Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
Félagshyggj unauðung
Einnig má velta því fyrir sér
hvort ríkið getur skilyrt þjónustu,
sem skattgreiðendur hafa þegar
greitt fyrir, því að menn greiði gjöld
til félaga. Gæti það orðið skilyrði
fyrir sjúkrahúsvist að greiða ein-
hveiju sjúklingaráði gjöld?
eftir Þorstein
Arnalds
Nú í upphafí árs hanans er farið
að örla á árlegu hanaati stúdenta-
pólitíkusa. Liðsmenn Röskvu og
Vöku ata hvorir aðra auri hvað
mest þeir mega. Undirritaður hefur
aldrei gert skýran greinarmun á
sósíalistum og sósíalistum. Svo
gæti þó farið að þessu sinni þar sem
annar hópurinn hefur lýst viija til
að virða almenn mannréttindi. Er
hér átt við það kosningamál Vöku
að gefa „aðild að Stúdentaráði"
fijálsa. Ég frábið mér hins vegar
að vera talinn stuðningsmaður
Vöku eða á nokkum hátt bendlaður
við það sósíalistafélag.
Ástæða þessa greinarkoms er
vamarræða Helga Bjöms Kristins-
sonar formanns Röskvu fyrir nauð-
ungaraðild að félögum stúdenta í
Morgunblaðinu 4. febrúar 1992.
Finnst mér þar gæta ýmissa rök-
leysa, þversagna og rangfærslna.
Vökumaður!
1. Hveijir beijast fyrir fijálsri
aðild?
Helgi segir: „Boðberar þessara[r]
skoðunar [að vilja fijálsa aðild að
Stúdentaráði SHÍ) sem allir eiga
það sameiginlegt að vera stuðnings-
menn Vöku ef ekki innstu koppar
í búri á þeim bæ...“. Hér er um
einhvem lítilsháttar misskilning að
ræða. Eins og kunnugt er tók Vaka
það ekki inn í stefnuskrá sína fyrr
en mjög nýlega að gefa fijálsa að-
ild að SHI. Fyrir þann tíma vom
margir sem börðust fyrir afnámi
skylduaðildarinnar. Þeir eru margir
hveijir orðnir langþreyttir á þessu
aðgerðarleysi Vöku og næstversta
skammaryrði í orðabók þeirra er
„Vökumaður" (það versta er
„Röskvumaður"). Að öðrum ólöst-
uðum em þremenningamir sem nú
nýlega var hótað brottvísun úr há-
skólanum þar sem þeir neituðu að
greiða til SHÍ og Félagsstofnunar
stúdenta (FS) sennilega þeir sem
ötullegast hafa barist fyrir fijálsri
aðild. Mér er kunnugt úm að í þeim
hópi er a.m.k. einn sem ekki hefur
hingað til stutt Vöku.
Stúfhamarrifað
2. Hveijir greiða hvað, til hverra
og hvers vegna?
í upphafí greinar sinnar segir
formaður Röskvu að háskólinn
„eymamerki“ FS og SHÍ hluta inn-
ritunargjalda. Síðar í greininni seg-
ir að háskólinn kjósi að „styrkja
Stúdentaráð og Félagsstofnun með
hluta þess skatts" sem felst í innrit-
unargjöldum.
Helgi segir einnig að um eitt inn-
ritunargjald sé að ræða sem háskól-
inn innheimtij FS og SHÍ innheimti
engin gjöld. Ég tel talsverðan mun
á eymamerkingu og styrk, reyndar
tel ég eymarmerkingu vera nokkuð
góða lýsingu á fyrirkomulaginu. Á
kvittun minni fyrir greiðslu innrit-
unargjalda segir að ég hafí greitt
22.350 krónur í innritunargjald,
„þar af til háskólans krónur
17.000,00 til Stúdentaráðs krónur
2.150,00 og til Félagsstofnunar
stúdenta krónur 3.200,00“ [leturbr.
eru höfundar]. Af þessu fínnst mér
koma alveg skýrt fram að ég greiddi
til SHÍ og FS en að það var ekki
háskólinn sem veitti þeim styrk. Það
er aftur á móti laukrétt hjá Helga
að SHÍ og FS innheimta engin
gjöld. Það gera heldur ekki mörg
önnur félög sem láta félagaþjónustu
„Einnig má velta því
fyrir sér hvort ríkið
getur skilyrt þjónustu,
sem skattgreiðendur
hafa þegar greitt fyrir,
því að menn greiði
gjöld til félaga. Gæti
það orðið skilyrði fyrir
sjúkrahúsvist að greiða
einhverju sjúklingaráði
gjöld?“
banka og sparisjóða eða greiðslu-
kortafyrirtækin annast slíkt. Þjón-
ustu þessara stofnana þarf SHÍ
ekki að nýta sér því að það hefur
ókeypis í þjónustu sinni einn harð-
asta „handrukkara“ landsins,
Sveinbjöm Bjömsson rektor og fé-
laga hans í Háskólaráði. Væri hér
um styrki að ræða er annað ekki
minna vert sem má velta fyrir sér.
Að háskólinn væri tilbúinn til að
henda 25 milljónum ut um glugg-
ann í þennan „styrk“ hlyti að benda
til þess að fjárhagur hans væri rúm-
ur. Sjálfsagt væri þá að lækka fjár-
veitingu háskólans sem þessu
næmi.
Sjúklingaráð?
3. Hveijum þjónar Stúdentaráð?
Helgi Björn tínir til sem rök fyr-
ir nauðungaraðild að SHÍ að ráðið
beijist fyrir „hagsmunum" stúd:
enta. Ekki veit ég til þess að SHÍ
hafí barist sérstaklega fyrir mínum
hagsmunum og skoðunum, þvert á
móti. Ég er t.d. mjög ósammála
baráttu Stúdentaráðs vegna LÍN
og gegn fjöldatakmörkunum. Það
1 fógetatíð Skúla Magnússonar voru oft
haldnar hinar veglegustu veislur og var þá
og ólíkt íslensku réttarkerfi er allt afgreitt
samstundis.
vel veitL
Hjá Fógetanum í Reykjavík í Aðal-
stræti 10, fbgnum við Þorra með veglegu
Þorrahlaðborði frá kl. 18.00 öll kvöld
Lifandi og þjóðleg tónlist er leikin öll kvöld.
GJÖRT í AÐALSTRÆTI10
meðan á Þorra stendur.
Málskostnaður léttir vart pyngju svo
nokkru nemi, aðeins 1.900 kr. pr. mann
Sími 16323
Þorsteinn Arnalds
vill stundum gleymast að allir
námsmenn greiða skatt en einungis
um helmingur þeirra tekur náms-
lán. Það hljóta því frekar að vera
sterk rök gegn skylduaðild að SHÍ
að þar sé um pólitísk samtök að
ræða. Það er í hæsta máta óeðlilegt
að menn standi straum af kostnaði
við baráttu gegn þeirra eigin skoð-
unum.
Mjög skín í gegn um málflutning
félags- og samhyggjufólks að það
telur mannfólkið vera einsleitan hóp
með svipaðar þarfír og hagsmuni.
Þannig dregur Helgi Björn þá álykt-
un að mínir hagsmunir séu þeir
sömu og hans og því eigi að skylda
mig til að greiða til Stúdentaráðs.
Fijálshyggjumenn (ekki get ég
flokkað Vökumenn sem fijáls-
hyggjumenn) telja öfugt að ef geng-
ið er á hagsmuni eins þegar verið
er að tryggja hagsmuni annarra sé
ver af stað farið en heima setið.
Öllu má nafn gefa
4. Er himinninn bleikur og mold-
in græn?
Helgi eyðir mörgum orðum í að
sýna fram á að í raun sé Stúdenta-
ráð illa skilgreint fyrirbæri og á það
sé ekkert minnst í landslögum og
reglugerðum. Vegna þessa telur
Helgi lög ráðsins stóradóm um
málefni þess. Athygli vert! En
merkasta niðurstaða Helga held ég
þó að sé sú að Stúdentaráð sé í
raun ekki félag heldur „stúdenta-
þing“ og því sé fjarstæða að skyldu-
greiðsla til þess sé brot á félaga-
frelsi!
Með sömu orðafímleikum gætu
olíufélögin og bifreiðaeigendur kall-
að bensín og bíla mjólk og reiðhjól
til að sleppa við aukna skattheimtu.
Enn ein kostuleg þversögnin í
málflutningi Röskvu er afstaða
þeirra til innritunargjalda í fyrra.
Þá lögðust þeir gegn innritunar-
gjöldum og sögðu þau skerða ,jafn-
rétti til náms“. Nú segja þeir að
innritunargjöldin innifeli gjöld til
FS og SHI, hér sé skilyrðislaust um
óskipt gjald að ræða. Með því að
vilja að greiddur sé sá hluti sem
rennur til SHÍ geta þeir þá ekki
lagst gegn því að hinn hlutinn af
þessu óskipta gjaldi sé greiddur.
Er Röskva hætt að vera á móti
greiðslu innritunargjalda? Ef svo
er gæti ég jafnvel hugsað mér að
kjósa þá.
Helgi Björn og félagar hans
mega mín vegna leika sér í sínum
félagshyggjusandkassa, en ég óska
þess að standa utan hans og fá að
sinna mínum hugðarefnum í friði,
án þess að eiga það á hættu að
korn úr skítkasti rauðliða í Vöku
og Röskvu lendi í augum mínum.
Höfundur er nemi í stærðfræði
viðHÍ.
Mannréttindamál í Bosníu-Herzegóvínu
Nauðganir og önnur
brot viðgangast enn
MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hafa staðfest
að konur í Bosníu-Herzegóvínu séu valdar sérstaklega út af herjum
í landinu til að þola skelfilega valdbeitingu, nauðganir og aðrar
kynferðislegar misþyrmingar, segir í fréttatilkynningu frá Am-
nesty International.
„Kynferðislegt ofbeldi er al-
gengt og oft framið eftir fyrirfram
ákveðnum áætlunum", segir í ann-
arri af tveimur nýjum skýrslum
samtakanna um Bosníu-Herzegóv-
ínu, sem út komu fyrir skömmu.
„Ofbeldið virðist fylgja mynstri
kynþáttaofsókna sem því miður
hefur einkennt stríðið í landinu,
og konur hafa stundum verið tekn-
ar til fanga af hermönnum sérstak-
lega til að nauðga þeim.“
í skýrslunni eru nefnd dæmi um
konur sem hefúr verið nauðgað á
heimilum sínum, í fangabúðum eða
á hótelum og öðrum byggingum
þar sem þær hafa verið í haldi.
Hermenn allra aðila hafa gerst
nauðgarar og konur úr öllum stétt-
um og þjóðfélagshópum hafa orðið
fórnarlömb. Þó hafa múslímskar
konur, sem nauðgað hefur verið
af serbneskum hermönnum, verið
í meirihluta.
í einu slíku tilviki hefur 17 ára
gömul múslírnsk stúlka sagt lækni
frá því hvemig Serbar tóku hana
ásamt fleiri konum úr þorpi þeirra
og fluttu í húskofa úti í skógi.
Henni var haldið þar í þijá mánuði
ásamt 23 öðmm konum. Stúlkunni
og 12 öðrum konum var nauðgað
hvað eftir annað, fyrir framan hin-
ar konurnar. Þegar þær reyndu
að koma fórnarlömbunum til bjarg-
ar voru þær barðar niður af her-
mönnum.
Þó erfitt sé að fullyrða með vissu
um að nauðganir séu meðvitað
notaðar af yfirmönnum heijanna
sem vopn í stríðinu, er augljóst að
foringjar hérdeilda vita af þeim og
samþykkja þær.
„Almenningur víða um heim
hefur fengið nóg af ógnum þeim
sem viðgengist hafa í fangabúðum
í Bosníu-Herzegóvínu en herirnir
sjálfir halda áfram að bijóta mann-
réttindi“, segir í yfírlýsingu Amn-
esty International. „Við óttumst
að jafnvel nú þegar fulltrúar stríð-
andi aðila sitja við samningaborðið
geti mannréttindabrotum fjölgað
vegna fjandskapar bosnískra Kró-
ata og bosníska stjórnarhersins."
En þrátt fyrir að herirnir og
yfirmenn þeirra láti sig ástandið
litlu varða stendur hundruðum
þúsunda manna frá öllum heimin-
um ekki á sama. Þegar Amnesty
International fór fram á að fólk
skrifaði bréf til að mótmæla mann-
réttindabrotum í fyrrum Júgóslav-
íu voru viðbrögðin gífurleg. Næst-
um hálf milljón manns hvaðanæva
að brást við kallinu og skrifuðu
bréf, stíluð á fulltrúa friðarráð-
stefnunnar í Genf. Nú er spurning-
in bara hvort einhveijum sem hef-
ur vald til þess er nógu annt um
fólkið í þessum löndum til að
stöðva mannréttindabrotin?
(FréUatilkytiniiiK)