Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 29 Dómsmálaráðherra vill koma betur lögnm yfir þátttak- endur í fíkniefnaafbrotum ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram tvö frumvörp um breytingar á almennum hegningarlögum, og á lögum um ávana- og fíkniefni. Tilgangur dómsmálaráðherra er að koma betur lögum yfir þá sem taka á móti peningum eða ávinningi af fíkniefnaviðskiptum þótt þeir eigi ekki beina aðild að innflutningi eða dreifingu. Einnig vil ráðherra ná til þeirra sem aðstoða við undanskot af ávinningi þessara eiturefnavið- skipta. Frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningar- lögum frá árinu 1940 gerir ráð fyrir að bæta við nýrri grein, 173. gr. b, sem orðist svo: „Hver, sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti gegn 173. gr. a, skal sæta fangelsi allt að 10 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambæri- legan hátt að því að tryggja öðrum ávmning af slíku broti.“ í 1. mgr. 173 gr. a eru ákvæði um sá sem andstætt lögum um ávana- og fíkniefni láti mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendi þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega- saknæman hátt, skuli sæta fang- elsi allt að 10 árum. í 2. mgr. er kveðið á um að sömu refsingu skuli sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur Stuttar þingfréttir Ráðherraábyrgð Páll Pétursson (F-Nv) hefur lagt fram frumvarp um að bæta við nýjum lið við 10. grein laga um ráðherraábyrgð. Samkvæmt tillögu Páls yrði ráðherra sekur „ef hann gefur Alþingi rangar eða villandi upplýsingar eða við meðferð máls á Alþingi leynir upplýs- ingum er hafa verulega þýð- ingu“. Flutningsmaður segir í greinargerð að ráðherrar á Is- landi hafi ekki nauðsynlegt aðhald og geti freistast til þess að gefa Alþingi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna það mikilvægum upplýsingum. Páll vísar til danskra laga þar sem séu skýr ákvæði um þetta atriði og leggur til að þau verði tekin í íslensk lög. Páll Pétursson hefur bæði utan þings og innan lýst óánægju og efasemdum með ýmsar yfírlýsingar ráðherra. Páll Pétursson hefur sérstak- lega og ítrekað lýst vantrú sinni á orðum utanríkisráð- herra. af hendi, tekur við eða hefur í vörslu sinni ávana- og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt sem greint er í 1. mgr. í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðhérra segir að vafi sé talinn leika á því að hvaða leyti hægt sé að refsa þeim fyrir hlut- deild í fíkniefnabroti, sem t.d. tek- ur við, geymir eða flytur ágóða af fíkniefnabroti. 22. gr. almennra hegningarlaga fjallar um hlut- deild. Samkvæmt henni skal hveij- um þeim refsað sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatn- ingum eða á annan hátt taki þátt í því að brot sé framið. Hlutdeild- arákvæði taki fyrst og fremst til hlutdeildar í verknaði sem til sé komin áður en brot er framið eða samtímis framningu þess. Al- mennt sé aðstoð sem veitt sé eftir það tímamark refsilaus, nema hún sé veitt samkvæmt samkomulagi sem gert hafi verið fyrir verknað- inn. „Með hliðsjón af framansögðu verður að telja að almennt sé ekki unnt, samkvæmt gildandi lögum að refsa fyrir viðtöku ágóða af fíkniefnasölu. Það sama gildir um flutning, geymslu og aðra sam- bærilega aðstoð sem kemur til eftir að frumbrotið er framið," segir í greinargerðinni. Af ofangreindum ástæðum er flutt frumvarp um viðbót við 173 gr. almennra hegningarlaga og ennfremur er samhliða frumvarp- inu lagt fram frumvarp um sams konar viðbót við lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. í greinar- gerð er áréttað: „Slíkt refsiákvæði er ætlað að hamla gegn fíkniefna- viðskiptum og það getur einnig takmarkað möguleika milliliða og leppa að tryggja sér ávinning af fíkniefnaviðskiptum. Þá styrkir slíkt ákvæði réttarvörslu gagnvart þeim sem standa að baki fíkniefna- brotum með fjármögnun. Sam- kvæmt ákvæðinu verður einnig hægt að refsa þeim sem taka við ágóða af fíkniefnabrotum, án þess að sannaðv verði að viðskiptin hafí verið fjármögnuð með peningaláni eða sambærilegri fyrirgreiðslu. í þessu sambandi er rétt að taka fram að kunnáttusamleg fíkni- efnaviðskipti eru skipulögð í mörg- um sjálfstæðum liðum, þar sem sjaldnast liggur fyrir vitneskja um aðra sem taka þátt í þeim.“ Það kemur fram í athugasemd með frumvarpinu að það þarf ekki að vera skilyrði fyrir refsiábyrgð að viðkomandi hafi nokkurn ábata af aðstoð við brot gegn 173. gr. b. eða hafi ætlast til slíks ábata. í athugasemdinni segirm.a: „Upp- talning á tilhögun aðstoðar, þ.e. geyma, flytja, aðstoða við afhend- ingu er hér ekki tæmandi. Nefna má fleiri dæmi aðstoðar en talin eru upp í greininni svo sem að innheimta kröfu, fjárfesta, dylja ávinning o.s.frv.“ niMnci Stuttar þingfréttir Handleggsbrot ráðherra Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) kvaddi sér hljóðs í gær um þingsköp. Ólafur taldi að ráð- herrar væru famir að misnota varamannakerfið til að víkja sér undan því að taka þátt í umræð- um á og gera þingmönnum grein fyrir sínum ráðstöfunum. Ólafi Ragnari var á þessari stundu efst í huga fjarvera Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráð- herra. Nú væri ráðherra með varamann vegna veikinda. Öllum væri kunnugt um handleggsbrot það sem ráðherrann hefði orðið fyrir. En á hinn bóginn hefði það komið fram í morgunútvarpi rás- ar 2 að ráðherrann sinnti sínum störfum í þágu framkvæmda- valdsins. Það hefði einnig komið fram í auglýsingum í Alþýðu- blaðinu að ráðherrann mætti á fundi Alþýðuflokkins og einnig annarra félagasamtaka. Össur Skarphéðinsson (A-Rv) þingflokksformaður Alþýðu- flokksins sagði Ólaf Ragnar fremja það brot sem stundum henti í hnefaleikahringnum „að slá fyrir neðan beltið“. Margt mætti um heilbrigðisráðherrann segja, en aldrei væri hægt að bera honum kjarkleysi og hug- leysi á brýn. Það væri með ólík- indum að halda því fram að heil- brigðisráðherra hefði ekki kjark til að mæla fyrir sínum málum á Alþingi. Össur vísaði til þess að í bréfi heilbrigðisráðherra hefði komið fram að heilbrigðis- ráðherrann gæti ekki sinnt „reglulegri þingsetu". Þetta hefði verið orðað á þennan veg til þess að þingmenn gætu átt við hann orðastað, ef þeir teldu þess þörf. Össur taldi að engum gæti dulist ástæða þess að heilbrigðis- ráðherra tók þann kost að kalla inn varamann. Hann benti á að handleggur ráðherrans væri spenntur miklum gjörðum og hann ætti erfitt með langar set- ur. Össur sagði að þrátt hand- leggsbrot myndi ekki standa á ráðherranum að gera grein fyrir sínum málum og aðgerðum ef eftir því yrði leitað. Ráðherrann hefði verið boðinn og búinn að útskýra sínar aðgerðir þótt það hefði í sjálfu sér verið ósköp auðvelt fyrir hann að taka sér fullkomið sjúkrafrí en hann hefði orðið við óskum að koma í út- varpsþætti og ræða við fólk. Tilvísunartillaga felld á jöfnu Uttekt á þróunarforsendum og nýsköpun í atvinnulífi Mývatnssveitar heyrir undir allsherjamefnd Alþingis Stj órmála- fimdur á Sauðárkróki DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra verður á almennum stjórnmálafundi í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 14. febrúar kl. 16. Forsætisráð- herra mun fjalla almennt um stjórnmálaviðhorfin í dag. Að loknu erindi Davíðs Oddsson- ar mun hann svara fyrirspurnum frá gestum fundarins. Auk Davíðs munu þingmennirnir Pálmi Jóns- son og Vilhjálmur Egilsson sitja fundinn en fundarstjóri verður Hjálmar Jónsson. HJÖRLEIFUR Guttormsson (Ab-Al) vildi að þingsályktunartillögu sinni um úttekt á þróunarforsendum og möguleikum á nýsköpun í atvinnulífi í Mývatnssveit yrði vísað til umhverfisnefndar. Eiður Guðnason umhverfisráðherra vildi að málinu yrði vísað til alls- herjarnefndar. Það varð sem ráððherra vildi. Þingmenn höfnuðu tilvísunartillögu Ifjörleifs með 23 atkvæðum gegn 23. Fyrsta mál á dagskrá 107. þing- í Mývatnssveit". Hann taldi þvi hér fundar í gær var atkvæðagreiðsla vera á ferð tillögu um byggða- og um þingsályktunartillögu sem atvinnumál sem ætti að vísa til allsheijarnefndar. Umræðu varð lokið en atkvæðagreiðslu frestað. Kl. 13 í gær hugðist Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, láta greiða atkvæði um þessa tillögu. Eiður Guðnason ítrekaði sjónarmið sín og lagði til að málinu yrði vís- að til allsherjarnefndar, hann benti og á að fyrir því væru heimildir að allsheijarnefnd leitaði álits umhverfisnefndar eftir efnum og ástæðum. Flutningsmenn tillög- unnar og fleiri þingmenn úr liði stjórnarandstæðinga hins vegar ítrekuðu að þetta mál heyrði undir umhverfisnefnd og gæti sú nefnd einnig leitað eftir áliti annarra nefnda. Þess væru og ekki nein fordæmi að ekki væru virtar óskir flutningsmanna varðandi til hvaða nefnda þeirra málum yrði vísað. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) minntist þess að Hjörleifur Gutt- ormsson og fleiri stjórnarandstæð- ingar hefðu fyrir ári lagst mjög eindregið gegn því að frumvarp félagsmálaráðherra um starfs- fræðslu í atvinnulífinu færi til fé- lagsmálanefndar og haldið fram menntamálanefnd. sem Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir (Sk-Rv) standa að. Þau vilja að Alþingi álykti „að fela ríkisstjóminni að láta gera úttekt á þróunarforsendum og möguleik- um á nýsköpun í atvinnulífi í Mý- vatnssveit er falli að markmiðum um náttúruvernd á svæðinu. Að úttektinni verði unnið samhliða rannsóknum á áhrifum kísil- gúmáms úr Mývatni á lífríki svæð- isins og fyrstu niðurstöðum skilað og þær kynntar Alþingi fyrir febrú- arlok 1993“. í fyrri umræðu í fyrradag, á 105. fundi, gerði framsögumaður, Hjörleifur Guttormsson, tillögu um að þessari þingsályktunartillögu yrði vísað til umhverfisnefndar. Hann og fleiri þingmenn vísuðu til þess að Laxár- og Mývatnssvæðið væri sérstakt náttúruverndar- svæði, nánast „þjóðgarður í mannabyggð“. Þeir bentu og á að um svæðið giltu sérstök lög sem heyrðu undir umhverfisráðuneytið. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra benti hins vegar á að tillagan fjallaði um „þróunarforsendur og möguleika á nýsköpun í atvinnulífi Eftir að þingmenn höfðu talað í um klukkustund „um atkvæða- greiðslu" var unnt að ganga til atkvæða um nefndatilvísun og vom atkvæði greidd með nafnakalli. Fyrst kom til atkvæða tillaga Hjör- leifs Guttormssonar um umhverfis- nefnd. Allir viðstaddir stjómarand- stæðingar studdu tillöguna, þar að auki tveir þingmenn úr stjórnarl- iði; Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv). 23 þingmenn studdu því tillöguna. En hins vegar var fjöldi andvígra stjórnarliða einnig 23, 17 þingmenn vom fjarverandi. Tillaga Hjörleifs var því felld á jöfnum atkvæðum. Að svo búnu var tillaga Eiðs Guðnasonar umhverfisráð- herra um að vísa málinu til allsheij- amefndar samþykkt með 29 at- kvæðum gegn 15 en þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði. Crillsteikumar hjá |ariinum: Mest seldu steikur á Islandi NAUTACRILLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690 ^___31_____ lilTUHUl '■VEITINGASTOFA- Sprengisandi — Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.