Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
41
FERÐALÖG
Unnur Guðjónsdóttir ballett-
meistari er nýkomin úr
þriggja vikna ferð um Kína og
Tíbet. Þetta var í fyrsta sinn sem
hópur íslenskra ferðamanna fer til
Tíbet og fjórða ferð Unnar til Kína,
en aðspurð kvaðst hún snemma
hafa fengið áhuga á þessum tveim-
ur fjarlægu löndum.
„Eg var bara smástelpa þegar
ég fór að velta fyrir mér hvers
konar staður á jörðinni Kína væri,“
sagði Unnur. „Mamma átti nefni-
lega lítið þrífætt bronsker frá Kína,
sem ég handfjatlaði oft og ég velti
mikið fyrir mér hvað skrítna mun-
strið á kerinu táknaði. Áhugi minn
á Tíbet vaknaði hins vegar þegar
ég fjórtán ára gömul las bókina
„Sjö ár í Tíbet" eftir Heinrich
Harrer."
Unnur kvgðst hafa farið fyrst
til Kína árið 1983, er hún ferðað-
ist ein síns liðs um landið í rúma
tvo mánuði. „Eftir þá ferð var ég
komin með landið „á heilann“, eins
og stundum er sagt. Á ferð minni
um Kína árið 1991 komst ég lang-
leiðina til Tíbet, en fékk ekki leyfi
til að fara inn í landið. Ég gafst
samt ekki upp og eftir að hafa
farið til Kína síðastliðið vor með
21 íslending fór ég núna í október
með sextán manna hóp í ferð um
Kína, þar af 6 daga í Tíbet.
Unnur segir að ferðin til Kína
og Tíbet hafi verið mikið ævintýri
fyrir alla sem tóku þátt í henni. 1
báðum þessum löndum byggju
fornar menningarþjóðir og þar
væri að vonum margt áhugavert
að sjá. Tíbet væri að sjálfsögðu
alveg sérstakt land bæði vegna
rótgróinna siðvenja íbúanna og
einnig vegna legu sinnar og hæðar.
„Við fundum auðvitað til óþæg-
inda fyrst í stað vegna hæðarinn-
ar. Kínveijarnir sem skipulögðu
ferðina fyrir mig urðu skelfingu
lostnir þegar þeir sáu hversu margt
fullorðið fólk var með mér, sá elsti
var nefnilega 83 ára. En sá lét
engan bilbug á sér finna heldur
gekk þvert á móti oft fram
úr okkur hinum enda vanur
fjallamaður að heiman. Eftir
tvo daga í Tíbet voru allir bún-
ir að jafna sig hæðinni og
loftslaginu og við fórum hæst
í 5.350 metra yfir sjávarmál.
Ég viðurkenni þó að mér létti
mikið þegar við höfðum Tíbet
að baki og allir voru heilir á
húfi, enda söng ég ljóðlínuna
,,..og allir komu þeir aftur og
enginn þeirra dó“, af meiri inn-
lifun en nokkru sinni fyrr þegar
hópurinn tók „Kátir voru karl-
ar“ á flugvellinum í Beijing á
heimleiðinni."
Unnur er ekki af baki dottin
því nú ætlar „Kínaklúbbur Unnar“
í þriðja sinn til Kína í lok janúar.
Það verður tveggja vikna ferð og
lét Unnur þess getið að enn væri
pláss fyrir áhugasama ferðafé-
laga. En áður en af þeirri ferð
verður mun Unnur efna til dans-
sýningar með nemendum úr List-
dansskóla Islands í Norræna hús-
inu hinn 24. janúar næstkomandi.
Þetta verður danssýning fyrir böm
með dönsum eftir Unni, en sýning-
in var pöntuð af Norræna húsinu
í tilefni af 25 ára afmæli hússins.
Unnur Guðjónsdótt-
ir ballettmeistari sýn-
ir hér kínverskan dans í tilheyr-
andi búningi, en hún hefur tekið
ástfóstri við Kína og hefur skipu-
lagt. hópferðir þangað og til Tí-
bet.
Mannlífið er ólíkt í Tibet og á íslandi.
Hópurinn sem fór til Tíbet í október síðastliðnum.
31 W
L»' / Á
L Æ
AFSL r*
Otsah
Okkar árlega vetrarútsala
hefst í fyrramálið kl. 9.
ledurtöskur á öllum fataefnum
RUSSKINNS'
TÖSKUR
Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði
Sími 651660