Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993
aeei'iiAunoiFi ,si »uoau;.jtp,0'I aiayuaT/;UDnoM
Hafnfirðingar, þið eigið val!
eftir Bjarna
Þórðarson
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá Hafnfirðingum að bæj-
aryfirvöld halda enn óbreyttri
stefnu að því er varðar byggingu
stórhýsis í miðbæ Hafnarfjarðar.
Stórhýsis sem hefur vakið sterkari
tilfinningar í bijóstum Hafnfirð-
inga en önnur stórhýsi. Og hvers-
vegna? Svarið er einfaldlega það
að augu fjölmargra Hafnfirðinga
hafa lokizt upp fyrir því að fyrir-
hugað stórhýsi fellur alls ekki að
þeirri byggð sem iyrir er. Að sjálf-
sögðu byggist afstaða manna til
bygginga á huglægu mati sem
enginn algildur mælikvarði getur
mælt eða metið. Þess vegna er
mjög brýnt að afstaða Hafnfirð-
inga til byggingar stórhýsisins
verði öllum ljós. Hver og einn verð-
ur að taka afstöðu því við munum
búa með stórhýsinu næstu manns-
aldra ef ekki verður gripið í taum-
ana.
Félagið Byggðavernd, sem er
einskonar öryggisvörður okkar
Hafnfirðinga í málum er lúta að
verndun byggðar í Hafnarfirði,
hefur nú hafið undirskriftasöfnun
meðal bæjarbúa til þess að skora
„á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir
því að fyrirhuguð stórbygging við
Fjarðargötu falli sem best að um-
hverfí sínu og verði ekki hærri en
þau hús sem fyrir eru á miðbæjar-
svæðinu.“ Takmarkið er að meiri-
hluti kosningabærra Hafnfírðinga
skrifí undir þessa áskorun. Takist
það þurfa forráðamenn bæjarfé-
lagsins ekki að velkjast í vafa um
vilja bæjarbúa. Ég vil því skora á
sérhvern Hafnfírðing, sem enn
hefur ekki skrifað undir, að kynna
sér málið og taka afstöðu til bygg-
ingarinnar. Undirtektir bæjarbúa
hafa verið mjög jákvæðarí upphafí
söfnunarinnar eins og raunar hafði
verið gert ráð fyrir.
Langur og breiður skuggi
Byggðavernd gaf út kynningar-
rit, sem hefur verið borið út til
bæjarbúa. Þar koma fram ýmsar
upplýsingar um atriði sem hinn
almenni borgari veltir oft ekki fyr-
ir sér. Hvernig verður t.d. sólfar
á Strandgötunni milli pósthússins
og sparisjóðsins, svo og á Thors-
planinu? Skuggi hinnar átta hæða
Fróður er sá er
fregna kann
eftir Rögnu
Ólafsdóttur
Þrátt fyrir góð orð Hrannar
Hrafnsdóttur, fyrsta manns á
framboðslista Vöku til Háskólar-
áðs í garð Námsráðgjafar HÍ í
Morgunblaðinu þann 9. febrúar,
þarfnast sumt í grein hennar leið-
réttingar. Hrönn segir þá aðstoð
sem Námsráðgjöf Háskóla íslands
veitir nemendum sem eiga við
prófkvíða að etja nýtast vel og
einnig þá aðstoð sem lýtur að
skipulagningu náms og „einka-
lífs“.
Hún fullyrðir að stór hluti ein-
staklinga sem leita til Námsráð-
gjafar varðandi persónulega ráð-
gjöf séu utan Háskóla Islands.
Þetta er ekki rétt, því skilja má
af orðum höfundar að persónuleg
ráðgjöf feli í sér aðstoð við að
skipuleggja nám og einkalíf og
takast á við prófkvíða, en sú teg-
und aðstoðar er einungis veitt
skráðum nemendum Háskólans
sog þeir skipta hundruðum sem
ár hvert leita til Námsráðgjafar
vegna þessa.
Þegar persónuleg ráðgjöf tekur
til námsvals og upplýsinga um
námsframboð og fyrirkomulag þá
nær hún einnig til óskráðra nem-
enda sem ýmist verða nemar við
Háskóla íslands eða finna aðrar
leiðir oft fyrir tilstuðlan Námsráð-
gjafar Háskóla íslands.
Það er augljós fjárhagslegur
sparnaður og ávinningur fyrir
Háskóla íslands ef ráðgjöf þar
stuðlar að markvissu námsvali þar
sem nemandanum er forðað frá
því að eyða einu ári eða fleirum í
nám sem síðar kemur í ljós að
hentar honum ekki.
Frambjóðandanum er hugleikið
að leitað sér leiða til spamaðar
og bendir á að eðlilegt sé að
óskráðir nemendur borgi fyrir þá
þjónustu sem þeir fá hjá Náms-
ráðgjöfnni.
Hjá Námsráðgjöf hefur þessi
möguleiki verið ræddur vegna
margumrædds niðurskurðar á
fjárframlagi til Háskólans og hafa
verið settar fram tillögur með
hvaða hætti það gæti orðið. Gjald-
taka þessi hefur þó ekki komið til
framkvæmda m.a. vegna síauk-
inna álaga á nemendur. Greinar-
höfundur bendir á að æskilegt
væri að auk þeirrar Námsráðgjaf-
ar sem þegar er rekin verði komið
á fót námsráðgjöf innan deilda.
Það þarf ekki að orðlengja að
slíkt kallar á fleiri störf og fyrir
Háskóla íslands aukin fjárútlát,
þar sem deildir Háskóla íslands
eru níu og innan margra deilda
eru fleiri en ein námsleið. Nú er
Námsráðgjöf HÍ starfrækt með
tæplega fimm stöðugildum.
Ljóst er að ákveðnum upplýs-
ingum væri einfaldara að miðla í
gegnum deildirnar sjálfar og því
hefur Námsráðgjöf Háskóla ís-
lands í samstarfi við Stúdentaráð
nú í vetur ýtt úr vör nemendaráðg-
jöf, sem er ráðgjöf eldri nema til
nýnema. Starfar hún til reynslu í
nokkrum deildum. Megin hlutverk
þessarar nemendaráðgjafar er
m.a. að miðla reynslu og upplýs-
ingum útfrá sjónarhomi nemand-
ans, og koma með ábendingar um
áherslur innan einstakra nám-
skeiða. Nemendaráðgjafar starfa
í náinni samvinnu við Námsráðg-
jöf.
Námsráðgjöf er þjónusta fyrir
stúdenta. Eðlilegt er að þeir standi
vörð um starfsemi hennar. Stúd-
entar eiga greiðan aðgang að
starfsmönnum stofnunarinnar og
Ragna Ólafsdóttir
misskilningur á borð við þann sem
fram kemur í grein efsta manns
á lista Vöku í Morgunblaðinu dag-
setta 9. þessa mánaðar ætti að
vera óþarfur.
Höfundur er starfandi
forstöðumaður Námsráðgjafar
Háskóla Islands.
hótelbyggingar verður bæði lang-
ur og breiður og þeim mun fækka
mjög stundunum, sem Hafnfírð-
ingar fá notið þar sólar. En verður
þá ekki skjólgott þarna í miðbæn-
um þegar vindar blása um bæinn?
Nei, þvert á móti, svona hábygg-
ingar draga að sér vindsveipina
og skella þeim niður til jarðar. I
ritinu er minnt á meginmarkmið
í miðbæjarskipulagi sem enn er í
fullu gildi en þar segir:
„Allar nýbyggingar í miðbæ
skal leitast við að fella svo sem
best má verða að þeirri byggð sem
fyrir er. Tekið skal mið af hinum
ríkjandi mælikvarða byggðarinnar
í heild."
Telja forráðamenn bæjarfélags-
ins sig hafa haft þetta markmið
að leiðarljósi þegar þeir sam-
þykktu byggingu þá sem hér um
ræðir?!
Það hefur komið fram í blaða-
viðtali við bæjarstjórann að ekki
sé endanlega búið að ganga frá
útlitshönnun byggingarinnar og
því sé ekki tímabært að gagnrýna
hana eða taka afstöðu. Það skiptir
litlu hvort einhveijar breytingar
muni verða á útliti byggingarinnar
þegar áformin um átta hæða
byggingu eru óbreytt. Þegar er
risin bygging á svæðinu sem er
fjórar hæðir og hygg ég að flestum
þyki það hámarkshæð á bygging-
um í miðbænum.
Hlutafé 1 milljón
Fjármögnun þessara fram-
kvæmda er ekkert smámál. Þær
munu ekki kosta minna en einn
og hálfan milljarð eða um 100.000
krónur á hvem Hafnfírðing. Að
þessum framkvæmdum hyggst
standa hlutafélag með eina milljón
króna í hlutafé en hluthafar munu
vera fimm einstaklingar. Hafa for-
ráðamenn bæjarins metið þá
áhættu sem bæjarfélagið er að
taka með því að heimila bygginga-
raðila með jafn veika fjárhags-
stöðu að ráðast í þessar fram-
kvæmdir?
Um leið og ég þakka forsvars-
mönnum Byggðaverndar ötula
foiystu þeirra í máli þessu vil ég
taka undir orð eins af stjórnar-
mönnum félagsins, . Kristjáns
Bjarni Þórðarson
„Svona hábyggingar
draga að sér vindsveip-
ina og skella þeim niður
til jarðar.“
Bersa Ólafssonar, skólameistara,
í blaðaviðtali: „Þegar við höfum
þessar undirskriftir í höndunum
er það trú okkar að iýðræðið nái
fram að ganga. Við trúum því og
vonum að stjómmálamenn virði
vilja kjósenda sinna“.
Höfundur er trygginga-
stærðfræðingur og starfar sem
framkvæmdastjóri ísienzkrar
endurtryggingar.
4* —r
með frönskum og sósu
=995.-
TAKIDMED
- tilboð!
TAKIDMEÐ
- tilboð!
Mrn
&
D
/A \ DJ(^
miðað við efnahagshorfur!
LADA • LADA • LADA • LADA
SAFÍR
Frá 418.000,- kr.
104.500,- kr. út
og 10.051,- kr.
í 36 mánúði
SKUTBILL SAMARA
Fm 498.000,- kr.
134.500,- kr. út
og 11.974,- kr.
í 36 mánu’ói
Frá 523.000,- kr.
131.000,- kr. út
og 12.568,- kr.
í 36 mánu’ói
SPORT
Frá 798.000,-
200.000,- kr. út
og 19.172,- kr.
í 36 máiiu’öi
Tökum nota’ða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðiun ýmsa aðra greiðslvunöguleika.
Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum.
AFAR RAUIVHÆFI'R KOSFUR!
líSÍMÍín'
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13. SlMl: 68 12 00
BEINN SIMI: 3 12 36