Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
Hrossarækt í Þýskalandi
- segir Heidi Schwörer hrossa og
hundaræktandi í Schloss Neubronn
Á lieitum sumardögum geta
hrossin leitað skjóls undan hit-
anum og flugum í hesthúsið og
ganga þau þá í gegnum plast-
strimla svipaða og notaðir eru
fyrir dyrum frystiklefa í frysti-
húsum. Komast hrossin fljót-
lega upp á lag með að ganga í
gegnum plastvegginn.
Heidi heldur hér í tvær hryssur
undan Stíganda. Sú til vinstri
heitir Kjúka undan hryssu und-
an Héðni frá Vatnagörðum en
hin hryssan er Eyrún.
Einn af ungu stóðhestunum, Safír undan Stíganda frá Kolkuósi.
________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
í HESTAÞÆTTI síðastliðinn
þriðjudag var fyrri hluti við-
tals við Heidi Schwörer sem
er formaður ræktunarráðs
IPZV (Samband eigenda ís-
lenskra hesta í Þýskalandi).
Sjálf stendur Heidi fyrir nokk-
uð umfangsmikilli ræktun og
eiga hestar þar ekki eingöngu
hlut að máli því hún ræktar
einnig íslenska hunda. Heidi
býr ásamt fjölskyldu sinni í
miklum kastala sem kallast
Schloss Neubronn við þorpið
Neubronn sem er um 50 kíló-
metra austur af Stuttgart.
Eftir að hafa spjallað við hana
um ræktunina almennt í Þýska-
landi beindist athyglin að hennar
eigin r?;ktun sem hófst 1972.
Árið 1980 kaupir hún Stíganda
frá Kolkuósi frá Sviss en út af
honum er kominn mikill ættbogi
á meginlandinu. Það sem meira
er margir góðir og athyglisverðir
hestar eins og Þór frá Sporz sem
gerði garðinn frægan á Evrópu-
mótinu 1983 þegar Andreas
Trappe sigraði fjórganginn og
undan Þór er svo sá frægi stóð-
hestur Týr frá Rappenhof en
þeir félagar unnu bæði tölt og
fjórgang á síðasta heimsmeist-
aramóti. Einnig keypti hún
hryssuna Perlu frá Kolkuósi með
Stíganda en hún er undan Herði
591 frá Kolkuósi.
Stífar hreyfingar í
Kolkuóshrossunum
Gustur frá Schloss Neubronn
undan Þór frá Sporz og Báru-
Brún frá Sauðárkróki, Aldur frá
Votmúla undan Létti frá Sauðár-
króki og Dúnu frá Stóra-Hofi.
Áður en Blakkur kom til sögunn-
ar hafði hún notað Funa frá
Kolkuósi. „Funi gaf falleg hross
en þau höfðu þessar stífu hreyf-
ingar eins og önnur hross af þess-
um meiði,“ segir Heidi og bætir
við „í minni ræktun koma saman
þijár línur það er Sauðárkrókur,
Kolkuós og Kirkjubær kemur
einnig þarna við sögu. Ég tel að
blendingsræktun sé árangursrík-
ari en innrækt eða skyldleika-
ræktun.“ Þessu næst barst talið
Thomas lagði á hryssuna Eyrúnu frá Schloss Neubronn en hún
er undan Stíganda 625 frá Kolkuósi og Kötlu frá Hlöðum.
Markmiðið er ásetugóð tölt-
hross með góðar hreyfingar
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Albert Jónsson í Votmúla dvaldi í Schloss Neubronn í tvær vikur við aðstoð við þjálfun og er hann hér
í góðum félagsskap Heidi Schwörer og Thomasar Haag tengdasonar hennar ásamt tveimur sviss-
neskum stúlkum sem voru gestkomandi i höllinni og íslensku hundarnir eru aldrei langt undan.
„Stígandi gaf ákaflega falleg
og vel byggð hross sem eru góð
í umgengni en örlítið viðkvæm,“
segir Heidi þegar hún kemur inn
á lítilsháttar stefnubreytingu í
ræktuninni hjá sér. „Fljótlega
kom í ljós stífleiki í gangi hjá
mörgum afkvæma hans og ég
gerði mér grein fyrir því að þetta
yrði ég að rækta út úr stofninum.
Ef ég gerði ekkert í málinu sæti
ég upp með þennan stífleika í
öllum mínum hrossum eftir fáein
ár. Ákvað ég því að fá mér ann-
an stóðhest og fór því til íslands
og skoðaði mikinn fjölda kyn-
bótahrossa. Þar hitti ég þá Sigur-
bjöm Eiríksson á Stóra-Hofi og
Albert Jónsson og bar ég vanda-
mál mitt undir þá. Niðurstaðan
varð sú að ég keypti stóðhestinn
Blakk frá Stóra-Hofí en hann er
undan Sörla 653 frá Sauðárkróki
og Nótt frá Kröggólfsstöðum.
Þorkell Bjamason hrossaræktar-
ráðunautur leit á hestinn og taldi
hann vera í lagi,“ segir Heidi.
Blakkur var notaður í þijú ár en
er nú í biðstöðu. Hún hefur þann
háttinn á að hún notar nýja stóð-
hesta í tvö til þijú ár en bíður
með frekari notkun þar til af-
kvæmin hafa verið tamin og far-
ið að skýrast hvers má vænta
af stóðhestinum. Elstu afkvæmin
eru nú á fimmta vetur þannig
að síðar á árinu ætti að vera ljóst
hvort Blakkur er hæfur til áfram-
haldandi notkunar. Hún segist
binda miklar vonir við Blakk. „Ég
held ég hafí verið mjög heppin
með stóðhest í þetta skiptið,"
segir hún.
Blendingsræktunin
árangursríkari
Aðrir hestar sem notaðir hafa
verið í Schloss Neubronn eru
að BLUP-inu og þótt margir
aðdáendur þess séu sammála
Heidi um að blendingsræktun sé
vænlegri en innræktun þá er hún
frekar fráhverf BLUP-inu. „Nú
á tölvuöld er BLUP-ið er mjög
áhugavert að mörgu leyti og get
ég vel skilið að yngra fólkið hafí
áhuga fyrir því. Sjálf hef ég efa-
semdir um það þegar teknir em
saman svo margir þættir sem
ekki er hægt að vega eða mæla
eins og gert er í til dæmis naut-
gripa- og svínarækt. Ég óttast
það ef hrossaræktendur fari að
einblína um of á tölvuna í rækt-
unarstarfínu því þetta byggist
mikið á tilfinningunni. Það er auk
þess annað þrennt sem þarf að
fylgjast að ef góður árangur á
að nást í hrossarækt, en það er
peningar, þolinmæði og heppni.
Varðandi notkun á BLUP-inu hér
í Þýskalandi þá vantar of mikið
af upplýsingum um hrossin til
að hægt sé að nota það að svo
komnu máli enda ekki á áætlun
að gera það.
Kann vel að meta hrossakjöt
Alls eru um 60 íslensk hross
í Scloss Neubronn sem skiptast
þannig að þessa stundina eru
ræktunarhryssumar 12, stóð-
hestamir era 6 og 10 reiðhestar.
Annað er svo ungviði í uppeldi.
Undir þetta hefur Heidi um 52
hektara lands, um þriðjungur
þess er í hennar eigu en 2/3 hluta
leigir hún. Hluti af landinu er
heyjað og er hún sjálfri sér nóg
um hey en kornið þarf hún að
kaupa. Hún segist fóðra hrossin
mikið á höfrum og með þeim fá
þau steinefnablöndu. Ekki var
það ætlunin að ræða hrossaslátr-
un við formann ræktunarráðsins
en óvart barst talið í þá áttina
og sagði Heidi að það væri
kannski dragbítur á þýska
hrossarækt hvað menn slátruðu
lítið af hrossum því bókstaflega
allt væri sett á hversu ljótt eða
lélegt sem það væri. Sjálf sagðist
hún kunna vel að meta hrossa-
kjöt og var greinilegt að hún var
ekkert viðkvæm að ræða hlutina
út frá þessu sjónarhomi. „ Annars
tíðkast það ekki í Þýskalandi éta
hrossakjöt. Keltar eru linir við
hrossakjötið en rómanskar þjóðir
neyta hinsvegar mikið af hrossa-
kjöti,“ sagði hún og benti á í því
sambandi á Frakka og ítali sem
eru ötulustu hrossakjötsætur í
heimi.
Vel gengur að selja afrakstur
ræktunarinnar í Schloss Neubr-
onn og sagði Heidi að 10 af þeim
tólf folöldum sem fæddust árlega
væru seld áður en þau næðu fjög-
urra vetra aldri. „Að sjálfsögðu
er um lífsölu að ræða,“ segir
Heidi og hlær innilega. Svo virð-
ist sem allir helstu ræktendur í
Þýskalandi geti selt alla sína
framleiðslu og meira til því eftir-
spurnin væri mjög mikil. Benti
Heidi á að ef ekki væri sumarex-
emið væri vafalaust hægt að
flytja inn mun fleiri hross frá
íslandi en gert er.
Aðeins gert ráð fyrir
hreinræktun í lögum IPZV
í lokin var Heidi Schwörer
spurð hvaða augum hún liti kyn-
blöndun með íslenskum hrossum?
„í fyrsta lagi er nú ekki mikið
um slíkt hér í Þýskalandi sem
betur fer. Það era reyndar nokkr-
ir aðilar í Rínlandi sem eru í
þessu og þar á meðal er Walter
Feldmann eldri sem byijaði að
blanda íslenskum hestum saman
við perúanska paso hesta og nú
er Walter Feldmann yngri tekinn
við rekstrinum. Auk þeirra eru
nokkrir aðrir aðilar sem eru í
þessu. Eitthvað hafa menn einnig
verið að blanda íslenskum hest-
um saman við frísneska hesta.
Allt er þetta í smáum stíl og ég
held að þeir eigi litla möguleika
með þetta. í reglum IPZV segir
að einungis skuli hreinrækta ís-
lenska hestakynið og má því
kannski segja að þessir aðilar
sem fást við blöndun ættu að
standa utan samtakanna," segir
hún að endingu.