Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 5 .......... ........1~—r Afangaskýrsla nefndar um mótun menntastefnu Framhaldsskóla- nám lengi námsár- angrí í grunnskóla í ÁFANGASKÝRSLU nefndar um mótun menntastefnu og endurskoðun grunn- og framhaldsskólalaga, sem Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráðherra skipaði, eru settar fram 24 tillögur. Þrjár veigamestu tillögurnar eru full yfirfærsla reksturs grunnskólans til sveitarfélaganna, grundvallarbreytingar á námi á framhaldsstigi með starfsmenntabrautum og almennum bóknámsbrautum, og efling tengsla skóla og atvinnulífs. Nefndin leggur til að horfið verði frá þeirri stefnu að allt al- mennt nám í framhaldsskólum sé byggt þannig upp að það nýtist sem hluti af stúdentsprófi. Þrjár námsleiðir verði innan framhalds- skólans og ráðist það af árangri í grunnskóla hvaða leiðir nemend- ur færu. Þrjár námsleiðir Nefndin leggur til að nemendur sem hafa ekki náð námsmarkmið- um grunnskólans, eða einkunn undir 5, eigi kost á sérstöku námi, fornámi, sem verði a.m.k. eins árs nám. Að sögn Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur, formanns nefndarinnar, er fornámið eins konar sér- kennsluúrræði fyrir þann hóp nemenda sem lakast stendur að vígi. Að loknu fornámi leggur nefnd- in til að nemendur geti þreytt gi-unnskólapróf á ný til þess að geta hafið nám á öðrum námsleið- um framhaldsskólans. Einnig verður í boði áframhaldandi starfstengt nám fyrir fornáms- nemendur. Lagt er til að komið verði á eins árs gagnfræðanámi, sem ljúki með framhaldsskólaprófi þar sem samræmd próf verði í völdum greinum. Til þess að geta hafið gagnfræðanám þurfi nemendur að hafa lokið grunnskólaprófi með lágmarkseinkunninni 5. Til að hefja nám á námsbrautum fram- haldsskólans verði settar lág- markskröfur um námsárangur, einkunnin 6. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði að hér væri um verulegar breytingar á skóla- kerfinu að ræða, sem miðuðu m.a. að því að hjálpa nemendum á framhaldsskólastigi út úr öng- strætum. í ljós hefði komið að nemendur úr framhaldsskólum væru afar misjafnlega undir há- skólanám búnir. Skýrsla til Alþingis Nefndin leggur til að stefnt verði að því að fagleg og fjárhags- leg ábyrgð á skólum, eftirlit, mat á skólastarfi og ráðgjöf verði sem næst starfsvettvangi skólans, t.d. hjá sveitarfélögum, skólum, Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og kennaramenntun- arstofnunum á háskólastigi. Lagt er til að heildarmat á menntakerf- inu verði tekið upp á næstu árum til afla áreiðanlegra upplýsinga um þætti eins og innra eftirlit í skólum, skólanámskrá, náms- árangur nemenda og fleira. Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála verði falið að gera áætlanir um úttektir og stýra þeim. Skýrsla um framkvæmd menntastefnunnar verði lögð fýrir Alþingi á tveggja ára fresti. Samræmd próf framhaldsskóla Lagt er til að samræmd próf í Ólafur G. Einarsson grunnskólum verði efld og þeim komið á í framhaldsskólum í kjamagreinum, þ.e. íslensku, ensku og stærðfræði. Lagt er til að upplýsingamiðlun til almenn- ings um skólastarf, framkvæmd þess og árangur verði aukin og markvisst rannsóknar- og þróun- arstarf á sviði skólamála verði eflt. Stefnt skuli að því að koma á einsetnum skóla með samfelld- um skóladegi um allt land, en slíkt ákvæði hefur reyndar verið í grunnskólalögum frá 1974. Atvinnulíf og skóli Lagt er til að iðnmenntun verði samstarfsverkefni ríkis og við- komandi starfstétta, jafnvel þann- ig að atvinnulífið ákveði náms- markmið einstakra iðngreina og aðilar úr samtökum atvinnurek- enda og launþega eigi sæti í stjórn iðnmenntaskóla eða deilda innan þeirra í tilraunaskyni. Eftirliti með gæðum iðnnáms verði í höndum menntamálaráðuneytis og at- vinnulífsins. Mælt er með leng- Sigríður A. Þórðardóttir ingu á árlegum kennslutíma í framhaldsskólum og það tengt við hugmyndir innan nefndarinnar um styttingu náms til stúdents- próf í framhaldsskólum um eitt ár. Sveitarfélög reki grunnskólann Þá er lagt til að rekstur grunn- skóla færist að fullu til sveitarfé- laga. Gert er ráð fýrir að í hverju skólahverfi starfi skólanefnd sem sé sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni skóla, en sérskólar og sérdeildir verði á ábyrgð svéitarfé- Iaga. Sett verði á laggirnar nefnd fulltrúa ríkis og sveitarfélaga til að meta kostnað af tilfærslunni og gerðar verði tillögur um með hvaða hætti sveitarfélögum yrðu tryggðar nauðsynlegar tekjur og hvernig jafna megi kostnaði milli sveitarfélaga. Kostnaður ríkisins af grunnskólunum er á yfirstand- andi skólaári um fimm milljarðar kr. Þá er bent á að gera þarf nákvæma úttekt á réttarstöðu kennara við tilfærsluna. '♦GREIÐSl Landsbanki islands Bankl allra landsmanna . .._„__jóður léttir glöggum gjaldkerum lífið: I Innheimtir félagsgjöldin. II Greiðir reikningana á eindaga. III Heldur utan um bókhaldið. IV Innheimtir dráttarvexti. OFLUG FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR HÚSFÉLÖG OG ÖLL ÖNNUR FÉLÖG Þjónustan er án endurgjalds fyrstu þrjá mánuðina. Leitið upplýsinga hjá þjónustu- fulltrúanum í bankanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.