Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
35
HEIMDALLUR
Vilhjálmur Egilsson valinn
þingmaður ársins 1992
Fyrir skömmu tilnefndi stjórn
Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, Vilhjálm
Egilsson þingmann ársins 1992 og
afhenti honum farandbikar af því
tilefni. Þetta er í sjöunda sinn, sem
Heimdellingar verðlauna þann þing-
mann, sem hefur skarað fram úr að
þeirra áliti, en Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, var handhafi bikars-
ins í fyrra.
í ræðu sem Kjartan Magnússon,
formaður Heimdallar, hélt þegar bik-
arinn var afhentur kom fram að Vil-
hjálmur væri vel að titlinum kominn,
enda hefði hann reynst ötull talsmað-
ur einstaklingsfrelsis og takmörkun-
ar ríkisafskipta á þingi. Hann væri
ávallt í fremstu röð þeirra þing-
manna, sem vöruðu við skattahækk-
unum og stæðu gegn því að stjóm-
völds tækju til sín meiri völd úr hönd-
um almennings en orðið væri. Þá
hefði Vilhjálmur staðið sig með stakri
prýði sem formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis en í henni
var stór hluti EES-frumvarpanna til
meðferðar.
Kjartan gat þess einnig að á síð-
Áslaug Magnúsdóttir, stjórnarmaður í Heimdalli, afhendir Vilhjálmi
þingmannabikarinn eftirsótta.
asta ári hefði Vilhjálmur verið dug- stjómarinnar í fjölmiðlum enda væri
legur við að svara stjómarandstöð- Vilhjálmur þeim hæfileikum gæddur
unni og leiðrétta rangfærslur hennar að geta útskýrt flókin mál með ein-
á Alþingi. Hann hefði lagt mikla földum hætti.
áherslu á að kynna málstað ríkis-
Nemendur í níunda bekk Lækjarskóla vinna að silkimálun.
ÞEMAVIKA
Morgunblaðið/Sverrir
Æfðu ræðumennsku
og skoðuðu Alþingi
Svonefndri þemaviku lauk s.l.
föstudag í Lækjarskóla í
Hafnarfírði en hún hefur verið ár-
viss í skólastafinu þar undanfarin
ár. Þessa viku er ekki kennt eftir
stundartöflu heldur fást nemendur
við ýmis verkefni og sækja nám-
skeið.
„Við vomm með margs konar
verkefni að þessu sinni,“ sagði
Björn Ólafsson, skólastjóri Lækjar-
skóla í Hafnarfirði, í samtali við
Morgunblaðið. „Þessa viku var ekki
kennt eftir stundartöflu heldur fást
nemendur við verkefni þar sem tek-
ið er á ýmsu sem ekki gefst færi á
í hefðbundnu skólastarfi. Verkefnin
voru margs konar að þessu sinni:
umgengnisreglur, dans, blaða-
mennska, tölvufræði, ræðu-
mennska, skoðunarferðir, félags-
vist o. fl. Auk þess störfuðu föndur-
hópar í leirmótum. Þetta er skipu-
lagt þannig að nemendur fara í
gegn um öll verkefnin, nemandi
byijar t.d. í umgengnisreglunum,
daginn eftir fer hann í blaða-
mennsku, þann næsta í skoðunar-
ferð í Alþingishúsið og Ráðhúsið
o. s. frv.
Við höfum verið með svona
þemaviku hér undanfarin ár og
hefur hún mælst vel fyrir hjá nem-
endum og foreldrum."
EGLA
-RÖÐ OG
REGLA
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
VEL
jUM ÍSE
enskt
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
fltogmiiifftfeife
Metsölublad á hverjum degi!