Morgunblaðið - 28.01.1993, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C
22. tbl. 81. árg.
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Frönsk flugsveit reiðubúin að veija gæsluliða SÞ í Bosníu og Króatíu
Boði NATO um að fram-
fylgja flugbanni tekið
Genf, Zagreb, Washington. Reuter.
BOUTROS Boutros-Ghali
framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) samþykkti
í gær tilboð Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) um að
framfylgja flugbanni yfir
Bosníu en talið er að ekki
verði gengið til verks meðan
milligöngumenn SÞ og Evr-
ópubandalagsins (EB) freista
þess á friðarráðstefnu, sem
nú stendur yfir í Genf, að fá
stríðsaðila í Bosníu til að fall-
ast á pólitíska lausn deilu-
mála þar.
Frakkar settu í gær átta
sprengjuþotur og fjórar orrustu-
flugvélar í viðbragðsstöðu í herstöð
á Korsíku vegna ástandsins í lýð-
veldum Júgóslavíu fyrrverandi.
Eiga þær að vera til taks til að
vetja gæslusveitir SÞ í Bosníu og
Króatíu ef þörf krefur.
Sömuleiðis stefndu bresk og
Stund milli stríða
SERBNESKIR hermenn hvílast í skjóli fallbyssu 40 kílómetra vestur atf
Knin, höfuðstað Krajina, þegar hlé var gert á bardögum í gær.
frönsk flugmóðurskip inn á Adría-
haf í gær til þess að vera til reiðu
ef' ákvörðun verður tekin um að
flytja gæsluliða SÞ frá Bosníu og
Króatiu.
Til stórbardaga kom milli
Bosníukróata og múslima á a.m.k.
fimm stöðum í Bosníu í gær en síð-
degis samdist um vopnahlé þeirra
í millum. Hins vegar héldu harðir
bardagar Serba og Króata áfram í
Krajina í Króatíu. Reyndu Króatar
að sækja fram í norðurhluta Krajina
í gær og héldu uppi harðri skothríð
á bæinn Benkovac. Þar tóku sveitir
Serba 21 friðargæsluliða SÞ hönd-
um á sunnudag. Hefur þeim verið
haldið í gíslingu á hóteli í bænum.
Talið er að vænta sé stefnubreyt-
inga af hálfu Bandaríkjastjórnar í
garð lýðvelda Júgóslavíu fyrrver-
andi. Warren Christopher utanríkis-
ráðherra hefur m.a. falið embættis-
mönnum að semja áætlanir um
sprengjuárásir á flugvelli á yfir-
ráðasvæðum Serba í Bosníu.
Ekkju
Hoxha
refsað
Tirana. Reuter.
NEXHMIJE Hoxha, ekkja
Envers Hoxha fyrrverandi
kommúnistaleiðtoga og ein-
ræðisherra í Albaníu, var í
gær dæmd í 9 ára fangelsi
fyrir spillingu.
Ekkja Hoxha er 71 árs göm-
ul og var fundin sek um að
hafa misnotað almannafé í eigin
þágu. Kom í ljós að hún hafði
m.a. notað 750.000 leka, jafn-
virði 4,5 milljóna króna, til utan-
ferða og kaupa á vestrænum
lúxusvörum á sama tíma og
þjóðin bjó við sult og seyru.
Nexhmije Hóxha var íklædd
fallegri svartri dragt er dómur-
inn var birtur og lét hún sér
hvergi bregða þegar skýrt var
frá hver refsing hennar yrði.
Hafði saksóknari krafist 14 ára
fangelsis. Asamt henni var
dæmdur Kino Buxheli, fyrrum
bryti miðstjórnar albanska
kommúnistaflokksins, og hlaut
hann fjögurra ára fangelsi fyrir
spillingu.
Vangaveltur um
samruna SAS og
annarra félaga
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
NORRÆNA flugfélagið SAS stendur mjög höllum fæti og því
gengur það nú fjöllum hærra að það sameinist hugsanlegan
öðrum flugfélögum. Danskir starfsmenn bera kvíðboga fyrir
því þar sem það þýddi endalok SAS sem sjálfstæðs flugfé-
lags. Jafnframt myndi Kastrup-flugvöllur missa mikilvægi
sitt og um leið missti fjöldi manns atvinnuna.
Sem stendur er rætt um sam-
runa SAS við hollenska flugfélagið
KLM, svissneska flugfélagið
Má fækka
fötum við
gluggann
Stokkhólmi. Reuter.
DÓMSTÓLL í borginni Varberg í
suðvesturhluta Svíþjóðar hafnaði
gær kröfu ákæruvaldsins um að
karlmaður, sem hefur þann sið að
afklæðast fyrir framan herbergis-
gluggann heima hjá sér þegar hann
gengur til náða, skyldi dæmdur til
refsingar fyrir ósiðsamlegt athæfi.
Krafan var byggð á kvörtunum
þriggja kvenna sem eiga heima í
næstu húsum við stefnda. Dómarinn
sagði að athæfi mannsins væri ekki
nógu ögrandi til þess að réttlæta
refsingu.
Swissair og austurríska flugfélagið
Austrian Airlines. Miðstöð nýja
félagsins yrði væntanlega í Amst-
erdam.
Danskir starfsmenn SAS kvíða
samruna af þessu tagi og benda á
að auk starfsmanna félagsins í
Danmörku myndu um átta þúsund
manns sem vinna á Kastrup líklega
missa vinnuna.
Forráðamenn SAS neituðu í gær
að ræða hveijar fyrirætlanir þeirra
varðandi framtíð félagsins væru.
Forráðamenn KLM sögðu hins
vegar í yfirlýsingu sem Reuters-
fréttastofan skýrði frá, að óform-
legar viðræður um náið samstarf
félaganna fjögurra hefðu átt sér
stað að undanförnu en frekari upp-
lýsingar um eðli samstarfsins yrðu
ekki veittar meðan samningar
stæðu yfir.
Fyrir tæpu ári fóru viðræður um
sameiningu KLM og breska félags-
ins British Airways í eitt risastórt
flugfélag út um þúfur vegna
ágreinings um hvert verðmæti
hvors félags um sig væri.
Reuter
Bandarísk-
ur Yokozuna
TUTTUGU og þriggja ára gam-
all Bandaríkjamaður, Chad Row-
an, var í gær sæmdur titlinum
„Yokozuna“ og er þar með orðinn
heimsmeistari súmó-glímu-
manna. Rowan, sem er kallaður
Akebono í Japan, er fyrsti útlend-
ingurinn sem hlotnast þessi heið-
ur. Var til skamms tíma talið
útilokað í Japan að útlendingur
gæti orðið Yokozuna. Rowan var
þekktur körfuboltaleikmaður
áður en hann sneri sér að súmó-
glímu. Hann er rúmir 2 metrar
á hæð og vegur 212 kíló. Á
myndinni má sjá þegar belti
Yokozuna er spennt á Akebono
við athöfn í Tókýó í gær.
Rússar skýra frá kjarnorkuslysum í Uralfjöllum
Hálf milljón manna
varð fyrir heilsutjóni
Moskvu. Reuter.
TÆPLEGA hálf milljón manna hefur beðið tjón á heilsu sinni
af völdum geislunar frá risastóru plútóníumveri í suðurhluta
Úralfjalla, að því er rússneskur embættismaður, Vasílíj Voznj-
ak, skýrði frá í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem viðurkennt er
af opinberri hálfu að slys hafi átt sér stað í verinu.
Majak-kjarnorkuverið hefur verið
starfrækt skammt frá Tsjeljabínsk í
suðurhluta Úralfjalla frá 1948. Yfír
starfsemi þess hefur hvílt meiri leynd
en flestum öðrum verksmiðjum af
þessu tagi í fyrrverandi sovétlýðveld-
um en þar hefur verið framleitt
plútóníum í kjarnorkusprengjur. Að
sögn Voznjaks hefur tvisvar orðið
stórslys þar. Hið fyrra árið 1957 er
sprenging varð í vatni sem úrgangur
var losaður út í. Hið seinna 1967 er
fárviðri feykti geislavirku ryki úr þró
verksmiðjunnar þar sem geislavirkur
úrgangur var geymdur.
Fyrstu sjö árin var úrgangi verk-
smiðjunnar veitt í nærliggjandi á og
hefur það valdið rúmlega 450.000
manns heilsutjóni í áranna rás, að
sögn Voznjaks. Að hans sögn hefur
mengun frá verinu valdið gífurlegu
umhverfistjóni.