Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 43
43 % MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANUAR .19.93 VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Silfurskál tapaðist Fyrir skömmu hvarf falleg silfurskál sem notuð var til sér- stakrar skreytingar í veislu á veitingastaðnum Sóloni íslandus við Ingólfsstræti. Skálin er um það bil 28 cm að þvermáli og 9 cm á hæð, hringlaga með sjö innslegnum röndum. Þetta er gripur smíðaður af Stefáni B. Stefánssyni silfursmið og merkt höfundinum, „Stefán SBS 925/S“. Ekki er vitað hvemig skálin hvarf. Hún sást síðast í burðar- körfu úr basti ásamt borðskreyt- ingum og blómum, þar sem eig- andi hennar, einn af aðstand- endum Sólons, ætlaði að taka hana með sér heim. Ef einhver hefur orðið var við skálina er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við veitingastjóra Sólons íslandusar í síma 12666. Týndir lyklar Adidas-lyklaveski tapaðist við Laugalækjarskóla fyrir sl. helgi. Finnandi vinsamlegast skili því á skólaskrifstofu Laugalækjar- skóla. Gleraugu fundust Gleraugu fundust bakvið Pósthúsið í Hafnarfirði á móts við Ostahúsið. Þetta eru „hálf“ gleraugu í gylltri umgjörð. Upp- lýsingar í síma 54335. Gleraugu fundust Þykk lesgleraugu í brúnni umgjörð fundust við Bogahlíð 8 sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 626969 á skrifstofutíma. Týndur eyrnalokkur Gulleyrnalokkur, hringur á stærð við giftingarhring, tapað- ist á leiðinni frá Hótel Sögu og vestur að Hofsvallagötu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 75974. Týnd loðhúfa Dökkbrún skinnhúfa úr minkaskottum tapaðist við Odd- fellow-húsið 18. desember sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 675710. Næla tapaðist Hvítagullsnæla með glærum steinum tapaðist í eða við Þjóð- leikhúsið laugardagskvöldið 23. janúar sl. Nælan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigand- ann og er finnandi vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 33287 eða 34752. Fundarlaun. Úr og seðlaveski töpuðust Seiko-úr og seðlaveski töpuð- ust á Hressó sl. laugardags- kvöld. Ef einhver er með þessa muni undir höndum er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 657198. GÆLUDÝR Týndur köttur Gulbröndóttur köttur týndist frá Jakaseli 11. þ.m. Fólk er vinsamlega beðið að athuga í bílskúrum og kjöllurum. Upplýs- ingar í síma 77757. Týndur páfagaukur Blágrár páfagaukur flaug út um glugga á húsi í miðbænum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 11752. Fundarlaun. Kettlingar fást gefins Tvo bröndótta kettlinga vant- ar gott heimili. Uppl. í síma 91-31089. Ekkert viður- kenntnudd- nám á Islandi Frá Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur: VEGNA fjölda fyrirspurna vill Fé- lag íslenskra nuddara taka fram að félagið styður ekki Nuddskóla Rafns Geirdals né viðurkennir það nám sem þar fer fram, þar sem FÍN gerir meiri menntakröfur en Rafn Geirdal og félag hans, sem hann hefur kosið að nefna Félag ís- lenskra nuddfræðinga, en því nafni hefur fólk ruglað saman við Félag íslenskra nuddara. Félag íslenskra nuddara er nú að berjast fyrir viðurkenndu nudd- námi á íslandi, en í dag er ekkert viðurkennt nuddnám á Islandi, sem veitir viðurkennd réttindi. Því vill stjórn FÍN benda því fólki sem áhuga hefur á að læra nudd að bíða og varast gylliboð sem í gangi eru um viðurkenningu á nuddnámi og útskrift með réttindi. Stjórn FÍN telur óeðlilegt að einn og sami maðurinn sé kennari, prófdómari, skólastjóri og formaður þess félags sem veitir viðurkenningu á hans eigin skóla. Vill félagið benda fólki á að kynna sér stöðu sína vel áður en það fer út í nuddnám, og vita fyrir hvað það er að borga. Ekki er einungis átt við Nudd- skóla Rafns Geirdals þar sem fleiri aðilar hafa boðið réttindi að loknum stuttum námskeiðum. Kynnið ykk- ur stöðu ykkar. HREFNA BIRGITTA BJARNA- DÓTTIR, Félag íslenskra nuddara, Reylq'avík. LEIÐRÉTTING Nöfn féllu niður í frétt Morgunblaðsins 23. janúar sl. um íþróttamann ísafjarðar 1992 féll niður ein málsgrein en hún er svohljóðandi: „Gylfi Guðmundsson formaður Í.B.Í. veitti viðurkenning- ar þeim íþróttamönnum sem skör- uðu fram úr á árinu. Þeir voru sund- mennirnir Helga Sigurðardóttir, Pálína Björnsdóttir, Halldór Sig- urðsson, Hlynur Tr. Magnússon, Viðar Þorláksson, Edward Örn Hublyn, Bjarki Þorláksson, Þorri Gestsson og Valur Magnússon." Einnig var rangt farið með að Ásta S. Halldórsdóttir væri í 4. sæti á punktalista Alþjóða skíðasam- bandsins hún er í því 97. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Ökeypis logfræðiaðstoð ó hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í símu 11012. ORATOR, élag laganema. wmS Slr. 44-58 ÚTSALA Enn meiri lækkun STÓRILISTINN Baldursgötu 32 sími 622335. Þátttakendur á námskeiðinu verða færir um að vinna við tölvuforrit á flestum sviðum atvinnulifsins og einkanotkunar. Þeir verða betri starfskraftar og fá meira sjálfsöryggi í umgengni við tölvur. Dagskrá: Grunnatriöi tölvunotkunar og stýrikerfi Bróf, skýrslur og alhliöa textavinnsla meö Word Áætlanagerö og línurit meö Excel Söfnun og úrvinnsla upplýsinga meö FileMaker/Aceess Kynningarefni og útgáfa meö Page Kennd er m. a. gerð kynningarefnis, verðlista, markaðs- og fjárhagsáætlana, uppsetning söluyfirlita, gerð fréttabréfa, nafnallsta, límmiða og dreifibrófa. Kennt er tvo daga ( viku, mánudaga og miðvikudaga eða þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:30-22:30. Einnig dagtímar. Námiö er 81 klukkustund Hægt er aö velja um Macintosh eöa Windows/PC Hóflegt þátttökugjald og góð greiöslukjör! hk-93013 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • stofnaður 1. mars 1986 (£) Barnadagar í KolaportÍnU 13.-14. febrúar Kolaportið mun efna til sérstakra Barnadaga helgina 13.-14. febrúar og munu þeir verða með svipuðu sniði og Barnadagurinn í september sl., sem tókst með miklum ágætum. Ymsar sérstakar uppákomur verða þessa daga, börnum til skemmtunar, en ætlunin er að þetta verði fyrst og fremst áhuga- verður vettvangur fyrir foreldra að kynna sérýmis mál, börnum þeirra til góða. Félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, sem vilja taka þátt í þessum dögum með einhverju móti, eru beðin að hafa sam- band við skrifstofu Kolaportsins sem fyrst í sfma 625030. KOLAFORTIÐ MARKAÐSTORG KEMUR SÍFELLTÁ ÓVART!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.