Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993 „ 3kyldu airar \zit$munaverur vera CÍ ðSrurrt trfárn ? * Ást er... % Með morgunkaffinu 1-16 . . . að gifta sig að morgni TM Rm. U.8 P»t Oft,—«01 rtghts r»»«rved • 10v3 Loa Angaéea Tlmes Syndtcate >*/ ^ V ^ S/ 'tt Viljið þér í alvöru að við látum reyna á vængina, herra? HOGNI HREKKVISI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Bömin okkar Frá Gunnari Kvaran: Rétt fyrir þessi jól átti ég þess kost að hlýða á hóp barna sem bæði sungu og léku á hljóðfæri. Þau voru öll hvítklædd og þau sem sungu héldu á kertaljósum. Þessi börn urðu mér táknræn. Hvítu klæðin eru tákn hreinleikans og sakleysisins og kertaljósin tákn vonar um birtu til handa framtíð- inni. Börnin okkar eru dýrmætasti fjársjóður sem okkur er trúað fyr- ir. í honum felst framtíð lífsins hér á jörðinni. Förum við nógu vel með þennan fjársjóð? Ég horfði á ásýndir þessara barna og hreifst af þeim hreinleika og sakleysi sem úr þeim skein. A sama tíma kom líka yfir mig sú fuilkomna vissa um hversu vamar- laus börn eru fyrir áhrifum bæði til góðs og ills. Þessar ómótuðu barnssálir eru galopnar fyrir hverju sem er og hafa ekki ennþá náð þeim þroska að kunna að verj- ast miður heppilegum áhrifum. Það sem hlýtur að kalla fram ugg í brjóstum margra fullorðinna um þessar mundir er sú aukning á hverskonar vandamálum barna og unglinga sem er að koma í ljós í þjóðfélaginu. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að á mörgum sviðum hljótum við að hafa brugð- ist. Flest börn hér á landi skortir ekki mat, klæði eða húsaskjól, en ég held að fleiri böm skorti gott andlegt atlæti en okkur grunar. í skólum lærum við margt nytsamt, en þarf ekki heimilið og skólinn að kenna okkur margt um lífið sem ekki stendur í kennslubókum? Læmm við nóg um hamingju sem felst í að gefa, fegra, styðja og hjálpa öðrum þótt í litlum mæli sé? Lærum við nóg um frið, bæði hinn ytri og hinn innri frið, sem fæðir hinn fyrrnefnda af sér? Er tími til að ræða um gelgjuskeiðið svo- nefndá, sem getur verið mjög sárs- aukafullt tímabil í lífí bæði ungl- inga og aðstandenda þeirra? Á því skeiði em breytingar allar andleg- ar og líkamlegar mjög örar, svo örar að margur unglingurinn miss- ir þar fótfestuna hafi hann ekki því traustari grundvöll að standa á. Er tími til að benda börnum og unglingum á þann leiða sem gagn- tekur þann sem ekki á einn eða annan hátt skapar eitthvað? Öll höfum við hæfileika til sköpunar og við fyllumst leiða, tómleika eða jafnvel óhamingju ef þessi hæfi- leiki er ekki nýttur eða þroskaður. Séð hef ég mýmörg dæmi um börn bæði mín og annarra, sem verða heimtufrek, erfið og óánægð t.d. eftir of mikið sjónvarpsgláp, of margar gjafir, skemmtanir og frí. Enda þótt manneskjan þurfí vitan- lega hvíld og afslöppun, er hún að mínu mati hamingjusömust í starfí. Ég minntist á sjónvarpið rétt áðan. Sjónvarpið er einhver sterkasti miðill samtíðarinnar, og áhrif þess á fólk eru gífurleg. Böm og ungl- ingar sem horfa stöðugt á úrkynjað efni um ofbeldi, pyntingar og stríð hljóta að verða fýrir miklum áhrif- um, sérstaklega þau sem enginn hefur tíma til að sinna. Það er við- tekin regla hjá flestum framleið- endum myndbanda og kvikmynda að einungis ofbeldi, spenna og hryllingur sé góð söluvara. Þessum aðilum hefur liðist að ná þvílíkum heljartökum á gerð og útbreiðslu mynda að með ólíkindum er. Hvernig er hægt að vernda óþroskaðar bamssálir gegn þess- um og mörgum öðrum hættum sem steðja að? Með t.d. fræðslu, mennt- un, kynningu, ástúð og hlýju. Sem starfandi tónlistarkennari hef ég í nokkra áratugi átt mögu- leika á að fylgjast með ungmenn- um sem stunda tónlistamám jafn- hliða öðru námi. Þessir nemendur fá möguleika á mjög alhliða þroska í tónlistamáminu. Þar þroskast einbeitnin, ímyndunaraflið, feg- urðarskynið, ögun, margvísleg mannleg samskipti, tjáning og margt fleira. Þessir nemendur eru yfírleitt kurteisir, þægilegir í umgengni, heilbrigðir og vænir, og í stuttu máli sagt ungmenni sem auðvelt er að láta sér þykja vænt um. Þeir hafa ekki tíma til að láta sér leiðast og tónlistarnám þeirra styrkir í flestum tilfellum hið al- menna skólanám. Á íslandi era margir tónlistar- skólar starfandi víða um land og er það af hinu góða, en til þess að stunda nám í þeim þarf að greiða skólagjöld. Þetta er ekki á færi allra, sérstaklega eins og fjár- hagsafkomu margra ijölskyldna er nú háttað. Því þyrfti að stórauka tónlistamám í grannskólum og þar þyrfti að bjóða upp á nám í öllum helstu tónlistar- og hljóðfæragrein- um. Þetta kostar að sjálfsögðu fjármuni, en ég er sannfærður um að þessi fjárútlát myndu borga sig í krónum og auram þótt síðar yrði. Eins og nú horfír má búast við stórauknum útgjöldum af hálfu hins opinbera á næstu áram við margskonar sérstofnanir ungs fólks, sem misst hefur fótfestuna í lífínu. Þótt sparnaður sé nauðsynlegur á sumum sviðum geta skammtíma sparnaðarsjónarmið með tilliti til menntunar og menningar verið mjög viðsjárverð. Það þarf að virkja börn og unglinga til upp- byggilegrar sköpunar. Þetta er á okkar valdi, fullorðna fólksins. í gegnum tíðina hefur margt verið skrifað og skrafað um þátt uppeld- is í að móta mannveru til fullorð- insára og sýnist sitt hveijum. Margir halda því fram að upplag einstaklingsins sé sterkasti áhrifa- valdurinn sem muni mest um þeg- ar um mótun einstaklingsins sé að ræða. Vafalaust er upplag manna margvíslegt, en það má líka sá fræjum í jörð sem ekki er talin afburða frjósöm, en samt fá úr henni töluverða uppskera. Ég vil halda því fram að uppeld- ið sé í flestum tilfellum það mikla afl sem mótar og fýlgir manneskj- unni frá vöggu til grafar! Sé þar vel að verki staðið þurfum við ekki að óttast mikil skipbrot sálarinnar, en þetta veganesti er hreinlega nauðsynlegt okkur öllum þegar kemur að því að við þurfum að takast á við svo ótal margt í lífinu. I þessum línum mínum hefur verið stiklað á stóra og orð mín má ekki misskilja á þann veg, að ekki hafí vel til tekist á mörgum sviðum, en upp úr stendur í mínum huga að hinar alvarlegu staðreynd- ir meðal margra barna og unglinga í voru þjóðfélagi hljóti að vekja okkur til alvarlegrar íhugunar um hvað hefur farið úrskeiðis og hvernig við megum úr því bæta. GUNNAR KVARAN, sellóleikari, Valhúsabraut 23, Seltjarnamesi. Víkyerji skrifar Nýlega barst Víkveija í hendur fréttabréf Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands, þar sem veitt er yfirlit yfír námskeið stofn- unarinnar á komandi misser. Valdi- mar K. Jónsson prófessor og for- maður stjórnar Endurmenntunar- stofnunar HI ritar litla grein á for- síðu fréttablaðsins, þar sem m.a. kemur fram að á sl. ári var búist við samdrætti í fjölda námskeiða og þátttakenda, en raunin varð önnur, þar sem um 25% aukning í fjölda námskeiða og þátttakenda varð á milli áranna 1991 og 1992. Orðrétt segir Valdimar um þessa aukningu: „Þetta bendir til þess að fyrirtæki og einstaklingar, reyni á erfíðum tímum að bæta stöðu sína með aukinni menntun." í bréfínu kemur fram að stofnunin hefur starfað frá árinu 1983 og hafa sam- tals um 23 þúsund manns sótt lengri eða skemmri námskeið á hennar vegum þennan tíma. Raunar er Víkveiji þeirrar skoð- unar að aðdáunarvert sé hversu námsfúsir íslendingar eru og viljugir til þess að bæta við sig fróðleik sér til endurmenntunar og þá ekki síður sér til skemmtunar. Þannig hefur Víkveiji haft fregnir af fjölmörgum sem sótt hafa nám- skeið Endurmenntunarstofnunar um fombókmenntir okkar, þar sem ein fornsaga er tekin fyrir hveiju sinni og námskeiðinu lýkur gjarnan með því að farin er ferð á söguslóð- ir. Orðstír Jóns Böðvarssonar, ís- lenskufræðings, hefur víða borist í tengslum við þessi námskeið og fólk, ungt sem aldið, segir að það sé ekki samt eftir námskeið, t.d. í Njálu, undir handleiðslu Jóns. Jón mun nú á vorönn halda námskeið í Egilssögu, þar sem efnisþráður verður rakinn og skýrður, fjallað um efnisskipan, efnistök, sögusvið og lífsviðhorf sem í sögunni birt- ast, eins og segir í fréttabréfinu. Þar segir jafnframt að verði þátt- taka mikil verði bætt við öðra nám- skeiði, þar sem kennt verður annað kvöld. Samkvæmt upplýsingum Víkveija eru þessar upplýsingar byggðar á reynslu Endurmenntun- arstofnunar, því jafnan munu mun færri komast að en vilja, þegar forn- bókmenntanámskeið Jóns era ann- ars vegar. xxx nnars er það einnig vel skiljan- legt að fók vilji leita sér dægrastyttingar sem þessarar, þeg- ar veður eru jafn válynd og nú í vetur. Ef fólk á annað borð á heim- angengt og hefur tíma, þ.e.a.s. þá sjaldan að hundi er út sigandi, hlýt- ur það að stytta þetta rysjótta skammdegi til muna að fá að kljást við hugðarefni sín, í góðum félags- skap og með góðri leiðsögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.