Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 38
38. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993 26. 01. 1993 Nr. 314 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4507 4543 4548 4548 4548 4300 4300 3700 9000 9000 9018 0004 4817 0014 8568 0007 3075 0039 8729 0042 4962 0029 3011 kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- ivisaá Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 fcik r fréttum HAFNARFJORÐUR Úlfar íþróttamaður ársins 1992 VAKORTALISTI |Dags. 26.01.1993. NR. 119 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 3052 9100 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort. sem taka berúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann. sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Ulfar Jónsson, kylfingur, Norðurlandameistari úr Keili, var útnefndur íþróttamaður Hafnarfjarð- ar 1992 í hófí sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþróttaráð stóðu fyrir í íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir skömmu. Aðrir íþróttamenn sem tilnefndir voru til að hljóta titilinn íþróttamaður ársins í Hafnarfirði 1992 voru eftirtaldir: Einar Kristjánsson og Súsanna Helga- dóttir, frjálsíþróttafólk úr FH, Bergsveinn Berg- sveinsson, handknattleiksmaður úr FH, Lilja María Snorradóttir, sundkona úr SH, Magnús Bess Júlíus- son, lyftingamaður úr FH, ívar Erlendsson, skytta úr SÍH, Hanna Kjartansdóttir, körfuknattleikskona úr Haukum og Andri Marteinsson, knattspyrnumað- ur úr FH. Við sama tækifæri fengu 220 hafnfírskir íslands- meistarar viðurkenningu, í eftirtöldum íþróttagrein- um: handknattleik, knattspyrnu, sundi, fimleikum, karate, golfi, dansi, hestaíþróttum, frjálsíþróttum og skotfími. Úlfar Jónsson, íþróttamaður ársins 1992 firði. Hafnar- 1 '1 DANMÖmC Schmeichel valiiin Maður ársins -'-S 4 ' - : < . f'S, mMM rtn mBTISíF Æ-H I' í / -//ftíÉ,]mi jjj IBlÍiiRl^ÍÍíili ÍISarkmaðurinn þekkti Peter Schmeichel var valinn Maður ársins í Danmörku af vikublaðinu Se og Hor. Schmeic- hel, sem er 29 ára, giftur og tveggja barna faðir, hefur spilað með Manchester United og staðið sig vel þar, svo og í danska landsliðsmarkinu. Það er sá sem fær mestu umfjöll- unina í dönskum fjölmiðlum sem hlýtur titilinn. Aðrir sem kepptu við Schmeichel um titilinn voru Uffe Ellemann-Jensen, leikstjórinn Bille August, Richard Moller Nielsen, Hanne Boel, Friðrik krónprins, Margrét Danadrottn- ing og eiginmaður hennar, Henrik prins. Meðal þeirra sem hlotið hafa titilinn á undanförnum árum eru Janni Spies, Morten Olsen, Gitte Nielsen og Poul Schluter. Bo Derek GJALDÞROT Bo rúin að skinninu Fyrrum kvikmyndakynbom- ban Bo Derek á í miklum fjárhagskröggum þessa dag- anna og svo virðist sem henni hafi haldist illa á auðnum sem hún rakaði saman með hlut- verkum sínum í nokkrum vel sóttum kvikmyndum, t.d. gam- anmyndinni „10“ þar sem mót- leikarinn var grínarinn Dudley Moore. Derek hefur lítt sést á hvíta tjaldinu um nokkurra ára skeið, en heyrst hefur að hún hafi áhuga á því að næla sér í einhver hlutverk á nýjan leik ef vera skyldi að forn frægðin gæti rétt fjárhaginn við. Ekki fylgir sögunni hver ástæðan sé fyrir nær gjaldþroti Derek, en gárungar segja hana nú rúna inn að skinninu í ann- arri og nýrri merkingu en fyrr. Ungfrúin er nú nauðbeygð til að selja sína helstu stóreign, búgarð, eigi af smærri sort- inni, í San Ynez fyrir sunnan Los Angeles. Verðmætin sem þar eru til staðar eru metin á rúman milljarð króna. Það er landareign, glæsihýsi af mikilli stærð og 20 verðmætir gæðing- ar svo eitthvað sé týnt til. Pedersen, afhendir Peter Schmeiehel viðurkenninguna. L . HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeid i febrúar Baldýring 2. feb.-9. mars, þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Elín Björt Jónsdóttir. Bútasaumur 2. feb.-9. mars, þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Bára Guðmundsdóttir. Útskurður 2. feb.-23. mars, þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Bjarni Kristjánsson. Hekl 3. feb.-3. mars, miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. Leðursmíði 3. feb.-10. mars, miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Arndís Jóhannsdóttir. Beisli, taumur og múll 4. feb.-18. feb., fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Arndís Jóhannsdóttir. Prjóntækni 4. feb.-11. mars, fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Sunneva Hafsteinsdóttir. Myndvefnaður framhaldsnámsk. 6. feb.-8. maí, laug- ard. kl. 10-13 (Kennt 1x í mán.) Kennari: Elínbjört Jónsdóttir. Almennur vefnaður 22. feb.-5. apríl, mánud. og fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir. Körfugerð 25. feb.-18. mars, fimmtud. kl. 20.00-23.00. Kennari: Margrét Guðnadóttir. Skráning fer fram á skrifstofu skóians í sima 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. Vinsamlegast hringið til að fá frekari upplýsingar. — i — ■— l —i —i i'— i ■ VI ■ j LIECHTENSTEIN Gleðitíðindi úr höllinni Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. Alois erfðaprins, elsti sonur Maríu og Hans Adams II fursta í Liechtenstein, og Soffía hertogaynja frá Bæjaralandi eru búin að opinbera. Þau buðu gesti velkomna í árlega nýársmóttöku furstahjónanna í höllinni í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein, ásamt með furstahjónunum 13. janúar síðastliðinn. Gestum gafst þá tæki- færi til að óska þeim til hamingju með trúlofunina en meðal gesta voru íslensku sendiherrahjónin í Liechtenstein, Anna Birgis og Hannes Hjálmarsson, sem hafa aðsetur í Bonn. Alois er 25 ára og stundar hag- fræðinám í háskólanum í Salzburg. Soffía er ári eldri en hann. Hún er að læra sögu og ensku í ka- þólska háskólanum í Eichstátt. Þau eru bæði af gömlum aðalsættum — Lúðvík III, síðasti konungur Bæjaralands, var langalangaafí hennar. Alois og Soffía. P Metsölublaó á hverjum degi! Morgunnómskeið hefst 2. febrúar Kennt þriðjud. og fimmtud.kl. 8.30-10.00 Jógostöðin Heimsljós, s. 679181 (kl. 17-19) nllavirko doga. COSPER Við erum búin að skoða þennan sal, ég man eftir stóinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.