Morgunblaðið - 12.02.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
’•»' ' " ............ ................ " ■ ■■ ■ ■ -------------------------------------------;--------
Engum að treysta
Tveir gamlir og sjaldséðir góðkunningjar af hvíta tjaldinu, Sidney
Poitier og Robert Redford, leika hátæknisnillinga með vafasama
fortíð í Laumuspili.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Laumuspil - Sneakers
Leikstjóri Phil Alden Robinson.
Handrit Robinson, Lawrence
Lasker, Walter F. Parkes. Kvik-
myndatökusljóri John Lindley.
Tónlist James Horner. Klipping
Tom Rolf. Aðalleikendur Robert
Redford, Dan Aykroyd, Ben
Kingsley, Mary McDonnell, Ri-
ver Phoenix, Sidney Poitier,
David Strathairn, Timothy
Busfield, George Hearn. Banda-
rísk. Universal 1992.
Hér er komin mynd sem er skóla-
bókardæmi um vinsældarfomúlu
Hollywood-framleiðenda. Hröð,
spennandi, prýdd stjömuskara og
tæpast dauðan punkt að finna. Þó
situr lítið eftir að leikslokum en
afþreyingin óvéfengjanleg. Það eru
myndir einsog Laumusspil sem laða
að sér fjöldann og eru kjölfesta
kvikmyndaiðnaðarins
Myndin hefst á því að tölvusnill-
ingamir Martin og Cosmo, skóla-
bræður og félagar á sjöunda ára-
tugnum, bijótast inní tölvubanka
og er Cosmo gómaður af yfirvöld-
um en Martin sleppur. Nú líður
aldarfjórðungur. Martin (Redford)
er orðinn forsprakki sundurleits
hóps hátæknisnillinga sem allir
burðast með eitthvað misjafnt í
pokahominu, sjálfur hefur hann
starfað undir dulnefni síðan hann
slapp úr innbrotinu forðum. Félag-
amir eru fyrrverandi FBI-mað-
urinn Crease (Poitier), unglingur-
inn og tölvuséníið Carl (Phoenix),
Mother, margdæmdur tölvuaf-
brotamaður og Whistler hinn blindi
(Straitham).
Hópurinn fæst að öllu jöfnu við
hleranir, öryggiskannanir og njósn-
ir af ýmsum toga en dag einn fær
Martin heimsókn frá mönnum sem
segjast vera sendir af stjómvöldum
og krefjast þess að hann hafi uppá
og ræni byltingarkenndum dul-
málslykli sem þau óttast að falli
að öðmm kosti óvinum þeirra í
skaut. Það tekst og ballið byijar.
Erindrekamir voru falskir, Rússar
og Bandaríkjastjóm eru á eftir lykl-
inum, svo og dularfull samtök sem
reynast hlýða stjóm Cosmos
(Kingsley), sem álitið var að hefði
látist fyrir löngu í tugthúsinu.
Martin og félagar eru rændir lykl-
inum og þeir gera sér grein fyrir
að þeir verði að hafa uppá honum
aftur ef þeir eiga að halda lífi.
Geta engum treyst enda útilokað
að sjá hveijir eru vinir eða óvinir.
Sem fyrr segir er Laumuspil
fyrsta flokks þó hún risti ekki
djúpt. Forvitnilegastur er sá há-
tæknibúnaður sem notaður er í
myndinni og félagamir nota sér til
aðstoðar. Það er ekki nóg að þeir
búi yfir kunnáttu og tækni til að
bijótast inní velflest tölvunet -og
-banka heldur hafa þeir milli hand-
anna ýmiskonar háþróaðann
njósnabúnað að það er með ólíkind-
um að hann er ekki hugarsmíð
heldur tækni sem fæst keypt á al-
mennum markaði vestan hafs. Rob-
inson heldur uppi mikilli spennu
og hraða myndina út í gegn og
tekst einnig að skapa andrúmsloft
þrungið óöryggi og ofsóknartilfinn-
ingu. Þrátt fyrir að tækniundrin
sem við blasa séu fjarri þekkingu
hins almenna kvikmyndahússgests
kemur það aldrei að sök því hand-
ritið - sem reyndar er heldur ekk-
ert of margorða - er laust við leið-
indaútskýringar og löng atriði þar
sem tölvutæknin er í fyrirrúmi.
Mannlegi þátturinn er ekki ýkja
sterkur og rómantíkin hefur sjálf-
sagt verið skrifuð inní handritið
fyrir Redford til að gera hlutverk
hans mannlegra og matarmeira,
McDonnell er nánast til skrauts.
Persónumar rista ekki djúpt en eru
hinsvegar undantekningarlaust í
góðum höndum. Stórleikarinn Ben
Kingsley, sem æ oftar er farinn
að birtast í matarmiklum aukahlut-
verkum, fer einstaklega vel með
sitt og kemst nokkur nærri Red-
ford í hlutverki hinnar ofursvölu
og snjöllu alamerísku hetju. Þá er
Straitham athyglisverður og for-
vitnilegt að sjá hvemg honum tekst
til í myndinni sem Sidney Pollack
er að gera þessa dagana, en það
er engin önnur en kvikmyndagerð
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Þrír ninjar („3 Ninjas“). Sýnd í
Bíóhöllinni. Leikstjóri: Jon
Turtletaub. Aðalhlutverk: Victor
Wong, Michael Treanor, Max
Elliott Slade, Chad Power.
Bama- og ijölskyldumyndin Þrír
ninjar segir frá þremur hressum
strákum á fermingaraldri sem tak-
ast á við slægan vopnasala. Það
eina sem þeir hafa til að beijast
gegn honum og óþjóðalýð hans er
kunnátta og leikni í sjálfsvamar-
íþróttum, sem afí þeirra hefur inn-
rætt þeim. Og það er ekki að spyija
að því, stráklingamir leggja mis-
yndismennina flata.
metsölubókarinnar The Firm.
Homer er einn af fremstu kvik-
myndatónskáldum samtímans og
Það er talsvert um slagsmál í
myndinni en öll eru þau á léttum
nótum og teiknimyndaleg. Leik-
stjórinn gætir þess vel að gera þau
aldrei ljót heldur miklu fremur
skopleg og skemmtileg. Ungir
kvikmyndahúsagestir, sem myndin
höfðar beint til, munu öragglega
fara sparkandi í svefninn.
Auðvitað þurfa þeir að gleypa
það hrátt að krakkamir ráði raun-
veralega við allt þetta fullorðna
fólk og það verður aldrei sannfær-
andi. Myndin fær heilmikið að láni
úr a.m.k. þremur öðram barna- og
fjölskyldumyndum. Nærtækast
hefur verið að fara eftir formúl-
unni sem ninja-skjaldbökumar
gáfu í tveimur myndum. Þrír vit-
leysingar sem eiga að ræna drengj-
unum af heimilum þeirra era eins
útlitið og tæknivinna öll er lýtalaus
og eiga stóran þátt í ágæti skemmt-
unarinnar.
og klipptir út úr Veröld Waynes.
Og einn kafli myndarinnar er eftir-
líking af Aleinum heima þegar
drengimir beijast við ræningjana
aleinir heima hjá sér og taka þá í
karphúsið.
Svo það er ekki beint framleika
fyrir að fara í myndinni en hún
verður aldrei mjög ómerkileg eða
leiðinleg með þijúbíó-persónur sín-
ar og einfeldingslega þijúbíó-frá-
sagnarhætti. Strákarnir fara ágæt-
lega með hlutverkin sín og eru
a.m.k. skömminni skárri en full-
orðna fólkið, sem er eins og sam-
safn áhugaleikara. Sá gamli og
geðþekki leikari Victor Wong leikur
afann, sem er hramur meistari í
íþróttinni, en ljóst er að staðgeng-
ill hans hefur haft í nógu að snúast.
Þrír ninjar er sárasaklaust þijú-
bíó sem gætir þess að slagsmálin
og óþokkaskapurinn fari aldrei yfir
strikið og misbjóði ungu gestunum.
Hún veitir ungviðinu sjálfsagt
ágæta skemmtun.
Krakkar til bjargar
| ó/ fer hækkandi,
það er föstudagur
og við kynnum
giæsiiega vöru-
sendingu sem A
komin erí
Habitat-húsið V
HUCSADU ÞER GOTT
TIL CLODARINNAR ...
... því viö kynnism
mikiö úrval af faiiegri
heimiUsvöru og
vönduöum húsgögnum
sem gefa heimilinu
hlýlegan og
persónu/egan stíl.
... eru vandaðar
heimilisvörur
sem viö bjóðum
á hverjum tíma
á einstöku
tilboðsverði.
12 BÍLASTÆÐI
Það eru 271
bílastæði í nýja
bílageymslu-
húsinu Traðarkoti
við hliðina á
Habitat-húsinu.
habitat
OPID VIRKA DACA 10.00 1 8.00 OG LAUCARDACA 10.00 14.00
LAUGAVEGI 13-SIMI (91) 625870