Morgunblaðið - 12.02.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
Sigurður Líndal prófessor á fræðafundi Orators um synjunarvald forseta Islands
Ekkí er heppilegt
að afnema valdið
Björn Bjarnason alþingismaður telur
að forseti geti starfað af fullri reisn
þó synjunarvald hans verði afnumið
SIGURÐUR Líndal lagaprófessor telur ekki heppilegt að
draga úr stjórnskipulegu valdi forseta íslands á þann hátt
að afnema það synjunarvald sem forsetinn hefur samkvæmt
26. grein stjórnarskrárinnar. Hann sagði á fræðafundi sem
Orator, félag laganema, hélt sl. fimmtudagskvöld um réttar-
stöðu forseta íslands samkvæmt stjómarskránni, að stjórn-
skipunarþróun á íslandi væri komin i það horf að til nokkurs
háska stefndi og nauðsynlegt væri að hafa eitthvert mótvægi
við þingið. Auk Sigurðar höfðu Bjöm Bjarnason alþingismað-
ur og Gunnar G. Schram prófessor framsögu á fundinum,
en fram kom hjá þeim að breytingar væru í það minnsta
æskilegar á umræddri grein. Bjöm taldi vænlegast að afnema
þetta vald og sagðist hann vera þeirrar skoðunar að forseti
íslands gæti eftir slíka breytingu starfað af fullri reisn, þó
svo hann gæti ekki gripið fram fyrir hendurnar á löggjafar-
valdinu.
Gunnar G. Schram vitnaði í fram-
sögu sinni í álit Ólafs Jóhannesson-
ar á 26. grein stjómarskrárinnar
sem kemur fram í bók hans um
stjómskipunarrétt. Þar segir að sú
skipan sem ákveðin sé með 26.
grein sé óvenjuleg eða jafnvel ein-
stæð og skoðanir séu skiptar um
hversu heppileg hún sé. Þetta vald
forseta væri hvorki synjunarvald
né neitunarvald og ekki einu sinni
frestandi neitunarvald, heldur í
raun málskotsréttur til þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla aðeins
afleiðing synjunar
Gunnar sagði að svo virtist sem
margir hverjir af þeim, sem sendu
undirskriftir sínar til forsetans og
hvöttu hann til að synja EES-frum-
varpinu staðfestingar, hefðu ekki
lesið 26. greinina og ekki gert sér
grein fyrir í hvaða stöðu þeir vom
að setja forsetann. „Þar er vitanlega
aðeins um afleiðingu að ræða en
ekki fmmathöfn. Fyrst þarf forset-
inn að ganga í berhögg við vilja
þings og stjórnar og lýsa því yfir
að hann sé með synjuninni efnislega
ósamþykkur því frumvarpi sem lagt
er fyrir hann. Afleiðingar þessarar
synjunar eru að í kjölfarið kemur
þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er eins
og mönnum hafi ekki verið ljóst að
það er aðeins vers númer tvö. Það
er því kannski ekki furða að Ólafur
Jóhannesson hafi kveðið upp þenn-
an dóm yfir þessu ákvæði," sagði
Gunnar.
Gunnar vék síðan að þeim kost-
um sem væru i stöðunni. I fyrsta
lagi að auka vald forsetans og fara
þar með í gamla farið; að fela for-
seta raunvemlegt synjunarvald, en
það taldi Gunnar ekki vænlegan
kost í ljósi þingræðisreglunnar.
Tillagan frá 1983
allrar athygli verð
Annar kostur í stöðunni væri að
breyta ákvæðinu og minntist Gunn-
ar sérstaklega á álit stjórnarskrár-
nefndar frá 1983, þar sem lagt er
til að í stað synjunarvalds gæti for-
seti óskað eftir því áður en hann
staðfesti fmmvarp, að um það færi
fram þjóðaratkvæðagreiðsla.
„Stjórnarskrárnefndin vildi með
sinni tillögu taka vandann að vissu
Synjunarvaldið afnumið
BJÖRN Bjarnason alþingismaður lýsti sig hlynntan því að synjunar-
vald forseta íslands skv. 26. grein. stjórnarskrárinnar yrði afnumið,
aðallega með tilliti til forsetans en ekki vegna hagsmuna þingsins.
Næst Birni á myndinni er Sigurður Lindal prófessor og við hlið
hans situr Gunnar G. Schram prófessor.
Kröfugerð BSRB í væntanlegum kjarasamningum
Ahersla á atvinnu-
skapandi aðgerðir
í KRÖFUGERÐ Bandalags starfsmanna ríkis og bæja vegna væntan-
legra kjarasamninga er megináhersla lögð á að ríkisstjórnin beiti sér
fyrir atvinnuskapandi aðgerðum og að horfið verði frá niðurskurði í
velferðarkerfinu. Þá er þess krafist að kaupmáttur kauptaxta verði
færður f svipað horf og hann var í upphafi svokallaðra þjóðarsáttar-
samninga. Þetta kom fram í ræðu Ögmundar Jónassonar á fundi Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík um stöðuna í kjaramáium á miðvikudags-
kvöld.
Á fundinum gerði Ögmundur grein
fyrir kröfum bandalagsins í væntan-
legum kjaraviðræðum. Hann sagði
að kröfur um að efla atvinnu og
draga úr atvinnuleysi væru efstar á
blaði og til þess að gera slíkt kleift
þyrftu stjómvöld einkum að gera
þrennt: Lækka vexti, vetja fjármagni
til atvinnuskapandi verkefna og auka
samfélagslega þjónustu, sem væri
arðvænleg, atvinnuskapandi og
mikilvæg fyrir þjóðfélagið.
BSRB krefst þess einnig að kaup-
taxtar verði hækkaðir um 5% í upp-
hafi samningstímans auk þess sem
samið verði við einstök félög um 2%
hækkun til viðbótar. Þá er farið fram
á að horfið verði frá niðurskurði til
velferðarmála. Ögmundur sagði að
sá niðurskurður, sem orðið hefði á
því sviði á undanfömum misserum
hefði komið illa við heimilin í landinu
og enn frekari samdráttur á þjónustu
velferðarkerfisins bitnaði fyrst og
fremst á þeim, sem stæðu höllum
fæti.
BSRB fer einnig fram á að kaup-
máttur lægstu launa verði bættur
sérstaklega. Þá krefst bandalagið
þess að úrbætur verði gerðar í
menntunarmálum, skatteftirlit bætt,
og atvinnuleysisbætur hækkaðar.
Niðurskurður í heil-
brigðiskerfinu ekki sparnaður
Ögmundur flallaði um heilbrigð-
iskerfið og sagðist telja að með nið-
urskurði í því væri ekki um spamað
að ræða heldur væri reikningurinn
einfaldlega sendur til sjúklinganna.
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigð-
isráðherra, hefði skorið svo hressi-
lega niður að Morgunblaðið væri far-
ið að hirta hann. Sá undirtónn fylgdi
þessum málflutningi Morgunblaðsins
að nóg væri komið af álögum á lág-
launafólk og því væri kominn tími
til að sjúkrahúsreikningar yrðu
tekjutengdir. Ögmundur taldi að í
þessu kerfi væri hætta á að fullborg-
andi sjúklingar, efnafólkið, krefðust
betri þjónustu en þeir, sem væru
ekki borgunarmenn fyrir sjúkrahús-
reikningum sínum, og fengju hana.
„Það er þess konar kerfi, sem við
viljum ekki fá. Hvers vegna í ósköp-
unum má ekki skattleggja ríkt fólk
fyrr en það er orðið veikt? ... Það
má ekki skattleggja fjármagnstekjur
og taka upp almennilegan hátekju-
skatt.“
Ögmundur sagði bað vera efna-
hagslegt glapræði ef kaupmáttur
rýmaði enn frekar en orðið væri.
BSRB krefðist þess að kauptaxtinn
yrði færður í svipað horf og hann
var í upphafi svokallaðrar þjóðarsátt-
ar. Hann sagði að ekki væri hægt
að semja um minna. Þó væru þeir
til, sem gagnrýndu slíka kröfugerð
og nefndi Ögmundur Morgunblaðið
sérstaklega í því sambandi. „Ég las
um það í leiðara Morgunblaðsins um
daginn að það væri glapræði að fara
fram með þessa kröfu. Hveijir setja
fram svona skrif? Hvað skyldu leið-
arahöfundar Morgunblaðsins hafa í
mánaðarlaun. Eru það 600.000? Eru
það kannske 800.000? Þetta eru hin-
ir óábyrgu aðilar í þjóðfélaginu. Þeg-
ar kreppir að í íslensku þjóðfélagi
eigum við að jafna kjörin. Núna er
komið að fjármagnseigendum og
hátekjufólki að axla byrðarnar,"
sagði Ögmundur.
Á fundinum greindi Benedikt Dav-
íðsson, forseti Alþýðusambands ís-
lands, frá helstu tillögum sambands-
ins í kjaramálum. Hann sagði að
verkalýðshreyfingin tækist nú af
hörku á við ríkisstjómina en efna-
hagsaðgerðir hennar kæmu helst nið-
ur á þeim, sem hefðu úr minnstu að
spila og í raun væri verið að breyta
tekjuskiptingarhlutfallinu í þjóðfé-
laginu til hins verra. Þá stæði ríkis-
stjórnin ráðþrota frammi fyrir vax-
andi atvinnuleysi en það væri í raun
mesta kjaraskerðingin því að at-
vinnuleysi kæmi ekki eingöngu við
þá, sem misstu vinnuna. Það hefði
lamandi áhrif í öllu þióðfélaginu bar
Sagt frá stöðunni
BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, flytur ræðu sína á fundi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík um stöðuna í kjaramálum.
sem viðskipti og framleiðsla minnk-
aði og möguleikar fólks skertust.
Benedikt sagði að í yfirvofandi
samningagerð þyrfti verkalýðshreyf-
ingin að tryggja sambærileg kjör og
fengust með þjóðarsáttarsamningun-
um 1990. ÁSÍ-félagar teldu hins
vegar lítinn tíma vera til stefnu að
ná samningum með friðsamlegum
hætti. Kjör hefðu þegar rýmað um
5% og að minnsta kosti 2% kjara-
skerðing væri fyrirsjáanleg á næstu
vikum. Þá væri skráð atvinnuleysi
nú þegar um 5%. „Við þolum því
ekki langt samningaþóf nú. Við verð-
um að komast að því mjög fljótt
hvort hægt sé að ná samningum um
breytt kjör og breytt atvinnustig,"
sagði Benedikt.
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, sagði að
kröfugerð sambandsins, sem var
kynnt í janúar, hefði verið sett fram
af hógværð og lítillæti þrátt fyrir að
kjör kennara væru óviðunandi með
öllu. Krafa væri gerð um að kaup-
máttur yrði bættur þannig að á
samningstímanum næði hann því að
verða jafngóður og hann hefði verið
árið 1989. Hún sagði að á síðasta
vori hefðu ríkisstjóm og atvinnurek-
endur komist í þá óskastöðu að nota
réttmætar launakröfur sem skint.i-
mynt til þess að stjórnvöld ynnu
ekki frekari spellvirki á velferðar-
kerfinu en þegar hefði verið gert.
„Nú læðist að manni sá gmnur að
ríkisstjórnin ætli aftur að velja þessa
leið, sem heppnaðist svo prýðilega á
síðasta ári. Vinna nokkur ærleg
spellvirki í þjóðfélaginu og velferðar-
kerfinu sérstaklega og láta svo
hnípna og niðurlægða verkalýðs-
hreyfingu nota kraftana til að semja
til baka ákvarðanir hennar," sagði
Svanhildur.
Hún sagði einnig að ákvarðanir
um viðbrögð verkalýðshreyfingarinn-
ar mættu ekki dragast á langinn og
nú strax yrði að ákveða hvaða vopn-
um ætti að beita.
Margir fundarmenn tóku til máls
að loknum framsöguerindum og voru
framsögumenn meðal annars spurðir
að því hvort verkalýðshreyfingin
ætti að sameinast um allsheijarverk-
fall til að hrekja ríkisstjórninni frá
völdum. Benedikt Davíðsson sagði
að markmið hreyfingarinnar væri að
koma þeirri stefnu á kné, sem ríkis-
stjórnin fylgdi. Það skipti ekki höfuð-
máli hvort stjórnin færi frá eða ekki
heldur hvort hægt væri að knýja
hana til að skipta um stefnu. Til
þess þyrfti hins vegar ef til vill sam-
stillt átak allra launþegasamtaka.