Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
fclk í
fréttum
ARSHATIÐ
Gestir upplifðu Gull-
fossstemmningu
Fjölmenn árshátíð Eimskipafé-
lagsins fór fram á Hótel ís-
landi sl. föstudagskvöld, en um
500 manns mættu á staðinn.
Starfsfólk lagði mikið á sig við
undirbúning og var árshátíðin
byggð upp eins og gestir væru að
fara í ferð með gamla Gullfossi.
Meðal skemmtiatriða var 50 mín-
útna löng revía, samantekt á annál
fyrirtækisins, sem 20 manna
starfshópur tók þátt í undir dyggri
leikstjóm Valgeirs Skagfjörðs.
Þegar gestir komu að Hótel ís-
landi var skipsbjöllu hringt og fólk
gekk upp landgang, sem var eftir-
líking af hinum eina og sanna
landgangi Gullfoss. Brottfarar-
spjaldið var á sínum stað, en auk
þess voru ýmsir munir til sýnis,
ýmist eftirlíkingar eða gamlir hlut-
ir af skipinu, eins og gestabókin,
LATTU
HÖFUÐ
SPILLA
LÍFSGLEÐ!
ÞINNI
Talið er að um
20.000 fullorðinna
íslend nga hafi einhvern
tíma þjaðst af mígren.
Ert pú einn þeirra?
Leitaðu upplýsinga
hjá Mígrensamtökunum
í síma 642780
í kvöld kl. 20 - 23.
MIGREN
SAMTÖKIN
SÍMI642780
skipsbjallan og fleira. Aðgöngum-
iðinn var útbúinn eins og farmiði,
en aftan á honum var danskort,
þar sem gestir gátu skráð sig. Þá
var matseðillinn útbúinn eins og
strompur og á honum stóð: Gull-
foss. Eimskip ’93. „Ferð án fyrir-
hyggju".
Flautað var til brottfarar kl. 20
með skipsflautu. Um leið heyrðist
sjávamiður og vélarhljóð til að
gestir fengju á tilfinninguna að
þeir væm í raun að yfirgefa land-
ið. Húsinu var skipt niður í þrjú
farrými og lest, en að þessu höfðu
þeir hæstsettu aðsetur í lestinni.
Að sögn starfsmanna var gleðin
mikil og ekki til skammdegi í
mannskapnum. Vora menn al-
mennt mjög ánægðir með hug-
myndina. „Það sýnir sig að þegar
starfsfólkið tekur sig saman og
sér um undirbúning og skemmtiat-
riði, að það fellur vel í kramið.
Það var líka stórkostlegt að fyrr-
verandi starfsmenn vora tilbúnir
að mæta á árshátíðina og taka á
móti gestum. Þrátt fyrir barlóminn
í þjóðfélaginu var mætingin tölu-
Veislustjóri var Thomas Möller.
Hann er hér i góðum félagsskap
Gyðu Halldórsdóttur, sem að-
stoðaði við að draga út vinnings-
hafa úr happdrætti kvöldsins.
vert betri í ár en til dæmis í fyrra
og það mæltist mjög vel fyrir að
gera árshátíðina að nokkurs konar
ferð,“ sögðu þau Halldóra Har-
aldsdóttir og Guðmundur Stefán
Jónsson í samtali við Morgunblað-
ið.
Skipsbjallan ómaði þegar gestir gengu upp landgöngubrúna. Hér
stígur um borð Reynir Hólm Jónsson, starfsmaður í skipaafgreiðslu
Eimskips, ásamt fleiri gestum.
Hreinar tennur
Salt-tannkremið hreinsar og örvar
lífeðlisfræðilega sjálfhreinsun
tannanna, styrkir tannhold
og slímhúð.
Engin kemísk bleiki-
litar- eða slípiefni.
Munnskolið er frá
bært við munn-
angri og
bólgum.
Þú
getur
treyst
Weleda
Weleda fæst í
Þumaltnu; Heilsuhúsinu;
Rakarastofunni, Suðurlandsbraut 10
og Hafnarstræti 5; Nuddi f. heilsuna, sjúkra-
nuddstofu Silju; Hótel Örk og Heilsubúöinni, Hveragerði;
Hárskerastofu Sveinlaugar, Neskaupstaö; Laufinu, Hallormsstaö;
Ismáfi og Marinu, Egilsstöðum; Heilsurækt Sólrúnar, Djúpavogi; Vallarkoti,
Laugum; Hafnarfjarðarapóteki; Ninju, Vestmannaeyjum og í apótekum úti á landi.
Umboð: ÞUMALINA, Laifsgötu 32. Sími 12136.
Tuttugu manna hópur starfsfólks setti upp kabarett undir stjórn
Valgeirs Skagfjörðs. F.v. Elva Brynja Sigurðardóttir, Ásta Gréta
Samúlesdóttir og Ása Einarsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Áhöfnin sem starfaði á Gullfossi tók á móti veislugestum. F.v. Erlend-
ur Jónsson stýrimaður, Gísli Hafliðason vélstjóri, Guðmundur Þórðar-
son bryti og Rannveig Ásgeirsdóttir þerna, sem heilsar hér Herði
Sigurgestssyni forstjóra. Rétt glittir í kaskeiti Ragnars Ágústssonar
stýrimanns á bak við
Auglýsingarnar eins og þær birtast í breskum og íslenskum blöðum.
FATNAÐUR
Enn hneykslar Benet-
ton-auglýsing
Auglýsing frá Benetton-sam-
steypunni hefur hneykslað
fólk út um allan heim einu sinni
enn. Að þessu sinni er myndin af
Luciano Benetton, 57 ára gömlum
framkvæmdastjóra samsteypunnar,
allsnöktum og það eina sem hylur
hann era bókstafír.
Hinn umdeildi Ijósmyndari og
auglýsingaleiðtogi Oliviero Toscani
segist ekki hafa átt í vandræðum
með að sannfæra Benetton um að
hugmynd sín væri góð. Toscani
neitar því að Benetton sé haldinn
þeirri þörf að sýna sig og vera til
umfjöllunar. Þvert á móti sé honum
eðlilegt að vera lítið áberandi, hann
sé feiminn og vilji eiga sitt einka-
líf. „En hann er sú manngerð sem
hefur gaman af skondnum hliðum
mannlífsins," segir Toscani.
Bannað að birta auglýsinguna
í nokkram löndum hefur gegnum
tíðina verið neitað að birta auglýs-
ingar frá Benetton vegna mynda
sem í þeim hafa verið. Svo er einn-
ig nú. í arabalöndum hafa auglýs-
ingamar ekki fengið birtinu í dag-
blöðum og tímaritum og í Egypta-
landi sér einungis í fætur og andlit
Benettons. Sjálfur segir hann að
auglýsingunni sé ekki ætlað að
hneyksla fólk heldur minna á verð-
ugt yiðfangsefni. Benetton-fjöl-
skyldan hefur skipulagt fatasöfnun
dagana 2. febrúar til 13. mars í
gegnum 5.300 verslanir sínar í 83
löndum. Fötin verða síðan afhent
Rauða krossinum og Caritas, sem
munu koma þeim áfram til þurf-
andi.
Vill hreinsa til í ítalskri pólitík
Benetton, sem kosinn var til
þings sl. vor, bendir einnig á að
nekt sín sé myndlíking um að taka
til í ítalskri pólitík. Hann segir að
fólk vilji fá að sjá hvern það hafí
kosið. Rík þörf sé fyrir hreinleika,
skýrmælgi og heiðarleika.
Myndatakan fór fram fyrir lukt-
um dyram og einungis ljósmyndar-
inn og Luciano Benetton voru við-
staddir. Hún tók aðeins fímm mín-
útur og að sögn var Benetton af-
slappaður og þolinmóður. Ljós-
myndarinn segist hafa tekið nokkr-
ar myndir þar sem Benetton var
með útréttar hendur í stað þess að
hylja kynfæri sín, en hann hafí tek-
ið þá ákvörðun að birta þær ekki.
„Það hefði bara orðið til þess að
vekja öfund,“ sagði hann.