að vera minnug
þess að fullveldi er ekki þess eðlis
að því sé náð og síðan megi setjast
um kyrrt. Fullveldi er þróunarferli,
síbreytilegt eins og annað í mann-
heimum.
" BARNADANSNÁMSKEIÐ '
í Grafarvogi og Mjódd
Mánudaga í sal Sjáifstæðisfélagsins
í þjónustumiðstöðinni við Hverafold 1-3
(12 tíma námskeið) og
þriðjudaga og laugardaga í sal Þjóðdansa-
félagsins í Álfabakka 14 A Mjódd
(12 tíma námskeið)
Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd.
3-4 ára
5-6 ára
7-8 ára
9 ára og eldri
GRAFARVOGUR
Mánudögum
Kl. 17.00-17.30
Kl. 17.40-18.10
Kl. 18.15-19.00
Kl. 19.05-20.05
MJÓDD
Þriðjudögum
Kl. 17.00-17.30
Kl. 17.40-18.10
Kl. 18.15-19.00
Kl. 19.05-20.05
MJÓDD
Laugardögum
Kl. 10.00-10.30
Kl. 10.35-11.05
Kl. 11.10-11.55
Systkinaafsláttur er 25%
Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar 1993
Við bjóðum upp á
sértíma fyrir leikskóla
- og aðra hópa eftir
samkomulagi.
/UNl
Innritun og upplýsingar í síma 681616.
Þrír aldarfjórðungar eru skammur
tími á mælistiku heimssögunnnar en
nálgast þó að vera sá jafnaðarævi-
tími sem forsjónin færir hveijum
íslendingi nú á dögum.
Efst hlýtur okkur öllum að vera
í huga hvernig hægt er að efla sam-
stöðu okkar um fullveldi þjóðarinnar
og sjálfstæði landsins; samstöðu um
þann skilning að fullveldi okkar sé
verkefni sem sífellt þarf að vinna
og aldrei má leggja til hliðar. Allir
þurfa að gera sér þess fulla grein
að fullveldið býr í okkur sjálfum; í
því felst lífsafstaða okkar og öll-
framganga á hveijum tíma.
Fullveldi er því fólgið að við stönd-
um vörð um íslenska menningu á
hveiju sem dynur, að við eigum okk-
ur raust í heiminum, að við höldum
fullri reisn og látum aldrei efnahags-
legar aðstæður draga úr okkur lífs-
þrótt og baráttuvilja. Við megum
ekki snúast hvert gegn öðru í leit
að sökudólgum; við megum ekki
glata umburðarlyndi og virðingu því
aldrei skiptir það jafn miklum sköp-
um að við sýnum samstöðu og þegar
á móti blæs.
Fullveldishugsjónin er fjöregg
okkar. Hún á að efla með okkur
þjóðlega eindrægni. Hún má ekki
víkja fyrir mótbyr í stundarvanda
heldur ber okkur að sækja til hennar
styrk og hvatningu. Við þurfum að
sýna djörfung, dug og fyrirhyggju.
Sérhver framför í sögu okkar hef-
ur verið knúin af afli hugsjóna. Oft-
sinnis hefur þó rekum verið kastað
á framsæknar hugmyndir og hug-
sjónir manna sem sáu ef til vill
lengra fram í tímann en samferða-
menn þeirra. En hugsjónir lifa og
kenna okkur að sífellt má bæta hag
manna og þjóða, að ekkert er full-
komnað og sífellt má sækja fram.
Hugsjónir eru ómetanlegur orku-
gjafi. Þær eru ekki draumórar, held-
ur geta þær verið leiðarljós að betri
kjörum og bættum heimi. Fram-
kvæmd þeirra brúar bilið milli
áforms og veruleika.
Við höfum þörf fyrir hugsjónir
nú, ekki síður en fyrrum, hugsjónir
sem kveða niður þá nauðhyggju að
ástandi andartaksins verði ekki
breytt, hugsjónir sem vísa því á bug
að íslensk þjóð þurfí að sitja föst í
doða, úrtölum og úrræðaleysi.
Stundarerfiðleikar og ágreiningur
um leiðir að sameiginlegum mark-
miðum eru eðlileg og síendurtekin
viðfangsefni sjálfstæðrar þjóðar. Og
öll vitum við innst inni að það eru
viðfangsefni sem við ráðum við, því
að við getum stuðst við þann lærdóm
og þá þekkingu sem við drögum af
fortíð okkar. Við getum hagnýtt
hugvit okkar og handafl til að standa
saman um það sem mestu skiptir
fyrir framtíð okkar í landinu - menn-
ingu okkar og sjálfstæði.
Um leið vitum við líka að hugar-
far getur verið örlagavaldur í lífí
þjóða og ýmsum hefur reynst dýr-
keypt að glata trú á framtíðina. Það
má aldrei gerast enda höfum við
alla burði til að komast vel af. Síst
af öllu megum við misbjóða börnum
og ungmennum með bölsýni og von-
leysi. Til þess er heldur engin
ástæða. Glæsileg verkefni á svið
mennta og menningar, hátækniiðn-
aðar, umhverfismála - sjálfstæð við-
fangsefni og samstarfsverkefni með
öðrum þjóðum allt bíður þetta hand-
an næsta leitis. Það eina sem þarf
er einbeittur vilji til verka, vilji til
að gera betur en hingað til. Þórarinn
skólameistari Björnsson komst svo
að orði í skólasetningarræðu fyrir
hartnær fjörutíu árum:
Mannshugsjón norrænna manna
var drengskapur, en drengur heitir
vaskur maður og batnandi, segir
Snorri. Þessi skilgreining er stór-
merkileg. Fyrst er talað um vask-
leika. Það þarf vaskleikann, átakið
til alls manndóms. Og þó er hitt
orðið, sem valið er, batnandi, enn
merkilegra. Krafturinn einn er ekki
nógur. Hann getur verið bæði af því
góða og illa. Hann verður að meta
siðferðilegu mati. Og það er ekki
einu sinni nóg að vera góður, heldur
batnandi. Mestu varðar að stefna í
rétta átt, sækja á brattann, upp,
hærra.
Góðir íslendingar. Ég geri þessi
orð hins merka skólamanns að brýn-
ingu minni á þessari stundu. Megi
gæfa fylgja okkur á nýju ári og um
alla framtíð. Guð blessi land og þjóð.