Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993
33
ÞJOÐMAL
STEFAN FRIÐBJARNARSON
Lán í óláni
Lánsíjárlög’ 1993
EF SPÁR ganga eftir, sem láns-
fjárlög nýs árs eru byggð á,
verður peningalegur sparnaður
landsmanna 1993 (lífeyrissjóðir
meðtaldir) þrjátíu og sex millj-
arðar króna. Heimilaðar lán-
tökur samkvæmt lánsfjárlögum
1993 gera gott betur en að hest-
húsa þennan sparnað. Þær
spanna um 48,6 milljarða
króna. Áætlaðar lántökur er-
lendis, samkvæmt lánsfjárlög-
um 1993, nema 18,9 milljörðum
króna.
I
í greinargerð með frumvarpi til
lánsfjárlaga fyrir árið 1993 kemur
fram að peningalegar eignir þjóð-
arinnar námu 439 milljörðum
króna í lok júní 1992 og höfðu
aukizt um rúm 5% á árinu. Þar
af vóru kerfisbundnar eignir (að-
allega lífeyrissjóðir) 231 milljarður
króna en uppsafnaður ftjáls spam-
aður (einkum bankainnlán og
markaðsverðbréf) um 208 millj-
arðar króna.
Þar segir og að heildarspamað-
ur landsmanna 1993 sé áætlaður
um 36 milljarðar króna (var 34
milljarðar 1992), eða 9,3% af
landsframleiðslu. Þar af er kerfis-
bundinn sparnaður áætlaður um
19 milljarðir en fijáls spamaður
um 17 milljarðar króna. Skekkju-
mörk í þessum áætlunum em
veruleg og ber að skoða niðurstöð-
ur með fyrirvara.
Ríkissjóður hugsar sér sem fyrr
gott til glóðarinnar á lánsíjármið-
um þessa spamaðar. í viðauka
fmmvarpsins em því gerðir skórn-
ir að heimilaðar lántökur hins op-
inbera 1993, 48,6 milljarðar
króna, verði að stærri hluta sóttur
í heimarann, eða 29,7 m.kr. Á
hinn bóginn stóð til að sækja
18.973 m.kr. til erlends sparnaðar.
n
í greinargerð með fmmvarpi
til lánsfjárlaga 1993 segir m.a.:
„Helzta nýmæli þessa fmm-
varps er að í viðauka sem birtist
með lagatexta kemur fram hvern-
ig ráðgert er að skipta lántökum
einstakra aðila milli innlendra og
erlendra markaða. Þó segir að
fjármálaráðherra sé heimilt að
víkja frá þeirri skiptingu, hvað
varðar ríkissjóð, enda standi sér-
staklega á og að höfðu samráði
við Seðlabanka íslands. Tvær
meginskýringar liggja hér að
baki. í fyrsta lagi er stefnt að því
að taka fyrir yfirdrátt ríkissjóðs
í Seðlabankanum um næstu ára-
mót. Þannig þyrfti ríkissjóður
strax á næsta ári að mæta allri
lánsfjárþörf sinni á markaði. Mik-
ilvægt er að sú breyting valdi
ekki óæskilegum sveiflum á pen-
ingamarkaði. í öðru lagi taka gildi
um næstu ármót nýjar reglur um
fjármagnsflutninga og þykir
ástæða til að hafa þetta svigrúm
verði vemlegt fjárstreymi úr land-
inu“.
III
Heildarlántökur hins opinbera
árið 1993 em í lánsfjárlögum
áætlaðar 48.603 m.kr. Þar er
ganga um 27 milljarðar í afborg-
anir eldri lána. Hrein lánsfjárþörf
er þannig tæpir 22 milljarðar
króna eða um 3 milljörðum lægri
en á þessu ári.
Nettólánsfjárþörf ríkissjóðs er
áætluð 9.500 m.kr. 1993 (brúttó-
lánsfjárþörf tæpar 16.000 m.kr.)
en var 10.800 m.kr. 1992. Miðað
er við að lánsfjárþörf sem svarar
til áætlaðs halla ríkissjóðs (6.200
m.kr.) verði mætt á innlendum
lánamarkaði. Halli ríkissjóðs
lækkar um 2,9 milljarða króna
milli ára, ef fer sem áætlanir
standa til, en á móti vega auknar
lánahreyfmgar.
Nettólánsfjárþörf húsnæðis-
kerfísins (byggingarsjóður og
bréfaútgáfa) er áætluð um 14.000
m.kr. 1993 en var 16.500 m.kr.
1992. Lántökur Landsvirkjunar
aukast og vemlega milli ára, eink-
um vegna aukinna afborgana.
Lánsfjárþörf atvinnuveganna
verður og svipuð 1993 og 1992,
svo og erlend Jánsfjárþörf sveitar-
félaga. Ekki er áætlað fyrir inn-
lendri lánsfjárþörf sveitarfélaga.
Undanfarin ár, eða fram á
síðsta ár, jókst opinber lánsfjár-
þörf mjög mikið. Þar vó þyngst
lánsfjárþörf húsnæðislánakerfís-
ins og ríkissjóðs (einkum vegna
hallarekstrar). Það tókst að hemja
þessa lánsfjárþörf nokkuð á
næstliðnu ári. Þannig var hún 12
milljörum króna minni 1992 en
1991.
í forsendum fjárlaga 1993, sem
lánsfjárlög 1993 skarast að sjálf-
sögðu við, er gert ráð fyrir u.þ.b.
2% verðbólgu að meðaltali. Verð-
lagsþróun er hins vegar háð ýms-
um óvissuþáttum, m.a. kjara-
samningum á vinnumarkaði.
IV
Erlendar skuldir þjóðarinnar
hafa hækkað jafnt og þétt sem
hlutfall af landsframleiðslu frá
árinu 1987, vóm 46% í árslok
1991. Samhliða hefur greiðslu-
byrði afborgana og vaxta af er-
lendum lánum þyngst. Um þetta
efni segir svo í greinargerð með
síðasta fjárlagafrumvarpi:
„Samkvæmt þeim efnahags-
horfum sem hér hafa verið raktar
mun erlend skuldastaða þjóðar-
búsins versna verulega á þessu
ári og hinu næsta og greiðslubyrði
af erlendum lánum verða meiri en
nokkru sinni fyrr. Árið 1992 em
horfur á að skuldahlutfallið verði
nálgæt 49% af landsframleiðlsu
og á árinu 1993 stefnir í 52%, eða
með því hæsta sem orðið hefur.
Greiðslubyrði af erlendum lánum
stefnir í sömu átt, í 25% af útflutn-
ingstekjum árið 1992 og í tæplega
30% árið 1993“.
5.670 milljónlr kr.
10.300 miiljónirkr.
P .1
III
111
8-°°° 7.450
Heimilaðar innlendar og erlendar
lántökur hins opinbera 1993
Samtals 51,3 milljarðar króna
CZ! Edendar lántökur
Innlendar lántökur
Erlendar
lántökur
<o
I II
I -I®
300
400
600
100
•I
| 1 f glfl
S I 1 ii ti
100 k >
ri 130 55 22 12
Hrein lánsfjárþörf hins opinbera 1992 og ’93 í milljörðum kr. 28,5 mrð
6,5 mrð. 25,1 mrð 1
7,5 mrð.
22,0 mrð.
17,6 mrð. IS c 33
t) !
1992 ÁÆTL 1993 ÁÆTL
Viðauki lánsfjárlaga 1993: heimilaðar innlendar og erlendar lán-
tökur hins opinbera 1993.
Lánsfjárþörf hins opinbera óx
mjög mikið fram til ársins 1992
en þá tókst að hemja hana nokk-
uð. Það má segja að það sé lán í
óláni yfirstandandi efnahags-
þrenginga í þjóðarbúskapnum að
tekizt hefur að hægja nokkuð á
útgjaldaþenslu í ríkisbúskapnum
og lækka Iánsfjárþörf hins opin-
bera. í greinargerð með fjárlaga-
frumvarpi segir um þetta efni:
„Á þessu ári (1992) hefur tek-
izt að snúa þessari þróun við og
er útlit fyrir að hrein lánsfjárþörf
hins opinbera verði um 12 millj-
örðum króna minni á þessu ári
en 1991. Á næsta ári er útlit fyr-
ir að enn frekar dragi úr opin-
berri lánsfjárþörf ...“.
En það er að sjálfsögðu háð
því að verðlagsforsendur fjárlaga
og lánsfjárlaga standist, sem og
þær áætlanir um tekjur og gjöld
í ríkisbúskapnum, sem festar eru
í fjárlög.
„Farðu o g sjáðu“ sýnd í bíósal MIR
KVIKMYND Elíms Klimov
„Farðu og sjáðu“ (Ídí í smatrí)
verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10, nk. sunnudag 14. febrúar
kl._ 16.
Myndin lýsir atburðum sem gerð-
ust í Hvítarússlandi á stríðsárunum,
en þar unnu Þjóðveijar einhver
grimmilegustu illvirki sín í stríðinu.
Á sjöunda hundrað þorpa voru jöfn-
uð við jörðu í Hvítarússlandi og
hundruð íbúa brennd lifandi. I
myndinni segir frá örlögum eins
þessara þorpa, Perekhody. Hún er
ekki við hæfi barna. Texti er með
myndinni á ensku.
„Stríð og friður“, stórmyndin
fræga, sem gerð var eftir sam-
nefndri skálsögu Tolstojs, verður
sýnd í heild laugardaginn 20. febrú-
ar. Aðgangur aðeins gegn framvís-
un aðgöngumiða sem afgreiddir
verða á Vatnsstíg 10 næstu daga
kl. 17—18. (Fréttatilkynning.)
Ríó Tríó
Ríó í Naustkjallaranum
ÞAÐ verður mikið sungið í Naustkjallaranum á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Þá mun Ríó Tríó og Gunnar Þórðarson syngja og gpila
öll gömlu góðu Ríólögin, íslensk þjóðlög og slagara hverskonar.
Það er orðið langt síðan Rió hef-
ur komið saman og sungið á krá,
þannig að búast má við ekta ís-
lenskri krárstemmningu þar sem
■ SKRÁNING í íslandsmeist-
arakeppni unglinga í frjálsum
dönsum (freestyle) stendur nú yf-
ir. Þetta er í 12. sinn sem keppnin
er haldin og er það Félagsmiðstöðin
Tónabær og ÍTR sem standa fyrir
keppninni. Allir krakkar á landinu
i fædd 1976-79 mega taka þátt í
keppninni. Keppnin er kjördæma-
skipt og eru undankeppnir haldnar
I á 7 stöðum á landinu. Undankeppni
fyrir Reykjavík og Reykjanes verð-
. ur haldin 26. febrúar. Úrslitakeppn-
I in fyrir allt landið verður 5. mars.
Danskeppnin fyrir 10-12 ára verður
13. mars. Skráning stendur jrfir í
Tónaæb alla daga.
(Fréttatilkynning)
allir geta sungið með og tekið þátt
í gleðinni. Öll lögin eru sungin á
íslensku eins og þeirra Ríómanna
er von og vísa. Allt söngelskt fólk
er velkomið meðan húsrúm leyfir.
♦ ♦ ♦
■ STJÓRNIN skemmtir á
Tveimur vinum á föstudagskvöld.
Bogomil Font og Miljónamæring-
arnir skemmta á staðnum á laugar-
dag.
■ GRÍMUDANSLEIKUR verður
haldinn í Firðinum í Hafnarfirði
á föstudag í samvinnu við Bylgj-
una, Tuborg og Vikuna. Á laugar-
dag leikur KK-band í Firðinum
og boðið verður upp á tískusýningu
frá Make up forever-hópnum sem
einnig sýnir málaða líkaina. Tíundi
hver gestur fær kynningartíma frá
Sól og sælu í Hafnarfirði.
Boddíhlutir og lugtir
Nýkomin stór sending
af boddíhlutum í flestar
gerðir bifreiða, t.d.:
Mercedes Benz árg. ’TS-’SO
Ford Escort árg. ’SB-’SO
BMW 300 árg. '83-’90
BMW 500 árg. ’82-'87
Lancer árg. ’85-’91
Colt árg. ’85-’91
o.fl. tegundir.
Mjög gott verð