Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
Tví höf ðanefndin
Krókaleyfi
verða ekki
endumýjuð
TVÍHÖFÐANEFNDIN svokall-
aða er nú að ljúka störfum sínum
um mótun fiskveiðastefnunnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu nefndarmenn
sammála um að krókaleyfi smá-
báta verði ekki endumýjuð, en
þau renna út í september að ári,
og að tvöföldun á afla línubáta
verði afnumin.
Nefndin mun leggja til að í stað
krókaleyfanna fái smábátar 12-15
þúsund tonna kvóta sem er um
helmingur af ársafla þeirra nú.
Afnám á tvöföldun á afla línu-
báta verður bætt þannig að línubát-
ar fá aukinn kvóta í samræmi við
aflareynslu þeirra á undanfömum
árum.
----♦ ♦ ♦---
„Stolni“ lyft-
arinnfundinn
VÖRULYFTARI, sem tilkynnt
var að hefði verið stolið frá fyrir-
tæki við Faxafen, kom í leitimar
I gær og reyndist honum alls
ekki hafa verið stolið.
Eigandi fyrirtækis í Faxafeni
hafði tilkynnt lögreglu að lyftaran-
um hefði verið stolið. í gær kom á
daginn að starfsmaður fyrirtækis-
ins hafði fært lyftarann til og var-
hann á bak við aðrar dyr en venju-
lega.
Fjórar gröfur og vélskófiu þurfti til að moka bílaplan í Árbæ
Morgunblaðið/Sverrir
Dýrkeypt bílaplön
JÓHANN E. Hólm við bílaplönin í Árbæ þar sem snjóþyngsli hafa verið með eindæmum í vetur með tilheyrandi kostnaði við snjómokstur.
Snjómokstur 6 þúsund kr. á íbúð
KOSTNAÐUR vegna snjómoksturs á bíla-
plönum nemur 6 þúsund krónum á íbúð efst
í Árbænum og þurft hefur fjórar gröfur og
eina vélskóflu þegar mikið hefur snjóað.
íbúamir hafa að öllu leyti þurft að standa
straum af snjómokstrinum, en vonast til að
Reykjavíkurborg setji upp snjóvarnargirð-
ingar fyrir næsta vetur.
„Snjóinn skefur hingað beint af heiðinni og
safnast upp héma á plönunum," sagði Jóhann
E. Hólm, gjaldkeri hjá lóðasamstæðu fjögur við
Hraunbæ og Rofabæ, í samtali við Morgunblað-
ið. „Ég hef verið gjaldkeri síðan 1989 og við
höfum þurft að greiða 450 þúsund krónur vegna
snjómoksturs á plönunum þremur flesta vetur.
Núna stefnir hins vegar í að snjómoksturinn
fari í 700 þúsund krónur hjá okkur og verða
það um 6.000 krónur á hveija íbúð. Mér fannst
það dálítið skondið þegar ég sá í Mogganum á
fimmtudag að í Vogum á Vatnsleysuströnd
hafi þeir verið með snjómokstursreikning frá
30 til 450 þúsund krónur undanfarna vetur en
nú væri reikningurinn kominn upp í eina millj-
ón. Þama er þó heilt bæjarfélag til að standa
undir kostnaðinum."
Jóhann-Hólm sagði að í síðasta áhlaupi hefði
þurft Qórar gröfur til að moka af plönunum og
eina vélskóflu til að ryðja snjónum út fyrir.
Snjóvamargirðingar
Jóhann sagðist hafa íhugað að sækja um styrk
til Reykjavíkurborgar til að lækka snjómokst-
ursreikninginn þar eð sjómokstur er umtalsvert
meiri á þessum stað en alls staðar annars stað-
ar í borginni. Eins hefur honum komið í hug
að fara fram á það við borgaryfirvöld að settar
yrðu upp snjóvarnargirðingar til að veija bfla-
plönin fyrir snjó.
Lækkun vsk. af mat rýrir skatttekjur um 3 milljarða
Almennt verðlag
lækkaði imi 1 '/2—2%
ALÞÝÐUSAMBAND íslands leggur áherslu á í kröfugerð sinni að virð-
isaukaskattur af matvælum verði lækkaður í 14%. Að sögn Gylfa Arn-
björnssonar, hagfræðings ASÍ, myndi slík lækkun skatthlutfallsins leiða
til 1 'hX til 2% lækkunar framfærsluvísitölu, að teknu tilliti til niður-
greiðslna á búvörum og kaupmáttur launafólks aukast að sama skapi,
sérstaklega þó meðal hinna lægst launuðu, sem veija stærri hluta af
tekjum sínum til að kaupa matvæli en aðrir. Þá myndi breytingin valda
WI<, lækkun lánskjaravísitölu og þar af leiðandi minni greiðslubyrði
skuldara. Verðbólgan kæmist á svipað stig og á siðastliðnu ári, sem
verkalýðshreyfingin gæti vel sætt sig við.
bandalagsins sem stefna að því að
matvæli séu í lægra skattþrepi vsk.
Víðtæk áhrif
Gylfi benti á að m.a. hefði verið
ákveðið að leggja 14% virðisauka-
skatt á bækur, sem hefði það í för
með sér að uppgjör í dagvöruverslun-
um yrði tvískipt.
Matvörur og gosdrykkir vega um
20% í vísitölu framfærslukostnaðar
én Gylfi sagði það alveg ljóst að
matarinnkaup væru mun stærri þátt-
Þegar virðisaukaskattskerfmu var
komið á var talið útilokað að hafa
matvæli í lægra skattþrepi þar sem
of flókið þótti að hafa tvö þrep í virð-
isaukaskattinum. Gylfí segir að þessi
röksemd eigi ekki við í dag þar sem
stjórnvöld hafi þegar ákveðið að
leggja 14% virðisaukaskatt á ýmsa
vöru og þjónustu. Því til viðbótar
megi benda á að búið sé að sam-
þykkja EES-samninginn á Alþingi
og stefnt sé að samræmingu á ýms-
um sviðum gagnvart löndum Evrópu-
ur í útgjöldum tekjulægstu launþega.
Ef gert væri ráð fyrir að matvörulið-
urinn væri um 30% af útgjöldum
þess hóps myndi lækkun virðisauka-
skattshlutfallsins niður í 14% auka
kaupmátt láglaunafólks um 3%.
„Síðan má velta því fyrir sér hvaða
áhrif svona breyting hefði á aðra liði
eins og til dæmis veitingastarfsemi
og ferðaþjónustu. Þetta gæti haft
mjög víðtæk áhrif,“ sagði hann.
Breyting kostar 3 milljarða
Að sögn Gylfa er talið að lækkun
virðisaukaskatts af matvælum gæti
valdið um 3 milljarða tekjutapi fyrir
ríkissjóð en hann sagði að verkalýðs-
hreyfíngin hefði bent á ýmsar leiðir
sem væru færar til að fjármagna
svona aðgerð, m.a. með skatti á
vaxtatekjur og teknar yrðu upp aðr-
ar viðmiðanir við álagningu hátekju-
skatts auk herts skatteftirlits.
Synjunarvald forseta__________
Lögfræðinga greinir á um hvort
heppilegt sé að afnema synjunar-
vald forseta íslands 20
Michœl Jackson veitir viötul
Poppsöngvarinn Michael Jackson
segist hafa sætt misþyrmingum af
hendi föður síns í æsku og hræðst
hann mjög 23
Leiöari_______________________
Gagnkvæmur hagur af sölu um-
framorku/Minni hagsmunir og
meiri í EES 24
Fosteignir Daglegt líf
► Eigin framleiðsla - Úrelding ► Aldrifsflóra Mitsubishi -
fasteignamats - Um „heilbrigð" Ferðamál á föstudegi - Tónlist-
hús og „sjúk“ - Þægilegra eldhús aruppeldi - Dellur safnara -
- Timburdagurinn 1993 - Islendingar oftast í bíó Norður-
Greindir gluggar landaþjóða - Fjörurannsóknir
Debetkortin koma að hluta til í staðinn fyrir ávísanir.
Debetkort tekin í notkun með vorinu
Þjónustugjöldum
bankanna breytt
- segir bankastjóri Landsbankans
BANKAR og greiðslukortafyrirtæki munu taka debetkort í notkun
með vorinu, að sögn Halldórs Guðbjarnasonar, bankastjóra Landsbank-
ans og formanns framkvæmdanefndar um rafrænar greiðslur á sölu-
stað. Halldór segir að samhliða útgáfu debetkorta sé stefnt að því að
hrista upp í gjaldtökukerfi bankanna og hugsanlegt sé að hætt verði
að greiða niður kostnað við þjónustu með vaxtamun.
„Ætlunin er að koma debetkortun-
um í notkun með vorinu, áður en
sumarfrí hefjast,“ sagði Halldór í
samtali við Morgunblaðið. Debetkort
verður hægt að nota á sölustöðum,
þar sem rafrænn afgreiðslubúnaður,
svokallaður „posi“, er fyrir hendi.
Kortin koma að nokkru í stað tékk-
hefta, því að með þeim verður hægt
að færa beint af bankareikningi kort-
hafans og á viðskiptareikning við-
komandi fyrirtækis. -
Tékkaformið dýrt fyrir
bankana
Halldór sagði að einstaklingar
gæfu nú út um 25 milljónir tékka á
ári og fyrirtæki um fjórar milljónir.
Stefnt væri að því að með tilkomu
debetkortanna minnkuðu tékkavið-
skiptin verulega. Fyrst í stað yrði
aðeins hægt að nota kortin til að
vísa á tékkareikninga, en síðar yrði
hægt að vísa á aðrar tegundir banka-
reikninga. „Við viljum að kortin komi
í staðinn fyrir alít þetta tékkaflóð.
Tékkaformið er dýrt greiðsluform
fyrir bankana og þeir hafa mörgum
sinnum meiri kostnað af hverjum
tékka en þær 10 krónur, sem notend-
ur greiða fyrir hvert eyðublað," sagði
Halldór. „Þetta kostar líka mikinn
mannafla, vélbúnað og skriffínnsku."
Aðspurður hvort bankarnir gætu
þá ekki fækkað stöðugildum og skor-
ið niður kostnað, sagði Halldór að
eins og nú háttaði til, væri ýmis þjón-
ustukostnaður bankanna greiddur
niður með vaxtamun. „Ætli bankarn-
ir sér að minnka vaxtamun, hvort
sem hann er mikill eða lítill, geta
menn ekki á sama tíma gagnrýnt
það, að bankarnir hækki þjónustu-
gjöld,“ sagði Halldór. Hann sagði að
þess vegna gætu þjónustugjöld
vegna debetkortanna orðið hærri en
gjöld, sem nú væru greidd vegna
tékkaviðskipta, en á móti kynni
vaxtamunur að minnka. „Kerfið mun
verða hrist upp samfara þessari nýju
þjónustu," sagði hann. „Menn eru
að verða betur og betur meðvitaðir
um að þeir, sem nota þjónustu, eiga
að borga fyrir hana, en ekki einhver
annar.“