Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
ATVIN N tMAUGL ÝSINGAR
KENNARA-
HÁSKÖLI
ÍSLANDS
Lausar stöður
Við Kennaraháskóla íslands eru eftirtaldar
stöður lektora lausar til umsóknar:
1. Staða lektors f uppeldis- og kennslufræði
með áherslu á námskrárfræði og náms-
efnisgerð.
2. Staða lektors í uppeldis- og kennslufræði
með áherslu á námskrárfræði og sögu
uppeldis og menntunar.
3. Staða lektors f uppeldis- og kennslufræði
með áherslu á stjórnun, mat og þróun á
skólastarfi.
4. Staða lektors f íslenskukennslu með
áherslu á lestur, ritun og mælt mál. Auk
þess þarf lektorinn að sinna kennslufræði
bókmennta og málfræði.
5. Staða lektors í tónlist með áherslu á tón-
listaruppeldi og kennslufræði tónlistar.
6. Staða lektors í myndlist með áherslu á
grafík og kennslufræði myndlistar.
Umsækjendur skulu hafa fullgilt háskólapróf í
grein sinni og próf í uppeldis- og kennslufræð-
um eða að öðru leyti nægilegan kennslufræði-
legan undirbúning.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
kennslu og skólastarfi.
Umsókn fylgi ítarleg skýrsla um vísindastörf,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar
um námsferil og önnur störf. Þau verk, sem
umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu
einnig fylgja.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá
1. ágúst 1993.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir berist Kennaraháskóla íslands
v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 1. mars nk.
Rektor.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar að dvalar- og hjúkrunarrými
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður og
hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480.
Skriflegar umsóknir berist fyrir 28. febrúar nk.
Sölumaður
- karl eða kona
Um er að ræða sölu á sælgæti í verslanir
og söluturna. Æskilegur aldur 25-35 ára.
Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Upplýsingar í dag á skrifstofu frá kl. 15-18.
Islensk dreifing,
Bolholti 4, 3. hæð.
Konur-
símasala á kvöldin!
Einungis vant fólk kemur til greina.
Góðir tekjumöguleikar.
Upplýsingar í síma 626751 frá kl. 13-16
alla virka daga.
Verkefnisstjóri
Átaksverkefni kvenna á Vestfjörðum leitar
að verkefnisstjóra til tveggja ára. Tilgangur
verkefnisins er að stuðla að þróun og eflingu
atvinnulífs kvenna á Vestfjörðum.
Æskilegur verkefnisstjóri þarf að búa yfir
eftirfarandi kostum:
★ Félagslyndur að eðlisfari með góða sam-
skiptahæfileika.
★ Hafa áhuga og þekkingu á byggðamálum,
atvinnuþróun og rekstrarfræði.
★ Þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa stjórn-
unarhæfileika og frumkvæði, æskileg
reynsla af stjórnunarstörfum eða hlið-
stæðum störfum.
★ Þekkingu á atvinnulífinu, samtökum og
stofnunum í tengslum við það.
★ Kunnáttu í tölvunotkun.
Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. og skulu
umsóknir, er greina frá starfsheiti, menntun
og reynslu umsækjanda, sendast til:
Áhugahóps um atvinnumál kvenna á
Vestfjörðum, pósthólf26, 400 Isafirði.
Upplýsingar um starfið veitir Magdalena Sig-
urðardóttir í síma 94-3599 og 94-3398.
Smð ouglýsingar
I.O.O.F. 12 = 1742128'/2 = S.P.
I.O.O.F. 1 = 1742128’/2 = 9.0.*
Fimir fætur
Dansæfing verður í Templara-
höllinni i kvöld, föstudaginn
12. febrúar, kl. 22.00.
Allir velkomnir.
Upplýsingar í síma 54366.
Hið íslenska Biblíufélag
Ársfundur
Ársfundur Hins íslenska Biblíu-
félags verður haldinn í safnaðar-
sal Hallgrímskirkju sunnudaginn
14. febrúar kl. 15.30.
Dagskré:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kl. 17.00 verður dagskrá í kirkj-
unni í samvinnu við Listvinafélag
Hallgrímskirkju: Söngur, tónlist,
upplestur, lisdans.
(Nánar auglýst síðar).
Stjórnin.
Miðilsfundir
Breski miðillinn Lesley James
heldur einkafundi næstu daga.
Pantið tímanlega i síma 668570
milli kl. 13-18.
Læknamiðill
er tekinn til starfa eftir stutt hlé.
Upplýsingar í síma 675344.
NY-UNG
KFUM & KFUK
Suðurhólum 35
„Geturðu verið kyrr - með
Guði?“ Samvera í umsjá Guð-
•mundar Guðmundssonar. Fjall-
að verður um persónulegan
biblíulestur í bæn og íhugun.
Þú ert velkomin(n).
RAÐAUGÍ YSINGAR
HÚSNÆÐIÓSKAST
Fundasalur
Félagasamtök í Reykjavík óska eftir húsnæði
til fundahalda, ca 150 fm, til kaups á góðum
stað í bænum.
Vinsamlegast sendið nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt:
„Fljótt - 93“.
Stór íbúð eða einbýlishús
íslenski dansflokkurinn óskar eftir 5-6 her-
bergja íbúð eða einbýlishúsi sem allra fyrst.
Leigutími til lok júní. Æskilegt að einhver
húsgögn fylgi.
Upplýsingar í síma 679188.
Orðsending til bænda
á fjárskiptasvæðum
Líflambataka er aðeins leyfð tvisvar sinnum
eftir samningsbundið fjárleysi. Þeir bændur,
sem ætla að kaupa líflömb nú í haust, þurfa
að leggja inn skriflega pöntun fyrir 20. mars nk.
Aðeins koma þeir aðilar til greina sem hafa
fengið úttektarvottorð héraðsdýralæknis um
að lokið sé fullnaðarsótthreinsun á fjárhús-
um, hlöðum og umhverfi þeirra.
Svör við pöntunum munu berast í júní nk.
hvar taka má líflömb haustið 1993.
Sauðfjárveikivarnir,
Rauðarárstíg 25,
150 Reykjavík.
Aukin ökuréttindi
Kennsla hefst mánudaginn 1. mars 1993
kl. 18.15. Ath. breyttar áherslur - kennt sam-
kvæmt nýju kerfi. Bóklega þætti námskeiðs-
ins skal lokið 7. apríl nk.
Próf fara fram að lokinni yfirferð hverrar
námsgreinar fyrir sig.
Innritun er þegar hafin f sfma 670300.
Ökukennarafélag íslands,
Ökuskólinn í Mjódd,
Þarabakka 3, 109 Reykjavík.
Loðnuflokkunarvél
Ný ónotuð loðnuflokkunarvél, tegund
Sjötech, til sölu.
Upplýsingar í síma 91-41868.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum
sem hér segir:
Ytri-Brekkum II, Akrahreppi, þingl. eign Konráðs Vilhjálmssonar og
Valgerðar Sigurbergsdóttur, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkis-
sjóðs og Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins, fimmtudaginn
18. febrúar 1993, kl. 14.00.
Árhóli, Hofshreppi, þingl. eigandi Lúðvík Bjarnason, gerðarbeiðandi
Stofnlánadeild landbúnaðarins, fimmtudaginn 18. febrúar 1993,
kl. 15.00.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.
Uppboð á hrossum
Helgi Jóhannsson hdl. hefur óskað eftir uppboði á 27 hrossum,
f. h. dánarbús Kristins Brynjólfssonar, Gelti, Grímsneshreppi.
Lausafjáruppboð þetta mun fara fram á jörðinni Gelti i Grímsnes-
hreppi, föstudaginn 19. febrúar 1993, kl. 14.00.
Greiðsla áskilin við hamarshögg.
Ávísanir ekki teknar til greina nema með samþykki uppboðshaldara.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
11. febrúar 1993.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Nes-
kaupstað, miðvikudaginn 17. febrúar 1993, á eftirfarandi eignum í
neðangreindri röð:
1. Blómsturvellir 11, Neskaupstað, þinglýst eign Einars Guðmunds-
sonar, eftir kröfum Samvinnusjóðs fslands, Kaffibrennslu Akur-
eyrar, Lindu, Akureyri, Glóbus hf., Skeljungs hf. og Sparisjóðs
Norðfjarðar. Kl. 15.00.
2. Hafnarbraut 22, Neskaupstað, þinglýst eign Kolbrúnar Skarphéð-
insdóttur, eftir kröfum Þorsteins Kristjánssonar o.fl. og Skeljungs
hf. Kl. 15.00.
3. Miðstræti 8A, risíbúö, Neskaupstað, þinglýst eign Ólafs Baldurs-
sonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Austurlands. Kl. 15.30.
4. Strandgata 4, efri hæð, Neskaupstað, þinglýst eign Halldórs
Brynjarssonar, eftir kröfum Skuldaskila hf„ Húsbréfadeildar Hús-
næðisstofnunar ríkisins og Landsbanka íslands, útibú Neskaup-
stað. Kl. 15.45.
Sýslumaðurinn i Neskaupstað,
11. febrúar 1993.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafs-
firði, fimmtudaginn 18. febrúar 1993 á eftirfarandi eignum:
1. Kl. 14.30 vélskipið Árni ÓF-43, skskrnr. 2127, þinglýst eign Árna
hf., eftir kröfu A/S Fiskerikreditt, Noregi.
2. Kl. 14.40 eignarhluti Sigvalda Þorleifssonar hf. í húsi við Páls-
Bergsgötu, Ólafsfirði, að kröfu Neptúnusar hf.
3. Kl. 15.00 skipið Snarfari ÓF-25, skskrnr. 965, þinglýst eign Sædís-
ar hf., að kröfu Olíufélagsins hf„ fslandsbanka hf„ Fiskveiðisjóðs
Islands, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Hleiðru hf. og Lífeyrissjóðs sjó-
manna.
4. Kl. 15.15 Hlíðarvegur 14, Ólafsfiröi, þinglýst eign Björgvins Björns-
sonar og Vöku Njálsdóttur, að kröfu Ólafsfjarðarkaupstaðar.
Ólafsfirði, 10. febrúar 1993.
Sýsiumaöurinn í Óiafsfirði.