Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 15 eða fjármagnstekjur, sem er það sama, ef fjármagn er skilgreint sem eign, sem ég tel í samræmi við al- menna málvenju. Á síðustu misser- um hafa verið uppi hér á landi há- værar kröfur um að lagður sé á svokallaður ijármagnsskattur. Ef hér er átt við skatt á eignir, eða tekjur af eignum þá má á það benda, að allt frá því að nútímaleg skatta- löggjöf var sett árið 1921 hefir það verið aðalreglan í íslenskri skatta- löggjöf að eigna- eða fjármagnstekj- ur voru skattskyldar. Af eignum. sem gáfu af sér arð, svo sem spari- fé, fasteignum o.fl. var í rauninni greiddur tvöfaldur skattur þar sem auk þess að greiddur var fullur skattur af þeim tekjum sem eignirn- ar gáfu af sér, þá var auk þess inn- heimtur eignaskattur, sem náði til allra eigna, jafnvel innbús, sem auð- vitað gaf ekki af sér neinn beinan arð. Það var fyrst á 6. áratugnum að farið var að veita frá þessu und- anþágu, með því að undanþiggja sparifé, sem ávaxtað var í opinber- lega viðurkenndum lánastofnunum, skattskyldu. Rökin fyrir því voru þau, að þar sem raunvextir af slík- um lánum voru yfirleitt neikvæðir, þá væri ósanngjarnt að skattleggja neikvæðar tekjur, því að á sama hátt og það eru raunlaunin eða kaupmáttur launa, sem máli skipti fyrir afkomu launþegans, þá eru það raunvextirnir, sem máli skipta fyrir sparifjáreigendur. Annað sjónarmið, sem lá þessari ráðstöfun að baki, var auðvitað það, að nauðsynlegt væri að auka framboð af iánsfé og þar voru það fyrst og fremst hags- munir lántakenda en ekki lánveit- enda, sem hafðir voru í huga. Stjórn- völd gerðu sér ljóst að neikvæðir raunvextir á hinum opna, löglega lánamarkaði hafði það í för með sér að vaxandi hluti lánastarfseminnar fór undir jörðina en í þeim viðskipt- um voru raunvextir ekki neikvæðir. Ég þekkti ýmsa sem á þessum tíma stóðu í því að koma sér þaki yfir höfuðið. Hluta af því lánsfé, sem þeir menn þurftu á að halda gátu þeir e.t.v. fengið frá ættingjum eða úr lífeyrissjóði, ef um opinbera starfsmenn var að ræða, því aðrir höfðu á þessum tíma yfirleitt ekki aðgang að slíkum lánum. Þar voru vextir hagstæðir, en í flestum tilvik- um varð lánsfjárþörfinni ekki full- nægt á þann hátt og þá varð að leita til einstaklinga. Algengasta form slíkra lána var útgáfa skulda- bréfa, þar sem vextir nú ákvörðuð- ust sem afföll af bréfunum. Vaxta- kjör voru auðvitað mismunandi á þeim lánum en oft var um hreina okurvexti að ræða. Aðrar undanþágur, sem veittar hafa verið frá skattskyldu eigna og eignatekna eru þær helstar að innbú er ekki lengur eignaskattskylt og fellt hefir verið niður að telja húsa- leigu í eigin húsnæði til skattskyldra tekna. Það sem gerir skattlagningu innbús ósanngjarna, er það, að hér er um skattstofn að ræða, sem óframkvæmanlegt er að hafa eftir- lit með að sé rétt tíundaður, þannig að slík skattlagning bitnar einvörð- ungu á fáeinum samviskusömum einstaklingum, sem telja innbú sitt rétt fram. Rökin fyrir afnámi tekju- skatts af eigin húsaleigu voru hins- vegar þau, að slíkt væri hvatning til fólks til þess að eignast eigin íbúð. Um réttmæti slíkrar skat- taundanþágu má svo deila eins og allar aðrar slíkar undanþágur. Aðaldeilumálið í sambandi við skattlagningu eigna og eignatekna undanfarin misseri hefir verið und- anþága sparifjáreigenda frá því að greiða eigna- og tekjuskatt. Það er ekki óeðlilegt, að réttmæti þessara undanþága komi til endurskoðunar vegna breyttra forsenda frá því sem var, þegar þær voru lögfestar fyrir um það bil 40 árum. Þar á ég eink- um við verðtryggingu bundins spari- ljár, sem smám saman hefur rutt sér til rúms síðan Ólafslög voru sett 1979. Hér skal engan veginn tekin af- staða gegn því alfarið, að skatt- leggja vaxtatekjur. En þegar af- staða er tekin til þess hvenær og með hvaða hætti slíkt verði gert verður jafnframt að gera sér grein fyrir því, hvernig leyst verði ákveðin vandamál sem upp hljóta að koma við framkvæmd slíkrar skattlagn- ingar. Hér skulu nefnd tvö mikilvæg Fjárhættuspilamál enn hjá saksóknara Til athugunar að lögleiða starfsemi spilaklúbbanna RÍKISSAKSÓKNARI mun taka um það ákvörðun næstu daga hvort ákært verður í málum spilaklúbbanna þriggja sem lögreglan lokaði um tíma í haust. Að sögn Omars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur starfsemin verið með öðrum hætti eftir að lögreglan hafði afskipti af þeim, en stöðugt er fylgst með starfsháttum þeirra. atriði. Hið fyrra er virkt eftirlit með því að tekjur þær sem hér um ræði teljist fram. Þar sem slíkt eftirlit er annað hvort slælega framkvæmt eða óframkvæmanlegt, hlýtur skatt- lagning að verða mjög ranglát eins og skattlagning innbús sem nefnd var hér að framan er gott dæmi um. Hér að framan hefir verið rætt um allstóran hóp starfandi fólks, sem í raun getur ákveðið skatta sína sjálft, vegna örðugleika á þvi að hafa virkt eftirlit með tekjum þess, nema þá með óviðráðanlegum kostnaði. En svo erfitt sem það kann að vera að upplýsa vissar teg- undir vinnutekna þá eru slíkir erfið- leikar til muna meiri þegar um hreyfanlegar eignir er að ræða (um fasteignir gegnir auðvitað öðru máli). Þó að sparifé væri bæði framtals- skylt og skattskylt þar til það var undanþegið skattskyldu árið 1953, þá var því mjög áfátt, að það teld- ist fram. Ég tel það gott dæmi um það hve stórfelldur þessi undan- dráttur var, að í lögum um gengis- fellingu o.fl. frá árinu 1950 var ákveðinni fjárhæð varið til þess samkvæmt tillögum okkar dr. Benj- amíns að greiða bætur á sparifé vegna gengisfellingarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum bankanna um spariijáreign var hér um 10% bætur að ræða. Nú hafði það verið sett sem skilyrði fyrir því að bætur þess- ar væru greiddar, að spariféð hefði verið talið fram. En þegar farið var að gera dæmið upp, kom í ljós, að aðeins ‘/7 sparifjárins hafði verið talið fram, þannig að bæturnar til þeirra, sem fullnægðu skilyrðinu urðu 70% en ekki 10%. Nú er auðvitað hægt að fara þá leið í þessu efni að skylda lánastofn- anir til þess í ríkara mæli en nú er, að gefa skattayfirvöldum upplýs- ingar um innstæður. En slíkt myndi kosta sitt, auk þess sem hætta gæti orðið á óróa á lánamarkaðnum, vegna ótta sparifjáreigenda við það að með slíku væri bankaleyndin í raun afnumin. Síðara atriðið, sem hér skal nefnt er það, að valinn sé heppilegur tími til þess að framkvæma slíka stökk- breytingu á aðstöðu sparifjáreig- enda, sem notið hafa skattfríðinda um 40 ára skeið. Mjög vafasamt verður að telja, að nú sé rétti tíminn til þess að gera slíka ráðstöfun. Mikill þrýstingur er nú bæði á stjómvöld og lánastofnanir að lækka vexti og er það skiljanlegt miðað við núverandi aðstæður. En til að slíkt geti orðið raunhæft þarf sparnaður að aukast. En engum dettur í hug að skattlagning spari- fjár geti orðið spor í þá átt. Þá var um síðustu áramót stigið verulegt skref í þá átt að losa um hömlur á fjármagnsflutningum milli landa og frekari skref í sömu átt boðuð. Erf- itt er því að sjá hvernig þetta dæmi getur gengið upp ef á það er litið í heild. Velmegun og jöfnuður Hér að framan hefir verið rætt um skattlagningu sem taki til þess að jafna tekjuskiptinguna þegar gengið er út frá ákveðnum ytri for- sendum en þar hefir einkum verið byggt á svipaðri þjóðfélagsgerð og þeirri, sem við íslendingar höfum búið við síðustu áratugina. Það hef- ur hins vegar lítt verið rætt, hver áhrif breytinga á þessum ytri for- sendum kynnu að hafa á gildi þeirra niðurstaðna sem hér hefur verið komist að. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir þessu, því að það eru ekki til neinar algildar formúlur fyrir því, hvaða tækjum skuli beita til þess að ná ákveðnum markmið- um óháð því hveijar hinar ytri for- sendur eru. Hér verður þó að nægja að taka til meðferðar aðeins eitt atriði er hér skiptir máli en það er samband- ið milli efnahagslegrar afkomu og tekjuskiptingar. Hér að framan hefir verið getið samanburðar á tekjuskiptingu í nokkrum iðnvæddum löndum er bjuggu við mismunandi stjórnarfar frá því nokkru fyrir síðustu heims- styijöld. En hver verður niðurstað- an ef borin eru saman rík og fátæk lönd? Um þetta voru nokkrar upp- lýsingar í kennslubók í hagfræði eftir bandaríska Nóbelsverðlauna- hafann Poul Samuelsen, en þá bók notaði ég um nokkurt skeið við mína kennslu. Samkvæmt þessum upplýsingum var tekjuskiptingin yfirleitt þeim mun jafnari sem um auðugri lönd var að ræða. Þetta kemur heim við það sem haft er eftir öðrum kunnum hagfræðingi, að aðeins rík lönd hafi efni á jafn- ari tekjuskiptingu. Er hér átt við það, að í fátækum löndum séu því þröng takmörk sett hve mikið sé hægt að skattleggja hátekjumenn, þar eð engum öðrum sé þar til að dreifa til þess að inna af hendi nauðsynlegan sparnað, sem er skil- yrði þess að um hagvöxt geti orðið að ræða. Þar sem það er nú óumdeilt, að markaðsbúskapur, sem grundvall- ast á samkeppni milli fyrirtækja, er skilyrði hagvaxtar, ætti að vera augljóst, að sú skoðun er röng að markaðsbúskapur leiði til ójafnari tekjuskiptingar. Það er þvert á móti svo að markaðsbúskapurinn er skilyrði framfara, en þær eru aftur skilyrði þess.að varanlega megi bæta kjör láglaunáfólks. Sam- keppni fyrirtækjanna á markaðnum er virkasta leiðin til þess að sam- ræma þarfir neytendanna og fram- leiðslustarfseminnar. Fræðilega séð er einkavæðing ekki skilyrði þess, að um virka samkeppni geti verið að ræða. Það er hægt að hugsa sér samkeppni milli ríkisfyrirtækja, en í raun hefir hvergi reynst unnt að framkvæma hinn svokallaða „markaðssósíalisma". Einkavæð- ingin tryggir þó ekki sem slík virka samkeppni. Éf um lítinn markað er að ræða svo sem hinn íslenska er sú hætta fyrir hendi að þau fáu fyrirtæki, sem á markaðnum eru noti aðstöðu sína til þess að hagn- ast óeðlilega á kostnað neytenda, sem eðlilega krefjast þá aðgerða gegn slíku af hálfu stjórnvalda. Slíkar aðgerðir geta verið í mynd opinbers eftirlits með verðlagningu, en fijáls innflutningur er þó að jafn- aði öruggari leið til þess að tryggja hag neytenda. Það skiptir því miklu fyrir afkomu íslendinga, ekki síst þeirra sem við slæm kjör búa að þeir nýti sér þá hagkvæmni sem tengsl við stóran markað geta tryggt. í hvaða mynd hagkvæmast er að þau séu, er einmitt mjög til umræðu í íslensku stjórnmálalífi í dag, en ekki verður það nánar rætt hér. Ari Edwald aðstoðarmaður dóms- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að mál spilaklúbbanna hefðu á sínum tíma verið send rann- sóknarlögreglu og þaðan til Ríkis- saksóknara. Sagði hann að ákvörðun um hvort ákært yrði í þessum málum yrði tekin næstu daga. Ari sagði að stjórnvöld hefðu til athugunar að breyta lögum um spilaklúbba þannig að starfsemi þeirra yrði heimil eins og gerist í nágrannalöndunum, en að sjálfsögðu yrði farið með mál spilaklúbbanna eftir núgildandi lög- um. „Almenningur hefur þann skiln- ing að fjárhættuspil séu ólögleg hér á landi en það er ekki rétt,“ sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn. „Samkvæmt lög- „Stjórn Öryrkjabandalags íslands átelur harðlega þá ákvörðun yfir- manns sjónvarpsins að slíta útsend- ingu táknmálsþýðingar ávarps for- seta íslands á nýársdag. Rök stjórnenda sjónvarpsins um röskun dagskrárinnar eru ekki hald- bær. Sá liður sem var á dagskrá að loknu ávarpi forseta íslands var end- urtekinn frá kvöldinu áður og hann um má hver og einn spila fjárhættu- spil en hegningalög kveða á um að ólögegt sé að hafa tekjur af slíkri starfsemi. Menn eru einnig brotlegir ef þeir hvetja aðra til að spila eða hafa tekjur af húsnæði þar sem fjár- hættuspil er stundað. Starfsemi við- komandi spilaklúbba var utan þessa ramma og þess vegna höfðum við afskipti af þeim. Auk þess höfðum við rökstuddan grun um óleyfilega áfengissölu á þessum stöðum." Ómar sagði að fylgst hefði verið með spilaklúbbunum síðan í haust og væri starfsemi þar minni að umfangi og annars eðlis nú en verið hefði. Lögreglan væri reiðubúin að grípa inni ef þess yrði vart að spila- klúbbarnir færu á ný út fyrir ramma laganna. hefði mátt stytta. Þá er það viðtekin venja sjónvarpsins að láta dagskrár- liði svo sem fréttir víkja fyrir beinum útsendingum frá íþróttakappleikjum. Með þeirri ákvörðun að fresta útsendingu táknmálsþýðingar ávarps forseta íslands var forseta íslands sýnd óvirðing og heyrnar- lausum lítilsvirðing sem er með öllu óveijandi." Höfundur er prófessor. GOLFARAR .. lurtis itrange tæiir sssum ter ylting Nýi stofu-skrifstofu goifhermirinn í svona tíðarfari leikum við golfið inni í stofu með Ijóskylfunni. Öll tré og járn ásamt putter í kylfunni. Veljið um 12 bestu velli Bandaríkjanna. Einstakt æfingatæki. Átta geta keppt í einu. Kynning: Hjá Kjarna hf., Nýbýlavegi 26, Kópavogi, frá kl. 13-18, sunnudaginn 7. febrúar Komið, sjáið, sannfærist. Takið félagana með. Söluskrifstofa Sveinsson hf., Lyngási 4, Garðabæ, símar 657507 og 650441. Öryrkjabandalagið Sjónvarpið lítilsvirti heymarlausa Á FUNDI stjórnar Öryrkjabandalags íslands 19. þessa mánað- ar var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma og send fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins, formanni Útvarpsráðs, útvarps- sljóra og menntamálaráðherra:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.