Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 Hefur keypt málmtætarann við Stálverksmiðjuna Stefnt á að vinnsla brota- jámsins hefjist 15. febráar HARALDUR Þór Ólason, eigandi Furu hf., tekur að öllum líkindum við brotajárnshaug og málmtætara stálverksmiðj- unnar í Hafnarfirði 1. febrúar og ætlar hann þá að hefja vinnslu brotajárnsins 15. febrúar, til útflutnings fyrst í stað. Hefur Haraldur þegar gengið frá samningum um útflutning til Hollands, Englands og Ítalíu. Fyrst í stað munu tíu manns fá störf við brotajárnsvinnsluna. 80-90 millj. fjárfesting Haraldur hefur gengið frá kaup- samningi við Búnaðarbankann og Iðnþróunarsjóð vegna brotajáms- ins sem safnast hefur við verk- smiðjuna og hann hefur einnig keypt málmtætara verksmiðjunnar af sænsku kaupleigufyrirtæki. Þá hefur hann lokið samningum við Sorpu um afhendingu alls brota- jáms sem fellur til hjá sveitarfélög- unum og við Landsvirkjun um raf- orkuafhendingu. Sagðist Haraldur hafa lagt milli 80 og 90 milljónir króna í þessa ijárfestingu og hún eigi að geta borið sig hvort sem af gangsetn- ingu verksmiðjunnar sjálfrar verð- ur eða ekki. „Það á eftir að yfirfara rekstur- inn og leggja samningana saman. Við fömm strax í að yfirfara tætar- ann og að laga til á verksmiðjulóð- inni. Ef vel gengur munum við setja allt í gang 15. febrúar og byija að tæta,“ segir Haraldur. Hann sagði að brotajámið yrði tætt niður til stálbræðslu og flutt úr landi nema ákvörðun verði tek- in um að hefja stálbræðslu í verk- smiðjunni. Þá yrði jámið unnið og því safnað á íager en alls tekur fjóra til fimm mánuði að gangsetja verksmiðjuna. Alls hafa safnast tæplega 30 þúsund tonn af brotajámi á verk- smiðjulóð stálverksmiðjunnar og sagði Haraldur mögulegt að vinna það allt á átta mánuðum. „Þetta er búin að vera þung og mikil töm,“ sagði Haraldur en hann stendur að þessum rekstri ásamt syni sínum. VEÐUR / DAG kl. 12.00 f Heimikl: Veóurstofa íslands (Byggt á veðurspá kf. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 28. JANUAR YFIRLIT: Austur af landinu er minnkandi hæðarhryggur sem þokast austur, en allvíðáttumikil 975 mb heldur vaxandi lægð SV veröur yfir Grænlandshafi þokast NA. SPÁ: Suð- og suðvestlæg átt á landinu. Rigning eða slydda austantil í fyrstu en léttir svo til. Um vestanvert landið verða dálítil él. Hlýnandi verður í bili en kólnar aftur á morgun, fyrst vestantil. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanátt, sumstaðar strekkingur. Slyddu- él sunnan- og vestanlands en þgrrt norðaustantil. Hiti 0-6 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Nokkuð hvöss suðaustanátt. Slydda eða rign- ing sunnanlands og vestan, en skýjað og úrkomulítið norðaustantil. Áfram verður fremur hlýtt. HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss suðvestanátt. Él sunnan- og vestan- lands en skýjað með köflum norðaustantil. Frost 1-5 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. -D Heiðskírt Léttskýjað f f f * f * * * * ^ / * f * * f f f f * f * * * Rigning Slydda Snjókoma jfc a Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld V Þoka !tig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er í nágrenní Reykjavíkur og um Suöurnes nema ófært er um Mosfellsheiði og Krísuvíkurveg. Vel fært er austur um Suðurland og um Austfirði. Ágæt færð er um allt Vesturland til Reykhóla, en Brattabrekka er ófær. Frá Patreksfirði er fært til Brjánslækjar og Bíldudals. Góð færð er frá Reykjavík til Hólmavíkur og (safjarðar og þaðan til Þingeyrar. Einn- ig um allt Norðurland og með ströndinni til Vopnafjarðar. Spáð er hlýn- andi veðri og má því búast við hálku vfða á landinu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +11 skýjað Reykjevlk 0 alskýjað Björgvin +2 léttskýjað Helsinki +10 léttskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq +2 snjókoma Nuuk +11 snjókoma Ósló +5 skýjað Stokkhólmur -r5 léttskýjað Þórshöfn 0 alskýjað Algarve 16 helðskírt Amsterdam 6 skýjað Barcelona 11 iéttakýjað Berlfn 0 léttskýjað Chicago +3 hálfskýjað Feneyjar S þokumóða Frankfurt 4 haglél Glasgow 2 rigning og súld Hamborg 2 skýjað London 7 SÚId Los Angeles 12 léttskýjað Lúxemborg 4 skýjað Madrtd 7 léttskýjað Malaga 17 heiðskfrt Mallorca 16 léttskýjað Montreal +3 snjók.ásfð.klst. New York 0 alskýjað Orlando 6 rigning París 10 rigning og súld Madelra 16 skýjað Róm 9 pokumóða Vín 2 snjóél Washíngton +3 léttskýjað Winnipeg +19 alskýjað Viðhorfskönnun Félags ví sindastofn- unar Háskóians fyrir Morgunblaðið Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert könnun fyrir Morgunblaðið, þar sem spurt er um viðhorf almenn- ings til blaðsins. Könnunin náði til úrtaks 1.000 íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára um allt land. Meðal annars voru settar fram nokkrar fullyrðingar í könnuninni og svarend- ur beðnir um að svara því til hvort þeir væru þeim sam- mála eða ósammála. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins birt- ist textinn hér að neðan ekki með réttum súluritum í blað- inu á þriðjudag og er hann því endurbirtur með réttum myndum. Fullyrðing: Morgunblaðið er blað með Ijótt útlit Morgunblaðið er blað með ljótt útlit 26,2% sammála - 69,5% ósammála „MORGUNBLAÐIÐ er blað með ljótt útlit,“ fullyrtu spyrlar Félags- vísindastofnunar. Rúmur fjórðungur þeirra sem svöruðu, eða 26,2%, sögðust þessari fullyrðingu sammála en 69,5% sögðust henni ósammála. Þeir, sem sögðust mjög sam- mála því að Morgunblaðið væri ljótt, voru 7,3%, en frekar sam- mála sögðust 18,9%. Þeir, sem ekki gátu gert upp hug sinn, voru 4,2%. Hins vegar voru 44,5% frek- ar ósammála fullyrðingunni og 25% mjög ósammála. Fullyrðing: Morgunblaðið er lesið ef maður vill fylgjast með 724 svöruðu 48,7% Morgunblaðið er lesið ef maður vill fylgjast með 85% sammála - 12,9% ósammála ER SETT var fram sú fullyrðing í könnun Félagsvísindastofnunar að Morgunblaðið væri lesið, ef menn vildu fylgjast með, sagðist yfir- gnæfandi meirihluti henni frekar eða mjög sammála, eða 85% svar- enda. Ósammála voru hins vegar alls 12,9%. Þeir, sem sögðust frekar sam- sammála. Rúmlega 2% gátu ekki mála því, að Morgunblaðið væri gert upp hug sinn, 9,7% voru frek- lesið ef menn vildu fylgjast með, ar ósammála og 3,2% mjög ósam- voru 48,7% og 36,3% sögðust mjög mála. Ólafsvík Fellir tófur úr sumarbústað Ólafsvík. LEIFUR Ágústsson refaskytta í Mávahlíð hefur að undanförnu skotið nokkrar tófur við æti. Það er nú vart í frásögur færandi að öðru leyti en því að „skothúsið" er með ölluin þægindum, nefni- lega hlýr og vellýstur sumarbú- staður. Nýlega kom Leifur æti fyrir í skotfæri frá sumarbústaðnum, sem er tiltölulega skammt frá þjóðvegin- um. Brátt fóru tófur að ganga í ætið. Fer Leifur nú á kvöldin í bú- staðinn og lítur í bók milli þess sem hann hugar að ferðum dýranna inn í bjarmann frá útiljósinu. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.