Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
19
Efnt til þýskuþrautar nemenda í framhaldsskólum
Þýskalandsdvöl í verðlaun
ÞÝSKUKENNARAR efna í dag, föstudag, til samkeppni meðal
framhaldsskólanema um boðsferðir til Þýskalands. Þarlend
stjórnvöld hafa boðið tveimur íslenskum framhaldsskólanemum
til mánaðardvalar í Þýskalandi í sumar líkt og undanfarin 20
ár. Nú er tekin upp sú nýbreytni að nemendur keppa um ferð-
irnar í stað þess að tilteknir skólar úthluti dvalarstyrkjunum.
Félag þýskukennara hefur veg
og vanda af Þýskuþrautinni sem
haldin verður í framhaldsskólum
landsins föstudaginn 12. febrúar,
kl. 11-12.30. Hér er um að ræða
leiknipróf sem reynir á þýsku-
kunnáttu, hugkvæmni og ráðsnilld
keppenda. Þeir sem best leysa
þrautina verða síðan boðaðir til
viðtals við þýskukennara sem velja
nemendur til fararinnar. Einnig
verður úthlutað tíu bókarverðlaun-
um.
Þeir einir eru gjaldgengir til
þátttöku sem eru fæddir á árunum
1974-1976, hafa lært þýsku eina
og hálfa önn hið minnsta, eru ís-
lenskir ríkisborgarar, hafa ekki
dvalið langdvölum í Þýskalandi og
eiga ólokið minnst einni önn í
þýsku. Farið verður til Þýskalands
í júlí og dvalið í borgunum Múnc-
hen, Berlín, Bonn og Wúrzburg.
Nemendurnir eru lengstum í hópi
15 nema frá sex löndum með far-
arstjórum. Þá búa þeir tvær vikur
hjá gestafjölskyldu og sækja þýsk-
an framhaldsskóla. Dagskráin er
Leiksýn-
ing á veg-
umeldri
borgara
SÓLSETUR heitir gamanleikrit
eftir Sólveigu Traustadóttur sem
ieikfélagið Snúður og Snælda
sýnir um þessar mundir.
Snúður og Snælda er leikhópur
innan Félags eldri borgara og hefur
hann starfað frá ársbyijun 1990.
Sýningar á Sólsetri eru bæði um
helgar og á virkum dögum í hús-
næði félagsins, Risinu að Hverfis-
götu 105.
Leikritið er um heimilisfólk og
starfsmenn elliheimilis. Heimilið
heitir Sólsetur og er staðsett úti á
landi. Á gamansaman hátt er fjallað
um málefni aldraðra, til dæmis ást-
ina og minnisleysi. Þessi uppfærsla
hefur hlotið góða dóma hjá leihús-
gagnrýnendum dagblaða, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá-
Snúði og Snældu. Þar segir einnig
að þó fjallað sé um málefni aldr-
aðra, eigi leikritið einnig fullt erindi
til yngri leiklistarunnenda, enda sé
á ferðinni fjörugur gamanleikur
með hraðri atburðarrás.
Bjami Ingvarsson leikstýrir upp-
færslunni og leikarar em allir á
aldrinum 70-77 ára nema einn, sem
leikur í forföllum annars. Miðaverð
er 800 kr. og eru miðar seldir á
skrifstofu Félags eldri borgara og
við innganginn. Næsta sýning verð-
ur nk. sunnudag kl. 17.
♦ »■
þéttskipuð skoðunarferðum,
menningarviðburðum, móttökum,
upplýsingafundum og þýsku-
kennslu. Allur kostnaður er
greiddur af þýskum stjórnvöldum.
Vigdís Þórarinsdóttir, nemi í
MS, og Sigríður Ásta Ámadóttir,
nemi í MH, voru valdar til Þýska-
landsfarar í fyrrasumar. Þær segj-
ast bæði hafa haft gagn og gaman
af ferðinni. Þær kynntust vel landi
og þjóð, eignuðust fjölda vina og
þýskukunnáttan jókst stómm.
„Mér fannst muna mest um hvað
ég þjálfaðist í talmálinu," sagði
Vigdís. Þær luku báðar lofsorði á
góða skipulagningu og frábærar
viðtökur í Þýskalandi. „Við feng-
um meira að segja vasapeninga.
Dagskráin var ekki ofhlaðin, það
gafst alltaf tóm til að skoða sig
um og skreppa aðeins í bæinn,“
sagði Sigríður Ásta. Þær stöllur
komu fram á skemmtikvöldi og
kynntu ísland með myndasýningu
og erindi. Við annað tækifæri léku
þær íslensk lög á píanó og sungu.
Var gerður góður rómur að þess-
ari landkynningu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þýskalandsfarar og þýskukennarar, f.v.: Vigdís Þórarinsdóttir, Sig-
ríður Ásta Árnadóttir, dr. Oddný G. Sverrisdóttir, formaður Félags
þýskukennara, Guðmundur V. Karlsson, Sigríður Ragnarsdóttir,
Elísabet Siemsen og Allan Rettedal.
Brídshátíðin
hefst í kvöld
ÁRLEG bridshátið Bridssam-
bands íslands og Flugleiða hefst
á Hótel Loftleiðum í kvöld. Með-
al keppenda eru tveir meðlimir
Bláu sveitarinnar ítölsku sem
hélt heimsmeistaratitlinum í
brids nær óslitið í tvo áratugi.
Einnig verða meðal keppenda
norskir, hollenskir, breskir, pakist-
anskir og bandarískir landsliðs-
menn. Bridshátíðin hefst kl. 19. í
kvöld með tvímenningskeppni en
lýkur á mánudagskvöld með verð-
launaafhendingu.
ttŒ>ngT mm.
ÞINGSJÁ?
...EKKI í PHILIPS SJÓNVARPSTÆKI!
í Philips sjónvarpstækjum opnast þér nýjar
víddir og allar lfnur verða skýrari. Skerpan er
það sem skiptir máli og þegar þú hefur valið
sjónvarpið frá Philips, þá sérðu líka hinar
hliðarnar á málunum. Það eru jú fleiri en ein
hlið á hverju máli!
• BLACK LINE S myndlampi eykur skerp-
una um 30%.
• NICAM búnaður er í öllum okkar
víðóms sjónvörpum.
• íslenskt textavarp er sjálfsagður útbún-
aður í öllum gæðatækjum frá Philips.
Komdu og sjáðu með eigin augum.
Gerðu samanburð og veldu það besta!
PHILIPS
þegar skerpati skiptir mdlil
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20